Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. Fimmtudagur 13. marz 1975 — 61. tbl. VIKINGAR, MEISTARARNIR! sjá íþróttaopnu Æðisgengin leit að „hinum hreina tóni" — bls. 3 íþróttaœska í leit að tómum sígarettu- pökkum — baksíða Lögreglu- annir — baksíða Hlutu báðir lögmœta kosningu Talið var i prests kosningum i Njarðvik og Keiiavik i morg- un. Umsækjandi i Njarðvík var einn og einn i Keflavík. Um N jarövikurprestakall sótti sr. Páll Þórðarson sókn- arprestur á Norðfirði, en um Keflavikurprestakall óláfur Oddur Jónsson. i Keflavik voru 3311 á kjör- skrá og greiddu 1699 atkvæði. Umsækjandi hlaut 1688 at- kvæði. Auðir seðlar voru 9, en ógildir 2.Kosningin erlögmæt. i Njarövik voru 886 á kjör- skrá. 544 greiddu atkvæði og hlaut umsækjandi 539. 3 seðlar voru auðir og 2 ógildir. Kosn- ingin þar er lögmæt. —EA Atvinnulausir: FÆKKAÐI UM ÞRIÐJUNG Á MÁNUÐI „Mér fannst bráðsnjallt að læra þetta, enda hef ég mjög gaman af þessu”, segir Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, 5 barna móðir, sem nú er aö Iæra setningu. Ljósm: Bragi. „FÓLK ER SVOLÍTIÐ UNDRANDI... g ff — 5 barna móðir við prentnóm í Iðnskólan- um, og önnur kona til „Jú, fólk verður svolitið undr- andi þegar það heyrir hvað ég er að læra. Ég varð lika vör við það, þegar ég var að byrja hér I skóianum. Þaö var næstum eins og fólk tryði ekki að ég væri að byrja i prentnámi. Til dæmis kom það fyrir, að hringt var i mig af skrifstofu skólans og mér tilkynnt, að nú væri 1. bekkur I hárgreiðslu að byrja”. Þetta sagði Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, önnur konan, sem nú er við nám í prentverki i Iðnskólanum. Hrafnhildur er fimm barna móðir og hefur unnið með manni sinum i eigin prentsmiðju, prentsmiðjunni Klóa. „Mér fannst bráðsnjallt að fara að læra þetta, þar sem ég var alltaf að vinna við þetta. Ég hef lika mjög gaman af þessu”, segir hún. Hrafnhildur byrjaði i skólan- um i júni siðastliðnum, en námið tekur fjögur ár. Það er strangt, á meðan á þvi stendur, 54 timar i viku i þrjá mánuði á ári. „Skólinn er strangur, og mér finnst það sérstaklega vegna þess, að það er orðið svo langt siðan ég hætti að læra. Annars blessast þetta allt saman.” Hin sem einnig er að læra setningu, eins og Hrafnhildur, heitir Þrúður Ólöf Gunnlaugs- dóttir og er hún við nám i Félagsprentsmiðjunni. Hún var ekki i skólanum, þegar við hitt- um Hrafnhildi þar i morgun, en hún byrjaði þar um áramót. Ein kona hefur áður lokið námi i prentverki. Það er þó orðið nokkuð langt siðan, en hún heitir Þóra Elfa Björnsdóttir. —EA IR-ingar skelltu botnlokinu aftur — sjá íþróttir í opnu Atvinnulausum fækk- aði um þriðjung i siðasta mánuði. Þeir voru nú um mánaðamótin alls 628 á landinu öllu, en höfðu verið 936 mánuði fyrr. Atvinna hafði auk- izt verulega viðast hvar á landinu. 1 kaupstöðum fækkaði atvinnu- leysingjum úr 505 i 374. Fækkunin var mest áberandi á ólafsfirði, þar sem 71 hafði verið skráður at- vinnulaus fyrir mánuði, en nú enginn. Á Seyðisfirði er nú enginn atvinnulaus, en 28 fyrir mánuði. 1 Grindavik fækkaði atvinnulaus- um úr 50 niður i 10. 1 kauptúnum, þar sem ibúar eru fleiri en 1000, fækkaði at- vinnuleysingjum úr 51 i 13. Fækk- unin varð nær öll i Stykkishólmi, þar sem 41 hafði verið atvinnu- laus fyrir mánuði, en nú 4. Iminni kauptúnum fækkaði at- vinnulausum úr 380 i 241. Fækkunin var mjög áberandi i Grundarfirði, úr 36 i 3, Hofsósi, úr 34 i 3, og Þórshöfn, þar sem talan lækkaði úr 40 i' 10 i mánuðinum. Mikill hluti atvinnuleysingj- anna fyrir mánuði höfðu verið konur, og veldur það mestu um fækkun atvinnulausra i siðasta mánuði, að vinna óx mikið i frystihúsum viða um landið. Af kaupstöðum var Reykjavik meðhæsta tölu, 132, nú um mán- aðamótin. Á Húsavik voru 66 at- vinnulausir, 55 á Siglufirði, 32 i Keflavik, 27 á Akureyri og færri á öðrum stöðum. 1 þorpunum var atvinnuleysi nú um mánaðamótin mest á Vopna- firði, 44, og Stöðvarfirði, 27. Nú er tekið saman, hve margir atvinnuleysisdagar hefðu verið samtals á hverjum staö, það er að segja lagt saman, hve lengi allir þeir, sem höfðu verið skráðir at- vinnulausir i mánuðinum höfðu verið frá vinnu. Reyndust atvinnuleysisdagar i kaupstöðunum samtals 6581, i kauptúnum með yfir 1000 ibúa 600 og i smærri kauptúnum 4656. Atvinnuleysi var litið eitt minna á landinu öllu á sama tima i fyrra. Þá var 571 skráður at- vinnulaus en nú 628 eins og áður sagði. Nokkru munar i þessum tölum, að nú eru 34 iðnaðarmenn skráðir atvinnulausir, en voru 7 á sama tima i fyrra. —HH „Árangurs- laus7' —sagði Björn Jónsson um samninga- fundinn í gœrkvöldi — baksíða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.