Vísir - 11.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 11.03.1975, Blaðsíða 16
Líka dufl hjó okkur — segja Bretar Samkvæmt fréttum frá London hefur sovézkframleiddum hlustunarduflum verið komið fyrir við strend- wr Bretlands. Fréttin kom fram i ,,Daily Ex- press” i siðustu viku og er þar haldið fram, að tækin megni að fylgjast með ferðum kjarn- orkuknúinna kafbáta og séu nákvæmlega eins útbúin og tvö dufl, sem fundust við suður- strönd íslands. I fréttinni i enska blaöinu er sagt frá duflunum, sem fundust við tsland. Blaðið segir þau vega 1,5 tonn og vera útbúin 32 hydrofénum, sem séu hljéð- nemar, sem nema hljóð neðan- sjávar. Daily Express bætir þvi við, að brezkum stjórnvöldum hafi um nokkurt skeið verið kunn- ugt um að könnunartæki, sem sé hæft til að kunngera sovézka flotanum um kjarnorkuknúna kafbáta, hafi verið staðsett I Clydefirði við Glasgow. _jb EININGAHUS A ÞREMUR HÆÐUM — í fyrsta skipti hér 1 fyrsta skipti hér á landi er nú verið að byggja þriggja hæða hús úr einingum, en hingað til hafa silk hús ekki verið á mörg- um hæðum. Það er teiknistofan ARKO, Þó aðmörgum vegfarendum finnist þetta svolltið kubbalegt, þá á þetta vlst ekki að vera slðri byggingarmáti. Þarna er veriö að reisa fyrsta einingahúsið á þremur hæöum. Ljósm: Bragi. Snjór á braut hindr aði flug til Eyja — óvanalega snjóþungt þar vísm Þriöjudagur 11. marz 1975. Mikill eltinga- leikur við Eftir tveggja tima eltingaleik tókst formanni fjáreigenda- félagsins I Reykjavlk og að- stoöarmönnum að handsama kind, sem gengiö hafði úti I allan vetur. Kindarinnar hafði orðiö vart i siðustu viku við Lögberg, en hún hafði þá horfiö áður en til hennar náðist. Siöan varð aftur vart við hana i gærdag austur af Lögbergi og náðist hún þá loks eftir nokkuð langan eltingaleik. Kindin hafði ekki i hús komið I allan vetur og var hún orðin hold- grönn I meira lagi. Er hún nú komin til slns eiganda. —JB Ásatrúarsöfnuður: Nœstum allt karl- ar-62 ó móti 8 konum Samtals 70 voru I Astatrúar- söfnuðinum á árinu 1974. Þar af voru 62 karlar, en 8 konur. Þrlr af körlunum voru undir 16 ára aldri. Á árinu 1973 voru 58 I söfnuöinum. Einum fleiri er Bahálsöfnuður- inn. Þar var 71 árið 1974, en 59 ár- ið 1973. Konur eru fjölmennari I þessum söfnuði, eða 38 á móti 33 körlum. Utan trúfélaga var 2391 árið 1974, en árið 1973 2288. t þjóðkirkj- unni voru 200363 árið 1974, en 197436 árið 1973. —EA HELGIN FÆRÐIST YFIRÁ MÁNUDAG Eftir þá rólegústu helgi, sem Vestmannaeyjalögreglan hefur átt I háa herrans tlð, breyttist umhverfið aftur I gær. Afengisútsalan, sem lokað var á miðvikudaginn í siðustu viku, var aftur opnuð I gær og var þá nógað gera I útsölunni. Drykkja var óvenjumikil I gær miðaö viö mánudag að sögn lögreglunnar, og má þvl segja, að Vestmannaeyingar hafi frestað helginni um tvo daga. —JB Þaö er ekki á hverjum degi, sem flug leggst niöur til Eyja vegna snjóa, en svo var I gær. Um hálfs meters lag af snjó var á brautinni, og var ekki hægt að fljúga þangað fyrr en búið var að ryöja. Þaö má segja, að óvanalega snjóþungt hafi verið I Eyjum I vetur. Menn þar hafa ekki haft mikið af snjó að segja fyrr en nú, og I fyrradag kyngdi niöur snjó þar. Seinni partinn I gær var flogiö til Eyja, en nú er farið að rigna þar. —EA sem hefur teiknað húsiö, en einingarnar eru frá Einingahús- um Sigurlinna Péturssonar hf. Hús þetta er verið að reisa á horni Njarðargötu og Skóia- vörðustigs. Eftir þeim upplýs- ingum, sem við fengum hjá ARKO, hefur ekki fyllilega verið ákveðið, hvað verður I Heldur mun sjaldgæft, að út komi þriðja bindi bókar á undan hinum tveimur fyrri. Þetta hefur þó gerzt, með þvi að hafin er út- gáfa á islenzku ljóðasafni, og er þriðja bindið hið fyrsta af fimm fyrirhuguðum, sem út kemur. Það er Almenna bókafélagið, sem gefur út Islenzkt ljóðasafn, ogkemur það út I Bókaklúbbi AB, sem þýðir, að bókin verður ekki á almennum bókamarkaði, heldur eingöngu seld til klúbbfélaga. Kristján Karlsson, bókmennta- fræðingur, tók að sér að ritstýra ljóðasafninu, öllum fimm bindun- um. Þriðja bindið, sem nú er komið út, spannar yfir ljóðskáld frá síðari hluta nitjándu aldar og fyrri hluta tuttugustu aldar. Alls eru 39 skáld í þessu bindi, sem er 375 blaðsiöur að stærð og kostar 1300 krónur. 1 fyrsta bindi safnsins eiga að vera ljóð fram að tima Hallgrims Péturssonar. Annað bindið hefst með Hallgrimi Péturssyni og nær að Matthiasi Jochumssyni. húsinu, en það er skipulagt sem skrifstofuhúsnæði. Og þó að einn hafi sagt sem svo, þegar hann sá þessá mynd: „Þetta minnir mig á leikfanga- kubba”, þá þurfa menn vist engar áhyggjur að hafa, þarna eru geröar allar þær Öryggis- ráðstafanir, sem gera þarf. Fjórða bindið spannar yfir tutt- ugustu öldina að okkar dögum, en I fimmta bindinu er hugsað áð hafa ljóðaþýðingar úr erlendum málum. í öllum bindunum verður sérstakur formáli og tvöfalt efnisyfirlit til að auðvelda notkun bókanna. Eins og áður segir verður Is- lenzkt ljóðasafn aðeins selt til klúbbfélaga f Bókaklúbbi AB, en félagar geta þeir orðið, sem skuldbinda sig til að kaupa ein- hverjar fjórar klúbbbækur — eða velja úr hópi 15 annarra valbóka — þá fyrstu 18 mánuði, sem þeir eru i klúbbnum. Þessi nýbreytni var tekin upp nú I vetrarbyrjun, og eru klúbbfélagar þegar á fjórða þúsund talsins. Klúbbformið gerir kleift að hafa bækur ódýrari en ella, og er ljóöasafnið fyrsta bókin i bóka- klúbbnum sem fer yfir.1000 krón- ur. Stefnt er að þvi, að verð klúbbbókanna verði sem næst 1000 krónur á bók og þykir það ekki hátt bókaverð nú á dögum. —SHH TIL MOSKVU OG SÍÐAN KVIK- MYNDATÖKU í MEXÍKÓ Stjörnurnar Natalja Bondart- sjúk og Donatas Banionis heim- sóttu GuIIfoss og Geysi um helg- ina einnig Þingvöll og Selfoss, og voru slöan viðstödd frumsýn- ingu myndarinnar Solaris I gær- kvöldi ásamt forseta og for- sætisráöherra. í dag fá þessir sovézku kvik- myndaleikarar að sofa út, en þau Natalja og Donatas halda til Moskvu á morgun. Donatas Banionis fær þó ekki að staldra við mjög lengi þar. Um miöjan mánuðinn heldur hann til kvik- myndatöku I Mexikó. Bjarnleifur ljósmyndari VIsis tók þessa mynd af leikurunum I gær, þar sem þeir voru að undirrita myndir úr kvikmynd- inni Solaris fyrir kvikmynda- áhugamann. 1 myndinni Solaris leikur Donatas Banionis geimfara og Natalja Bondart- sjúk framliðna konu hans, er birtist honum á ný. —jb —EA Miðbókin er fyrsta bókin í Ijóðasafninu Rúmlega 2000 í óvígðrí sambúð — tœplega 300 einstœðir feður en nœrri 5 þúsund einstœðar mœður ó landinu í óvigðri sambúð bjó samtals 2091 á landinu árið 1974. Er þá miðað við óvígða sambúð með börn og án barna. í ó- vigðri sambúð án barna bjuggu 718, en með börn 1373. Hæst er talan i Reykjavik. Feður, sem búa einir með börn sin, voru samtals 296 árið 1974. Hins vegar voru mæður miklu fleiri eða 5013 að tölu. Þess ber þó að geta, að af þessari tölu eru 60—70 eiginkonur varnarliðs- manna, en þeir eru ekki á ibúa- skrá hér á landi. Af þessum mæðrum eru 2543 1 Reykjavik, en 132 feður eru i Reykjavlk. I vigðri sambúð bjó 41.681 á landinu, og er meirihlutinn með böm. Þá má geta þess, að meðal- stærö kjarnafjölskyldu var 3,31 i Reykjavik fyrir þetta árið. Með kjarnafjölskyldu er átt við barn- laus hjón (eða barnlausan mann og konu I óvigðri sambúð) og for- eldra eða foreldri með börn (eða fósturbörn) yngri en 16 ára.EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.