Vísir - 22.01.1975, Síða 3

Vísir - 22.01.1975, Síða 3
Vísir. Miövikudagur 22. janúar 1975. 3 Lögreglan í Keflavík rannsakar dularfullt laxahvarf: Hefurðu rekizt á hvítan lax? Hefurðu rekizt á vel uppalinn lax nýverið? Það er að segja það vel uppalinn lax, að „hold ið” á honum er hvitt en ekki bleikt, eins og á þeim, sem berjast verða fyrir brauði sinu sjálfir. Saknað er 1800 slikra laxa, 1,5—2,5 pund að þyngd, sem kappaldir voru i flotneti út af Höfnum á Suðurnesjum. Flot- netið var strengt milli skers og lands, en rak svo dag einn á fjörur i Sandgerði. Rannsóknar- lögreglan i Keflavik er að kanna, hvort hugsanlegt sé að skoriö hafi verið á festingar netsins og laxinum stolið úr þvi. Hefði fiskræktarfélagið á staðn- Lögreglan kannar nú.hvort netið hafi tekið upp af mannavöldum eða ekki. Ljósm. Bragi. um náö að ala laxinn fram á næsta haust hefði það fengið 8 tonn af fyrsta flokks laxi, sem selja má á 3 milljónir króna. Hugsanlegt er einnig, að netið hafi slitnað upp og fiskarnir sloppið úr er netið rifnaði á skerjum. Slikt þykir þó ólik- legra, þar sem kaðlarnir virðast vera skornir. Laxinn var alinn i neti, og hefði ekki lifað lengi i sjó, hefði hann sloppið þangað. Hafi laxinum aftur á móti verið stol- iö, leynir liturinn ekki hvar hann er fenginn. Þætti lögregl- unni gott að frétta af þvi, ef ein- hverjum hefur verið boðinn hvitur vel uppalinn lax til kaups. _ IR Skarphéðinn Njálsson, lög- reglumaður i Keflavík, sem nú rannsakar málið, með eitt bandanna, sem virðist hafa ver- ið skorið i sundur. Sandgerðingar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið, er þennan grip rak ásamt stórri flotgirðingu á iand hjá þeim. Maður frá land- helgisgæzlunni var fenginn til að athuga gripinn og sá hann, að hér var sjálfvirkur fóðrari á feröinni. Skömmu siðar tilkynnti fiskifélag i Höfnum dularfullt hvarf á rekneti þess og löxunum er I þvi voru. HVERS KONAR VARZLA OG MEÐFERÐ KÓKAÍNS ÓHEIMIL „Hér er aðeins verið að skera niður möguleika á notkun efnisins i lyf,” sagöi Almar Grimsson, deildarstjóri I heilbrigöis- og tryggingaráðuneytinu um aug- lýsingu, sem birt er i Lögbirt- ingablaðinu 10. þessa mánaðar. Þar er sagt frá þvi, að hvers kon- ar varzla og meöferð kókains sé óheimil frá og með 15. janúar 1975, að tveimur nafngreindum Tveir menn i Þorlákshöfn þótt- ust á laugardaginn verða varir viö grunsamlegar ferðir þriggja Rússa þar i bænum. Að þeirra sögn voru þeir þar á ferð i austan- tjaldsbíl með CD skildi, sem táknar, að billinn tilheyri sendi- ráði. Vitanlega verður mönnum mjög bilt við, er slikt farartæki sést á ferð. Mennirnir höfðu þó rænu á að fylgjast með bilnum og þóttust þeir sjá farþegana fara út úr bflnum og niður i gryfju við bæinn og pukrast þar með ein- hver tæki, sem sjónarvottarnir töldu vitanlega vera senditæki. Þeir höfðu samband við lög- regluna vegna þessa athæfis og fylgdist lögreglan frá Selfossi, sem þarna var á ferð I bll, með sovézku sendinefndinni i smá- stund, án þess þó að nokkuð kæmi i ljós annað en að manngreyin væru þarna á sakleysislegum helgarakstri. Austantjaldsbfllinn ók niöur i lyfjum undanskildum. Kókain hefur nær eingöngu ver- ið notað I lyf til útvortisnotkunar, en til eru önnur staðdeyfilyf, sem koma að sömu notum, og nú á að nota þau eingöngu, að þessum tveimur undanskildum. Auglýsing þessi á þannig eink- um erindi til lækna og lyfjafræð- inga. 1 sama blaði er listi yfir lyf, Þorlákshöfn, framhjá kirkju- garðinum og fram á Berg, sem teljast verður alfaraleið. Þar skammt frá öskuhaugum heima- manna stönzuðu Rússarnir, sem ekki er óalgengt hjá ferðafólki, sem kýs að fylgjast með briminu, sem þarna er nokkuð stórbrotið. Lögreglan dólaði á eftir bflnum, án þess þó að sjá nokkuð áhuga- vert. Eftir smástund gengu Rússarnir að bfl sinum á ný og héldu sömu leið út úr bænum. Svona til gamans fór lögreglan aftur á staðinn, þar sem Rússarn- ir höfðu stanzað. Þar sáust spor i snjónum, sem bentu til þess, að allir hefðu farið út úr bllnum og einn þeirra þar að auki upp á ná- lægan stein og hringsnúizt þar i smástund, eins og hann væri að gá að einhverju eða horfa i gegn- um kiki. Ekki sá lögreglan neina ástæðu til að athuga þessa ferðalanga nánar. —JB sem tekin eru af lyfjaskrá frá áramótum, og að sögn Almars er algengt, að lyf séu þannig tekin út af skrá, oftast samkvæmt beiðni framleiðenda, eða að frumkvæði ráðuneytisins, gjarnan vegna þess, að lyfin verða úrelt eða of dýr. — SH Sýslumaður hengdi bakara fyrir smið „Fólk er alltaf að spyrja mig, hvernig ég ætli að leysa málið. Þetta hefur veriö óskaplega leiðinlegt fyrir okk- ur,” sagði Sigurður Steinsson, sem rekur rafgeymaverkstæði á Hellu. Tilefnið er, að sýslumaður auglýsti nauðungaruppboð á þvi, sem kallað var ,,raf- geymahús” á Hellu. Þótt heimilisfang væri tilgreint, töldu margir, að um væri að ræða verkstæði Sigurðar. „Þaö eru nokkur ár siðan við fórum úr þessu húsi, sem viö höfðum á leigu. Siðan kom þar prjónastofa og aðrir. Við höf- um ekkert með þetta hús að gera, sem auglýst hefur verið til nauðungaruppboðs i lög- birtingablaðinu og siðan i öðr- um blöðum og útvarpi,” sagði Siguröur. „Ekki vil ég segja, að þetta hafi kostað okkur viðskipti. Við eigum mjög góða við- skiptavini.” —HH Rússagrýla á ferð í Þorlákshöfn Hér eru böndin, sem héldu netinu föstu. Þau virðast hafa verið skor- in i sundur. HÚN ER KOMIN RAPIDMAN 801 - Kr. 5.800.- + MARGFÖLDUN + DEILING + SAMLAGNING + FRADRATTUR + KONSTANT + FLJÓTANDI KOMMA + PRÓSE.NTA + 9 V RAFHLAÐA + STRAUMBREYTIR TENGJANLEGUR + 8 STAFA ÚTKOMA + 1 ARS ABYRGÐ OLIVETTI SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. Hafnarstrœti 17 Tryggvagötumegin Sími: 28511 Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1976 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i félagsmálaráðumeytinu. Umsóknarfrest- ur er til 1. mars n.k. Vasatölvan fró Kanada

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.