Tíminn - 06.07.1966, Síða 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið i síma 12323.
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
150. tbl. — Miðvikudagur 6. júlí 1966 — 50. árg.
..........>»»»>» «•>:w >:•>:......
(Tímamynd Bj. Bj.)
VIÐA KAL
Sé3 yfir Reykjavíkurflugvöll úr Öskjuhllð.
Höfum stjórnað Reykja-
vikurflugvelll í 20 ár
1LAXA
DAGÁ12
STENGUR
KT—Reykjavík, þriðjudag-
Eins og nýlega var s’kýrt
frá, hefur laxveiði verið með
drsemasta móti í veiðiám
landsins. Vonuðu menn, að
eitthvað af laxi gengi í
árnar á flóðinu nú um mán
aðamótin. Að því er veiði
málastjóri, Þór Guðjónsson,
tjáði blaðinu í dag, virðast
þær vonir hafa brugðizt að
mestu. Þó mun hafa lifnað
yfir veiði í nokkrum ám.
Tíminn hafði í dag sam-
band við veiðihús við nokkr
ar stærstu árnar og fékk
eftirfarandi upplýsingar.
í Norðurá í Borgarfirði
hefur veiði aukizt dálitið,
en þar lifnaði yfir henni um
mánaðamótin. Hafði vsiði
verið mjög lítil fram yfir
24. júní. í ánni hafa veiðzt
rúmlega 100 laxar í sumar.
í Laxá í Þingeyjarsýslu
er veiði mjög treg. Þar eru
í notkun 12 stengur á dag
og hafa 30 laxar komið þar
á land síðan 10. júni í gær
veiddist einn lax í ánni og
einn í dag. Mun það vera
svipað því, sem verið hefur.
í Víðidalsá og Vatnsdalsá
hefur veiði verið treg í júní
en hefur örlítið glæðzt í
þessum mánuði í Vatnsdalsá
hafa veiðzt nokkrir laxar á
síðustu dögum, en næstum
engir fram að þeim tíma.
IGÞ—Reykjavík, þriðjudag.
íslendingar eru orðnir að slíkri flugþjóð á skömmum tíma, að það kemur jafnvel á óvart,
að ekki skuli vera liðin nema tuttugu ár síðan íslenzkir menn tóku við yfirstjórn Reykja-
víkurflugvallar. Samt er þetta staðreynd, því það var 6. júlí 1946, sem Reykjavíkurflug-
völlur var afhentur íslendingum með sérstökum samningi milli ríkisstjórna íslands og
Bretlands. Skömmu síðar hófst millilandaflug Flugfélagsins og árið eftir byrjuðu Loft-|
leiðir millilandaflug. Á þessum tuttugu árum hafa hátt í tvær milljónir flugfarþega farið
um völlinn, og segir þessi háa tala farþega sitt um það, hversu fljót við vorum að notfæra !
okkur hina nýju samgöngutækni.Að vísu er stór hluti þessara mörgu farþega útlendingar. I
En farþegafjöldinn sýnir samt, að flugið er orgjð eðlilegur, sjálfsagður og nauðsynlegur
þáttur í samgöngumálum okkar, og sá veigamesti að fráteknum bílum. Nú eiga íslending
ar tvö voldug flugfélög, og flugvélaeign landsmanna fer stöðugt vaxandi. Nokkur smærri
flugfélög hafa verið stofnuð á síðari árum og vegnar vel. Þeir sem njóta fyrirgreiðslu
þessara aðila í dag mega undrast þessa hröðu þróun, þegar haft er í huga, að ekki eru
nema tuttugu ár síðan við fengum sjálfir flugvöll til umráða í höfuðborg landsins.
NYRÐRA
KT-Reykjavík, þriðjudag.
Talsvert hefur borið á kali í
túnum í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslu. Ástandið er verst í sveitun-
um inn af Skjálfandaflóa og bú-
ast nokkrir bændur á þeim slóð-
um við tæplega helmingi minni
heyfeng en venjulega. Við þetta
bætist að sprettá hefur verið með
minna móti í vor og heybirgðir
eru víða óverulegar.
Blaðið hafði í dag samband við
fréttaritara í Svarfaðardal og
sagði hann, að dálítíð væri kalið
af túnum, en ekki til skaða.
Spretta væri hins vegar með
minnsta móti.
f Grenivík er talsvert kal í
túnum, og spretta með minnsta
móti. SJáttur er þar að hefjast á
nokkrum bæjum.
Fréttaritari blaðsins í Bárðar-
dal sagði í dag, að tún þar í sveit-
um væru mikið skemmd af köfn-
un eða roti. Mestar væru skemmd-
Framhald á bls. 14
Hér fer á eftir fréttatilkynning,
sem Agnar Kofoed-Hansen, flug-
máiastjóri, sendi Tímanum i dag
um afmæli flugvallarins.
Undirbúningur að yfirtöku flug
vallarins hófst haustið 1945, með
því að sex íslendingar hófu störf
og þjálfun á flugvellinum á vegum
flugimálastjórnarinnar, þeir: Arn
ór Hjálmarsson, Ásbjörn Magnús
son, Björn Jónsson, Gunnar Slg-
urðsson, Lárus Þórarinsson og Sig
fús H. Guðmundsson.
Störfuðu þeir með brezka flug
hernum ásaimt fleiri íslendiugum,
í um það bil 9 mánuði, áður en
yfirtakan fór fram. Auk þess störf
uðu nokikrir Bretar um stuttan
tíma vegna frágangs á eignum
flughersins, og til leiðbeiningar
íslendingum í flugumferðarstjórn.
Þar sem íslendingar höfðu ekki
áður haft með höndum flug-
vallarrekstur, varð að byggja her
allt upp frá grunni, og var það
ýmsuim erfiðleikum háð, sérstak-
lega með tilliti til þess, hvers um-
ferð sú er um völlinn færi þarfn
aðist, þ. e- millilandaflug erlendra
flugvéla, en flugvélar frá eftir-
töldum flugfélögum höfðu her oft
viðkomu á árunum 1946—1947:
BOAC, AIR FRANCE, FRANCE
CANADA AIRLINES o. fl.
Millilandaflug íslenzku flug-
félaganna var þá einnig á byrjua
arstigi, með leiguflugi Flugfélags
íslands til Kaupmannahafnar um
Prestwick 1946—47, og Loftleiða
h. f. með „Skymaster" vél sinni
1947.
Fyrstu árin var einnig nokfcur
umferð um Sjóflughöfnina á
Skerjafirði, bæði erlendar flug-
vélar í innanlandsflugi. Flugvall
armannvirki þau sem Bretar af-
hentu íslendingum fyrir tuttugu
árum voru þá talin að verðmæti
um kr. 130.000.000.—, eitt hundrað
og þrjátíu milljónir króna —, en
Reykjavíkurflugvöllur var þá að
verðmæti til talinn nokkru hærri
en Keflavíkurflugvöllur, þó síð
an hafi þessi hlutföll breytzt.
Reykjavíkurflugvöllur hefur á
þessu tuttugu ára tímabili gegnt
því hlutverki að vera aðalflugsam
göngumiðstöð landsins, bæði að
því snertir innanlandsflug og
millilandaflug, og var farþega-
fjöldi um völlinn kominn upp í
því sem næst 175 þúsund árið 1963
áður en Loftleiðir fluttu til Kefla
víkiur. Á s. 1. ári voru farþegar
samtals um 150 þúsund og gera
má ráð fyrir að þeir verði um
200 þúsund eftir tvö til þrjú ár.
Á þessum tuttugu ára tímabili
hafa um það bil 1.700.00. íarþeg
Framhald á ols. 14
U THANT
U Thant kemur á morgun
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Eins og TÍMINN hefur áður
skýrt frá, kemur U Thant, fram-
kvænidastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, í heimsókn til íslands á
fimmtudaginn, og fer aftur á laug
ardagsmorguninn. Er áætlað, að
hann komi til Keflavíkur kl. 18,20
á fimmtudaginn.
Þá um kvöldið verður fram-
kvæmdastjórinn gestur í kvöld-
verði hjá forseta Islands að Bessa
stöðum. Á föstudaginn mun hann
heimsækja forsætisráðherra og
utanríkisráðherra fyrir hádegið, og
hugsanlegt er, að hann muni sitja
fund ráðherra og forustumanna
stjórnarandstöðunnar.
Klukkan 11 á föstudag verður
ekið með U Thant til Þingvalla,
og snæðir hann þar hádegisverð
j boði ríkisstjórnarinnar. ' Síðan
verður ekið með hann til Ilvera-
gerðis og gufugosið skoðað, en
komið verður til Reykjavíkur kl.
16.30. Klukikan 17 mun U Thant
halda fyrirlestur í hátíðasal Há-
skólans á vegum félags Samein-
uðu þjóðanna, og að afloknum
fyrirlestri verður blaðamanna-
fundur.
Um kvöldið snæðir hann kvöld-
verð í ráðherrahúsinu, en kl. 8 á
laugardagsmorgni heldur ■ hann
I utan að nýju.
I