Vísir - 25.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 25.01.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 25. janúar 1975. 3 Minkurinn bitur fast og er ekki á þvl að sleppa, þegar hann hefur náð taki.Hér togast hann á um vettling við Arna Sigurpálsson. — Bj. Bj. tók allar myndirnar. „Loðdýrarœkt er búskapur," — segir Asgeir Pétursson, bústjóri í Dalsbúi þvl það varð til þess, að margir misstu trú á loðdýraræktinni, bæði eigendur loðdýrabúanna og lánastofnanir, og siðast en ekki slzt bjargráðasjóður, sem hafn- aði algjörlega beiðni loðdýra- ræktenda um lán, sambærilegt við lán vegna skakkafalla á af- urðum I kjöt- og mjólkurrækt. Neitunin var á þeirri forsendu, að við værum ekki sauðfjár- eða kúabændur. Samt verður ekki fram hjá þvl horft, að loðdýra- rækt er búskapur, og afurðatap okkar hlýtur að vera fyllilega sambærilegt við afurðatap ann- arra bænda — nema kannski að þvl leyti, að við fáum enga styrki eöa fjármunalega ivilnun. hér. Ef þessir menn, sem allir eru bústjórar á búunum hér, hættu störfum, væru væru búin dauða- dæmd, þar sem engir aðrir eru til á landinu með þeirra reynslu og þekkingu og minkarækt verður að læra, til þess að hún skili arði. ísland siðasta landið Og almennt ber mönnum sam- an um, að of fáir séu i fram- leiöslustéttunum og að möguleik- ar hér á landi séu hvergi nærri fullnýttir. Erlendir sérfræðingar I loðdýrarækt, sem heimsótt hafa Island, ljúka upp einum munni um, að ísland sé eitt allra siðasta Búnaðarfélag tslands viðurkennir minkarækt sem búgrein að þvl marki, að það hefur ráðunaut um loðdýrarækt, sem fyigist með búun- um og gefur góö ráö. Sigurjón Jónsson gegnir starfi ráðunautsíns, og sést hann hér með nokkur skinn i Dalsbúi. Hér I Mosfellssveit eru nú tvö minkabú, eitt á Kjalarnesi, eitt á Akranesi og þrjú norður I landi. Búin þrjú I Kjósarsýslu reka sameiginlega Fóðurstöðina, og búið á Akranesi verzlar við hana. Fóðurstöðin hefur ekki farið var- hluta af erfiðleikum minkabú- anna. Þar við bættist, að húsnæði stöðvarinnar brann á nýársdag 1974, og var hún þá flutt I Sænsk- Islenzka frystihúsið til bráða- birgöa. Nú erum við að flytja stöðina í fjórða sinn á jafnmörg- um árum, og er þá flutnings- kostnaður við hana orðinn allhár. Nemum refsað með skattlagningu Hvað snertir mannafla búanna er talið að einn maður eigi aö geta annazt 600 læður. Hagkvæmast er að hafa búin svo stór, að þau geti staöið undir fjórum starfsmönn- um, eöa um 2500 læða bú. 1 upp- hafi loðdýraræktar hér á landi nú fóru um 20 ungir menn til útlanda að læra hana. Þeir fengu engin námslán frá hinu opinbera og var auk þess refsað með þvi að skatt- leggja fæði og húsnæði, sem þeir höfðu meðan á námi stóð. En samkvæmt reglugerð um loð- dýrarækt er námstlminn skyldað- ur eitt ár I verklegu námi á loð- dýrabúi. Þessir menn komu heim með dýrmæta reynslu og þekk- ingu og fóru til vinnu á þeim bú- um, sem verið var að koma upp hér. En erfiðleikarnir og skiln- ingsleysið gerðu það að verkum, að nú eru aðeins fimm þessara manna eftir starfandi á búum landið I heiminum, þar sem loð- dýrarækt sé verulega arðvænleg, vegna þess að við eigum nóg fóður á viðráðanlegu verði til að ala dýrin á. Það er þvl sorglegt, hve lltill gaumur þessum málum er gefinn og hvllikt skilningsleysi og sleggjudómar virðast ráða. Ef skilning væri að finna, eru gífurlegir möguleikar á þessu sviði hér hjá okkur. Mér finnst, að bændur ættu I alvöru að velta þessum möguleikum fyrir sér og halda þannig áfram búskap án þess að hægt sé að saka þá um gagnslausa offramleiðslu. Stofn- kostnaður við minkabú er meiri en svo, að ungir menn með ekkert handa á milli geti stofnað ný bú. Alger lágmarks bústærð er 250 læöa bú, og það kostar nú um sjö til átta milljónir. En nú eiga líka byrjunarörðugleikarnir að vera hverfandi, og við eigum menn með þekkingu á þessu sviði. 1 lokin má svo segja frá atriði, sem mér er ofarlega i huga,” sagöi Asgeir að lokum. „Erlendis eru gjarnan minkabú og refabú hlið við hlið. Hvort tveggja er loð- dýrarækt, og það má fóðra refina með þvl að sjóða í þá minkahræ- in, en sfðan aftur minkana með þvl aö gefa þeim refaskrokkana. Hins vegar er ekki hægt að gefa minkunum minkaskrokka vegna vlruss sem I þeim býr og þeir þola ekki — fyrr en refirnir eru orðnir milliliðir. Eins og er verður að grafa minkahræin með ærnum tilkostn- aði — eða fara með þau I sorp- eyöingarstöðina og búa til úr þeim skarna handa Reykviking- um að bera á tún sln!” — SH Landsmet í ófengis- þambi á þjóð- hótíðaróri hver landsmaður jók drykkjuna um 0.16 lítra auk alls þess sem ólöglega barst til landsins Hver íslendingur inn- byrðir 3.04 litra af hrein- um vínanda, segja nýj- ustu skýrslur um áfengisneyzluna, sem áfengisvarnarráð hefur gefið út. Þetta er neyzi- an á siðasta ári, þjóð- hátiðarári. Jókst hún um 0.16 litra að meðal- tali á hvert mannsbarn i landinu. Og þetta gerist, þrátt fyrir að nýlega hefur komizt upp um stærsta vinandasmygl sögunnar! Söluaukningin á árinu I vlnbúð- um ÁTVR varð 50.67%, en þess ber að gæta að útsöluverð áfengis hækkaöi verulega á árinu 1974. Afengi seldist nú fyrir 3099 milljónir króna, en var árið 1973 nær 2057 milljónir króna. Útsölustaðirnir þrlr I Reykja- vlk selja megnið af þessu magni, fyrir 2365 milljónir á sfðasta ári, útsölustaðirnir 6 úti á landi seldu fyrir 734 milljónir króna. Greinilegt er af þessum tölum, ekki sízt, þegar óvenju mikið smygl, sem virðist hafa komizt á markaðinn, er haft I huga, að al- gjört met hafi verið sett I áfengis- þambi á þjóðhátlðarári Is- lendinga. —JBP— Þetta er magnib, sem hver Is- lendingur bætti viö sig á sibasta ári af hreinum vlnanda. Aö sjáifsögbu er magnib meira, þvl smyglgóssib er ekki tekib meb I reikninginn (Ljósmynd VIsis Bj.Bj.) Akureyri vantar 55 milljónir Akureyri skortir 55 milljónir til þess ab dæmið gangi upp i ár. Greiösluhalli bæjarsjóös varö 50 milljónir i fyrra. „Við lentum i þeirri ógæfu á siðasta ári, að skuldir bæjarins jukust um 63,4 milljónir”, sagði Bjarni Einarsson bæjarstjóri I viðtali við Visi. ,,Þó höfðum við reynt ab.spá i verðbólguna I upphafi ársins, en hún varð miklu meiri en menn gat órað fyrir. Við skárum áætlunina talsvert mikið niður, en það dugði hvergi nærri. í áætluninni fyrir þetta ár, 1975, er 55 milljón króna lan- tökupóstur. Við vitum, að ein- hverju leyti, hvernig þessa fjár verður aflað, en að sumu leyti vitum við það ekki enn. Tekjur bæjarins voru 461,4 milljónir á áætluninni i fyrra, svo að greiðsluhallinn, 50 milljónir, var 10,8% af þeim. Við reynum eftir megni að halda I horfinu með fram- kvæmdir I ár. Þó munu þær eitt- hvað dragast saman, þar sem gert er ráð fyrir að tekjur bæjarins vaxi um 54,8% en rekstrargjöldin um 59,2%. En við verðum að vera ötulir við framkvæmdir. Hér eru stór hverfi i byggingu og nýtt hverfi að fara af stað. Við þurfum að verja miklu I skólabyggingar og byggja iþróttamannvirki, sem mjög skortir. Ég hef hér fyrir framan mig greiðsluyfirlit fyrir fjögur ár. 1971 var frekar erfitt. Það var siðasta ár gömlu tekju- stofnalaganna, en við réttum úr kútnum 1972. Þá lækkuðu skuld- irnar um 11,5 milljónir. 1971 vörðum við aöeins 17,1% til helztu framkvæmdaliða bæjar- ins, en 27,9% 1972 og 23,9% I fyrra, þótt erfitt væri. Þetta sýndi batnandi afkomu á þessu timabili”. — HH ÞAU FENGU KROSS- GÁTUVERÐLAUNIN — drœtti lokið í verðlaunakrossgútu Vísis Dregiö hefur veriö úr réttum lausnum á verölaunakrossgátu VIsis. Heitiö var þrennum verö- iaunum. Fyrstu verölaun voru kr. 10 þúsund, 2. verölaun kr. 5000 og 3. verölaun kr. 2.500. Upp komu þessi nöfn: 1. verðlaun: Jórunn H. Egils- dóttir, Erluhrauni 1, Hafnar- firði. 2. verðlaun: Arni Júl. Arna- son, Grænumýri 16, Akureyri. 3. verðlaun: Camilla Péturs- dóttir, Langagerði 116, Reykja- vik. Mjög mikil þátttaka varö að þessu sinni og flestir með vlsuna rétta. Þó kom vlsan I tveimur útgáfum. Um helmingur vildi hafa fyrsta orðið „eygðu” — af sögninniaðeygja, koma auga á. Hinir voru með visuna eins og hún.var upphaflega gerð, með „eigðu” — af sögninni að eiga. En þar sem ekki er gerður greinarmunur á i og y I kross- gátum, var hvort tveggja tekið gilt. Margir reyndu að geta upp á heiti vlsunnar, og gátu lang- flestir upp á heitinu „Heilræði”. 70-80 aðrar uppástungur komu fram, en enginn gat upp á rétta heitinu, sem er „Tiltal”. Sumum lausnum fylgdu stök- ur, sem hér með er þakkað fyrir — þær voru sumar ágætar. Rétt er vísan „Tiltal” svona: Eigðu leið hjá eymd og þján, á þvi skaltu læra, að meta sérhvert lltiö lán, sem lifið kann að færa. Um páskana verður aftur verðlaunakrossgáta með nýrri vísu. —Ranki. Myndin sýnir, er dregiö var úr réttum lausnum á krossgátunni. Ljósm. Jim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.