Vísir - 22.01.1975, Side 5
Vfsir. Miðvikudagur 22. janúar 1975.
ORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND
Umsjón Guðmundur Pétursson
Ford í átökum við þingið
Ford forseti stefnir til
átaka við Bandarikjaþing
vegna áætlana sinna um
að gera Bandaríkin óháð
olíuinnf lutningi.
En í húfi er þó í raun-
inni miklu meira. Nefni-
lega/ hversu óskorað vald
Bandaríkjaforseti hafi til
að móta meginstefnu
lands síns í utanríkis- og
innanlandsmálum.
A blaðamannafundi i gær
staðfesti Ford, að hann væri
ráðinn i þvi að hækka inn-
flutningsgjöld á oliu um þrjá
dollara tunnuna. Tilgangurinn
er að hækka bensinið, og draga
með þvi úr neyzlunni og inn-
flutningnum.
Sagðist Ford mundu núna i
vikunni gefa út tilskipun 1 krafti
sins embættis um fyrsta áfanga
hækkunarinnar, sem nemur 1
dollar til að byrja með. Kvaöst
hann mundu beita neitunarvaldi
sinu gagnvart hverri tilraun
þingsins til að koma á bensin-
skömmtun i þvi skyni að spara
orku. — Þingmenn, sem eru
andvígir hækkun innflutnings-
gjalda, búa sig undir að leggja
fram frumvarp að lögum, sem
gerir ráð fyrir bensinskömmt-
un.
Fjórir áhrifamiklir þingmenn
hafa þegar hafið baráttu gegn
þessari stefnu forseta sins. —
Henry Jackson og Edward
Kennedy, ásamt Thomas
O’Neill hafa lagt fram frum-
varp að lögum, sem felur i sér,
að fresta má slikum hækkunum
innflutningsgjalda um 3 mán-
uði. — Samtimis þvi hefur A1
Ullman, formaður allsherjar-
nefndar, sagt opinberlega, að
fyrirhuguð innflutningsgjalda-
hækkun Fords kunni að brjóta I
bága við vérzlunarlögin, sem
krefjast vendilegra athugana,
áður en settir eru innflutnings-
tollar.
Meðal þingliða er þó ekki ein-
ing um, hvaða ráðstafanir muni
heppilegastar til orkusparnað-
ar. Sumir vilja setja inn-
flutningskvóta á oliu, en aðrir
taka upp bensinskömmtun.
Ford forseti hefur
verið óánægður með afgreiðslu
mála hjá þinginu, og virðist sem
þolinmæði hans sé að þverra.
Hann hefur lýst yfir óánægju
sinni með afskipti þingsins af
verzlunarsamningunum við
Rússa, þar sem þingmenn gerðu
að skilyrði fyrir vildarkjörum,
sem Rússar áttu að njóta, að
sovézk stjórnvöld leyfðu Gyð-
ingum að flytjast óáreittir frá
Sovétrikjunum. Kipptu Rússar
þá að sér hendi, og varð ekkert
af viðskiptum.
„Slikar aðgerðir”, sagði
Ford, „spilla mjög fyrir störf-
um forsetans og framkvæmd ut-
anrikisstefnu hans.”
Ford lætur ekki við það sitja,
að ganga i berhögg við meiri-
hluta þingliða varðandi inn-
flutningsgjöldin á oliunni. Hann
hefur jafnframt tilkynnt, að
hann vilji veita Suður-VIetnam
og Kambódiu 300 milljón dollara
aðstoð umfram það, sem áður
hafði verið samþykkt, vegna
baráttu þessara tveggja rikja
við kommúnista. En margir
þingmenn hafa látið á sér skilja,
að þeim sé alls ekki að skapi, að
Bandarikin leggi meira af
mörkum til striðsins i Indókina.
CHOU HJARTVEIKUR
Japanskt dagblað
skýrir frá þvi i dag, að
Chou En-Lai, forsætis-
ráðherra Kina, sem hef-
ur siðustu niu mánuðina
verið á sjúkrahúsi, hafi
trúað japönskum gest-
um sinum fyrir þvi, að
Efnahagsbandalagsins, þar sem
hann mun kynna þeim samkomu-
lagiö, sem náðist i gær á fundi
fulltrúa iandanna fjögurra.
Allir fjórir slökuðu nokkuð á
upphaflegum kröfum slnum, og
sagði Evensen eftir á við blaöa-
menn, aö þar hefði skynsemin
borið sigur úr býtum.
Togveiöibanniö er fyrst og
fremst til þess að afstýra frekari
árekstrum og veiðarfæratjóni á
bátamiðum Norðmanna.
Evensen sést hér t.h. á mynd-
inni fyrir ofan skoða sjókort
ásamt Hatlem, flotaforingja úr
varnarmálaráðuneyti Norð-
raanna.
hann ætti við hjarta-
kvilla að stríða.
Blaðið segir, að hinn 76 ára
gamli forsætisráðherra hafi sagt
Shigeru Hori einum framámanna
úr flokki frjálslyndra demókrata I
Japan — hann var gestur Kina
núna um helgina — frá þvi, hvað
að sér amaði.
Hori skýrði frá þvi, þegar hann
kom til Japans frá heimsókninni,
að hann og Chou En-Lai hefðu átt
nær 1 1/2 klukkustundar viðræð-
ur, og hefði ekki sézt þreytumerki
á Chou En-Lai. Enda væri Chou
nær búinn að ná sér eftir veikind-
in.
Ýmsar getgátur hafa veriðum,
hvaða veikindi hrjáðu kinverska
forsætisráðherrann, en af hálfu
Hinn 76 ára gamli Chou En-Lai,
forsætisráðherra Kina.
Kina hefur það aldrei verið látið
uppi.
Dauða- BRENNDU ÞRETTAN INNI
Það er ætlað, að 45.400
Bandarikjamenn hafi farizt i
umferðarslysum á siðastliðnu
ári, en það er lægsta dánartala
i umferöinni siðustu 11 ár.
Þakka menn þvi, að stjórn-
völd lækkuðu hámarkshrað-
ann niður I 55 milur á klst. I
benslnsparnaðarskyni þegar
oliukreppan herti aö.
1973 fórust 54.800 I umferö-
inni I Bandarikjunum. — En
árið 1963 höfðu 42.600 farizt, af
völdum umferðarslysa.
Lögreglan i Montreal
virðist ekkert hafa til
þess að fara eftir i rann-
sókn sinni á fjöldamorð-
um, sem uppvist hefur
orðið um. — í brunarúst-
um næturklúbbs eins
þar i borg fundust 13
mannslik.
Flogið hefur fyrir, að einhver
hinna látnu hafi verið sjónarvott-
ur að manndrápum, sem áttu sér
stað I þessum sama næturklúbb á
siöasta ári, og glæpamennirnir
hafi viljað þagga niður i þeim. —
En ekki hefur lögreglan viljað
staðfesta það.
Meöal þessara þrettán, sem
brunnu inni, voru framkvæmda-
stjóri klúbbsins, kona hans og
tvær stúlkur aðrar. Þeim hafði
veriö troðið inn i litla geymslu-
kompu i „Chez Gargantua” —
eins og klúbburinn hét, en þangað
lagði undirheimalýður Montreal
mikið leið sina.
Morðingjarnir höfðu læst
geymsludyrunum og dregið
glymskratta fyrir dyrnar til frek-
ara öryggis, en siðan kveiktu þeir
i næturklúbbnum.
öll höfðu kafnað af völdum
reyks, nema framkvæmdastjór-
inn, sem hafði verið skotinn til
bana.
30. okt. siðastliðinn voru tveir
menn, sem höfðu langan afbrota-
feril að baki, verið skotnir til
bana, þar sem þeir sátu til borðs i
næturklúbbnum.
Álverk-
Gúmmitætlur og álstykki
fljúga um loftið, meðan slökkvi-
liðsmaðurinn forðar sér frá
mesta voðanum, eins og myndin
hér við hliðina ber með sér.
Þessi sprenging varð í álverk-
smiðju í borginni Yao i Japan á
mánudag.
Eldur hafði komið upp I verk-
smiðjunni, og þrátt fyrir allan
eldvarnaútbúnað réðst ekkert
við eldinn. Atján manns slösuð-
ust við slökkvistarfið, þegar
sprengingin varð.
Krefst lausn-
argjalds fyrir
fjögur börn
Vopnaður haglabyssu og
tveim skammbyssum tók
maður einn fjögur börn
fyrir gísla og heldur þeim
á býli einu í Thamesford,
sem er um 145 km frá
Toronto í Kanada.
Maðurinn krefst 10 þúsund
dollara lausnargjalds fyrir börnin
og lögreglubifreiðar til þess að
flýja I.
Samkvæmt frásögn lög-
reglunnar réðst maðurinn inn á
bóndabæinn i gærkvöldi og tók þá
börnin á sitt vald. Þegar lög-
reglan umkringdi bæinn, hóf hann
skothrið á lögreglumennina og
hæfði einn, sem varð þó ékki al-
varlega sár.
Þegar siðast fréttist i morgun,
var lögreglan að reyna að telja
manninum hughvarf, en virtist
litið ætla að verða ágengt.
Hjartaupp-
skurður án
svœfingar
Átta menn voru látnir
halda föstum manni á
skurðarborði sjúkrahúss i
Los Angeles, meðan lækn-
ar skáru hann upp, tóku út
hjartað og saumuðu fyrir
sár á því án þess að svæfa
sjúklinginn á meðan.
Maðurinn, sem er 44 ára að
aldri, var sagður á batavegi eftir
aðgerðina, og voru læknar
vongóðir um að hann mundi hafa
þetta af.
Hann hafði orðið fyrir árás
þriggja manna, þar sem hann var
á gangi með konu sinni i skrúð-
garði. Varð hann fyrir hnifs-
stungu.
Læknarnir sögðu, að þeir hefðu
sleppt svæfingunni, þvi að þeir
höfðu óttazt, að maðurinn dæi i
höndunum á þeim, ef þeir tefðu
hið minnsta. Yfirlæknirinn sagði
við fréttamenn eftir á:
„Maðurinn var nánast látinn
eða deyjandi, þegar komið var
með hann. Blóðþrýstingurinn var
enginn. Það var enginn púls.
Hann sýndi ekki einu sinni merkí
þess, að hann kenndi sársauka,
þegar við opnuðum brjóstholið.
Enda kom hann aldrei til meðvit-
undar, meðan á aðgerðinni stóð.”
Eftir að læknarnir höfðu gengið
frá skurðinum og saumað hann
saman, fóru vöðvakippir um
manninn. Honum voru þó gefnar
H#avfnnHi snrant.iir