Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Föstudagur 24. janúar 1975. STORSTREYMI Hið sáluga Gallerl Grjótaþorp (man nokkur eftir því?) virðist endurvakið um þessar mundir. Leðurverslun sú, sem þar er hefur dregið sig I hlé og sölu- varningur hefur verið fjarlægð- ■ '..*#****“ ... ur. Eftir eru digrir raftar og hvltmálaðir eða strigaþaktir veggir. Sem sagt, ósköp notalegt, — og þægileg indversk tónlist eyk- ur á værðina. Olafur H. Torfa- son sýnir þar um 30 myndir, bæði í ollu og vatnslitum, undir titlinum Stórstreymi, til heiðurs yfirvofandi flóði húsnæðisins þann 29. janúar og e.t.v. sem til- vitnun i andlega strauma. í for- salnum eru dulspekileg ráð með stóru letri á veggjum, ásamt klippimyndum, sem ekki sýnast vera i beinu sambandi hvort við annað. Ekki eiga myndir ólafs sér nafn eða númer, en flestar fjalla þær um landslag, en ekki eins óhlutdrægt og venjulega tiðkast á Islandi, heldur er það séð með hinu innra auga (eða þriðja auga Lobsangs Rampa . . . ). Fjöll og dalir taka á sig annar- legan,nær „psykadeliskan” blæ og litir eru tilfinningalega með- höndlaðir. Stundum má svo sjá súrrealisk stílbrögð, undarlegar byggingar, þrihyrninga og augu meðal fjallanna, sem e.t.v. eru tákn dulspekilegs eðlis. Háir það ollumyndunum nokkuðhvað þær eru stirt málaðar og hve teikning formanna er kraftlitil. Viövaningssvipur er yfir þeim að þvi leyti, en samt er einstaka MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson ollumynd sláandi og þá vegna þess að saman fer frjáls, laus málun á náttúruformunum og óvenjulegt litaval. Betri heildarsvipur er yfir vatnslitamyndum ólafs, og nær hann nokkrum sinnum skemmtilegri persónulegri hrynjandi og innsýn i landslag, þegar hann þá gætir sin á þvi að afmarka formin og liti ekki of stlft. Myndir sinar hefur Ólafur llklega innrammað sjálfur á þokkalegan hátt. Við skulum vona að ekki flæði alveg yfir þetta framlag hans. Brando leikur lausum hala Tónabló: Last Tango in Paris Leikstjóri: Bernardo Bert- olucci Leikendur: Marlon Brando, Maria Schneider. láta sögur Brandos skemmta sér, er Slðasti tangóinn vel þess virði að sjá hann. En þá eru ótalin öll hin ágætu myndaatriði, sem Bertolucci hleður I myndina. Takið til dæmis eftir lýsingunni I auðri Ibúðinni, sem sólargeislinn fær aðeins takmarkaðan aðgang að, dansi myndavélarinnar I kring- um borðið á veitingahúsinu I lok myndarinnar og atriðinu er Tom og Jeanne hittast á neðan- jarðarstöðinni. Vel unnin, ekki satt? Um tvö ár eru síðan Siðasti tangóinn var frumsýndur og enn i dag er hann á allra vör- um. Maria Schneider, sem leikur Jeanne i myndinni, átti senni- lega aðaíþáttinn i að gera myndina jafnum- talaða, ekki aðeins með striplinu i myndinni, heldur fyrst og fremst með opinskáum viðtöl- um, er birtust við hana i biöðum. Hún lýsti þvl fjálglega hjá hve mörgum af hvoru kyni hún hefði sofið um ævina og eins hversu bólgeta Marlons Brando væri afspymu slæleg. Þvl komst sá kvittur á kreik, að hér væri á ferðinni hin arg- asta klámmynd og sem sllk hefur hún lifað I hugum manna. En er þetta klámmynd? Ef svo hefði eingöngu verið hefði almenningur varla veitt mynd- inni eftirtekt. Arið 1972 voru kynmyndir búnar að vera áber- andi á markaðnum og fremur að draga úr framleiðslu þeirra en hitt. Ein klámmyndin I viðbót hefði því ekki átt að koma róti á hugi manna. Eða voru kvik- myndahúsagestir að hneykslast á þvl, að undir lok timabilsins skyldi koma fram mynd, sem notaði sér kynlífið sem efnivið, en var gagnstætt öðrum slikum myndum vönduð að allri gerð? Þeir, sem fara að sjá Slðasta tangóinn sem klámmynd, hljóta að verða fyrir vonbrigðum. Þótt Bertolucci fjalli um kynferðis- legt samband tveggja einstakl- inga I auðri Ibúð I París, tekst honum að halda sjálfu kynlífinu I bakgrunni myndarinnar. Marlon Brando leikur Amerlkumanninn Paul, sem vlða hefur flækzt og að lokum kvænzt hótelstýru I Paris. Paul KVIKMYNDIR er örvinglaður eftir að kona hans hefur fundizt látin I Ibúð þeirra. Hann kynnist ungri stúlku og lokar sig ásamt henni inni I auðri Ibúð I miðborg Parisar. Paul tekst að útiloka umheiminn um stundarsakir og I huga stúlkunnar er hann að- eins Amerlkumaðurinn I auðu Ibúðinni, sem laðar hana kyn- ferðislega að sér. Hún kemur æ ofan I æ til fund- ar við hann, en reynir þó undir lokin að rjúfa þessi tengsl. Skömmu slðar, er hún hittir Paul á fjölfarinni götu, verður samband þeirra óbærilegt fyrir hana. Þegar komið er að þvl, að elskendurnir skrlði úr skurn sinni, grípur hún til örþrifaráða til að binda enda á þetta sam- band. Leikur Brando verður að telj- ast einn af höfuðkostum þessar- ar myndar. Hann er hreint stór- fenglegur, þegar hann fær að leika lausum hala og mæla af munni fram. Einkum er hann eftirminnilegur, þar sem hann liggur út af og dregur fram æskuminningar sinar eina af annarri og eins er hann velur llki konu sinnar nokkur vel val- in orð. Við sáum hann seint á slðasta ári leika sama hlutinn I mynd- inni „The Nightcomers” I Hafn- arblói. Þá sagði hann börnunum Flora og Miles sögur af föður stnum á svipaðan hátt, en hér nær leikur hans mun lengra. Þótt ekki væri til annars en að Paul Parls. (Marlon Brando) og Jeaane (Maria Schneider) dansa siðasta tangóinn á veitingahúsi I Umsjón: Jón Björgvinsson cTVIenningarmál ★ ★ ★ ★ Tónabíó: Síðasti tangó í París

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.