Vísir - 20.01.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 20.01.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 20. janúar 1975. Dagur Reykjavíkurliðanna í Hafnarfirði Tvöfalt hjó Fram gegn Haukum Hörður Sigmarsson „fann isig” ekki i leiknum og þvi var 'hann litið með, sagði þjálfari þeirra Hauka, Viðar Simonar- ?son, eftir að Fram hafði sigrað Hauka með 18-15 i 1. deildinni i Hafnarfirði i gærkvöldi. Þar með misstu Haukar af tækifæri ?að komast einir i efsta sætið — og það kom vissulega á óvart hve Hörður var litið notaður i leiknum. Án þessa mesta skor- ara isiandsmótsins i aðalhlut- j verki var sóknarieikur Hauka :heldur sviplitill —Fram gekk á Jagið og vann öruggan sigur 18- 15. Fram lék að mörgu leyti prýðilega i þessum leik, þó svo þeir Sigurbergur Sigsteinsson og Arnar Guðlaugsson gætu ekki leikið vegna meiðsla frá Vikingsleiknum. En Pálmi Pálmason var með — og það munaði heldur betur um pilt. Atti hreint skinandi leik — og svo varði Guðjón Erlendsson eins og berserkur i markinu. Já, Framliðið var heilsteypt — Björgvin, baráttumaðurinn mikli, sifellt ógnandi, og ungu mennirnir Hannes Leifsson og Guðmundur Sveinsson góðir. Leikurinn var afar jafn fram- an af — allar jafnteflistölur upp i 7-7 og skiptust liðin á um for- ustu. Herði mistókst viti á 11 min. og var skömmu siðar kippt út af og kom ekki inn á meira i fyrri hálfleik. Hafði þá skorað eitt mark. 15. min. og 7-7, en sið- an seig Fram framúr — komst i 11-7, og þá misnotaði Ólafur Ólafsson einnig vitakast fyrir Hauka, og mörg önnur góð tæki- færi fóru forgörðum. 1 hálfleik var staðan 11-8 fyrir Fram — og Reykjavikurmeist- ararnir juku forskotið framan af siðari hálfleik. Komust i 15- 10, og siðan 16-11, þegar 13 min. voru til leiksloka. Logi hafði þá misnotað viti fyrir Hauka, svo þau fóru þrjú forgörðum i leikn- um. Það var dýrt fyrir Hauka. Eftir þetta var sigur Fram öruggur, en Haukar minnkuðu aðeins muninn i lokin. Mikil harka var i leiknum — Pétri og Björgvin visað af leikvelli og Frosta hjá Haukum. Hörður var loks með siðustu 14 min. — fékk högg i byrjun þess siðari — og skoraði tvivegis lokakaflann. Mörk Hauka i leiknum skor- uðu Ólafur Ólafsson 4 (2 viti) Hörður 3, Elias 2, Logi 2 (eitt viti), Stefán, Arnór, Frosti og Hilmar eitt hver. Fyrir Fram skoruðu Pálmi 6, misnotaði eitt viti, Hannes 5, Björgvin 3. Guð- mundur 2, Kjartan og Stefán 1 hvor, Karl Jóhannsson og Valur Benediktsson komust prýðilega frá dómgæzlunni. —hslm. Grótta Ijóslaus gegn Val Það varð skammhlaup . i Gróttu. Leikmenn litla Seltjarnarness-liðsins höfðu veitt bikarmeisturum Vals all- harða keppni I fimmtiu minútur i leiknum i 1. deild I Hafnarfirði I gærkvöldi — en svo varð al- gjört myrkur f þeirra herbúð- um. Valsmenn skoruðu fimm mörk I röð — breyttu stöðunni úr 19-17 I 24-17 og góður sigur þeirra var i höfn. Lokatölur 25- 20 fyrir Val, þar sem Grótta skoraði tvö siðustu mörk leiksins. Leikurinn var alljafn framan af, en þó hafði maður á tilfinningunni að Valsmenn myndu hafa betur. Leikur þeirra var heilsteyptari, þó svo Ólafur H. Jónsson hefði á sér „yfirfrakka” allan leikinn. Atla Þór Héðinssyni tókst ekki það hlutverk betur en svo, að Ólafur varð markhæsti maðurinn i leiknum með sjö mörk Hann er óstöðvandi sá piltur, þegar sá gállinn er á honum, en hins vegar varð samleikur Valsliðsinsá stundum ráðvilltur með Ólaf utan spilsins. Á það bættistlfka, að GIsli Blöndal var langt frá sínu bezta — en þeir bættu það upp að nokkru Stefán Gunnarsson, Agúst ögmunds- son, Gunnsteinn Skúlason — og Guðjón Magnússon, sem nú lék sinn bezta leik siöan hann gekk yfir I raðir Valsmanna. 1 fyrri hálfleiknum voru Vals- menn með sama ráð á marka- kóng Gróttu, Björn Pétursson. Það var Ágúst ögmundsson sem fékk það hlutverk að gæta Björns — og gerði það svo vel að Björn varð óvirkur i leiknum. Hins vegar opnaðist vörn Vals á stundum illa með Agúst utan varnar svo i siðari hálfleiknum létu Valsmenn Björn leika laus- um hala. En hann náði sér aldrei á strik — skoraði aðeins tvö mörk i leiknum, og það annað úr viti, en átti fjölmargar skottilraunir. Já, Agúst var góður, ekki að- eins við gæzluna á Birni heldur einnig I sóknarleiknum i fyrri hálfleiknum. Var þá markhæst- ur Valsmanna með fjögur mörk. Það kom þvi mjög á óvart að hann var afar litið notaður i siöari hálfleiknum. Leikurinn var jafn upp I 3-3, en siðan komust Valsmenn þremur mörkum yfir, 6-3. En Magnús Sigurðsson var drjúgur við að skora — fann einkum veilur á vörninni á miðjunni hjá Stefáni og Ólafi — og Óli Ben. réð illa við skot hans. Á 23. min. var orðið jafnt 7-7 — og Grótta Þrjú mörk í lokin og Fram vann Fram varð Reykjavikur- meistari i innanhússknatt- spyrnu i gærkveidi, er liðið sigr- aði Vai i úrslitaleik mótsins með 6 mörkum gegn 5. Leikið var I tveim riðlum, og varð Valur sigurvegari I öðrum eftir keppni við Þrótt, en I hin- um sigraði Fram eftir baráttu við Viking. Valur hafði lengst af yfir I úr- slitaleiknum við Fram — 4:2 I hálfleik og 5:3, er fjórar minút- ur voru eftir. En Fram jafnaði og komst siðan yfir, 6:5, með þrem siðustu mörkum leiksins. Leikurinn um þriðja sætið var á milli Vikings og Þróttar og lauk honum með yfirburðasigri Vikings, sem skoraði 9 mörk og fékk aðeins á sig eitt... —klp— komst yfir I 8-7 á 24. min. Valur jafnaði úr viti —Grótta komst aftur yfir, en Valsmenn skoruðu svo þrjú siðustu mörk hálf- leiksins og staðan var ll-9fyrir Val i leikhléi. Tveggja til þriggja marka forskot Vals hélzt þar til tæpar 10. min. voru eftir. Þá fór Ólafur H. Jónsson heldur betur i gang eftir að hafa verið lítt áberandi þessar fyrstu 20. min. siðari hálfleiksins — og skoraði fjögur mörk á stuttum tima. Það réð úrslitum — sigur Vals var öruggur. Lið Gróttu hefur oftast leikið betur en að þessu sinni, og munaði þar mestu hve slakan leik Björn átti — og auk þess náöi Arni Indriðason sér aldrei verulega á strik. Halldór Kristjánsson var maðurinn bak- við spil liðsins, auk þess sem hann skoraði taisvert, og með honum var Magnús aðalógn- valdurinn. Mörk Gróttu i leiknum skoruðu Halldór 5, Magnús 5, Atli Þór 4, Arni 3, Björn 2 og Axel Friðriksson 1. Fyrir Val skoruðu Ólafur 7, Jón Jónsson 5 (1 viti) Ágúst 4, Guðjón, Gunnsteinn og Stefán 2 hver, Steindór, Bjarni og Gisli eitt hver. Dómarar. Kristján Orn og Jón Friðsteinsson. -hsim. r-.c,V ^iV°Vc° ív- ír 0"c Þykkar, þunnar, einfaldar, samsettar, Þar á meöal, ein sem hæfir þér best. ___vco ^ SS . cOc\ MMhúsið LAUGAVEGI178. ____________w „ Vesturgötu 71 sími 24060_/ )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.