Vísir - 20.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 20.01.1975, Blaðsíða 6
Vlsir. Mánudagur 20. janúar 1975. vi :sm II Æ llllllllll mm Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi Augtýsingastjóri Auglýsingar Afgreiósla Ritstjórn Áskriftargjald 600 Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannessón Hverfisgötu 44. Sfmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. UMSJÓN: G. P. Róttækar tölur Nokkrir menn hafa kvartað opinberlega um, að róttækum skoðunum um landbúnað væri haldið á lofti i dagblaðinu Visi. Gallinn við þessar kvart- anir er, að það eru ekki skoðanirnar, sem eru rót- tækar, heldur hinar tölulegu staðreyndir um landbúnaðinn. Um 10% Islendinga starfa i landbúnaði og sjá fyrir um 40% af neyzluþörfum þjóðarinnar. Af Bandarikjamönnum starfa um 5% í landbúnaði og sjá fyrir um 100% af neyzluþörfum sinnar þjóðar, þar sem útflutningur og innflutningur landbúnaðarafurða þar i landi stenzt nokkurn veginn á. Af þessum einföldu tölum má sjá, að bandariskur landbúnaður er fimm sinnum fram- leiðnari en islenzkur landbúnaður. Danmörk er ekki eins háþróað landbúnaðar- land og Bandarikin, en hefur þó tvisvar til þrisv- ar sinnum meiri framleiðni i þessari atvinnu- grein en við höfum. Til staðfestingar þessari full- yrðingu verða hér borin saman annars vegar dönsk útflutningsverð eins og danska landbúnað- arráðið skráði þau i byrjun desember og hins vegar islenzk heildsöluverð skráð á sama tima. Alls staðar er verðið miðað við 1 kg. Góður flokkur af dönsku nautakjöti kostar i is- lenzkum krónum 214 krónur og svipaður flokkur af islenzku kjöti kostar hér 291 krónu. Fyrsti flokkur af dönsku svinakjöti kostar 168 krónur meðan sami flokkur af islenzku svinakjöti kostar 351 krónu. Einnig er athyglisvert að bera dönsku verðin saman við islenzka dilkakjötið, sem kostar 365 krónur óniðurgreitt. 45% ostur danskur kostar 214 krónur, sem er meira en helmingi ódýrara en islenzki osturinn, er kostar 444 krónur óniðurgreiddur. Verðmunurinn á smjörinu er enn meiri. Danskt smjör kostar 299 krónur meðan islenzka smjörið kostar 802 krónur óniðurgreitt. Dönsku kjúklingarnir kosta 96 krónur, en is- lenzkir kjúklingar 370 krónur, sem er nærri fjór- falt verð. Dönsk egg kosta ekki nema 101 krónu, meðan islenzk egg kosta 320 krónur. Ekki er siður forvitnilegt að bera saman ann- ars vegar islenzkt smásöluverð og hins vegar danskt útflutningsverð að viðbættum flutnings- kostnaði og álagningu i heildsölu og smásölu á ís- landi, en án tolls. Gizkað er á, að með þessum hætti leggist 50% ofan á svina- og nautakjötið, 55% ofan á smjörið, 65% ofan á ostinn og kjúk- lingana og 100% ofan á eggin, sem væntanlega þyrfti að flytja flugleiðis. Með þessum hætti mundi danskt kjöt verða ó- dýrara að meðaltali i islenzkum búðum en niður- greitt dilkakjöt og mundi slikur innflutningur þvi spara rikinu niðurgreiðslur á kjöti og lækka verð- lag bar á ofan. Nautakjötið mundi kosta 321 krónu, svinakjötið 252 krónur og kjúklingarnir 158 krónur, meðan islenzka dilkakjötið kostar 277 krónur fyrir utan 153 krónurnar, sem skattgreið- endur borga. Enn rosalegri sparnaður yrði i smjöri, osti og eggjum. Danska smjörið mundi kosta hér 463 krónur og spara alveg niðurgreiðslur á smjöri, sem eru nú 377 krónur. Osturinn mundi kosta 353 krónur i stað 445 króna. Og eggin mundu kosta 202 krónur i stað 470 króna. —JK Hver mundi i Kina þora að standa i svarta- markaðsbraski og eitur- lyfjasmygli eða finna sér smugu til slikra at- hafna? Flestir mundu ætla, að slíkt væri með öllu ómögulegt í þessu mesta M M agaríki veraldar, þar " " Þar sem hvert smóofbrot er glœpur gegn olþýðunni" sem rikið hefur fingurna i öllum hlutum. En i hinni fornu borg, Sian, gefur að lita þús- undir viðvarana yfir- valda, limdar upp á veggi, þar sem menn eru áminntir um að forðast slikt. Þessar viðvaranir, sem blasa við allra augum, eru festar upp til þe'ss að „herða tökin á markaðn- um og hrella fégráðuga spekú- lanta frá þvi að láta undan freist- ingum sínum”. En þær eru um leiö glöggur vitnisburður þess, að yfirvöld telja sig eiga við nokkurn vanda að striða að þessu leyti. Enda er listi þeirra glæpa, „sem taka verður strangt á”, — eins og segir i þessum áminning- um — ötrúlega langur. Eftirtektarverðar eru áhyggjur yfirvalda af eiturlyfjasölunni. Kinverskir kommúnistar hafa nefnilega haldið þvl fram, að þeir hafi unnið bug á „gullna lestin- um”, sem þeir erfðu frá nýlendu- timanum. — Hins vegar er hvergi vitneskju um það að hafa, hvar eiturlyfjasölu hafi orðið vart I Kina, og kann þvi að vera, að hún sé tekin með I áminningunum að- eins til vonar og vara. En á afbrotalistanum eru nefndir tiöir þjófnaðir á eignum rikisins, fölsun og sala á skilrikj- um, auk svo skuggalegrar iðju svo sem „neðanjarðarverksmiðj- ur og verzlanir”. 1 Sian kippa menn sér ekki mikið upp við þessi veggspjöld. Fólk segir, að þeim sé einkum beint til smábændanna, sem búa i nágrenni Sian og þykja einka- framtakssinnaðir. Svo er að sjá sem bændurnir flytji afurðir sinar til borgarinnar — eins og forfeður þeirra hafa gert öldum saman — og selja sjálfir slátrurum og einstakling- um. Með þvi móti fá þeir nokkrar „Gullni iösturinn” — óplumreyk- ingar — sem kommúnistastjórn Kina erfði frá nýlendutimanum virðist ekki alveg upprættur. krónur beint i vasann og óbeint hlut skattsins af þeim viðskipt- um. Með þvl eiga þeir þó á hættu að baka sér reiði yfirvalda vegna brota á átta reglugerðarákvæö- um, sem gilda um flutninga og sölu á matvælum. Embættismenn, sem þessi mál heyra undir, segja, að þeir, sem þarna eiga hlut að máli, séu van- kunnandi I reglunum, en ekki harðsviraðir afbrotamenn. Ekki þykir öllum það sennileg skýring I þjóðfélagi, þar sem einkaframtak og auðvaldshyggja hefur verið fordæmd árum saman. Þeim þykir heldur trúlegra, að bænd- urnir hafi brugðið sjónaukanum fyrir blinda.augað til þess að ná sér i nokkrar kringlóttar, án þess að rlkissjóður komist þar I, og borgarbúar taka tveim höndum sllkum bakdyrasölumönnum. Sú skýring sýnist reyndar blasa við llka af viðvörunum og áminn- ingum þess opinbera, sem sér- staklega er beint til þeirra, „sem sýna sig að slikum kapitaliskum tilhneigingum”. Bændum er annars bannað að fara inn í ibúðarhverfin til þess að selja á eigin spýtur afurðir sinar. „Sölumönnum og handverks- mönnum utanbæjar er bannað að stunda iðju sina I þessu byggðar- lagi”, segir á veggspjöldunum. — En allt er látið ósagt um, hvernig þeim ákvæðum er fylgt eftir. En af boðskapnum er helzt að sjá, að einhverjir geri sitt til þess að hindra framkvæmd laganna, og er vlsað til „glæpaafla, sem sporni gegn réttri stjórnun lands- ins og reyni að skapa glundroða hjá verzlunareftirlitinu og meðal alþýðunnar”. Venjulega eru afbrot sú hlið Kina, sem dulin er sjónum út- lendinga. Þegar kinversk blöð fara hörðum oröum um „fjand- menn alþýðunnar” og „ill öfl”, nefna þau hins vegar ekki einu orði afbrotin, sem kunna að liggja þarna að baki. Kinverskir embættismenn viðurkenna þó, að eitthvað kunni að vera um smáhnupl. Það kemur jafnvel fyrir, að birtur er opin- berlega listi yfir nöfn þeirra, sem dæmdir hafa verið fyrir meiri- háttar afbrot, eins og morð, nauðganir og önnur ofbeldisverk. Viðurlög afbrota eru venjuleg- ast mjög þung. í fyrra var kona ein i Kanton dæmd i fimm ára fangelsi fyrir hóruhúsahald. Dauðarefsing er þar enn við lýði. En flestir þeir, sem til Kina koma, eru þó þeirrar skoðunar, að glæpir og afbrot séu ekkert meiriháttar vandamál og alls ekki i neinni likingu við skipu- lagða glæpastarfsemi þá, sem þekkist sums staðar á Vestur- löndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.