Vísir


Vísir - 30.01.1975, Qupperneq 1

Vísir - 30.01.1975, Qupperneq 1
VISIR 65. árg. —Fimmtudagur 30. janúar 1975 — 25. tbl. GENGISFELLING? Gjaldeyrisdeildir bankanna voru ekki opnaðar i morgun. Hvað er að gerast? „Ætli það verði ekki gengisfelling,” svaraði einn bankamaður. Hjá stjórnvöldum fengust ekki upplýsingar, en vitað er, að gjaldeyr- is,,sjóðurinn” er að kalla þurrausinn og ráðstafanir stjórnvalda til að bæta þar úr skák væntanlegar. —HH Loðnan: Á leið til lands með 4390 lestir 37.995 lestir höfðu borizt að landi á miðnætti siðastliðnu. t morgun höföu 22 bátar tii- kynnt um afla og voru á leið til iands. Voru þeir samtals með 4390 lestir. t morgun var hægt að taka á móti afla á Djúpavogi, Horna- firði, Vopnafirði og Raufar- höfn. Ekki verður hægt að taka á móti afla á Reyðarfirði fyrr en á laugardaginn og biður einn bátur þar nú þegar. Bátarnir, sem tilkynnt höfðu afla frá þvi á miðnætti siðast- liðnu voru Náttfari 260 lestir, Skirnir 250 1, Þorsteinn 200 1, Ljósfari 190 1, Jón Finnsson 200 1, Súlan 650 1, tslendingur 2001, Fifill 3501. Magnús 200 1, Þorbjörn II 90 I, Gissur 60 1, Jón Garðar 150 1, Asver 80 1, Arnarey 601, Höfrungur III120 1, Sæberg 100 1, Ólafur Magnússon 150 I, Héðinn 280 1, Viðir 1001, Asberg 3901, Ásgeir 250 1 og Sandafellið með 60 lestir. JB Stórköf lóttur leikur íslenzka landsliðsins, en Jón Gunnlaugsson setti „hallarmet" Sjó íþróttir í opnu Meistarar Evrópu 3ja órið í röð Sjó íþróttir í opnu Vill keppa ó íslandi og hœtta svo Sjó íþróttir í opnu Ráðherra fyrir dóm — baksíða Sjávarútvegsráðherra um stöðuna: „Loðnuveiðar stöðvast líklega í byrjun marz" Miklar aðgerðir hins opinbera nauðsynlegar fyrir útgerð stóru fogaranna r* | 3MK& .. . m „Það eru ákaflega litl- ar líkur til, að borgi sig að halda áfram loðnu- veiðum snemma i marz, þegar verðið verður komið niður i 1,25 krón- ur”, sagði Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, i morgun. Hann sagði, að veiðar eftir það mundu vart borga sig fyrir út- gerðina eða sjómenn. Þá verður „fitan farin úr loðnunni”, svo að lýsið, sem hún gefur, verður hverfandi. „Stjórnvöld geta ekki haldið uppi veiðunum,” sagði ráðherra. „Það verður ekki hægt að verð- bæta fisk, sem er i skltnum á markaðinum”. Eina vonin er, að úr rætist með verðið á erlendum markaði. Ráðherra sagði einnig, að það ylli flotanum vanda, að á hann væru lagðar kvaðir að sigla langar leiðir. Heppilegasta lausn- in hefði verið leigan á bræðslu- skipinu Norglobal, en um hana væri óvissa. Það mál væri i deigl- unni og ófrágengið. „Það er fyrirsjáanlegt, að vandamál við útgerð hinna stærri togara verða ekki leyst með fisk- veröinu einu. Miklu meira þarf að koma til”, sagði ráðherra, en hann vildi ekki fara frekar út i, hvaða aðgerðir stjórnvöld kynnu aö gera. Hann sagði, að öll rekstr- arvandamál útgerðarinnar væru i athugun og unnið að lausn þeirra „alls staðar”. Þjóðhagsstofnun hefur gert úttekt á stöðunni og verðlagningin er i höndum verð- lagsráðs. Enn er fiskverð ókomið. Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt áskorun til rikisstjórn- arinnar um að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja stöðvun togaraút- gerðar i bænum og viðar. Óttast bæjarstjórnin stórfellt atvinnu- leysi á útgerðarstöðum um land allt. —HH Þegar kuldinn bítur kinnarnar er skynsamlegt að vera vel klæddur. Svo virðist, semskilningur hatvendurvaknað á ísiandi á þvi, að við búum á heldur köldu heimshorni og þurfum að búast í samræmi við það. Reynslan sýnir, að fátt er þá betra en blessaða uliin okkar, þótt gott sé að hafa iétta úlpu yzt fata til að taka af næðinginn. —Ljósm. R.Th. ULLIN KEMUR í GÓÐAR ÞARFIR Jarðboranir ríkisins fá nýtt og vandað tœki Afgangsbor frá olíumilljónera — getur borað 3,6 kílómetra niður í jörðina „Það var einstaklingur, sem átti þennan bor,” sagði Sveinn Scheving, verkstjóri hjá Jarð- borunum rikisins, sem kom til landsins i morgun eftir þriggja vikna dvöl I Texas að kynna sér stóra jarðborinn, sem Orku- stofnun hefur keypt I Texas. „Hann á þarna oliulinda- svæði, en þar sem erfitterað fá bora vestanhafs um þessar mundir, varð hann að kaupa upp jarðborunarfyrirtæki til bess að verða sé úti um nauð- synleg tæki. Þessi bor var óþarflega stór fyrir hann, og þvi var hann falur. Þetta er að minnsta kosti skýringin, sem við fengum. Mennirnir, sem vinna við þennan bor, eru afskaplega hrifnir af honum og vildu helzt allir koma með honum hingað. Enda er hann mjög nýtízkuleg- ur, allur rafdrifinn frá disilvél- um, sem framleiða raforku handa honum, og allt er tölvu- stýrt frá einu stjórnborði. Hann er mjög þægilegur I stjórnun og honum fylgir miklu minni hávaði á vinnusvæðinu en gufu- bornum, sem hér er. Alfka fjölda þarf á nýja borinn og vinnur við gufuborinn, eða 15-16 menn. Það fer þó nokkuð eftir vinnudagafjölda. En þetta lið þarf að þjálfa allt upp frá grunni, og við fáum menn að ut- an til þess.” Þessi bor getur borað niður á 3600 metra dýpi, en gamli gufu- borinn borar jafnaðarlega á 1800—2000 metra dýpi, hefur mest komizt i 2200 metra. Með nýja bornum standa vonir til, að takast megi að opna nýjar æðar og auka þannig vatnsmagnið. Með Sveini ytra var Rögn- valdur Finnbogason, forstöðu- maðúr Jarðborana rikisins, sem er deild innan Orkustofnunar. Rögnvaldur er enn I Texas og mun fylgjast með flutningi borsins. sem er um 600 tonn á þyngd. Hann verður settur um borð i Mælifell I Houston I Texas og verður væntanlega kominn hingað heim um mánaðamótin febrúar-marz og verður hann þá liklega fluttur beint þangað, sem hans fyrsta verkefni verður, en búizt er við, að það verði i Mosfellssveit. Mastrið, sem er 50 metra hátt, er sett á hjólastell og dregið, þegar bor- inn er fluttur, en aðrir hlutar borsins eru á meiðum og dregn- ir upp á flutningavagna. Ekki á að taka nema nokkra daga að setja borinn upp, þegar hann er kominn á borsvæðið. Kostnaðarverð borsins er 280 milljónir króna, en meðal verk- efna Sveins i för hans utan var að útvega nauðsynlega fyigi- hluti og varahluti, þvi af- greiðslutimi á slikum hlutum er langur, og nauðsynlegt að eiga að minnsta kosti helztu vara- hluta tií eins árs. Þá hefur Orkustofnun einnig fest kaup á minni jarðbor, sem á að geta borað niður á 1500 metra dýpi. Hann er ónotaður og kem- ur til landsins mánuði siðar en sá stóri. Ekki liggur fyrir, hver verða hans fyrstu verkefni.-SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.