Vísir - 11.03.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 11.03.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriöjudagur 11. marz 1975. rismsm: Á að verða við kröfum mannræningja? Höskuldur Þráinsson, smiöur: — Alls ekki. Mér lizt betur á að- feröir Israelsmanna. Að öðrum kosti gangast mannræningjarn- ir upp i þessum aðgerðum. Július Aöalsteinsson, nemi: — Það fer nú nokkuð eftir fjölda þeirra, sem eru i hættu. Ef gfslarnir eru fáir, mætti reyna aö yfirbuga mannræningjana með valdi. Þorgeröur Halldórsdóttir, hús- móöir: — Nei, alls ekki. Þorsteinn Matthiasson, viö- skiptafræöingur: — Nei, það finnst mér ekki. Það hlýtur að vera hægt aö grípa til einhverra annarra aðgerða. Kolbeinn Kristjánsson, rukkari: — Nei, blóöhaö er held ég skárri lausn. Mannránum ætti að fækka við slfkar aðgeröir. Jón Knútsson:- Nei, aldrei. Þaö er margt annað hægt að gera, ef lagni er fyrir hendi. Blóöbað er aldrei nema neyðarlausn og kemur óhjákvæmilega stundum fyrir. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HRINGIÐ EFYKKUR LIGGUR EITTHVAÐ Á HJARTA Vil viljum minna les- endur okkar á það, að þeir þurfa ekki endilega að koma orðum sínum bréflega í lesendadálk blaðsins. Notið símann, ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, en komið því ekki á blað af ein- hverjum ástæðum. Við svörum upphringingum ykkar í síma 86611 á milli klukkan eitt og þrjú daglega. Stefán Aöalsteinsson skrifar: „Mætti ég gera það að tillögu minni, að Viggó Oddsson, sem skrifar í Vfsi 5. marz s.l. yrði fenginn heim frá Suður-Afriku til að sýna okkur Islendingum, hvemig við eigum að hafa ekki minni fjós en fyrir 1000 kýr hvert, fóðra kýrnar eingöngu á heyi og grasi og flytja alla mjólk árið um kring til neytenda eftir snjólausum veg- um — styrkjalaust. Hann segir, að við eigum aö geta gert þejta. Er ekki sjálf- sagt að fá hann til að rföa á vað- ið? Þá fengi hann verkefni við sitt hæfi á Islandi, hann fengi kosningarétt hér og hann kæm- ist jafnvel á þing, ef honum tæk- ist vel upp. Það væri lika gaman að sjá hann passa tiu þúsund tvilemb- ur á sauðburði.” Þegar milligreiðslan fór í vaskinn... Dœmi um verðbólgu Guömundur skrifar: Tóm asson „Ég er einn af þeim mörgu, sem eru að byggja, og eins og svo margir aðrir, sem standa i slikum framkvæmdum þá keypti ég ýmsa hluti til hússins með nokkrum fyrirvara. Þar á meðal var vaskur, sem svo reyndist allt of stór. Fór ég þvi meðhann til fyrirtækis þess, er ég keypti hann hjá, og fékk hon- um skipt fyrir minni vask. I millitiðinni hafði oröiö hækkun á hreinlætistækjum og kostaði nú þessi minni vaskur 10 kr. meira en sá stærri, er ég hafði keypt. Ekki vildi afgreiðslumaðurinn fallast á að taka stærri vaskinn á þvi verði, sem nú gilti (enda þótt hann að sjálfsögðu geti selt hann á fullu verði aftur). Ég benti afgreiðslumanninum á, að ég hefði keypt eldavélar- sett, ofninn hefði verið of stór og ekkert hefði veriö til fyrirstöðu að taka hann aftur á þvi veröi, sem gildandi er I dag. Hann svaraði þvi til, að verzlun sú, sem hann ynni I, væri ekki eins rik og hin, sem seldi eldavélarnar. Fannst mér það koma þannig út, að þeir væru þá svo fátækir, að þeir vildu hafa af kúnnunum. Mig langar til að vita, hvað sé hið rétta I þessu máli. A verzlunin að fá I sinn vasa þess- ar 1146 kr., sem var mismunur- inn?” Kauptu þér þinn eigin bar: ##Og frúin grœðir 3,3 millj- ónir...!!" Eftirfarandi texti er úr dreifi- bréfi, sem Vísi barst i hendur: „Þar sem þú getur ekki hætt að drekka, af hverju kemurðu þér þá ekki upp bar heima hjá þér? Vertu eini viðskiptavinur- inn, og þá þarft þú ekki að kaupa þér veitingaleyfi. Nú, láttu konuna þina hafa 25.000.00 krónur svo að hún geti keypt kassa af ódýru koníaki. Það eru 240 sjússar i kassanum Kauptu svo allt þitt vín hjá konunni þinni á 150 krónur sjússinn, og eftir tólf daga, þegar kassinn er búinn, þá hefur konan þín 11.000.00 krónur til að leggja i bankann og 25.000.00 krónur til að hefja verzlunina á ný. Ef þú lifir i tiu ár og deyrð svo úr brennivinseitrun, og hefur keypt allt þitt vin hjá konunni þinni, þá á hún inni i banka kr. 3.345.833.30 (plús vextir), nóg til að grafa þig með viðhöfn, ala upp börnin þin, borga upp lánið af húsinu, giftast heiðvirðum manni og gleyma þvi, að hún hafi nokkurn tima þekkt annan eins róna.” „Þó kœmist Viggó jdfnvel ó þing..." „Grátleg skammsýni í verðlagsmálum í 35 ár" Stundum misheppnast þessi aðferð þann veg, að vér kom- umst að raun um að ástandið hefur ekkert batnað. Enn þann dag í dag eiga út- vegsmenn, sem aðrir forstjórar, við sömu eða verri örðugleika að etja. Enn þann dag f dag troða Is- lenzkir ráðamenn marvaðann i blóöi og tárum heimsstyrjáldar- innar slðari. Þó allar aðrar vestrænar þjóðir hafa hrist af sér klafa styrjaldar-veröstjórnar fyrir áratugum siðan, skulum vér enn veltast um i for heimskunnar. Enn skulu stjórnmálamenn vorir berjast um siðasta atkvæði láglauna- mannsins með þvi aö lofa meiri verðlagshöftum. Eins og það geti nokkurn tima orðið hagur hins vinnandi manns, að atvinnutækin liggi ónotuð vegna þess aö þau bera sig ekki? Eða vanti bara vara- stykki I þau? Landar — það er grátleg skammsýni sem hér hefur rikt I meira en 35 ár i verðlagsmál- um. Vaxandi verzlun hjá vaxandi þjóð, við vaxandi velmegun þarf vaxandi lager, vaxandi húsnæði, vaxandi starfsfólk, þvi að þarfir vaxandi þjóðar við vaxandi velmegun eru vaxandi. Ekki satt? öllum þessum vexti gæti náttúrlega fylgt vaxandi ágóöi, en hingað tilhafa riki og sveitar- félög kunna ráð við þvi. O, já, já- A þessu 35 ára tlmabili verðlagsstjórnar hefur vélar- vana þjóðarskúta — þú og ég — tapað tugum milljarða — bara vegna verðlagshafta 1 vara- hlutum I bátana okkar. Hvað þá allt annaö?” Sturlaugur Jónsson skrifar: „Þegar þröngt er I búi, verður oss þaö stundum til hugarléttis að fletta upp i gömlum minningum og rifja upp, hve erfitt var I „gamla daga”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.