Vísir - 22.01.1975, Síða 7

Vísir - 22.01.1975, Síða 7
Visir. Miðvikudagur 22. janúar 1975. cTVlenningarmál Finnist sá blikandi brunnur Ólafur Jóhann Sigurðsson: AÐ BRUNNUM Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1974. 82 bls. Nýjum ljóðum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar i haust fylgja þau um- mæli höfundarins að þau séu nátengd fyrri ljóða- bók, Að laufferjum, frá þvi fyrir tveimur árum — ,,svo að segja má að hér sé um eitt safn að ræða i tveimur hlutum”. Þetta er að sönnu auðséð hverjum þeim sem báð- ar bækurnar les. En það er ekki þar með sagt, sem betur fer, að Ólafur Jóhann sé i Að brunnum einkum og sér i lagi aö kveða upp á nýtt, og undir hinu sama eða svipuðu lagi, yrkisefni sem áður hafa vel gef- ist. Skyldleiki ljóðanna er auðséð- ur, hin sama hugmyndalega uppi- staða i báðum bókum, sama trausti lýst á efnivið minninga og æskunnar, liðinna tiða. í báðum bókum er hin næma náttúru- skynjun, formfagra náttúrulýsing uppistaða ljóðmálsins. En kannski má segja sem svo að i Að brunnum sé haldið áfram umræðu eða reynt að leiða til nýrra lykta hugmyndafar hinnar fyrri bókar, sætta eða minnsta kosti samræma andstæður i hug- myndaheim ljóðanna. Innri andstæður eða hin önd- verðu skaut i hugarheim ljóðanna Að laufferjum má kannski með einföldustum orðum kenna við æskureynslu og fullorðinsára, sæla fullnægju bernsku i sveitinni öndvert við ófullnægt borgarlif nútiöar, ' imynd náttúrlegs lifs forðum á móti lifsfirringu, tóm- leika og einangrun sem siðar kom á daginn. Þessum andstæðum var skýrt lýst i einu hinna dulu „draumkvæða” i bókinni, Dans við brunninn nefnist það, mynd BOKMENNTIR EFTIR ÓLAF JÓNSSON brunnsins sem forðum var „auga dalverpis/dimmgrænt og blik- andi”, en nú er læstur. Disirnar sem forðum dönsuðu við brunn- inn, hima þar „fjötraðar mynd/i freðnu sjáaldri”. Mynd brunnsins kemur upp aftur og aftur i hinum nýju ljóð- um eins og nafn bókarinnar lika gefur til kynna: „athvarf þitt verður helst á tvisýnu dægri/ að minnast brunns sem var dýpri en allir aðrir,” segir hér á einum stað, og að sömu hugsun er vikið hvað eftir annað. Aðeins i þennan brunn reynslu, æsku fortiðar, er aö sækja þann dularfulla styrk sem gefur mátt að lifa og yrkja á viösjálum tima i hörðum heimi. Báðar ljóðabækurnar eiga lika sammerkta með siðustu skáld- sögu Ólafs Jóhanns, Hreiðrinu, vitund sina um „hörkur i nánd”, kröfuharða framtið til skálds og manns og lifs ef það á að bjargast af. En: Þú veist að vötn eru tærust þegar veður kólna um haust, sú uppspretta svölust allra sem undan klaka braust. Ó finnist sá blikandi brunnur, þá bergir þú endalaust. Hvað sem liður hinum rauða þræði hugmyndalifs og tilfinninga i þessum ljóðum og hvernig sem hann endanlega verður rakinn, er það hrein og bein náttúrulýrik þeirra sem fyrst og siðast höfðar til lesandans og gerir hugmynda- far þeirra lifandi fyrir honum, sársauka, angurværð og trega kannski enn fremur en lifsvon sem þau lýsa. Hér eru smákvæði um minningaefni úr bernskunni, fjarska hugtæk i einfaldleika sin- um, eins og Minning um þvotta- dag, eða Kýrnar, og rómantlskar náttúrulýsingar eins og Dögun við Sog eða Undir lágnætti. En það sem mestu varðar er sjálf hin beina skynjun náttúrunnar, eins og i Visu: Úr dýgrænum skugga á dalsins engi, úr fölbláum skugga við fell og klett, úr skugganum svarta sem sigur i gljúfrin tvinnaðu, þrinnaðu þráö I vef . . . Og andstæður þær I heimi ljóð- anna sem hér var drepiö á eru ekki heldur eins einfaldar og af- dráttarlausar og virtist við fyrstu sýn. Einnig bernskureynslan býr yfir skuggum og myrkri — sem hér er lýst i kvæðum eins og Gestur eða Hellar. Fyrrnefnda kvæðið lýsir vágesti bernskunn- ar, erninum I arnarstapa: aldrei hafði ég orðlaus andspænis gesti skolfiö, aldrei skynjað svo áður aflsmun og vald og grimmd; önnur I sinni svipan varð ásýnd veraldar minnar .. . Og „návist hins mikla fugls” veröur I kvæðinu forboöi annarra og meiri ógna sem koma skulu: Eitt sinn birtist ég aftur erindi myrk að reka, margfalt — miljónfalt stærri, mundu það, ungur sveinn! 1 Hellum er þó lýst enn viðsjár- verðari reynslu, fyrstu kynnum drengs af heimi myrkurs, reim- leika og illvætta, seiðs og gern- inga, tómra augnatótta i ásýnd fjallsins: Snúðu við! Snúðu við! Hlauptu eins og fætur toga heim I torfbæ foreldra þinna, heim vallgrónar traðir, móti barkandi angan af eldi kynslóðanna! . . . En frá þessari reynslu verður ekki snúið né hún umflúin, einnig hún er partur arfs og minninga i brunni fortiðar: Þú komst hingað úr fjarska og ferð aftur héðan með mynd þessara myrkra markaða djúpt i hug þér. Lengi lengi munu þau sækja í draum þinn og svifta þig ró um nætur, uns þú snýrð aftur úr fjarlægð inn i fjallheim, dulheim og gengur aö nýju á hólm við galdur og kynngi starandi augna i hömrum! Andstæðurnar i tilfinningalifi ljóðanna stafa kannski endanlega af þessari vitneskju: að brunnur reynslunnar væri ekki til án fjarska i tima og rúmi og hvergi aðgengilegur nema þaðan. „Ég skildi ekki þá, hvað hann þurfti að segja mér/ en þóttist fara nærri um það siðar”, kveður skáldið um lækinn sem hann kvaddi forðum „með fullan mal af vonum”. Einn sjösofenda lýsir afdrifum þeirra sem byrgja sig inni I myrkri við eintómar minningar sinar: „Hvað hefur gerzt? Mér virðist hvert orð hafa öðlast / aðra merking en þá sem ég kann og skil”. Og úr þeim stað er komið ákalliö I Fák til „skeiðbrimis týndra himna” að snúa aftur þó dynhófa bfði nú dreyrug og sviðin jörð, vopnbitnir lýðir, lönd og álfur i sárum, þornaðir brunnar, börn án verndar og skjóls. Hlustaðu á kallið: kvaldir og smáðir vilja að bæn þeirra lyftist við liknsaman vængjasiátt. Að brunnum felur að mér finnst I sér nýtt átak, viðfang við yrkis- efni og hugmyndafar hinna fyrri ljóða Ólafs Jóhanns, Að laufferj- um, þar er enn látið reyna á það vonartraust sem timans brunnur geymir. Báðar bækur gerast i heldur haustlegum heimi. En báðar lýsa þær þrátt fyrir allt einni framtiðarsýn og von um batnandi tiðir. Hún er látin uppi i hinu fagra lokakvæði bókarinnar, Liða munu hriðir, sem eins og fleiri kvæði i bókinni höföar bein- Hnis til hinnar fyrri: Skina mun barni i blárri hveifing sól fyrir stranglega stjörnu I rofi; bregða skal þá aldinn örfum sinum nýja og fegri festi draumsjóna. Þorvaldur í New York Þorvaldur Skúlason sýnir um þessar mund- ir i Manhattan Savings MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson Svo að minnst sé á sýningar erlendis, þá er ekki úr vegi að hvetja alla þá sem til London fara næstu tvo mánuði, að láta ekki hjá liða að skoða sýn- ingu á verkum enska málarans Turners i Royal Academy, Piccadilly (steinsnar frá Piccadilly Circus). bankanum, Vanderbilt Avenue (45th stræti), i hjarta New-York borg- ar. Bankinn hefur það fyrir venju að sýna verk merkra lista- manna i húsakynnum sinum, og kemur þá oft fyrir að sýningarnar séu sendar i ferðalag um hin ýmsu útibú hans. Sýnir Þorvaldur átta olíu- myndir, allar frá undanförnum fimm árum og eru þær allar til sölu. Veg og vanda af þessari sýn- ingu á Sigurður Helgason, for- Er hún opin til 2 mars og er stærsta yfirlitssýning á verkum þessa stórkostlega málara sem haldin hefur verið hingað til. Það er ekki úr vegi að kalla Turner einn mesta listamann sem uppi var á 19. öld, og er nú sýnt að sum verka hans, eins og „Innanhúss i Petworth” eiga sér ekki sinn lika, hvað snertir litadýrð og málunardirfsku, fyrr en á þessari öld, og það sem impressionistarnir töldu sig vera að uppgötva hafði Turner áorkað 30 árum áður. Semsagt, ekki aðeins að fara i Marks & Spencers, heldur einn- ig i Akademiuna. Thorvaldur Skulason Reykjavik, iceland Arl kxhibition ai Manhaitan Savings Bank \hnderbilt As'oiuk' ai 45th Slittet NewAbrkCitv Januiirv 13-25 1975 stjóri Flugleiða, en hann hefur lengi haft áhuga á verkum Þor- valds og á að koma þeim á framfæri I Bandarikjunum. Hefur Sigurður einnig séö um hönnun smekklegrar sýningar- skrár og þýtt lesmál hennar. Blaöaumsagnir hafa mér ekki borist enn, né lokaupplýsingar um sölu á verkum, en Siguröur kvað marga áhugamenn hafa gert góðan róm að sýningunni, og meðal annarra heimsótti hana H. Harvard (Hjörvarður) Arnason, einn af forstjórum Guggenheim safnsins, sem er af Islenskum foreldrum. En hann hefur skrifað mikið yfirlitsrit um nútima list „History of Modern Art”, og hyggst hann fjalla um Þorvald ásamt nokkr- um öðrum islenskum lista- mönnum i nýrri útgáfu af bók sinni. Sýning Þorvalds er opin til 25,janúar. TURNER Skattframtöl Tveir viðskiptafræðingar geta bætt við sig skattframtölum fyrir einstaklinga og bók- haldi á uppgjöri fyrirtækja. útvegum öll nauðsynleg skattgögn, sjáum um fresti og kærur. Uppl. i simum 82623 og 85045. Smúrbrauðstofan BJORIMIIMVM Njálsgatu 49 — Sími 15105

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.