Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 24. janúar 1975. 7 -| Ásta segist ekki vera haldin svo mikilli flugdellu að hún hengi myndir af flugvélum og flug- módel upp um alla veggi. Þarna er hún þó að glugga i þróunar- sögu flugsins heima hjá sér. Umsjón: Edda Andrésdóttir ir segja i gamni að sé framtið þeirra sem leggja út á þessa braut, þvi markaöurinn er æði þröngur. „Ég er komin með nægan tima til þess að taka prófið,” segir Ásta. „Það eina sem á vantar er að ég fari með kenn- ara nokkrum sinnum I loftið. Svo ætla ég að ljúka þessu af sem allra fyrst, eftir þvi sem veður og vindar leyfa.” — Af hverju fórstu að læra að fljúga? „Þetta var eins og hvert ann- að áhugamál er ég fékk fyrir löngu, meira að segja áður en ég hafði stigið inn i flugvél. Ég held „Sjálfsagt á ég eftir að leggja inn umsókn um að verða ráðin sem flugmaður eins og hinir og svo sit ég við hring- borðið hérna eins og allir hinir og bíð.” Það er Asta Hallgrimsdóttir, sem þetta segir, þar sem við hittum hana að máli á kaffiteri- unni á Hótel Loftleiðum, og hringborðið sem hún er að tala um er einmitt þar. Allir flug- menn kannast við þetta borð. FEKK FLUGU f KOLLINN OG FÓR AÐ LÆRA AÐ FLJÚGA' segir Ásta Hallgrímsdóttir, sem bróðlega lýkur atvinnuflugmanns- og flugkennaraprófi — Býstu við að fá vinnu við að fljúga? „Ég býst varla við þvi. Enda er það svo, að þótt ég leggi inn umsókn, þá er listinn svo langur af mönnum sem sótt hafa um á undan mér og hafa meiri rétt- indi að það er óliklegt strax.” — Ertu hlynnt þvi að þeir kvenmenn sem hafa lært að fljúga stofni sinn eigin klúbb? „Nei, mér finnst það kjána- legt að kvenfólkið sé að draga sig þannig út úr. Kvenmenn sem læra að fljúga eiga auðvitað að ganga inn i þau félög eða klúbba sem fyrir eru. Ég er mjög hlynnt jafnrétti, en ég hef aldrei fundið fyrir þvi að kvenfólk njóti ekki sömu réttinda og karlmenn. Ég hef aö mipnsta kosti aldrei fundið fyrir þvi að það væri bagalegt að vera kvenmaður.” „Ætli ég setjist svo ekki við hringboröið og bfði eins og allir hinir.” Nefnt hringborð er á kaffiteriu Loftleiða og þar kemur góður hópur flugmanna og áhugamanna saman oft á tiðum til þess að rabba saman yfir kaffibolla. Asta upplifði það eitt sinn að þurfa að nauðlenda rétt utan við Reykjavik og tókst það vel. En hefur hún aldrei orðið hrædd i flugi? „Nei, þaö hef ég aldrei orðið, þá væri ég lika hætt. Sizt af öllu má maður verða hræddur. Enda hef ég aldrei lent i meinu slæmu. Ég hef jú lent i misjöfn- um veðrum, en ekki neinu sér- stöku óhappi.” . Það er orðið dýrt að læra að fljúga, nú kostar einn timi 2700 krónur. Þegar Asta byrjaði að læra kostaði timinn 800 krónur. En þeir sem einu sinni eru komnir með „delluna” hætta ekki svo auðveldlega. Þó það geti kannski verið erfitt að skrapa saman aura til þess að komast i loftið, þá sjá þeir sem virkilegan áhuga hafa ekki hæt- is hót eftir þeim peningum. Ekki einu sinni þó að menn hlæi góð- látlega að þeim og segi að meö þessu áframhaldi eyöi þeir bara ævinni i aö biða með kaffiboll- ann við hringborðið.. „Hrædd? Nei, þá væri ég hætt.” Asta hefur réttindi til þess aö fljúga 3 tegundum flugvéla og þarna er hún I einni kennsluvél Flug- stöðvarinnar. Ljósm. — Bragi. Þar safnast saman góöur hópur öðru hverju hvern einasta dag yfir kaffibolla, og siöan er vöng- um velt — það þarf varla að segja yfir hverju: flugi, flugi og aftur flugi. Asta gefur þeim ekkert eftir. Innan skamms hefur hún vænt- anlega skirteini i höndunum sem sannar að hún hefur at- vinnuflugmannspróf og réttindi sem flugkennari. Hana er oft að finna við hringborðið, sem sum- ég sæki áhugann ekkert sér- stakt, pabbi er bóndi svo ekki fæ ég hann þaðan. Viö getum bara sagt að ég hafi fengið flugu I höfuðið og farið að fljúga.” Hún byrjaöi að læra fyrir 3 ár- um og hefur lengst af lært hjá Flugstöðinni. „Ég hef aldrei fundið fyrir þvi að það væri á nokkurn hátt litið öðruvisi á mig en þá stráka sem hafa verið að læra, og andinn er á allan hátt mjög góður.” „Mig vantar nokkra tlmameð kennara áður en ég fer i prófiö.” — Þarna skrifar hún sig niður I tima, en kennari hennar og yfirflug maöur Flugstöðvarinnar, önundur Jóhannsson, horfir á. V' kÉelÍ , rsc.t' / , \ w ÆSmÉLi; \ / ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.