Tíminn - 06.07.1966, Síða 2

Tíminn - 06.07.1966, Síða 2
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 1966 -.__ Blaðamönnum var í gær boð- ið að skoða eldhúsinnrétting- ar, sem OSTA-verksmiðjurnar í Vestur-Berlín framleiða, og nýlega var hafin sala á hér á landi. Innréttingarnar eru úr harðplasti, bæði innan og ut- a, og mjög smekklegar og að því er virðist vandaðar að öll- um frágangi. Verð fer að sjálf- sögðu eftir því hve stór eld- húsin eru, en í eldhús eins og þau gerast í fjölbýlishúsum í dag, sögðu umboðsmennirnir, að innréttingin mundi kosta um 55 þúsund krónur. Alia skápa er hægt að fá með fær- alegum hillum, sem hægt er að draga út, þegar ná þarf til þess sem innst er í hillunni. Sé þess óskað, má panta skáp- ana með föstum hillum, og lækkar verð innréttingarinnar þá mikið, 55 þúsund króna inn réttingin myndi t.d. fara niður í ca. 45 þúsund krónur. Inn- flytjandi OSTA-innréttinganna hér er Skorri h.f., og hefúr nú verið ákveðið að hafa sýn- ingu og sölu á þeim næstu tvo mánuði að Hraunbraut 10 í Kópavogi. Sölustjóri er Ólaf- ur Gunnarsson. Myndin hér að ofan sýnir eina af OSTA-inn- réttingunum. FIETTIRISTUTTU MALI Stofnað Krabbameins- félag í Skagafirði Hinn 22. júní var stofnað Krabbameinsfélag Skagafjarðar á fjölmennum fundi í samkomuhús- inu „Héðinsminni." Friðrik J. Friðriksson heraðs- læknlr flutti erindi um heilbrigð- ismál og Jón Oddgeir Jónsson skýrði frá starfsháttum krabba- meinsfélaga. Um 50 manns gerð-lskipa: Valgarð Björnsson héraðs- ust félagar á fundinum. Stjórn jlæknir á Hofsósi, sem er formað- hins nýja krabbameinsfélags I Framhald á bls. 14. HÉRAÐSMOTIN Umferðarnefnd Reykjavík ur og lögreglan í Rvík lét í dag setja miða á rúðu- þurrkur bifreiða í Reykja- vík til þess að ítreka um- ferðarreglurnar, í þessu til- viki voru ökumenn beðnir um að sýna sérstaka var- kámi og nærgætni við gatna mót og gangbrautir og að virða rétt vegfarandans. Gefi þessi herferð góða raun má búast við þessum tilraunum verði haldið áfram. Eins og sjá má á myndinni af miðanum fór þessi orðsending varla fram hjá neinum. ATLAVIK — Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi verður að þessu sinni haldið dagana 9.—10. júlí í Atla- vík. Dagskrá verður sem hér seg- ir: Fyrri dagur, laugaidagur: Dans að frá kl. 9 til 2 e. miðnætti, Hljómar frá Keflavík og Ómar frí Reyðarfirði leika fyrir dansinum. Síðari dagur, sunnudagur: Úti- skemmtun hefst kl. 2 síðdegis. Þá flytja ræður og ávörp, Eysteinn Jónsson formaður Framsóknar- flokksins, Einar Ágústsson alþn. og Vilhjálmur Hjálmarsson bóndi, Brekku. Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson syngja við undirleik Skúla Halldórssonar. Leikararnir Róbert Amfinnsson og Rúrik líaraldsson skemmta, Baldvin Halldórsson leikari les i , o. Lúðrasveit Neskaupstaðar leik ur, kl. 8 um kvöldið hefst svo dans leikur að nýju. Þá leika íömu hljómssveitir og fyrra kvöldið tíl kl. 1 e. miðnætti. Ný aSþjóöalög gegn olíu- mengun hafa og stranda I fréttabréfi frá Alþjóðasiglinga- málastofnunni IMCO dags. 7. júní 1966 segir frá gildistöku nýrra al- þjóðlegra aðgerða til verndar haf- svæðum og ströndum gegn óhreink un af völdum olíu. Flestar' þær breytingar, sem gerðar voru á alþjóðaráðstefnu á vegum IMCO í London árið 1962 á alþjóðasamþykktinni frá 19'54 um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, taka gildi eftir 12 mánuði, talið frá 18. maí 1966, en þann dag afhenti ísland full- gildingarskjal sitt hjá IMCO í London á breytingunum frá 1962. Með þessari fullgildingu, sem er hin tuttugasta og fyrsta í röðinni er náð nauðsynlegt tölu fullgild- inga, sem sé tveim þriðja hluta þeirra ríkisstjólna, sem áður höfðu staðfest alþjóðasamþykktina frá 1954. Gildistaka þessara breytinga frá 1962 mun auka verksvið samþykkt arinnar og gera raunhæfari ýmsar ráðstafanir, sem allar miða að minnkun óhreinkunar sjávar af völdum olíu. Þessar breytingar hafa áhrif á svo til allar greinar 1954-samlþykkt arinnar. Af helztu breytingum, sem gild- istaka 1962-ákvæðanna veldur, má nefna eftirfarandi: — Að því er varðar olíuflutn- ingaskip, þá nær samþykktin eftir gildistöku breytinganna til skipa niður að 150 brúttórúmlesta stærð í stað 500 brl. áður. Aðildarríkis- stjómir hafa ennfremur - skuld- bundið sig til að gera viðeigandi ráðstafanir til, að eins miklu leyti og rýmilegt er að krefjast og framkvæmanlegt, að láta ákvæði samþykktarinnar ná til allra skipa án tillits til stærðar þeirra eða gerðar. — Kröfurnar til hafna landanna AUSTUR- SKAFT AFELLSS YSLA Vegna óviðráðanlegra orsaka ! frestað til 20. ág. n.k. Nánar aug- verður héraðsmótinu, sem ákveðið j lýst síðar var n.k. laugardag í Sindrabæ ÞETTA ER EKKI LÖGREGLUSEKT EN HINSVEGAR VILJUM VID MINNA ÞIG A.. SÍLDARFLOTINN DREIFIR SÉR HZ-Reykjavik, þriðjudag. Þrátt fyrir gott veður á síldar- miðunuim s.l. sólarhr. var veið- in lítil. Þó tilkynntu 39 skip um afla, samtals 1.772 tonn. Flest skipin voru að veiðum 100 —120 mílur ASA frá Dalatanga, en nokkur voru að veiðum við Shetlandseyjar og í morgun frétt- ist af einhverri veiði þar. Eitt skip var 50 mílur SSV frá Jan Mayen og lóðaði þar á nokkurt síldarmagn og fékk einhvern afla. Síðast þegar til fréttist voru mörg skip á leið á þessar veiði- slóðir við Jan Mayen. um móttökuskilyrði fyrir olíuó- hreinindi úr skipum öðrum en Framhald á bls. 15. U THANT HELDliR FYRIRLESTUR HÉR Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, herra U Thant, hefur þekkzt boð félags Sameinuðu þjóð- anna hér á landi um að halda fyrirlestur um starfsemi Samein- uðu þjóðanna í hátíðarsal Háskól- ans föstudag 8. júlí n. k. kl. 5 e h. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgang ur Af hálfu félagsins mun for- maður þess Ármann Snævarr há- skólarektor kynna framkvæmda- stjórann og bjóða hann velkom- inn. (Fréttatilkynning frá Félagi Sam- einuðu þjóðanna á íslandi. Kunnur stjórnmálaleið- togi ræðir Þýzkalands- mál o. fl. á hádegisfundi SVS og Varðbergs á fimmtudag Meðal þátttakenda í nýafstöðn- um ráðsfundi Atlantic Treaty _Association (ATA) hér í Reykja- ivík voru 20 Þjóðverjar undir for- j ystu dr. Richard Jaeger, dómsmála- ' ráðherra Vestur-Þýzkalands, sem jafnframt er formaður þýzka At- lantsfélagsins. Munu þeir dveljast hér á landi nokkrum dögum leng- ur en aðrir þátttakendur og m.a. ferðast um norðanlands og sunn- an. í tilefni af dvöl þeirra hér hafa Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, ákveðið að efna til hádegisfundar n.k. fimmtudag 7. júlí kl. 12:10 í Þjóðleikhúskjallarnum. Þar mun einn af kunnustu stjórnmálamönn um Vestur-Þýzkalands, dr. Karl Mommer, talsmaður sósíal-demó- krata á sambandsþinginu í Bonn, ræða um vandamál Þýzkalands og framtíðarviðhorf í málefnum Ev rópu- og Atlantshafsríkjanna, Einn ig gefst kostur á að bera fram fyrirspurnir til hans eða annarra í þýzka hópnum, en nokkrir fleiri þeirra eiga einnig sæti á þingi. Er hér um að ræða mjög óvenju legt tækifæri til að fræðast um ofangreind málefni og þýzk við horf til þeirra frá fyrstu hendi. Þess er að vænta, að félags- menn fjölmenni á fundinn — 02 er æskilegt að þeir láti skrifstoiu félagsins vita um þátttöku sína sem fyrst, sími hennar er 10015. ÁÆTLUNAR FERÐIR í iNGOLFS- FJðRÐ FB-Reykjavík, þriðjudag. — Hingað hefur verið lát- laus straumur bíla að und- anförnu, sagði Guðmundur P. Valgeirsson fréttaritari Tímans í Trékyllisvík, þeg- ar við hringdum í hann í dag, en nú er orðið bílfært alla leið norður í Ingólf- fjörð og Norðurfjörð á Ströndum. Guðmundur Jón- asson sérleyfishafi á Stranda leiðinni hefur einnig tekið upp fastar áætlunarferðir að Eyri í Ingólffjörð, og er far- ið þangað einu sinni í viku, á þriðjudögum. — Vegurinn er sæmilega fær í Veiðileysufjörð, sagði Guðmundur Valgeirsson ennfremur, — en úr því er hann varla fær öðrum en jeppum og fjallabílum. Eitt- tivað hefur verið gert við hann milli Veiðileysu og Djúpavíkur, og þar er ætl- unin að brúa ár, en fjár- veitingin til vegarins hefur ekki aukizt að sama skapi sem hann hefur lengzt, svo varla verður hægt að haida honum mikið við, sem þó væri þörf á, því hann er nú víðast hvar eins og þvotta bretti. Guðmundur Jónasson tók upp áætlunarferðir í Ingólfs fjörð fyrir nokkru, og var upphaflega ætlunin að íarn- ar yrðu tvær ferðir í viku, á þriðjudögum og fösbudög- um, en nú hefur hins vegar verið ákveðið að fara að- eins eina ferð í viku. Ekki sagði Guðmundur Valgeirssor í dag, að að staða væri til þess að taka á móti ferðamönnum í Tré- kyllisvík, þar sem ekki er rekin þar greiðasala enn sem komið er, en nokkrir menn hafa þó fengið inni í barnaskólanum þar á staðn um nú í sumar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.