Vísir - 11.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 11.03.1975, Blaðsíða 6
6 Vfsir. Þriðjudagur 11. marz 1975. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. T ímasóun Nú eru dagar erfiðir hjá mörgum fjölskyldum. Jöfn og þétt aukning dýrtiðarinnar i vetur hefur rýrt kaupmáttinn svo mjög, að margir hafa orðið að breyta neyzluvenjum sinum og jafnvel að spara við sig helztu lifsnauðsynjar. Einna harðast kemur þetta við láglaunafólk, sem hafði áður drýgt tekjur sinar með eftirvinnu, en á nú ekki kost á sliku, þar sem atvinna hefur dregizt saman. Hjá þessu fólki fara saman kauplækkun og verðhækkun og gera ástandið óbærilegt. Ekki bitnar þetta siður á láglaunafólki, sem að- eins hefur haft dagvinnuna til að lifa af, svo og á ellilifeyrisþegum. Kjör þessa fólks voru svo kröpp fyrir, að það hefur af litlu að taka, þegar kreppuástand vetrarins knýr fram breytingu á neyzluvenjum fólks. Rikisstjórnin hefur fyrir löngu haft forgöngu um að fá þessi félagslegu vandamál leyst. í fyrsta lagi stóð hún fyrir gengislækkun. Engin aðgerð hamlar jafn eindregið gegn samdrætti i atvinnu og einmitt gengislækkun, ef sjálfvirkt visitölukerfi eyðir ekki fljótlega áhrifum hennar. 1 öðru lagi bauðst rikisstjórnin til að gera nýjar bætur á lág laun og ellilifeyri að hluta efnahags- ráðstafana sinna. Með þessu vildi hún taka að sér að hindra, að kreppan lenti með óbærilegum þunga á bökum þeirra, sem minnst mega sin. Forustumenn launþega og vinnuveitenda réðu rikisstjórninni frá þvi að ákveða sjálf láglauna- bætur. Þeir töldu eðlilegra, að um slikt yrði sam- ið i frjálsum samningum aðila vinnumarkaðsins. Þessi stefna deiluaðila er að flestu leyti skiljan- leg, en hún hefur samt tafið lausn þessa áriðandi máls. Fljótlega buðu vinnuveitendur láglaunabætur á dagvinnutekjur og áttu þessar bætur að jafna að verulegu leyti lifskjararýrnun hinna verst settu i þjóðfélaginu. Buðu þeir 3.800 króna hækkun á laun, sem eru 65.000 krónur á mánuði eða lægri. Forustumenn launþega töldu þetta ekki vel boðið og hefur siðan verið þrefað um málið. Og á meðan harðnar sifellt i ári hjá þeim, sem minnst mega sin. Deilur um kjarabætur til handa stétt- um, sem eru tiltölulega vel settar, fresta þvi, að unnt sé að koma þeim til hjálpar, sem hennar þurfa með. Þvi verður ekki haldið fram með nokkurri sanngirni, að rikisstjórnin annars vegar og vinnuveitendur hins vegar hafi ekki skilning á vanda þess fólks, sem býr við svo kröpp kjör, að um möguleika á breytingu á neyzluvenjum er vart að ræða. Með tilboðum sinum hafa þessir aðilar einmitt sýnt fram á slikan skilning. öllum er ljóst, að efnahagskreppan hefur lagt þungar byrðar á herðar þjóðarinnar og að allir, nema hinir allra verst settu, verða að bera þær. Það er óskhyggja að unnt sé að bæta kjör þeirra, sem hafa meðaltekjur eða meira. Tima, sem var- ið er i þjark um slika hluti, er eytt á kostnað þeirra, sem þurfa lifsnauðsynlega á láglaunabót- um að halda og það i grænum hvelli. —JK HERÓIN FUEÐIR YFIR HOILAND Hollenzka lögreglan og erindrekar alþjóðlegs fikniefnaeftirlits vinna i sameiningu við að reyna að uppræta eiturlyfja- hring, sem kinverskir innflytjendur i Hollandi hafa komið sér upp. Það þykir sannreynt, að þeir hafi smyglað heróini til landsins i stórkostlegum mæli. Mikið af eitrinu er ætlað að fara til annarra landa. „Það mætti kalla þetta „The Dutch Connetction”,” segir Jan Van Straten, næstæðsti yfirmaður rannsóknarlögreglunnar i Hol- landi, og likir smyglhringnum þannig við hið fræga heróin- smyglmál, sem kallað var „French Connection” og sam- nefnd kvikmynd var gerð um. (Sýnd i fyrra i Nýja biói.) „Staðreyndin er sú, að Holland er aftur orðið miðstöð dreifingar á eiturlyfjum,” viðurkennir yfir- lögregluþjónninn. Smyglarar hafa um nokkurra ára bil notfært sér frjálslyndi hol- lenzkra laga varðandi ýmsa fikniefnaneyzlu, eins og hass- reykingar, til þess að dreifa það- an um álfuna eiturlyfjum. Kvað mjög rammt að þessu fyrir fjór- um eða fimm árum, en þá tókst hollenzku lögreglunni með sam- vinnu við Interpol og fikniefna- lögreglur annarra landa að stemma nokkra stigu við mesta smyglinu. Siðan hefur sótt i sama horfið á ný. „Við eigum við gifurleg vanda- mál aö striða varðandi heróin- smygl,” sagði Van Straten, yfir- lögregluþjónn, i viðtali nýlega við Michael Lockley, fréttamann Reuters. — „Ef ástandið heldur áfram að þróasteins og að undan- fömu, verður þetta hræðilegt viöureignar.” Hann bendir á til viðmiðunar, aö aukist smyglið I svipuðu hlut- falli við það smyglgóss, sem hol- lenzk yfirvöld hafa komið hönd- um yfir, þá geti menn rétt gert sér grein fyrir, hvað á seyði er. Arið 1971 náðust 50 grömm af hreinu heróini, en i fyrra var komizt yfir 28,5 kg af þessu eitur- efni. I fyrra var stöðvaður ólöglegur innflutningur á 6 smálestum af hassi, en á fyrstu tveim mánuð- um þessa árs hefur lögreglan komizt yfir 3,5 tonn. Fikniefnasérfræðingar Sam- einuðu þjóðanna lýstu i siðasta mánuði yfir áhyggjum sinum af ástandinu i Niðurlöndum, þar sem er að finna milli fimm og tiu þúsund heróinneytendur. Gagn- rýndu þeir hollenzk yfirvöld fyrir vettlingatök á kannabissölu og neyzlu. 1 ársskýrslu fikniefnanefndar S.Þ., sem ellefu þjóðir eru aðilar að, var komizt svo að orði, að „ástandið hafi versnað ár frá ári vegna smyglsins”. — Hefur þetta orðið nágrannarikjum Hollands töluvert áhyggjuefni. Hollenzka lögreglan hefur sjálf staðfest, að þetta álit sérfræðinga S.Þ. sé rétt. En hún færir fram sér til varnar, að hollenzka lög- reglan hafi rekizt á mikla erfið- leika við að reyna að uppræta smyglhringana. „Stórsmyglararnir hafa i öllum tilvikum verið kinverskir inn- flytjendur frá Hong Kong, Singa- pore, Kuala Lumpur og Indó- nesiu,” segir Van Straten. Sendlarnir smygla efninu venjulegast inn til Hollands flug- leiðis frá Austurlöndum fjær. „Þeir fljúga til Belgiu, Frakk- lands, Austurrikis, Sviss og ann- arra alþjóðlegra flugvalla og smygla efninu siðan með bilum og járnbrautarlestum til Hol- lands,” segir hann. Belgía er 1 miklu uppáhaldi hjá eiturlyfjasmyglurum i þessu skyni. A landamærum Hollands og Belgiu er nefnilega engin toll- eða vegabréfsskoðun. Auk þess gera belgfsk lög ráð fyrir aðeins tveggja ára hámarksrefsingu fyrir brot á fikniefnalögum. 1 Hol- landi er hámarksrefsing fjögurra ára refsivist, en vegna afstöðu yfirvalda og almennings til fikni- efnaneyzlu þurfa hinir dæmdu naumast að búast við að afplána meira en helming slikrar refsing- ar. Mestu af heróininu og öðrum ávanaefnum er siðar smyglað áfram frá Hollandi til annarra Evrópulanda, og þá einkum til Vestur-Þýzkalands. Þar hafa eiturlyfjasalar fundið sér góðan markað meðal þeirra 300 þúsund bandarisku hermanna, sem stað- settir eru þar, auk svo lands- manna sjálfra. Erindrekar alþjóðlegs fikni- efnaeftirlits liggja hollenzkum yfirvöldum á'hálsi fyrir þá sök, að þau sýni þessum málum of mikla linkind. „Séð frá sjónarhóli gróða- mannsins, þá er Holland gósen- land I þessu skyni. Eiturlyfin selj- ast þar háu verði, og útlendingar sækjast eftir þvi að kaupa efnin þar vegna vægra viðurlaga,” segja þeir. Bandarikjastjórn, sem árlega ver gifurlegu fé til ffkniefna- varna, sá sig tilneydda til þess að opna skrifstofu með tveim fikni- efnaeftirlitsmönnum i sendiráði sinu I Haag. Hafa þeir starfað I náinni samvinnu við hollenzku lögregluna og oft visað henni á stórar sendingar eiturlyfja, sem von var á frá Austurlöndum. Hollenzka lögreglan á við manneklu að glima og reglu- gerðarákvæði, sem hamla henni starfið. „Með svo fámennar sveitir, sem við höfum yfir að ráða, þá kemst lögreglan aldrei yfir að fylgjast með kinverska þjóðar- brotinu, sem setzt hefur að i land- Umsjón: G.P. inu. Hvað þá að hún komist þar inn fyrir dyr eða fái komið sér upp uppljóstrurum,” segir Van Straten. „Kinverjarnir myrða hvern þann, sem ljóstrar upp um þá eða svikur þá i hendur yfir- völdum, enda geisar hjá þeim ei- lift undirheimastrið, hvort sem það er vegna eiturlyf jabrasks eða f járhæt tuspilagróða. ’ ’ Mikill fjöldi Kinverja frá Austur-Indium (Indónesiu), sem áður voru nýlenda Hollendinga, hefur setzt að i Hollandi. Þeir hafa hafizt upp af litlum efnum og jafnvel sárafátækt i umsvifa- mikla kaupsýslu, og þá einkan- lega á sviði veitingahúsarekst- urs. Siðar hafa þeir flutt fjöl- skylduna að austan til Hollands, og eru sum ættmennin komin frá Hong Kong, Singapore og Malaysiu. Ofan á það bætist siðan fjöldi ólöglegra innflytjenda, sem einhvern veginn hefur smyglað sér inn til landsins. — Fyrir svo utan það, að ekki er létt að afsanna að „nákominn” ættingi, sem fær að flytjast til kinversks skyldmennis i Hol- landi, sé svo nákominn sem sagt er. Þessir kinversku kaupahéðnar reka fjölda af spilavitum i Amsterdam. En það þykir ekki fara á milli mála, að þeir maka krókinn jafnframt á eiturlyfja- sölu. „Eitt af þvi, sem gerir okkur erfitt um vik við að fletta ofan af þeirri sýslu, er að þeir hafa alla sina innbyrðis samninga munn- lega, þannig að aldrei verður komizt yfir skrifíeg sönnunar- gögn,” segir hollenzka lögreglan. — Þar njóta Kinverjar þess, hve oröheldnir þeir þykja i viðskipt- um. Vei þeim úr hópnum, sem ekki stendur við það, sem hann hefur sagt. Bandarisk fikniefnayfirvöld hafa beint athygli sinni mjög að Hollandi, siðan upprættir voru stórir smyglhringar i Frakklandi og Suður-Ameriku, en þaðan hef- ur mestur hluti eiturlyfja borizt I gegnum árin á Bandarlkjamark- að. Stjórnir Vestur-Þýzkalands og Sviþjóðar hafa sömuleiðis imprað á samstarfi við hollenzk yfirvöld vegna vandræða af eitur- lyf junum. Stjórn Hollands hefur þvi nú til Ihugunar að þyngja viðurlög við brotum á fikniefnalögum upp i allt að tiu ára refsivist til sam- ræmis við það, sem gildir i flest- um öðrum vestrænum rikjum. t Amsterdam á bökkum sikjanna hafa margir Kinverjar safnafi aufii meö rekstri veitingastaöa —-og spilavita en um leiö meö sölu eiturlyfja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.