Tíminn - 06.07.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 06.07.1966, Qupperneq 12
Tvísýn keppni um Rvskur-styttuna Valur og Fram hafa örugga forystu 5. flokkur c: TÍMINW ÍÞRÓTTIR MHÍVIKUDAGUR 6. júlí 1966 Niels Erik Kildemos, t. v. leikur með fjónska úrvalinu í kvöid. Hann lék Alf — Reykjavík, þriðjud. Valur og Fram hafa tekið ör- ugga forystu í stigakeppni knatt spyrnufélaganna í Reykjavík um Rvíkur-styttuna svokölluðu. Hefur Valur hlotið 71 stig og Fram 68 (miðað er við leikina um helg- ina). KR kemur svo í þriðja sæti með 45 stig. Víkingur er með 39 stig og Þróttur 20. Nú er flestum leikjum í Reykja víkurmóti yngri flokkanna lokið, og úrslit fengin. Á laugardaginn lék Fram á móti Þrótti og vann alla leikina. KR og Víkingur léku saman og vann Víkingur flesta leikina. Leikjunum í 2. flokki var frestað á lauggrdaginn, þar sem unglingalandsliðlð (16 —18 ára), var í æfingabúðum að Laugar vatni. Úrslit á laugardaginn urðu eéns og hér segir: 3. flokkur a: Fram — Þróttur Víkingur — KR 3:0 2K) 3. flokbur b: Fram b — Víkingur c Víkingur — KR 12:1 5:1 4. flokkur a: Fraim — Þróttur Víkin-gur — KR 16:0 3:6 4. flokkur b: Víkingur gaf á móti KR 5. flokkur a: Fram — Þróttur Víkingur — KR 4:0 8:0 5. flokkur b: Ví-kingur — KR 0:5 Víkingur — KR 0:0 Með sigri sínum yfir Ká í 3. flokki, hefur Víkingur s-igrað í 3. flokki a. Og í 5. flokki hefur Vík ingur einnig unnið. Ranghermt Framhald á bls. 15. Dönsk unglinga- lið væntanleg í boði Víkings Á morgun eru væntanleg tvö unglingalið í knattspyrnu frá Dan mörku í boði Víkings. Eru liðin frá Avarta og Svinnege. Piltamir eru á aldrinum 16—18 ára, og munu þeir leika nokkra leiki í Reykjavík og e.t.v. víðar. Alf — Reykjavík. — f kvöld, miðvikudagskvöld, leikur fjónska úrvalsliðið, sem dvelst hér á veg um Knattspyrnuráðs Reykjavík- ur, fyrsta leik sinn og mætir þá Reykjavíkur-úrvali. Fer leikur- inn frá á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 20..30. í gær valdi KRR úrvalslið og með danska landsliðinu í fyrrakvöld. er það skipað eftirtöldum leik mönnum, talið frá markverði til vinstri útherja. Heimir Guðjóns- son, KR, Árni Njálsson, Vál, Ár sæll Kjartansson, KR, Hans Guð- mundsson Val Anton Bjarnason Fram, Ellert Schram, KR, Einar Árnason, Fram, Eyleifur Haf- steinsson, KR Hermann Gunnars mætir í kvöld son Val, Helgi Númason, Fram, og Axel Axelsson Þrótti. Varamenn eru: Guttormur Ól- afsson, Þrótti, Þorsteinn Frið- þjófsson, Val, Baldur Scheving, Fram, Erlendur Magnússon Fram og Reynir Jónsson Val. Dómari verður Carl Bergmann. Urslit í Jónsmessu- keppni GR Á jónsmessukvöld 23. júní sl. hófst hin árlega Jónsmessu keppni G.R. á Grafarholtsvellin- um. Keppt er um fallegan bik- ar, sem er farandgripur fyrir bezta árangur mieð forgjöf í 18 holu höggleik. Veður var ákjósanlegt til golf leiks, þótt dimmt væri, yfir. Til leiks voru mættir 35 kylfingar, og er þátttakan í kappleikjum fé lagsins nú í sumar að verða mjög stöðug og myndarleg. Árangur varð þó eigi svo góður sem skyldi. Tveir vaxandi kylfingar urðu jafn ir í 1. sæti, þeir Hans ísebam og Jón Þór Ólafsson á 66 höggum, nettó (að frádr. forgjöf). Urðu þeir því að leika til úrslita 18 holur miðvikud. 28. júní. Lauk þeirri viðureign svo, að Jón Þór Ólafsson sigraði með talsverðum yfirburðum, eða 67 nettó, en Hans ísebarn lék á 80 nettó. Hlaut Jón Þór Ólafsson því bikarinn til varð veizlu ásamt eignabikar. Jón hef ur staðið sig vel í sumar og meðal annars unnið Firmakeppnina, og fengið forgjöf sína marglækkaða. Hann hefur lagt sérstaka rækt á að bæta leik sinn og hefur notið leiðsagnar hins ágæta kennara klúbbsins, Magnúsar Guðmunds- sonar. Hér fer á eftir árangur í keppninni: Án forgjafar: 1. Magnús Guðmundss. !?" ‘76 h. 2. Óttar Yngvason 80 h. 3. Jóhann Eyjólfsson 83 h. 4. Einar Guðnason 85 h. 5. Hans ísebarn 86 h. Með forgjöL 1.—2. Hans Isebarn 66 h. Jón Þór Ólafsson 66 h. 3. Páll Ásigeir Tryggvason 68 h. 4. Magnús Guðmundss. 69 h. 5. Elías Kárason 70 h. Úrvalslið Rvíkur fjónska úrvalinu Útihandknattleiksmótið hefst 23. júlí n.k. 28 þátttökulið víðs vegar að af landinu Alf — Reykjavík, þriðjud. Mikil þátttaka er í íslands- mótinu í útihandknattleik, sem hefst í Reykjavík siðar í þess um mánuði. Sveinbjöm Bjöms son, formaður Handknatt leiksdeildar Ármanns, sem sér um mótið að þessu sinni, skýrði blaðinu frá því, að þátt tökulið væra frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Kefla vík, Vestmannaeyjum, Nes- kaupstað og Húsavík, alls um 28 lið, og er þátttaka mest í 2. flokki kvenna. Sveinibjörn sagði, að ákveðið væri, að mótið hæfist laugar daginn 23. júlí, og er ráðgert, að það standi yfir í 10 daga. Er það í styttra lagi en tek ið er tillit tU utanbæjarliðanna og séð svo um, að þau geti lok ið leikjum sínum á sem fæst um dögu-m. Til hagræðingar er leikið á tveimur grasvöllum á Ármanns-svæðinu. f meistaraflokki karla eru þátttökuliðin sex, FH, Fram, Haulkar, KR, Árm-ann og Vík- Higur. Eflaust verður um skemmtilega keppni að ræða í meistaraflokki — og stóra spurningin er, hvort FH tekst að verja íslandsmeistara titilinn, sem félagið hefur hald ið stanzlaust í 10 ár. Flest lið anna hafa æft af kappi síðustu vi-kurnar. Athygli vekur hin mikla þátt ta-ka utanbæjarliða í kvenna flokki. f fyrsta skipti taka nú stúlkur _ frá Neskaup- stað þátt í íslandsmóti, en handknafctleikur á vaxandi fylgi að fagna á Austfjörðum. Er sannarlega gleðiefni, að þátt taka skuli berast úr þessum landshluta. Þá er að geta um þátttöku stúl-kna úr Völsung- um, Húsavík, — og frá Vest- mannaeyjaliðunum, Þór og Tý. Auk þess taka þátt í kvenna- keppni Keflavik, Kópavogur (Breiðablik), Fram, Valur, KR og Ármann. í útihandknattleiksmótun um er jafnan keppt í meistara flokki karla meistara- o-g 2. flokki kvenna, en ekki þykir ráðlegt að keppa í yngri flokk um pilta, þar sem þeir eru flest ir uppteiknir við knattspyrn-una á þessum árstíma. íslandsmeistarar 'FH i útihandknattleik 1965. Tekst FH-irigum aS sigra i 11. skipti í röS?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.