Vísir - 22.01.1975, Side 1

Vísir - 22.01.1975, Side 1
VÍSIR 65. árg. — Miðvikudagur 22. janúar 1975 — 18. tbl. Álverk- smiðja sprakk — sjá bls. 5 BREIÐHOLT TIL NÍGERÍU? — boðið að byggja 500 hús á olíusvœðum í Calabar Davíð lagði Golíat í hand- boltanum — sjá íþróttir í opnu hengdur fyrir smið - bls. 3 Sýnir lista- verk í banka Vander- bilts í New York 250 Nigeriumenn hafa mikinn hug á að fá Breiðholt h.f. til að byggja 500 einbýlishús i borginni Calabar. „Það er gegnum þýzka fyrirtækið Beton und Monier Bau, sem Nigeriumenn hafa haft samband við okkur. Tveir menn fara frá okkur til að athuga þetta,” sagði Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri Breiðholts i morg- un. „Þetta er á svæði, þar sem mikil olia er og mikið af pening- um. Verðið virðist vera miklu hærra en hér gerist, svo að þetta gæti verið okkur mjög hagstætt. Þá Yantar tilfinnanlega verk- taka.” „Talað var um, að i fyrsta áfanga yrðu byggð 200 einbýlis- hiis, og verðið virtist vera um þúsund milljónir króna, sem er auövitað langt fyrir ofan það, sem hér gerist i byggingum.” „Við höfum ekki enn athugað gaumgæfilega, hvaða verö er á byggingarefni og slfku þarna, en ég geri ráð fyrir, að það sé mun lægra en hér.” „Annars höfum við ekkert ákveðiö um þetta, en málið ætti að skýrast upp úr mánaöamótun- um,” sagði Sigurður. — HH EKKERT HJÓLA- VEÐUR í DAG Sú sól og það góðviðri, sem íbúar höfuðborgarsvæðisins og næsta nágrennis hafa fengið að njóta undanfarna daga viröist nú á enda. Veðurstofan spáöi þvi í morgun, að búizt væri viö fárviðri í dag. Það er þvi hætta á, aö piltur- inn, sem hér hjólar áhyggjuiaus i sólskini og blíöu veöri, veröi aö gefa hjóli sinu fri I dag. Ljósm. Bragi/JB. — sjá bls. 7 Var eldis- laxinum stolið? — sjá bls. 3 Ofsaveður við Suðurland í dag — en dregur úr veðri í nótt Veðurspáin er Ijót i dag, var okkur tjáð á veðurstofunni í morgun. Geysidjúp lægð var þá fyrir suðvestan okkur og of saveður getur þvi orðið, einkum við Suðurland. Snjókomu er spáð norð- anlands, en búizt er við að aftur dragi úr veðrinu i nótt. Verst var veðrið i Vest- mannaeyjum snemma i morg- un, en annars staðar var þó orö- ið allhvasst. 8 vindstig voru til dæmis i Reykjavik klukkan sex i morgun, en spáð er austan stormi hér i dag og slyddu öðru hverju. 8-9 vindstig voru viða sunnan- lands en öllu hægara veður fyrir norðan. Slydda var á Suður- landi, en úrkomulaust i öörum landshlutum. Skólum var aflýst á Höfn i Hornafirði, en ekki var vitaö til að svo hefði verið annars stað- ar. A Hornafiröi var þreifandi bylurað sögn lögreglunnar þar, en þó það litill snjór að það olli ekki erfiðleikum i sambandi viö umferð. — EA — sjá baksiðu Meira um óveðrið

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.