Tíminn - 06.07.1966, Side 16
150. tbl. —- Miðvikudagur 6. júlí 1966 — 50. árg.
Sjúkrabílar eru önnum kafnir við að
flytja sjúklingana milli sjúkrahúsa
HZ-Reykjavík, þriðjudag. I sem eru þrjár, hafa að undan-
Sjúkrabifreiðirnar í Reykjavík, | förnu staðið í flutningum á sjúkl-
Húsmóðir að mála
úti / sólskininu
GB-Reykjavík, þriðjudag.
Sjaldan ber það við, að inn-
lendir taki sér stöðu eða fái
sér sæti í gangstéttunum hér í
borginni, stilli upp málaratrön-
um og fari að festa gömlu hús-
in eða önnur mótív á strigann.
Og þótt þessi unga kona anzaöi
á íslenzku, þegar við yrtum á
hana á gangstéttarhorni Klapp-
arstígs og Lindargötu í súlskin-
inu í dag, þá kom samt upp
úr dúrnum, að hún var af út-
lendu þjóðerni, eins og okkur
grunaði.
En því mælti konan á ís-
lenzku, að hún er Búin að vera
íslenzk húsfreyja í nokkur ár.
Iiún heitir Suzan Jónasar, kom
hingað fyrst í ferðahópi nokk-
urra landa sinna frá Englandi
í sumarleyfi, hitti þá ungan
Reykvíking, og innan nokkurra
mánaða voru þau pússuð sam-
an. Fyrst réðst hún í vist og
komst fljótt upp á lagið að
tala íslenzkuna. Áður en hún
lagði upp í íslandsferðina hafði
hún í fjögur ár gengið á mynd-
listarskóla í London. Og síðan
hún settist að hér, hefur hún
notað hvert tækifæri til áð
skreppa í „gömlu hverfin í borg
inni“ eins og hún kallar það,
til að mála gömlu húsin, þau
freista hennar meira en ný-
tízkuhúsin. En hún á efcki ætíð
heimangengt til að láta þetta
eftir sér, því að sonur hennar
er ekki orðinn nógu gamann
til að ganga sjálfala. Stundum
getur hún samt fengið telpu til
að líta eftir litla snáðanum.
Ifún kveðst vera að reyna að
efna í sýningu, en vill ekki
'taka sýningarpláss fyrr en
hún hefur nógu mikið fyrir-
liggjandi, að hún geti valið og
hafnað en þurfti ekki að sýna
al'lt, sem til er, hvort sem hún
álítur það sýningarhæft eða
ekki. Svo kvaðst hún líka vilja
ferðast eitthvað út um laudið
í leit að skemmtilegum mótív-
um, og þá helzt vestur á Snæ-
fellsnes. Og sem hún hafði
sagt okkur frá þessu leyndar-
máli, hafði safnazt slíkur múg-
ur og margmenni kringum hana
Framhald á bls. 15.
Suzan Jónasar með trönurnar á Kiapparstígshorninu í gær.
(Tímamynd—GE
ISLENZK SELSKINN I HARÐRI
SAMKEPPNI VID ALASKASKINN
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Selveiði er nú að ljúka, og eftir
því sem blaðið hefur fregnað hefur
hún verið mun betri víðast hvar
á landinu að þessu sinni, nema við
Þjórsá, þar sem veiðin hefur vdrið
með allra rýrasta móti. Verð á
selskinnum er svipað og í fyrra,
en íslenzkum skinnum stafar nú
nokkur hætta af framboði sel-
skinna frá Alaska, að sögn Þór-
odds Jónssonar selskinnakaup-
manns.
í viðtali við blaðið í dag, sagði
Þóroddur, að verðið væri líkt og
í fyrra, hann greiddi um 1200
krónur fyrir fyrsta flokks skinn.
Markaðirnir væru þeir sömu og síð
ustu ár, Frakkland, Þýzkaland og
England, en nú væru selskinn frá
Alaska farin að ógna íslenzku
skinnunum á markaðinum. Alaska
skinnin væru gullfalleg, þau væru
stærri og ódýrari en þáu íslenzku.
Stærð skinnanna hefur mikið að
segja, því það er að sjálfsögðu
mun auðveldara að sauma úr stóru
skinnunum, af því að þá þarf ekki
eins mörg skinn í hverja kápu.
Frá Broddanesi í Strandasýslu
fengum við þær fréttir, að þar
hefðu í vor veiðzt 130 selir en
í fyrra veiddust aðeins um 100, og
er þetta því mikil aukning. Ekki
gera menn sér grein fyrir því, að
veiði hefur lagzt niður á einstöku
stað við Húnaflóann og selnum
því getað fjölgað meir en ella.
Fréttaritari blaðsins í Trékyllis-
vik sagði, að selveiði hefði verið
heldur meiri þar um kríng en
undanfarið. Við Breiðafjörð hefur
veiðin einnig gengið betur en í
fyrra. Frá Fagurhólsmýri berast
þær fregnir, að selveiðin hafi ver-
ið með betra móti, veiðzt hafi
milli 500 og sex hundruð selir, eða
uim hundrað fleiri en í fyrra. Við
Þjórsá hefur veiðin aftur á móti
verið ákaflega treg, og sumir veiði
menn þar ekki fengið helming á
móts við það, seim þeir eru vanir.
Einnig segja þeir, að kóparnir hafi
ialdrei verið eins horaðir og ves-
jaldarlegir og í vor. Telja þeir að
’það kunni að stafa að veðráttunni
jsem hefur verið slæm, vorið kalt
' og illviðrasamt.
N0RRÆNA UNGTEMPLARAMÓTIÐ
SETT í DÓMKIRKJUNNI í GÆR
HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Norræna ungtemplaramótið
var sett í Dómkirkjunni í dag
kl. 5 við hátíðlega athöfn. Fyrst
bauð fonnaður undirbúnings-
nefndar, ^relíus Níelsson, ung
templara velkomna. Því næst
flutti frú Auður Auðuns ræðu.
Erlingur Vigfússon söng ein-
söng og formaður norræna ung-
templarasambaudsins, Henry
Sörman, flutti ræðu. í kvöld var
haldinn móttökudanslcikur i
Lídó fyrir alla ungtemplarana.
í fyrramálið kl. 10 verður
þingið sett í Þjóðleikhúsinú.
Verða þar fluttar ræður, strok-
hljómsveit leikur nokkur lög,
sýndir verða þjóðdansar o.fl.
Eftir hádegið byrja þinghöld í
Gagnfræðaskóla Austurbaéjar
óg seinna um eftirmiðdaginn
verður farið í kynnisför um
Reykjavík og nágrenni, m.a.
verður farið að Árbæ.
Um kvöldið verður sýnd re-
vía í Sigtúni, sem ungtemplar-
arnir standa sjálfir að.
Illuti sænsku ungtemplar
anna á þjóðbúningum sínum
fyrir utan Dómkirkjuna. Tímn
inynd GE.
ingum frá Landspítalanum suður
jí nýja Borgarsjúkrahúsið í Foss-
'vogi í röntgenmyndatöku og aðr-
ar rannsóknir. Sjúkrabifreiðirnar
hafa alltaf öðrum þræði anhazt
þessa flutninga, en þessum flutn-
ingum hefur fjölgað svo, að ferð-
irnar eru orðnar fieiri en 10 á
dag suma daga. Þykir þetta full-
mikið álag á bifreiðirnar, þar sem
þær annast alla flutninga fyrir
Reykjavík, Seltjarnaines, Kópa-
vog og Garðahrepp.
Sjúkranefnd borgarinnar hefur
kannað hvort ekki væri nauðsyn
á því að kaupa sérstaka flutninga-
bifreið fyrir spítalana, þar sem
flutningarnir millj þeirra munu
aukast eftir því sem fleiri deildir
Borgarsjúkrahússins taka til
starfa.
Ólafur Stephensen hjá • Rauða
Krossi íslands tjáði Tímanum, að
Rauði Krossinn væri að V festa
kaup á fjórðu sjúkrabifreiðinni til
sjúkraflutninga hér í Reykjavík og
að öllum líkindum kæmist hún í
gagnið í september í haust.
Framhald á hls. 15.
Menn ráönir til
aö hafa eftir-
iit meö stöðu-
mælum Rvíkur?
HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
lagði í fyrri viku tillögur um
breytingar á reglum um stöðu-
mæla fyrir borgarráð. Tillögum
þessum var vísað til tveggja um-
ræðna í borgarstjórn.
Helzta breytingin er tillaga um
ráðningu tveggja manna til þess
að gegna störfum eftirlitsmanna
með stöðumælum í Reykjavík.
Fram að þcssu hefur lögreglan
sjálf haft alla umsjón með stöðu-
mælunum en í tillögunni er lagt
til að þessir menn yrðu starfs-
menn Umferðarnefndar Reykjavík
ur. Tillaga þessi er byggð á því,
að ekki þurfi lögreglumenn til
þess að sjá um stöðumæla borg-
arinnar, heldur aðeins menn, sem
fái nokkra þjálfun í starfinu. Mik-
il mannekla er ennþá í lögreglu-
stéttinni í borginni og var þetta
ráð tekið upp til þess að létta
undir með störfum lögreglunnar.