Vísir


Vísir - 14.02.1975, Qupperneq 16

Vísir - 14.02.1975, Qupperneq 16
visir Föstudagur 14. febrúar 1975 UTANAÐ- KOMANDI SPILLING — send aftur til síns heima Þaö er ekki oft, sem Akureyr- arblöð hafa tiiefni til aö skrifa um spillingu meöal bæjarbúa, en þó brá út af f einu blaöanna þar fyrir nokkrum dögum. Segir þar frá manni nokkrum i bænum, sem orðið hefur uppvls að þeirri óhugnanlegu iðju að vera með allskyns þukl og ónáttúrlegt káf á börnum og unglingum. Orðrétt segir i blaðinu, „Það blandast engum hugur um það, hver hætta er á ferðum, er svona fyrirbæri eiga sér stað, og mjög óæskilegt er, að slikir menn gangi lausir. Einnig leikur grunur á, að sami maður hafi haft óeðlilegt samneyti við skepnur”. „Þetta mun vera maður að- fluttur til bæjarins, sem hér á i hlut”, segir blaðið og segir, að maðurinn hafi verið fluttur „suður” I rannsókn. ________________—JB Kom frá sam- komunni með tvð glóðaraugu Samkomuhald I húsi einu I Sel- ásnum aöfaranótt þriöjudagsins er nú oröið lögreglumál. Átján ára stúlka, sem tók þátt i sam- kvæminu, kom þaöan meö glóö- arauga á báöum af vöidum likamsmeiöjnga. Tveir piltar, sem I húsinu voru staddir, hafa nú veriö yfirheyrðir vegna málsins. ölvun var á staönum og er þvi erfiðara en ella aö komast til botns i málinu. Rannsókn stendur enn yfir. — JB Saksóknari kœrir Nökkva — innlegg í málið koma nú í kippum Saksóknari hefur gefiö út kæru á hendur rækjuveiðibátn- um Nökkva HU 15. Skipstjóri hans hefur sent fjölmiðium yfir- lýsingu, og stjórn Skólafélags Vélskóla tsiands átelur undir- skriftasöfnun þá til stuðnings Nökkva, sem gerö var þar i skóla fyrir skemmstu. Innlegg i rækjumálið virðast núhafa þann sið að koma i kipp- um. Saksóknari rikisins hefur nú, á grundvelli rannsóknarskýrslu setudómarans Sigurðar Halls Stefánssonar, kært skipstjóra Nökkva, Ámunda Grétar Jóns- son, fyrir fiskveiðibrot i janúar siöastliðnum, er hann hélt áfram rækjuveiðum I Húnaflóa fyrir rækjuvinnsluna Hafrúnu á Blönduósi, eftir að sjávarút- vegsráðuneytið hafði aftur- kallaö rækjuveiðileyfi hans. Kæran var lögð fram á dómþingi i Hafnarfirði I gær, og er búizt við, að réttarhöldunum verði haldið áfram á mánudag- inn. Þá hefur Ámundi Grétar Jónsson, skipstjóri Nökkva, sent frá sér yfirlýsingu „i tilefni af ákæru, sem rikissaksóknari hefur I dag gefið út á hendur mér vegna meints fiskveiði- brots, þar sem ég hafi stundað rækjuveiðar á Húnaflóa, eftir að ég var sviptur rækjuveiðileyfi.” 1 yfirlýsingunni segir hann, að hann telji sig enn hafa fullgilt leyfi, þvi leyfissviptingin hafi verið ólögleg. Hann telur, að aldrei hafi verið sett skilyrði fyrir rækjuveiðileyfinu, enda hefði það verið ólöglegt. Margar aldir séu liðnar siðan yfirvöld á Islandi hættu að skipta sér af þvi, hvert Islenzkir fiskimenn seldu afla sinn. Hann segir, að hætti rikis- valdið ekki nú þegar aðför sinni gegn Nökkva, neyöist skipshöfn hans til að leita sér vinnu I landi og útgerðin að selja bátinn. Auk þess missi 15-18 manns vinnu við rækjuvinnsluna. 1 þriðja lagi er svo fréttatil- kynning frá stjórn Skólafélags Vélskóla íslands, þar sem segir, að undirskriftalistar, sem born- ir hafi verið i bekkjardeildir skólans siðastliðinn þriðjudag til stuðnings við ákveðna aðila i rækjustriðinu svonefnda, séu skólafélaginu með öllu óvið- komandi, en það sé málsvari nemenda út á við. Ennfremur segir: „Stjórn Skólafélags Vélsk. ísl. telur, að vita beri aðila, sem með alls konar „málskrumi” og jafnvel lygum fari inn á stofnanir sem Vélskóla Islands i þeim eina til- gangi að vinna málstað sinum fylgi- Þar sem hér er ekki um hlut- lausa undirskriftasöfnun að ræða, heldur eru allir skipverj- ar á báti þeim, sem settur var i veiöibann, að bera þessa lista milli manna, lýsum við hana með öllu marklausa.” — hafa nú yfir tveimur slíkum að róða — „Mazurka" í Nýja bíó á morgun Þyrlur geta lent á flestum stööum. Jón Heiðberg geröi ekki minna en aö lenda meö Visismenn uppi á Hclgafelli, sem er um 13 km suður af Reykjavlk. Bragi tók myndina þar. Þaö má búast viö þvi aö margir vilji bregöa sér ókeyp- is i Nýja bíó á morgun. Þar á nefniiega aö sýna gamla og góöa mynd, „Mazurka”. Þessi mynd og myndin „Masker- ade” uröu mjög vinsælar hér á iandi eins og annars staöar á árunum eftir 1930. Þessar myndir þóttu taka öörum fram og sumir segja þær enn I dag i flokki beztu mynda, þótt ekki séu þær á breiðtjaldi. Þaö er félagiö Germania, sem sýnir þessar myndir og eina til á næstunni. „Masker- ade” veröur sýnd annan iaugardag og svo „Das Feuer- schitt” frá 1960 þriöja laugar- dag. Hefur sú mynd alis staö- ar hlotiö frábæra dóma, en hún er byggö á frægri skáld- sögu eftir Sigfried Lenz. „Marzurka”, sem sýnd veröur á morgun, er byggö á sönnum atburði, manndrápi i leikhúsi og tilheyrandi ástar- harmleik áriö 1930. Lagiö, sem leikiö er og sungið I myndinni, var á allra vörum á sinum tima. Meö aöaihlutverkiö i myndinni fer Pola Negri, en leikstjórnin er I höndum Willv Forst. —EA „Veturinn er frekar daufur, en þaö má segja, aö vertiöin byrji i mai og standi fram I september,” sagöi Jón Heiöberg þegar viö ræddum viö hann, en hann og faö- ir hans, Andri Heiöberg. hafa nú keypt nýja þyrlu og hafa þvi yfir tveimur þyrlum aö ráöa. Þyrla þessi er af sömu gerð og sú sem þeir hafa verið með, Brantly 305. Þyrlurnar eru jafn- gamlar eða frá árinu 1967, og er sú, sem nú er nýkomin, keypt frá Bretlandi, en hún kom til landsins rétt fyrir jól. „Við munum nota hana i það sama og hin hefur verið I”, sagði Jón. Þeir feðgar hafa verið i föstum verkefnum, flogiö fyrir Hrossakaup á Króknum Mikið fjör var á uppboði, sem sýslumaðurinn á Sauðárkróki boöaöi tii I siðustu viku. Boðin voru upp 19 stóðhross á öllum aldri, flest þó ung. Voru öll hross- in i eigu tveggja aldurhniginna bræðra á Skíðastöðum i Laxár- dal. Voru bræöurnir ekki þess megnugir aö hiröa hrossin i harðindunum. Hrossin voru orðin holdgrönn og þurftu að komast á gott fóður. Brugðu bræöurnir þá á þaö ráö að setja allt stóöið á upp- boð í samráði við sýslumann. Skagfiröingar buöu vel i hrossin og voru þau slegin á 32 til 51 þús- und krónur. Hæst var boöið I rauða, fjögurra vetra hryssu. öli voru hrossin ótamin. ___ÞJM VILDI EKKI FARA TIL UNNUSTANS Lögregian varð tvisvar að hafa afskipti af gistiheimilinu aö Laugavegi 32 i fyrradag. t fyrra skiptið var úr nágrannahúsunum kvartaöundan mikium hávaöa og fór lögreglan á staöinn. Fimm menn voru fluttir til yfirheyrslu, en öllum sleppt fljótlega aftur. Nokkru siöar kom maöur aö máli viö lögregluna og baö hana um aö aðstoða sig viö aö ná unn- ustu sinni út úr viðkomandi húsi. Lögreglan fór á staöinn til aö aö- stoöa unnustann, en allt kom fyrir ekki, stúlkan vildi hvergi fara og kaus heldur aö dvelja þarna á staðnum, án unnustans. —JB sveitarfélög, Orkustofnun, Póst og sima og fleiri. Litiö er um að farþegar komi og leigi þyrlurnar, en það er þá helzt ef rok er, þar sem vindurinn skiptir þyrlurnar ekki eins miklu og venjulegar flugvélar. Þyrla þessi verður á floturn, þannig að hægt er að lenda henni á sjó eða vatni, en sú sem hefur verið I notkun er einnig á flotum. Nýja vélin verður staðsett hér I Reykjavik en hin á Egilsstöðum. „Fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir þvi hversu mikið má nota þyrlur hér,” sagði Jón enn- fremur. Hann tók það sem dæmi að ef slys yrði til dæmis i Bláfjöll- um, gæti þyrlan farið frá flug- vellinum upp I Bláfjöll og aftur I bæðinn á aðeins 15 minútum. Og þyrla getur lent beint framan við t.d. Borgarsjúkrahúsið. Hann sagði að varðandi læknaþjónustu gæti þyrla stödd á Akureyri, þjónað öllu Norð- austurlandi og Norðvesturlandi. Þá er hægt að nota þyrlur við vegaeftirlit lögreglu, kafara- þjónustu við báta, vitaþjónustu I stað skips og margra manna, slmalfnuþjónustu, rafmagn og fleira. „Fólk horfir bara I hvað þyrla kostar á timann, en ekki hvað hún getur gert á þessum eina klukku- tima”, bætti Jón við. -EA. Kðtturinn skal úr tunnunni! Akureyrarkrakkar hafa árum og áratugum saman slegiö köttinn úr tunnunni. Þetta gerist á öskudaginn. Þá hópast krakkarnir út á göt- ur, klædd alis kyns skrítnum „múnderingum”, máluö i framan. Þannig halda þau um göturnar i stórum hópum, syngjandi og kát, enda vel tekiö viöast hvar þar sem þau koma, fá sælgæti og jafnvei smáaura. Arnar Einarsson, fréttaritari VIsis á Akureyri, tók þessar myndir af einum ungum Akureyring, sem miöar meö kylfu sinni á tunnuna miklu, — kötturinn skal út, segir hann og horfir á tunnuna eins og ameriskur beisboltakappi. — JBP— Gömlu góðu dag- NÝ ÞYRLA TIL ANDRA arnir ókeypis . . .

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.