Tíminn - 07.07.1966, Page 14

Tíminn - 07.07.1966, Page 14
14 TÍMINN BRIDGESTON E HJÓLBARÐAR Síaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukiS öryggi i akstri BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓB ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir, sími 17-9-84 Gúmmíbarðinn h.f., Brautarholti 8. i u:rR\ HIEH-FIDELITY “ lillllllllll J5-JÍ5- — zJsSiSte---——“—* 3 hraðar, tónn svo af ber i:lYri x’ X BELLAMUSICA1015 Spilari og FM-útvarp AIR PRINCE 1013 SKIPAUTGCRB ríkisins Ms. Skialdbreið fer vestur um land til ísafjarð- ar 11. þ.m. Vörumóttaka fimmtudag og Táiknafjarðar, Bíldudals, Þing fögtudag til Patreksfjarðar, eyrar, Flateyrar, Suðureyrar Bolungavíkur og ísafjarðar. Farseðlar seldir á föstudag. Langdrægt m. bátabyigju Radióbúöin Klapparstig 26 sími 19800 Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskrifstofa, Sölvhólsgött 4, Sambandshusinu 3. hæð Simar 12343 og 23338. | ÞAKKARÁVÖRP Innilegt þakklæti færi ég öllurn vinum og vanda- mönnum, sem auSsýndu mér vináttu og vinsemd á finátugsafmæli mínu. Helga Erlendsdóttir, Laugarholti, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Kanan mín, móöir, tengdamóöir og amma, Svanlaug Kristjánsdóttir frá Álfsnesi. Verður jarSsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 8. júli kl. 1,30. Jón Þorbjörnsson, Hulda Jónsdóttir, Þráinn Þorsfeinsson, Gylfi Jónsson, Dagmar Jónsdóttir, 'Fjalar Þráinsson, Innilegustu þakkir til allra þeirra sem, sýnt hafa okkur samúS og vlnáttu við fráfall Björns Gunnlaugssonar, læknis Elín Hlíðdal, Þorvaldur Björnsson, Stella Bjarnadóttir, Gunnlaugur Björnsson, Sjöfn Hjörieifsdóttir, Guðmundur Björnsson. IÞRÖTTIR Framhald af bls. 12. liðiS, sem lék oft mjög skemmti- lega knattspyrnu, þrjú mörk. Það fyrsta kom á 5. mínútu (Bertran 9) og 2 mín. síðar skoraði Káler (7)' 2:0, hvort tveggja ódýr mörk, sem settu Rvíkur-úrvalið út af laginu. 3:0 skoraði Bertran á 25. mín. í síðari hálfleiknum komu mörk in eins og af færiibandi. Fyrst skoraði Jörgensen (10) og litlu síðar Kaler 5:0. Jörgensen skor- aði 6:0 með föstu langskoti á 25. mín. og bakvörðurinn, Möller, skoraði 7:0. Síðasta mark Fjónar skoraði Jörgensen úr vítaspyrnu. Eina mark Rvíkur skoraði svo Eyleifur á 35. mín. eftir fyrirgjöf Hermanns. Hefði Rvíkur-úrvalið haft sæmi legt skipulag á vörninni, hefðu mörkin orðið færri. Ellert Schram fyrirliði gerði sig allt of oft sek- an um það að æða fram völlinn í tíma og ótíma og skilja allt eftir opið fyrir aftan sig. Fyrir bragð- ið var oftast einum Dana fleira í sókninni en í vörn Rvíkurliðs- ins. Annars var öll vörnin frekar slöpp. Bakverðirnir Árni og Ár- sæll staðsettu sig oft illa — og Anton sömuleiðis, en annars var þessum leikmönnum nokkur vortkunn, þar sem þeir þurftu að glíma við stærra verkefni en þeir gátu komizt yfir. Hans Guðm. lék framvörð á móti Ellert í fyrri hálfleik en fór út af í hálfleik og kom Baldur Scheving inn fyr- ir hann. Framlínan var mjög hreyfanleg, en fór illa með tæki- færin, sérstaklega Hermann. Þetta danska úrvalslið lék oft skemmtilega. Af útispilurunum var Káler einna beztur, en annars erfitt að gera upp á milli leik- manna. Bezti maður liðsins var markvörðurinn Engedalh, eins og fyrr segir. Leikinn dæmdi Carl Bergmann vel. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 12. skilinn. Jörgensen skoraði tvö fyrstu mörkin, en hann bar af Dönunum. Vinstri innherji Bak skoraði þriðja markið, miðfram- herjinn Jensen það fjórða, en 5. markið var hálfgert klaufamark — Killemose kom utan af kanti að markinu og tókst að læða knett inum á milli fóta markmannsins en markið mátti heita lokað. Þá áttu Danir eitt sinn dauðafæH rétt við mark. en á einhvarn ó* skiljanlegan hátt spyrnti Daninn yfir markið. Eftir gangi leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt, að Akureyring um hefði tekizt að skora tvö mörlc og ef þeir hefðu skorað fyrsta markið, eins og þeir áttu skilið, hefð; það að sjálfsögðu getað haft mjög uppörvandi áhrif á liðið. Steingrímur Björnsson skoraði eina mark Akureyringa. Samúel í markinu varði ágæt- lega. þrátt fyrir mörkin fimm, Steingrímur barðist vel. og Val- steini tókst margt vel. Bakverðirn ir Ævar Jónsson og Jón Frið- riksson áttu báðir góðan leik. Margt manna horfði á ‘eikinn, milli 1500—200 manns. Dómari var Rafn Hjaltalin, og átti ekki í miklum vanda, því að léikurinn fór prúðmannlega fram. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugavegi 12 Sími 35135 og eftir lokun símar 34936 oe 36217 HITAVEITAN Framhald af bls. 1. flokkana um hitaveitugjöldin fram að næstu kosningum! í rökstuðningi Kristján Bene- diktssonar með breytingartillög- unni sagði svo: „Enda þótt borgarráð telji tím- ann, sem valinn er til hækkunar á gjaldskrá Hitaveitunnar, óheppi- legan, m.a. vegna nýgerðra kjara- samninga verkalýðsfélaga, er því Ijóst, að Hitaveitan hefur orðið að taka á sig veruleg aukin út gjöld vegna kaupbreytinga og auk innar dýrtíðar frá því gjaldskrá hennar var breytt fyrir ári síðan. Hins vegar telur borgarráð, að gjaldskrárhækkunum beri að stilla i hóf og þess verði að gæta, að borgin sjálf eða stofnanir hennar hafi ekki forgöngu um aukningu dýrtíðar og verðbólgu með óeðli- lega miklum hækkunum á gjald- skrám, þótt nauðsynlegt kunni að vera að breyta þeim til samræmis við almennar verð- og kauphækk- anir í landinu á hverjum tíma. Með framangreind atriði í huga leggur borgarráð til að eftirfar- andi breytingar verði gerðar á gjaldskrá Hitaveitunnar, sem sam- þykkt var í borgarstjórn 22. 7. '65 og staðfest af félagsmálaráðuneyt- inu 10. ágúst sama ár.“ f bráðabirgðaáikvæðum tillögunn ar sagði svo: „Fyrir hús, sem hafa sérkynd- ingu og eru á þeim svæðum, sem hitaveituáætlunin 1961 náði til, skulu heimæðagjöld haldast óbreytt frá því, sem þau voru í gjaldskrá samþ. í borgarstjórn Reykjavíkur 22. júlí 1965, staðfest af félagsmálaráðuneytinu 10. ág- úst s.á. Þetta gildir þó aðeins fyrir hús, sem tengd eru við hitaveituna fyr- ir 1. júlí 1967. Fyrir hús í nýjum hverfum, sem ekki fá hitaveitu um leið og húsin eru byggð, er borgarráði heimilt að ákveða afslátt af nýju heim- æðagjöldunum, ef fullnægjandi kynditæki hafa verið sett í húsin áður en þau eru tengd hitaveit- unni.“ Það leynir sér ekki á málatil- búnaði Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn þessa dagana að það er lángt í næstu borgarstjórnarkosn ingar. TOGARAÚTGERÐ Framhald af bls. 16. ar. Ég veit að þýzku togararnir fara þannig að. — Teljið þér, að hægt sé að fækka mannskap á togurunum? — Við höfum ekki undanfarin 2 ár verið með fullmannað skip, og stundum verið með mun færri sjómenn en við eigum að hafa. Það hefur verið ákaflega erfitt að fá mannskap. Á sumum togurum hefur alltaf verið æfður hópur, kjarni, sem siglt hefur ár eftir ár, og þá hefur ekki verið svo mikið vandamál að bæta við nokkrum óæfðum mönnum. Aftur á móti er mjög erfitt að vera á veiðum þar sem mennirnir eru meira og minna óvanir. — Hvað haldið þér, að hásetarn ir hafi fengið í sinn hlut eftir síð- ustu veiðiferðina? — Ég get nú ekki svarað því nákvæmlega, en gæti trúað að þeir hefðu haft 13—14 þús. kr. í veiðiferð. Við fórum tvær veiðiferð ir eftir að við hættum að sigla með aflann, og í fyrri veiðiferð- innj vorum við með tæp 230 tonn eftir 14 daga og í þeirri síðari 234 tonn eftir 16 daga. Við gerð- um okkur vonir um að kjör okk- ar myndu batna eftir að fiskverð- ið hækkaði. Annars er það dálítið athyglis- vert. að nú þegar verið er að leggja togurunum, þá ætlar Tryggvi Ófeigsson að taka Neptún- FIMMTUDAGUR 7. júlí 1966 us í umferð aftur og senda hann út til veiða. — Eg vil að endingu segja, að óg vona að vandamál togaraútgerð- arinnar verði ekki svæft, heldúr reynt að finna viðunandi lausn. AÐALFUNDIR Framhald af bls. 3. Borgarfjarðar var haldinn í Borg- arnesi 21. júlí síðastliðinn. Halldór E. Sigurðsson, alþingismaður for- maður sambandsins flutti skýrslu stjórnar og Bjarni Arason, ráðu- nautur framkvæmdastjóri sam- bandsins lagði fram reikninga fyr- ir síðasta ár og flutti starfsskýrslu. Einnig flutti Guðmundur Péturs- son, ráðunautur starfsskýrslu. Fram kom í skýrslunum að á sl. árj var lokið byggingu búfjár- ræktarstöðvar að Hvanneyri og um sl. áramót var stofnað sameigna- félag um starfsemina með Búnað- arsambandi Borgarfjarðar og Bún- aðarsamböndunum á Snæfellsnesi og í Dalasýslu. í hinni nýju byggingu er fjós fyrir 20 nautgripi, sæðingartöku- herbergi, skrifstofur og herbergi starfsmanna. Fyrirtækið heitir Bú- fjárræktarstöð Vesturlands og eru starfsmennirnir 3. Stöðvarstjóri er Diðrik Jóhannesson. Á vegum Búnaðarsambands Borg arfjarðar störfuðu á árinu 2 ráðu- nautar, Bjarni Arason, nautgripa- ræktarráðunautur og Guðmundur- Pétursson, sauðfjár- og hrossarækt- arráðunautur, en þeir skiptu með sér störfum jarðræktarráðunautar. Einnig starfaði hjá sambandinu Þorvaldur G. Jónsson, Innra-Hólmi að túnmælingum og er því verk- efni að verða lokið í sambands- svæðinu. Á árinu stóð Búnaðarsam bandið að áburðartilraunum í sam starfi við bændaskólann á Hvann- eyri. Á þessum aðalfundi Bsb. voru kosnir Búnaðarþingsfulltrúar til næstu 4 ára og hlutu þessir kosn- ingu. Aðalmenn: Ingimundur Ásgeirs- son, Hæli, Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, varamenn: Guðmundur Sverrisson, Hvammi og Jón Guð- mundsson, Hvitáibakka. Við þessar kosningar baðst Sig- urður Snorrason, Gilsbakka undan endurkosningu en hann hefur verið Búnaðarþingsmaður Borgfirðinga um margra ára skeið. Voru hon- um þökkuð störf hans í þágu bænda á þeim vettvangi. Stjórn Búnaðarsambands Borg- arfjarðar skipa nú: Halldór E. Sigurðsson, Borgar- nesi, Björn Jónsson, Deildartungu, Guðmundur Sverrisson, Hvammi, Guðmundur Jónsson, Innra-Hólmi. Leifur Finnbogason, Hítardal. Aðalfundur Landsam- bands veiðifélaga Landssamband veiðifélaga hélt aðalfund sinn í Borgarnesi 25. jú;f s.l. Fundurinn gerði álykt- anir um ákvæði í frumvarpi um breytingar á laxreiðilögunum, sem agt var fyrir síðasta Alþingi, varð- andi hátt á skaðabótagreiðslum og samþykikti tillögu um að skora á Alþingi að taka upp ákvæði um fiskiræktarsjóð í frumvarpið. Þá var samþykkt að beina tilmælum til ríkisstjórnarinnar um að láta endurskoða lagaákvæði um meng- un á vatni og setja strangari og ákveðnari reglur um meðferð úr- gangsefna frá mannabústöðum og iðjuverum. Ennfremur var samþykkt álykt- un um fiskeldismál og bent á mik- ilvægi eldis lax og silungs fyrir fiskrækt í landinu. Stjórn Landssambands veiðifé- laga var endurkjörin, en í henni eiga sæti þeir: Þórir Steinþórsson, fyrrv. skólastjóri, Reykholti, for- maður, Hinrik Þórðarson, Útverk- um og Óskar Teitsson, Víðidals- tungu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.