Vísir - 25.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 25.01.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Laugardagur 25. janúar 1975. Dagrún Kristjánsdóttir: GAMLI OG NÝI TÍMINN Þaö eru liklega fáir sem vildu hverfa aftur i-éámla timann og þá baráttu sem þá var háö viö myrkur, kulda og erfiöar sam- göngur aö vetrarlagi. Síöustu áratugir hafa breytt svo högum manna aö fólk um fertugt er nær ókunnugt á þeim slóöum sem foreldrar og afar þess og ömmur urðu aö troða. Enn yngri kynslóðir geta vart hugsaö sérhvernig það lif hefur verið, þegar hvorki var rafmagn, simi, innlagt vatn, kannski ekki einu sinni kolaeldavél, eða hiti I hýbýlum manna utan það sem hlóðareldurinn gaf, þó ekki sé talaö um bila, flugvélar, snjó- bíla eða -sleða. Af eðlilegum ástæðum þá heldur engar frysti- kistur, kæliskápar, hrærivélar, grillofnar, ryksugur eða raf- magnstannburstar! Sjálfvirkar þvotta- og uppþvottavélar, kaffikönnur og rafmagnsfata- burstar o.fl. o.fl. Það má igrunda það hvernig fólk hefur getað lifað hér i rúm þúsund ár án þessara lifsnauð- synlegu tækja og litlu skemur við algerar vegleysur, fábreytt mataræði og skort. Það hefði verið stórfróðlegt, ef það hefði veriðhægt að gera samanburð á þvi hvort sú kynslóð er nú lifir, eða þær sem lifðu i þessu landi frá þvi að það byggðist og fram á byrjun 20. aldar — hefur vinn- inginn hvað áhrærir þrek, dugn- aö, þolgæði, nægjusemi, heil- brigði, gáfur, góðsemi og höfð- inglegan hugsunarhátt. Hvort mun sú kynslóð er nú lifir vera sælli og ánægðari með lifið en áar hennar sem einskis fengu að njóta af öllum þessum verald- legu gæðum. Það er eðlilegt að halda það, að þeir hljóti að vera hamingjusamari sem nú lifa við öll þessi þægindi en hinir sem fóru alls þessa á mis, en er það nú víst að svo sé? Það hlýtur að læðast sá grunur að manni að hamingjan sé ekki ýkja mikil hjá flestum, þrátt fyrir allt þetta. Grunurinn er byggður á rökum sem ekki er hægt að DlOmASAlUR Fjölbreyttar veitingar. Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30. VÍAIAAPSBAR HOTEL LOFTLBÐIR hrekja. Nútimafólk er ekki nægjusamt, þegar eitt er fengið, þá er meira heimtað og þegar þær óskir eru uppfylltar koma nýjar. Þessar kröfur eru fram bornar af óánægðu fólki — þvi sem aldrei getur orðið ánægt, þvi það veit ekki hvað það er að neita sér um hlutina — hvorki ónauðsynlega eða þarfa. Nú virðist sem flestir meti jarð- neska hamingju á mælikvarða þess sem þeir geta aflað sér af föstum og lausum fjármunum og álita að hafi þeir svolítið tneira, sé sælan fengin. Nú reynist æði mörgum þetta hill- ingar, því þegar þetta svolítið meira er fengið, þá er sælan hvergi I seilingu, hún hefur fjar- lægzt enn og þá er það auðvitað þvl að kenna að það er ekki nóg sem komið er og enn verður að afla nokkurs fjár til viðbótar til að geta veitt sér meiri þægindi, meiri skemmtanir, fleiri ferða- lög. Hvað skeður þegar þvl marki er náð? Ekkert — alls ekkert. Gæfan bankar ekki á dyr og segir: ,,Hér er ég, nú getið þið hætt að eltast við mig, þið hafið nú nógtil að lifa af góðu llfi, þið getið veitt ykkur öll möguleg þægindi, skemmtanir, feröalög, þið eigið heimili, maka og börn, þið getið greitt skuldir ykkar og skatta, þið þurfið ekki meira”. Nei, svo auðvelt er þetta ekki, þvi þótt allt þetta sé fyrir hendi, þá er nægjuseminni og þar með ánægjunni og gleðinni yfir fengnum gæðum bægt frá með lönguninni I enn meira og sú löngun leiðir margan út á hála braut. Ef ekki er hægt að full- nægja kröfunum með þvi sem unnið er heiðarlega fyrir og þvl sem ríki og bær gerir til að auka llfsþægindin, þá er oftar en nokkurn tlma kemur opinber- lega I ljós gripið til ýmissa ann- arra ráða til að auka sjóðinn I eigin vasa, skltt með þann sem verður að gjalda þess, beint eða óbeint. I öllum þessum gauragangi og Hfsgæðakapphlaupi, sem flestir taka þátt I og allmörgum viröist ganga nokkuð vel, vantar alltaf það sama, — nægjusemina og hamingjuna. Fáir kunna að snfða sér stakk eftir vexti og láta sér duga. Enn færri eru það sem skilja að gegndarlaust óhóf eykur ekki hamingju neins. Hjón geta rifizt og slegizt heima hjá sér, þó að þau hafi allt til alls og séu á sífelldum þeytingi til að koma I lóg þvl sem aflað er. Það er óvíst hvort þau eiga nokkuð sameiginlegt nema það að reyna að vera sem sjaldnast heima I ró og næði — sjaldnast vegna þess, að hamingjuna I einkalifinu vantar. — Til að feykja burt óánægjunni, ósam- lyndinu og reyna að eyða eða breiða yfir ógæfusamt heimilis- llf, er enn meiru eytt I alls konar afþreyingu utan heimilis. Það sama gildir um unglingana og aðra einstaklinga. Hamingjan lætur ekki kaupa sig, — hvorki fyrir rándýrar íbúðir, bila, utanlandsferðir þrisvar fjórum sinnum á ári eða annað álika. Hinar svokölluðu skemmtanir skilja svo oft eftir eyði og tóm, sem verður æ erfiðara og erfið- ara að fylla, en reynt samt með þvi að kasta sér oftar og oftar út I hringiðuna, þrátt fyrir það að fáir finna þá ánægju þar, sem þeir leita og vænta. Ef hægt væri að slá þvl föstu að hlutfallið sé það sama á milli allsnægta og þæginda nútimans og örbirgðar, erfiðleika og lifs- þægindaskorts fyrri tlma — og hlutfallið er á milli lifsánægj- unnar nú og fyrr, þá er dæmið afar einfalt. Fortlðin og allt sem henni tilheyrði hlýtur að hafa verið eitt kolamyrkur — hreint viti — fyrst fólk nú, með öll lifsins þægindi sem flestir geta veitt sér — I öllu falli margfalt á við það sem fyrri alda kynslóðir gátu veitt sér — er þó svo óánægt með kjör sln og svo óhamingjusamt að ekki linnir kröfum, innbrot, þjófnað- ir og eiturlyfjaneyzla færast I vöxt, öfund og afskiptaleysi um hagi náungans vex, hjónaskiln- uðum fjölgar, hvers konar laus- ung og hippalif þrifst með ágæt- um, agaleysi tröllrlður þjóðinni ásamt óheiðarleik sem virðist aukast og margfaldast jafn- framt þvl sem hann verður stór- felldari og almennari með hverju árinu sem líður. Það hljóta allir að sjá að með þvi að leysa dæmið á þennan hátt gengur það ekki upp — ekki sá hluti þess sem áhrærir gengnar kynslóðir. Þær hafa áreiðanlega ekki verið hlutfallslega eins óánægðar og fólk er nú, þrátt fyrir alla erfiðleikana. Það sem skiptir máli er það að llfið og gæði þess voru metin á allt ann- an hátt þá en nú. Þá þurfti minna tilefni til að gleðjast, börnin voru sæl og glöð ef þau fengu kerti og spil á jólum og fullorðna fólkið fór ef til vill á tvær þrjár samkomur yfir árið og þótti hátlð. Nú dugar ekki minna en þúsunda króna gjafir fyrir börnin og helzt skemmtan- ir og bló oft I viku ásamt ferða- lögum til útlanda og margt, margt fleira, samt er enginn ánægður. Fáir munu það vera nú sem heldur kjósa að lesa góða bók heima hjá sér en að fara „eitthvað” aðeins til þess aðþurfaekki aðvera heima, þvi I hugum flestra er það það sama og láta sér leiðast, eða lenda I þrasi við fjölskylduna út af ein- hverjum smámunum. Allt þetta stafar af röngu llfsviðhorfi, rangri lifsskoðun. Flestir, ef ekki allir, búa svo um sig hér á jörðinni eins og þeir ætli sér hér eillft lif og hér fái þeir að njóta þess sem þeim tekst að afla sér með réttu eða röngu, um alla ævi til enda veraldar. En hve sár verða ekki vonbrigðin, er þeir uppgötva að þeir hafa verið að eltast við einskisverðan hé- góma, mestan hluta llfsins, látið ginnast af innantómu hjómi, en steingleymt kjarnanum sem einn er einhvers virði og ekki forgengilegur. Að sjálfsögðu veröur ekki fram hjá þvl gengið að lögmál jarðneskrar tilveru gera það að nauðsyn að hver og einn hafi I sig og á, þak yfir höfuðið og leggi hæfilegan skerf I hinn sameiginlega sjóð, sem nefnt er rlki og sveitarfélag, en þar með er ekki brýn nauðsyn að leggja sál slna að veði fyrir gull, ræna hana þeim arði sem henni ber, vegna dauöra hluta. En ég fæ ekki betur séð en að andleg hrörnun vaxi I jöfnu hlutfaíli við aukna velsæld. D.agrún Kristjánsdóttir. I s^idi Ráðstefna um lág laun. Kjör láglaunakvenna eru til umræðu á ráðstefnu sem Starfs- stúlknafélagið SÓKN, ASB, fé- lag afgreiðslustúlkna I brauða- og mjólkurbúðum, Iðja, félag verksmiðjufólks, Starfsmanna- félag rlkisstofnana og rauö- sokkahreyfingin boða til I fyrra- málið kl. 10. Ráðstefnan er öll- um opin. NIu konur flytja stutt framsöguerindi, en slðan verður unnið i hópum fram að almenn- um umræðum. „Markmiðið með ráðstefnu þessari er fyrst og fremst að draga fram sér- stöðu kvenna I atvinnulifinu og hvatning til þeirra að krefjast úrbóta”, sögðu fundarboðendur I gær. Ráðstefnan fer fram I Lindarbæ og verður matur framreiddur á staðnum. Börnin misnota neyðarsimana Fyrir nokkru var dreift meðal skólabarna á Akureyri miðum með neyðarsimanúmerum slökkvistöðvarinnar og lög- reglustöðvarinnar, 22222 og 23222. Með þessu átti að vekja athygli almennings á númerun- um. Þetta virðist þó hafa orðið til þess að talsvert ber á hring- ingum án tilefnis og virðist sem börn, sem miðana hafa fengið, hafi verið að hringja af forvitni, sem auðvitað er bagalegt. Bókasöfnin, — vetrarleiðinn Bókasöfnin eru kjörinn staður til að láta vetrarleiðann hverfa út I veöur og vind. Þessi mynd var tekin I amerlska bókasafn- inu á Nesvegi 5, en það er eitt margra bókasafna hér i Reykjavlk. Vilji menn komast I snertingu við ameríska menn- ingu þá er þar urmull af bókum á ensku um ótrúlegustu málefni, hljómplötur eru lánaðar út, video-bönd, og I lesstofunni er hægt að lesa öll nýjustu timarit Bandaríkjanna og nokkur dag- blaðanna. Tungumálanám á hörðum vetri Þær eru margar aðferðirnar við að nema erlend tungumál. Nýlega gaf Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar út nýstárlegt fræðslutæki fyrir þá sem vilja læra tungumál, málaspilið. 1 hverri öskju eru 4 raðspil með mismunandi myndum, sem settar eru saman úr mörgum allavega löguðum reitum. Leik- urinn felst I þvl að búta niður hverja plötu og raða síðan myndinni saman á ný. A botni hverrar plötu eru prentuð á ensku heitin á þvi, sem hver smámynd sýnir. Til skýringar fylgir hverri plötu hvltt spjald meö þýðingum á Islenzku á öll- um ensku orðunum. Jafnframt fylgja I öskjunni tvær bækur, önnur með enskum texta, en hin með íslenzkri þýðingu, þar sem prentaðar eru nokkrar einfaldar setningar tengdar hverri mynd. Agætt gaman á hörðum vetri, ekki satt?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.