Vísir - 18.02.1975, Blaðsíða 8
Hefur þjálfað sumt
bezta íþróttafólki Dana
„tþróttakennarar á tslandi standa
ekki að baki starfsbræðrum sinum á
Noröurlöndum. Nærri tveggja ára
dvöl i Danmörku og kynni min af
erlendum iþróttakennurum hafa
fært mér sönnur á það. Skipulagn-
ingu kennslunnar er aftur á móti
mun betur hagað hér ytra. Búið að
aölaga hana breyttum timum, — þar
gætum við mikið af þeim lært.”
Þetta var álit Ólafs Unnsteinsson-
ar, iþróttakennara við menntaskól-
ann I Birkeröd i Kaupmannahöfn
þegar við ræddum við hann á dögun-
um, en Ólafur hefur löngum haft
brennandi áhuga á öllu, sem að
iþróttum lýtur og mest miðað sina
menntun við til að geta aflað sér sem
dýpstar þekkingar á sviði iþrótta.
Ólafur er stúdent frá Laugarvatni,
en lauk siðan kennara- og iþrótta-
kennaraprófi. Starfaði siðan sem
iþróttakennari við gagnfræðaskól-
ann við Laugalæk og við mennta-
skólann i Hamrahlið i nokkur ár, eða
þar til hann sigldi til Danmerkur
fyrir tæpum tveimur árum.
Bauðst staða við
menntaskóla
„Danmerkurferð min er orðin
lengri en ætlað var i upphafi, árin að
verða tvö i staðinn fyrir eitt. Fyrra
áriö stundaði ég nám við iþrótta-
kennaraháskólann i Kaupmanna-
höfn, — skóla, sem veitir hæstu
gráðu á Norðurlöndum i iþrótta-
kennslu. Samhliða kynnti ég mér
iþróttakennslu i Danmörku, sérstak-
lega við menntaskólana. Þegar mér
svo bauðst staða við menntaskólann i
skipulag það, sem rikir hjá Dönum
og hentað getur okkur i flestum
tilfellum. Eins og Danir þurfum við
að leggja áherzlu á að hafa sem
mesta fjölbreytni i kennslunni og
gera sem flestum til hæfis. Mark-
miðið á að vera, að nemendur geti
kynnzt sem flestum greinum iþrótta
og hver og einn geti fundið sér grein
til að æfa, bæði sem keppnisgrein og
til heilsubótar, eftir að skóla lýkur.
Einnig þarf að gefa beztu iþrótta-
mönnunum kost á þvi að æfa sina
iþrótt með það fyrir augum að geta
náð sem allra lengst.”
íþróttaaðstaða við
menntaskólana
i rúst
Iþróttir, eiginlega hvaða nafni sem
þærnefnast, þurfa sitt athafnasvæði,
annaöhvort úti eða inni, en þar hefur
hnifurinn lengi staðið i kúnni hjá
okkur Islendingum. „1 Danmörku
eru iþróttimar virtar innan skóla-
kerfisins,” segir ólafur, ,,og eiga þar
sinn rétt. Skólarnir leggja rika
áherzlu á að öðlast sem fullkomnasta
aðstöðu, jafnt utan húss sem innan.
Heima á lslandi er langt frá þvi að
iþróttir skipi sama sess og hér i
skólakerfinu, jafnvel þótt um
skyldunámsgrein sé að ræða.
Skilningsleysi hefur rikt hjá ráöa-
mönnum þjóðarinnar fram á siðustu
ár varðandi iþróttaaðstöðu við skól-
ana. Reyndar er aðstaðan bezt við
barna- og unglingaskólana og
kannski fremur stutt i að viðunandi
aðstaða sé fyrir hendi, en aðstaðan i
ólafur Unnsteinsson
kennslu breyttum timum verðum
við að taka upp timabilaskiptingu i
skólunum i hinum ýmsu greinum,
sem miða að þvi að byggja nemand-
★ Magnús Gíslason rœðir við Ólaf Unnsteinsson,
sem nú er íþróttakennari við menntaskóla
í Birkeröd í Kaupmannahöfn
Birkeröd, ákvað ég að dveljast hér
eitt ár enn, enda bæði gagnlegt og
mikill heiður að fá starf við slika
skóla — ekki sizt fyrir útlendinga.”
Of miklum tima varið
i leikfimikennslu
Ekki þarf að ræða lengi við Ólaf til
að komast að raun um, að honum
liggur ýmislegt á hjarta varðandi
iþróttakennslu heima á Islandi, og
þá talar hann jafnan um skólaiþrótt-
ir, en ekki um leikfimikennslu.
„Leikfimi er aðeins hluti af skóla-
iþróttum, og ég tel að of miklum
tima sé varið til leikfimikennslu
heima á lslandi, en of litlum til
iþróttakennslu i hinum ýmsu grein-
um, svo sem knattleikjum, frjálsum
iþróttum og fleiri greinum.”
„Námsskrá skólaiþróttanna þarf
að endurskoða, ef ráða á bót á þess-
um málum, en persónulega finnst
mér sjálfsagt að hafa til hliðsjónar
mennta- og framhaldsskólum lands-
ins er i rúst.
„Þetta er fast að kveðið,” sagði
Ólafur, er hann sér að mér finnst
hann harðorður, ,,en þvi miður sann-
leikur. Að minni hyggju á ekki að
ráðast i byggingu framhaldsskóla
nema að aðstaða til iþróttaiðkana sé
tryggð fyrir kennslu i öllum grein-
um. Þeirri reglu er dyggilega fylgt i
Danmörku, enda er aðstaðan hér til
mikillar fyrirmyndar, en ekki látin
mæta afgangi eins og heima.”
Samráð við iþrótta-
félögin gæti
komið til greina
1 upphafi minntist ólafur á, að
endurskoðunar væri þörf á iþrótta-
kennslu i skólum hér á landi, og hann
hefur einmitt mótað sér skoðun á
þeim málum með hliðsjón af þeirri
reynslu, sem hann hefur fengið i
Danmörku. ,,Til að aðlaga iþrótta-
ann upp likamlega fyrir þá iþrótt,
sem hann leggur mesta rækt við,
annaöhvort úti eða inni og getur
komið honum að gagni sem kepp-
anda utan skólans. Samráð við
iþróttafélögin gæti komið að góðu
gagni og er blátt áfram nausynlegt,
eins og sannazt hefur hér i Dan-
mörku, þar sem fjöldi góðra afreks-
manna hefur komið frá skólunum.”
Nemendur eiga að vera
með i ráðum
1 framhaldi af þessum hugmynd-
um væri fróðlegt að vita hvernig
Ólafur skipulegði iþróttir skólanna,
mætti hann ráða heima á lslandi.,,1
sem fæstum orðum sagt hygg ég, að
bezt væri að nota hausttimabilið til
utanhússiþrótta, frjálsra iþrótta og
knattspyrnu og láta þá fara fram
skólakeppnir, innan skóla og milli
þeirra. Frá 10. okt. til 20. des. tækju
innanhússiþróttirnar við, leikfimi og
kraftþjálfun, en eftir áramótin bætt-
ust knattleikir og frjálsar iþróttir
við. Reynt yrði að koma á 6-8 vikna
timabilum að vetrinum, þar sem
hver grein er séræfð, til að nemand-
inn nái sem mestri hæfni. 1 Dan-
mörku, það er að segja i framhalds-
skólunum, eru nemendur gjarnan
hafðir með i ráðum um val þeirra
greina, sem æfa skal, og það getum
við tekið okkur til fyrirmyndar.”
Ef sá háttur yrði upp tekinn að
leggja höfuðáherzlu á hinar ýmsu
greinariþrótta.en minni á leikfimi, i
skólakerfinu, hvernig á þá að meta
árangur nemenda til prófs?
„Frjálsræði i iþróttakennslu i
Danmörku og samvinna nemenda og
kennara er mjög mikil og að þvi leyti
til ólikt og heima gerist. Leikfimi-
timar, — iþróttakennslan —, byrja
ekki lengur á, allir i eina röð, gangið
i takt, einn, tveir.... Nemendur hita
sig upp með knattæfingum, alveg
frjálst, eða gera þær æfingar, sem
þeim bezt likar, hlaupa, er þeim
sýnist svo. Próf i iþróttum við fram-
haldsskóla i Danmörku voru lögð
niöur s.l. vetur, en hvort það er
rétt stefna, leiðir timinn i ljós. Hins
vegar álit ég, að iþróttakennarar eigi
ekki að vera bundnir klafa, með
prófum frá fræðslumálaskrifstof-
unni, heima á íslandi, en mér virðist
að á meðan gefnar eru einkunnir i
skólum fyrir iþróttir, þá eigi kennar-
inn að gefa sjálfur einkunnir og taka
tillit til allra iþrótta, en ekki láta
binda sig við að láta leikfimisgetuna
eina ráða.”
Með öðrum orðum. Láta iþrótta-
kennara alveg eina um kennslu og
próf?
„Nei, ekki alveg. Sjálfsagt er, að
prófdómari sé við lokapróf, á meðan
þau eru i gildi hjá okkur, en að öðru
leyti sé það á valdi kennarans.”
Hefur leiðbeint mörgum
þekktum iþróttamönnum
Ólafur Unnsteinsson var um ára-
bil einn af okkar fremstu frjáls-
iþróttamönnum og hefði sennilega
náö langt sem knattspyrnumaður,
hefði hann lagt rækt við þá iþrótt.
Þótt hann sé löngu hættur keppni,
hefur hann ekki með öllu sagt skilið
við frjálsar iþróttir og lagt sinn skerf
til þeirra með þjálfun i þeirri grein.
Eftir öörum leiðum hef ég haft
spurnir af þvi, að Ólafur hefur leið-
beint mörgum iþróttamönnum, bæöi
innlendum og erlendum, og má til
gamans geta þess, að hann hefur
leiðbeint Stefáni Hallgrimssyni tug-
þrautarmanni, og telur hann sig eiga
Ólafi mikið að þakka. Einnig hefur
danskur tugþrautarmaður, Anreas
Hasle, tekið miklum framförum
undir handleiðslu Ólafs. Ég inni þvi
Ólaf eftir starfi hans sem þjálfara i
Danmörku.
Sýndi miklar
framfarir
,,Ég lét tilleiðast,” sagði ólafur,
sýnilega litið fyrir að tala um sjálfan
sig, ,,að gerast þjálfari i friálsum
iþróttum hjá nýstofnuðu félagi,
Athletic Klubben af Köbenhavn. Ég
þjálfaði spretthlaupara og ýmsar
tæknigreinar. Sýndi fólkið miklar
framfarir og vakti árangur þess
landsathygli. Má þar helzt nefna
Margrit Hansen, fjölhæfustu iþrótta-
konu Danmerkur, sem afrekaði það
að komast i undanúrslit i 100 m
grindahlaupi á EM i Róm og jafnaði
danska metið 13,5 sek. Hún hefur
hlaupið 100 m á 11,9 sek og 200 m á
24,5 sek. Hún er Danmerkurmeistari
i fimmtarþraut. Einnig get ég nefnt
spretthlauparann Kay Pedersen,
sem hlaupið hefur 100 metrana á 10,5
,sek, jafnt og danska metið. Fleira
held ég telji ekki upp, þótt af mörgu
sé aö taka.”
Boðið að þjálfa
danska landsliðið
Skólaárið tekur nú að styttast i
Danmörku. Ólafur er aðeins ráðinn
út árið, en hvað hyggst hann gera?
Hverfa heim eða setjast að i Dan-
mörku?
„Auðvitað stendur hugurinn heim,
en það togast á i mér, hvað gera
skuli. Starf iþróttakennarans hér er
betur borgað en heima, vinnutiminn
styttri, aðstaðan betri, bæði úti og
inni. Ég bý i góðu húsnæði og stutt að
fara til vinnu. Auk þess hefur verið
orðað við mig að taka að mér þjálf-
um á vissum þáttum hjá danska
frjálsiþróttalandsliðinu, — en að
hverju geng ég heima? Fái ég fast
starf og sjái fram á bætta aðstöðu i
skólunum, hika ég ekki. Mér finnst
ég hafa lagt of mikið i sölurnar fyrir
iþróttirnar til að fá ekki notið min
heima „á lslandi”.” — emm
i i'lP kS y m
L » KS''
Hér er bezti áhugamaöur Bandarikjanna i iþróttum 1974 — Rick
Wohlhuter á leiöinni i inark i 1000 metra hiaupinu á Bislet leikvangin-
um i Osló i fyrra, en þar setti hann nýtt heimsmet.
Bezti áhuga-
maður USA!
— Hlauparinn Rick Wohlhuter
Hinn frábæri millivegalengda-
hlaupari — Rick Wohlhuter —
sem m.a. setti nýtt heimsmet i
1000 metra hlaupi á Bislet leik-
vangnum i Osló s.l. sumar, hefur
fengiö nýjan og glæsilegan bikar i
safniösitt og auk þess stóran titil
til aö skreyta sig meö i ár.
Það er titillinn „Bezti áhuga-
maður i iþróttum i Bandarikjun-
um 1974”. Það voru iþróttablaða-
menn við öll helztu blöð og út-
varps- og sjónvarpsstöðvar i sem
Allt stórt
hjó KR!
KR-ingar ætla að halda mikiö
bingó i Sigtúni við Suðurlands-
braut á fimmtudagskvöldið. Hafa
þeir nefnt það „Trölla-bingó” og
mun það liklega bera nafn meö
rentu.
t boöi veröa nefniiega einar 6
utanlandsferöir, og einhver ótelj-
andi fjöldi af öörum vinningum,
enda segja fróöir bingómenn og
konur, að þetta sé stærsta bingó,
sem hér hafi verið haldið i langan
tima.
Eins og fyrr segir verður það i
Sigtúni á fimmtudaginn, og hefst
klukkan niu um kvöldið. Verða
spilaðar 18 umferöir.
kusu hann, og fékk hann langflest
atkvæði.
Wohlhuter tók þátt i mörgum
stórhlaupum á siðasta ári og
keppti þar við marga af beztu
hlaupurum heims. En þeir höfðu
ekki roð við honum — hann sigr-
aði nær undantekningalaust...eða
i 18 hlaupum i röð.
Hann á heimsmetið i 880 jarda
hlaupi — 1:44,06 m in — og i sumar
er búizt við, að hann taki einnig
metið i 800 metra hlaupi, sem
hann hjó oft anzi nærri i fyrra.
Eins og við skýrðum frá i blað-
inu i gær tapaði Rick fyrir Filbert
Bayi, heimsmethafanum i 1500 m
hlaupi, og Johnny Walker i milu-
hlaupi innanhúss um helgina
siðustu. —klp—
Tveir Reykvík-
ingar fyrstir
Reykjavik átti tvo fyrstu menn
i stórsvigskeppni pilta 13-14 ára á
punktamóti unglinga i Hliöarfjalli
viö Akureyri um helgina. Kristinn
Sigurösson sigraði — en Jónas
Ólafsson var annar. Jónas var
sagður frá Akureyri I blaöinu i
gær — en hann er Reykvikingur.
Það leiðréttist hér meö og hlutað-
eigandi eru beönir velviröingar á
mistökunum.
Real Madrid hefur
sjö stiga forskot!
— Miklar deilur um Martinez í liði Real Madrid |
og dóms að vœnta fljótlega í máli hans
Real Madrid stefnir hraöbyri i
spánska meistaratitiiinn i knatt-
spyrnu. Eftir leiki helgarinnar
hefur liöið sjö stiga forskot á liöið
i öðru sæti, Zaragoza, og
meistaraliöiö frá I fyrra, Barce-
lona, er átta stigum á eftir Real.
Vestur-þýzku landsliðsmenn-
irnir, Poul Breitner og Gunther
Netzer, hafa breytt öllu hjá Real
Madrid — þessu félagi, sem um
langt árabil bar af i knattspyrnu
heimsins — Evrópumeistari i
fimm ár i röð og heimsmeistari
félagsliða. Þeir eru máttarstólp-
ar liðsinsásamtfyrirliðanumPirri
og Martinez, þeim umdeilda leik-
manni.Danir hafa kært þátttöku
Martinez I spánska landsliðinu —
og tvö félög á Spáni hafa kært leik
hans með Real. Telja hann
Argentinumann á fölskum
skilrikjum — og þvi geti hann
ekki leikið á sama tima og
Breitner og Netzer i liði Real. Mál
hans er nú fyrir dómstóli og er
niðurstöðu að vænta fljótlega.
Þess má geta, að taliö er að um
60-80 leikmenn frá Suður-
Ameriku — flestir frá Argentinu
— leiki i spánskum liðum og séu
með falsaða pappira. Foreldrar
þeirra sagðir af spönskum ættum
— og fólki mútað til að staðfesta
það skriflega.
Urslit i 1. deildinni spænsku á
sunnudag uröu þessi:
Real Betis—Celta 1-0
Granada—Espanol 0-0
Elche—Las Palmas 1-1
Real Murcia—Atletico M. 3-1
Rel Madrid—Salamanca 1-0
Zaragoza—Hercules 2-2
Atletic Bilbao—Valencia 1-1
Barcelona—Sporting 1-1
Malaga—Real Sociedad 2-0
við skæðasta mótherjaliðið,
Porto, og sigraði með miklum
mun 3-0. A sama tima vann
Sporting Tomar 3-0 og náði við
það öðru sæti i 1. deild. Benfica er
Vestur-Þjóöverjar og Pólverjar
léku nýlega tvo landsleiki i hand-
knattleik. Fyrri ieikurinn var i
Hannover og sigraöi vestur-þýzka
liðið meö 10-9 eftir 5-5 I hálfleik.
Deckarm var markhæstur, þýzku
leikmannanna meö 4 mörk. Hin
skoruðu Spengler, Brand og
Hahn tvö hvor. Hjá Pólverjum
skoraöi Zielinski 2 mörk — sjö
leikmenn skoruöu eitt mark hver.
Daginn eftir var leikið i Kiel og
þá sigraði Pólland með 18-14eftir
12-5 i hálfleik. Það er i annað
skipti, sem Pólverjar sigra
Vestur-Þjóðverja. Þeir sigruðu i
fyrsta skipti i Wilna 12. júli 1972 —
en löndin hafa leikið 10 landsleiki
i efsta sæti með 36 stig eftir 22
umferðir. Sporting hefur 33 stig,
Porto 32 og Guimaraes er i fjórða
sæti með 29 stig. Hvert liö leikur
30 leiki. — hsim.
innbyrðis. 1 leiknum i Kiel
skoraði Zielinski 5 mörk, Melcer
og Gmyrek 3 hvor. 1 vestur-þýzka
liöinu var Spengler markhæstur
með 4 mörk, Deckarm og Hahn
skoruðu þrjú mörk hvor. Pickel
tvö úr vitum, og Fischer og
Kluhspies eitt hvor.
Ahorfendur voru 4300 i
Hannover — 4000 i Kiel. 1 siöustu
heimsmeistarakeppni urðu
Pólverjar i þriðja sæti.
Þess má geta að allir þeir 14
leikmenn, sem léku i vestur-
þýzku liöunum gegn Pólverjum
léku á mótinu i Sviss i október,
þegar Island vann Vestur-Þýzka-
land i fyrsta skipti. — hsim.
Ingimar vestur-
þýzkur meistari
Annar sigur pólskra
gegn V-Þjóðverjum
— í landsleik í handknattleik
Frazier
gegn
Ellis
— og vonast svo
eftir keppni við
Ali um heims-
meistaratitilinn
Joe Frazier, fyrrum
heimsmeistari i þungavigt i
hnefaleikum, kom til Sidney
I Astraliu i gær — en hann
mun keppa við Jimmy Ellis i
Melbourne 2. marz. Hinn 31
árs Smookey-Joe sagöist
vera i góöri æfingu og vonaö-
ist til aö sigur gegn Ellis
mundi veita honum rétt til aö
skora á heimsmeistarann
Muhammad Ali — án þess aö
þurfa fyrst að keppa viö Ge-
orge Foreman. Ali náöi sem
kunnugt er aftur heims-
meistara titlinu m, þegar
hann sigraöi Foreman I
Zaire sl. haust. Þeir Ali og
Joe Frazier hafa tvivegis
barizt — Frazier sigraöi i
fyrri leik þeirra, en tapaöi
þeim siöari. Hvort tveggja á
stigum. —hsim.
Johan Cruyff lék ekki með
Barcelona á sunnudag. Hann var
rekinn af leikvelli á sunnudaginn
á undan og er nú i leikbanni.
Annað frægt lið, Benfica, er nú
á góðri leið með að tryggja sér
meistaratitilinn i Portúgal.
Benfica lék á útivelli á sunnudag
Góður sigur það....
Stórleikur fór fram I 3. deildinni
i handknattleik I Sviþjóð á dögun-
um. Þar áttust viö stórkiúbbarnir
AIK og IFK, sem slást um að
komast upp i 2. deild.
Leikurinn fór fram i Skövde,
sem er gamalt iþróttahús á
sænskan mælikvaröa, og tekur
ekki nema 2500 manns i sæti. Var
þéttpakkað i húsiö og komust
færri að en vildu.
Þegarleiöá leikinn og hitna tók
i mannskapnum á vellinum og
áhorfendastæðunum, varð hita-
svækjan svo mikil, að leka fór úr
loftinu. Til aö hressa eitthvað upp
á þetta var brugöið á það ráð að
opna allar dyr upp á gátt.
■ En það hefði verið betur lát-
ið ógert. Mikið frost var úti, og
áður en varöi varð gólfiö I salnuin
og allir veggir og loft, eins og i
skautahöll, og leiknum varð að
aflýsa. Þá hafði AIK yfir 8:7 og 10
minútur eftir.
Sviinn ungi, Ingemar Sten-
mark, 18 ára, varö vestur-þýzkur
meistari bæöi I svigi og stórsvigi,
en meistaramótiö var háö um
helgina í Oberstaufen og er ,,op-
iö” mót.
A laugardaginn sigraði Sten-
mark i stórsviginu og I sviginu á
sunnudag varð hann aftur fyrst-
ur. Fékk timann 98.47 sek. i báð-
um umferðunum samanlagt, en i
öðru sæti varð Christian
Neureuther á 98.60 sekúndum. f
kvennagreinum voru vestur-
þýzku stúlkurnar beztar. Voru i
fimm fyrstu sætunum i svigi.
Sigurvegari varð Pamela Behr á
95.65 sek. rétt á undan Christu
Zechmeister 95.75 sek.
f brunkeppni svissneska
meistaramótsins sigraði
Philippe Roux á 2:09.51. Walter
Vesti varð annar á 2:10.47 og
Bandariskir körfuknattleiks-
menn eru nú komnir i flest öil
stóru liöin i Sviþjóö — að meöal-
tali tveir i hvert lið. Eru öll 1.
deildarliöin meö Kana og einnig
mörg 2. deildartið.
Þau, sem ekki hafa efni á þvi að
hafa slika galdramenn, fá heldur
betur aö finna fyrir þeim, eins og
t.d. leikmenn 2. deildarliðsins
Vestur-Þjóðverjinn Michael
Veith þriðji á 2:11.32. Þá kom
Rene Berthod á 2:11.62 og fimmti
varð Willy Frommelt frá Lichten-
stein á 2:12.02. — I bruni kvenna
sigruðu Bernadette Zurbriggen
og er það niundi svissneski
meistaratitillinn hjá henni. Timi
hennar var 2:07.2 min. önnur
varð Marianne Römmel á 2:10.75
min. Zurbriggen varö einnig
meistari samanlagt i alpagrein-
unum. Lise-Maria Morerod, sem
sigraöi bæði i svigi og stórsvigi á
mótinu, varð önnur samanlagt.
Olympiumeistarinn Maria-
Theresa Nadig, sem sigraöi i
tveimur greinum á Olympiuleik-
unum i Sapporo 1972, meiddist á
æfingu á föstudag og er nú i
sjúkrahúsi i Leysin — i
rannsókn.
— hsim.
- heldur of kalt!
Skelleftea, sem eru allir
„innfæddir.”
Þeir léku við östersund i
deildinni á dögunum, og máttu
þola tap upp á 232:54!! — sem
mun vera nýtt met i körfuboltan-
um i Sviþjóð.
1 liði Östersund voru tveir
Kanar, og skoruðu þeir nær öll
stigin, en þau voru skoruð á 11
sekúndna fresti! -klp-
Norðmenn
tóku Finna
í sundinu
Norðmenn eru á mikiili
uppleið sem sundþjóö, og
eiga oröið mikiö úrval af
góöu sundfólki. Um siöustu
helgi háðu þeir landskeppni
við Finna og sigruðu meö 165
stigum gegn 119.
Unnu þeir 19 greinar af 24,
og voru þó ekki meö sitt
sterkasta lið. Fjögur
Noregsmct voru sett i lands-
keppninni, en ekkert finnskt.
Gunnar Gundersen setti
met I 200 metra flugsundi —
synti á 2:08,04 min, og i 400
metra fjórsundi, þar sem
hann synti á 4:41,77 min.
Lena Jensen setti met I 100
nietra skriðsundi — á 59,40,
og Marita Karlsen i 400
metra skriösundi með þvi að
synda á 5:10,40 min.
Beztur Finnanna I mótinu
var Tuomi Kerola, sem m.a.
sigraði bezta mann Noregs
— Owe Wislöff — I 200 metra
bringusundi. -klp-
Aðeins of heitt