Vísir - 22.01.1975, Qupperneq 6
6
Visir. Miövikudagur 22. janúar 1975.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjó^narfulltrúi: Haukur Helgason
Augíýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessón
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Sinii 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands.
t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Happdrættisbúskapur j
Óvitur þætti sá mabur, sem byggði afkomu sina /
og fjölskyldu sinnar á von um stóran vinning i )
einhverju happdrættinu. Vist er atvinnulif hér \
svo úr garði gert, að við erum dæmd til að eiga /
meira en aðrir undir tilviljunum, en við hefðum )
átt að gera miklu meira en við höfum gert til að )
draga úr happdrættisstefnunni. óvissan, sem rik- \
ir á nýhafinni loðnuvertið, minnir enn einu sinni í
á, að við tjöldum of mikið til einnar nætur. )
Með verðjöfnunarsjóði var stigið stórt skref i )
átt til þess stöðugleika, sem okkur er nauðsyn að \
skapist. Sjávarútvegur er sem fyrr undirstöðu- /
atvinnugrein þjóðarbúsins vegna útflutnings- )
teknanna. Þvi er sú stefna röng, sem oft hefur )
rikt, að skammta honum afganga, þegar aðrir (
hafa fengið sitt. Sú stefna er röng, að halda gengi /
krónunnar of háu, þegar viðskiptakjör sýna, að )
það er fallið, þvi að með þvi er sjávarútveginum y
gert að bera byrðar fyrir aðra, að ósekju, ef svo (
mætti segja. /
Hins vegar er það aðalatriði i skynsamlegri )
stefnu i efnahagsmálum, að af sjávarútveginum \
sé tekið það, sem kalla mætti umframhagnað, (
þau ár, sem slikur hagnaður skapast. Með þessu /
er átt við, að verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins )
á að vera nægilega vel búinn, með greiðslum á \
góðum árum, til að geta staðið undir verðfalli, (
þótt töluvert verði. Mögru árin hafa fylgt hinum /
feitu. Verði mögru árin ströng, dynur samdrátt- )
urinn að sjálfsögðu yfir þjóðina alla, en með \
réttri gengisskráningu að viðbættum mjög öflug- /
um verðjöfnunarsjóði væri unnt að mæta erfið- )
leikunum hverju sinni i stað þess að stinga höfð- )
inu i sandinn og vona, að villidýrið, sem að okkur (
réðist, hafi verið missýn. /
Að þessu sinni mun sennilega verða notuð öll /
innstæða i verðjöfnunarsjóði, vegna loðnumjöls )
og -lýsis, til að bera vertiðina, alls um 200 millj- (
ónir. Menn óttast, að þessi fjárhæð endist ekki /
lengur en fram i marz. Verra gæti það verið og )
verra hefur það stundum verið i útvegsmálum. \
Þvi má ekki gleyma, að framleiðslan og útflutn- (
ingsafurðirnar skipta mestu. Ef við látum fram- /
leiðslu ónýtta, svo sem með stöðvun vertiðar sak- )
ir fjárskorts, verða þeir peningar, sem við það \
sparast i bili, margfaldlega af okkur teknir siðar. /
Þjóðin verður þvi, ef til þess kemur, að leggja )
fram það fé, sem með réttum reikningi verður \
nauðsynlegt til að bera vertiðina, ella mun hún (
greiða nizku sina dýru verði. /
Verðbólgan er i senn orsök og afleiðing happ- )
drættisbúskaparins. Hún hefur, þótt flest hafi )
slampazt hjá okkur, valdið ruglingi, þannig að \
ýmis rekstur hefur blómstrað i skjóli hennar, /
sem ekki hefði staðizt ella, en framfarir á öðrum )
sviðum verið hindraðar hennar vegna. Þjóðin \
hefur eytt orku sinni að alltof miklu leyti i kapp- (
hlaupið við verðbólguna en misst gullin tækifæri /
til að byggja atvinnuvegina með tilliti til lengri )
framtiðar. \
Hér hefur tilfinnanlega skort festu hjá stjórn- j
völdum. Við komumst ekki hjá þvi að þola sveifl- (
ur, sem óhjákvæmilega verða á aflabrögðum og /
verðlagi útfluttra sjávarafurða. En við gætum j
gert miklu meira til að draga úr geigvænlegum á- \
hrifum sveiflanna. Hagsæld okkar er nú orðið (
miklu meiri en svo, að við verðum sifellt að biða i /
von og óvon eftir þvi, hvaða miðar fá vinningana i )
happdrættinu. —HH (
Jafnréttis-
hreyfingunni
vex fiskur
um hrygg í
Banda-
ríkjunum
Konur i Bandarikjun-
um eru vongóðar um, að
árið 1975 muni verða
þeirra ár og færa þeim
jafnrétti. Búizt er við
þvi, að á þessu ári verði
staðfest breyting á
stjórnarskránni, sem
tryggi þeim öll réttindi
til jafns við karlmenn.
Þeim hefur veitzt ótrúlega erf-
itt aö fá fram þessa stjórnar-
skrárbreytingu og mætt andstööu
á hinum óliklegustu stööum.
Þingiö samþykkti stjórnar-
skrárbreytinguna þegar árið
1972, og var þá búizt við, að sjálf-
krafa yröu geröar breytingar á
einstökum lögum I þrem fjórðu
hlutum rlkja Norður-Ameriku.
Þótti lfklegt, að hin rikin myndu
fylgja á eftir síðar og að þar yrði
ekki mikil andstaða núna á tutt-
ugustu öld gegn jafnrétti kvenna.
En samt kom upp nokkurt and-
óf.
Ein tuttugu og tvö rlki staðfestu
þegar I stað stjórnarskrárbreyt-
inguna, sem sýndist enda vera
ósköp einföld við fyrstu athugun:
„Jafn réttur að lögum veröur
ekki meinaður neinum I Banda-
rlkjunum, af hvoru kyninu sem
manneskjan er.”
Síöan þyngdist róðurinn, og
andstaðan gerði vart við sig.
1973 staðfestu átta riki breyt-
inguna og árið eftir bættust að-
eins þrjú við, en rikisþing tveggja
greiddu þvi atkvæði að ógilda
staðfestinguna.
Meðal lögfræðinga hefur þessi
oröalagsbreyting fengið heldur
kaldar móttökur. Þeim hefur
fundizt þetta lýti á stjórnar-
skránni, því að þessi breyting
væri óþarfa málskrúö.
Þeir halda þvl fram, að lögþing
rikjanna hvers um sig hefðu get-
aö sett lög, sem fyrirbyggöu, að
konur væru beittar misrétti, og
hefði ekki þurft að koma til orða-
lagsbreyting á stjórnarskránni.
En þeir vara jafnframt viö þvl, að
verði ráöizt I alhliða lagabreyt-
ingar, sem kveða eiga á um jafn-
'rétti kvenna, geti skapazt meiri
vandmál heldur en þau, sem
lagabreytingarnar eiga að leysa.
Sem dæmi um sllkt taka þeir
vinnulöggjöfina, þar sem er aö
finna sérákvæði fyrir konur. Þeir
óttast, að verði hróflað við þeim,
gætu fallið út ýmis verndar-
ákvæði sem konur njóta. Þar má
nefna takmarkanir á þunga, sem
ætlast má til að konur lyfti, eða
takmarkanir á vinnustunda-
fjölda, sem hægt er að krefjast af
konum. Allt saman ákvæði, sem
sett eru til þess að hllfa konum við
ánlöslu I erfiðsvinnu.
Aðrir sem standa gegn laga-
breytingunum telja, að þær
mundu þá krefjast breytinga á
öörum lagaákvæðum samtimis.
Með þvi að breyta réttarstöðu
konu á einu sviði, sé líklegt að hún
hljóti að breytast á öðru sviði
jafnframt. Þeir benda á hjóna-
skilnaðarlögin og hefðbundna
túlkun þeirra i sambandi við llf-
eyrisskyldu eiginmannsins (sem
til þessa hefur ávallt talizt vera
fyrirvinna heimilisins) og for-
ráðaréttt barna, sem venjulegast
er úrskurðaður móðurinni. —
Þeir benda ennfremur á
herkvaðningarlögin, er enn, sem
komið er, kveða einungis á um, að
unnt sé að kalla karlmenn i her-
þjónustu. Þykir þeim sýnt, að
verði litiö á karla og konum jöfn-
um augum hlytu konur að verða
kvaddar til að gegna herþjónustu
I fótgönguliðinu.
Telja þeir vafasamt að breyt-
ingar á þessum sviðum verði til
nokkurra hagsbóta fyrir konur.
Innan I þetta andóf vefjast svo
fleiri andmæli, sem meira eru
reist á tilfinningahlið málanna.
Tvær hreyfingar — „Konur sem
vilja vera konur” og „Hús-
mæörafylkingin” — halda þvl
fram, að stjórnarskrárbreytingin
strlði gegn „þýðingarmestu hlut-
verkum kvenna, sem séu upp-
eldisstörfin og heimilishaldið”.
John Birch Society hefur látið
dreifa áróðursmiðum með fyrir-
sögnum á borð við þessa: „Varið
ykkur! Þeir ráðgera að kalla á
dóttur ykkar I herinn.”
En þeir, sem fylgjandi eru jafn-
réttishreyfingunni, láta þessi við-
horf sem vind um eyrun þjóta.
Leggja þeir jafnt og þétt fast að
þeim ríkjum, sem enn hafa ekki
samræmt lög sln við stjórnar-
skrána, að láta það ekki dragast
lengur.
1 rlkisstjórnarkosningunum á
siöasta ári, þar sem frjálslyndir
unnu hvarvetna á, jukust áhrif
rauðsokka á Bandaríkjaþingi.
Meðal þeirra, sem þá komust i
fyrsta skipti á þing, voru margar
konur og fleiri stuðningsmenn
jafnréttishreyfingarinnar.
Bjartsýni þeirra á, að þetta ár
eigi eftir að reynast þeim sig-
ursælt, á sér ekki aðeins stoð i
auknu fylgi málstaðarins hjá lög-
gjafarsamkomunum, heldur
einnig I þvi, að fleiri samtök hafa
ný lýst yfir stuðningi við þau. Þar
á meðal eru mörg voldug verka-
lýðssamtök.
Þar á ofan bætast svo skoðana-
kannanir, sem gerðar voru ný-
lega meðal fulltrúa löggjafaþinga
þeirra niu rikja, sem enn hafa
ekki staðfest stjórnarskrárbreyt-
inguna.
Niöurstöður þeirra leiddu I ljós,
að 52% þingfulltrúa studdu jafn-
réttishreyfinguna, en aðeins 28%
voru á móti.