Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 13. marz 1975.______________________________________________________________________________________________ 5 ID í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND Í MORGUN Ultisjón: GP Leita í gömlum samn- ingum við Spán, til að fá Spinola afhentan Portúgalska stjórnin kafar i dag í 98 ára gamalt samkomulag við Spán um framsal á eftirlýstum mönnum til að kanna, hvort mögu- leikar eru á þvi, að Spinola fáist framseld- ur. Spænsk stjórnvöld hafa ekkert látið frá sér fara um málið, en heyrzt hefur, að þau séu treg til þess að leyfa Spinola hers- höfðingja að vera. Það fer ekki á milli mála, að stjóm vinstri sinna á Portúgal hefur styrkzt i sessi eftir mis- heppnaða uppreisnartilraun hægri manna. Er landið alger- lega á valdi þeirra afla hersins, sem styðja stjómina En ýmislegt bendir til þess, að röð og reglu hafi ekki verið komið fullkomlega á. Franskir sjónvarpsmenn tóku t.d. fréttamynd i fyrradag i Lissa- bon, sem sýndi, hvar hermenn skutu til bana mann og konu — algerlega að ástæðulausu að þvi er séð varð. Herinn ákvað i gær að leysa Tóku mynd af hermönn- um að skjóta borgara Franska sjónvarpið sýndi i gærkvöldi frétta- mynd sem tekin hafði verið af portúgölskum hermönnum að skjóta á mann og konu i bifreið fyrir utan herskála i Lissabon. Franska sjónvarpið sagði, að myndin hefði verið tekin af myndatökumönnum, sem sendir upp nokkra borgaralega flokka og hefur myndað sinar eigin stjórnmáladeildir. Hægri flokk- amir eiga yfir höfði sér, að starfsemi þeirra verði bönnuð, þrátt fyrir loforð herforingj- anna um að efna til almennra kosninga 12. april, þar sem öll- um flokkum átti að vera frjálst að bjóða fram. Slikt bann væri kommúnistum mjög að skapi, sem undanfarna mánuði hafa með ofbeldi reynt allt til að spilla þvi, að borgaralegu flokk- amir gætu starfað eðlilega og hafa hleypt m.a. upp útifundum þeirra. Frétzt hefur um að minnsta kosti 60 manns, sem hafa verið handteknir eftir uppreisnar- tilraunina. Þar á meðal eru tveir háttsettir aðstoðarmenn Spinola fyrrum forseta og sjö bankastjórar eins stærsta banka Portúgals. 1 rauninni er enn allt á huldu um raunverulegan þátt Spinola i uppreisnartilrauninni. Enn liggur ekkert fyrir um, að hann hafi staðið að henni, annað en orð andstæðinga hans. Haft er Hermenn og óbreyttir borgarar i skotgröfum fyrir utan herskála i Lissabon, meðan menn vissu ekki, hvernig uppreisninni reiddi af. eftir Spinola sjálfum, að hann hafi flúið herstöðina i þyrlu til Spánar, þegar hann frétti, að hann væri á lista yfir þá, sem of- stækisfullir vinstrisinnar vildu feiga og ætluðu sér að taka af llfi. — Alla vega er augljóst, að hann gat gengið að þvi visu, þegar hann hafði pata af þvi að uppreisn lægi í lofti, að honum vrði kennt um hana, hvort sem hann ætti nokkurn hlut að máli eða ekki. Þurfti hann ekki að vænta sér neins góðs, ef uppreisnin færi út um þúfur, sem hann var vel fær um að sjá fyrirfram, maðurinn, sem til skamms tima var mikilsvirtasti hershöfðingi Portúgala. Fyrrverandi starfsbræður hans I hernum hafa heldur ekki haldið þvi fram, að Spinola væri leiðtogi uppreisnarmannanna. Þvert á móti hefur t.d. Jorge Correia Jesuino, hershöfðingi og upplýsingamálaráðherra vinstristjórnarinnar, sagt, að það væri afar erfitt að trúa þvi, að Spinola hefði staðið að svo örvæntingarfullu ævintýri. — Og vissulega er jafn fálmkennd aðgerð, og uppreisnartilraunin viröist hafa verið, litið lik þvi, að snjallasti herforingi Portúgals hafi skipulagt hana. Sendiráð V-Þýzkalands var umkringt trylltum skril i gær, sem heimtaði, að sendiráðið seldi fram fjóra uppreisnar- menn, sem leitað höfðu þar hæl- is. Var látið undan þvi i gær- kvöldi. til að fylgjast með uppreisnartilraun- höfðu verið eftirköstum arinnar. A myndinni sáust maður og kona i borgaralegum klæðum stiga inn i bifreið, en að þeim þyrptust hermenn og fleira fólk og æpti að þeim: „Fasistar!” Þegar bifreiðin ók af stað, sást, hvar hermennirnir hófu skothrið á hana úr rifflum sinum. Hún rann um 25 metra áður en hún nam staðar. Sáust hermennirnir þá draga blóðug likin út úr biln- um. Lengri var sú frétt ekki. hersins i april 1974. Hún sýnir, hvar hermenn handtaka einn af meölimum „PIDE”, hinnar hötuðu leynilögreglu fyrrverandi stjórnvalda. — Myndin var valin Fréttamynd ársins ’74 og ljósmyndarinn verðlaunaöur. Enn einn að falli kominn Harðir bardagar hafa verið und- anfarna daga um bæinn Ban Me Thout á miðhálendi S-Vietnams, en hvað eftir annað hefur bærinn verið að þvi kominn að falla i hcndur kommúnista. Stjórnar- hermönnum hefur þó tekizt með þvi að gera útrás aö hrinda á- hlaupum, en siðustu fréttir i nótt hermdu, að þeir höfðu orðið aö hörfa inn til bæjarins aftur. Er þessi mynd hér að ofan þaðan komin. Telja sig hafa fundið ráð við skalla? Tveir finnskir visinda- menn telja sig hafa fundið ráð gegn skalla. Ekki bara sem stöðvar skallamyndun, heldur ráð, sem einnig dugir til þess að hárið vaxi aftur á sköllóttum manni. Þeir búa sig undir að setja hármeðalið á markað i næsta mánuði. Sjálfboðaliðar, sem báru á sig hársalva þennan I 28 vikur, fundu — i sex tilvikum af tiu — að hár sprattá höfði þeirra á nýjan leik. Hárfellirinn og skallamyndunin stöðvaðist á fjórum vikum. Læknisfróöir menn hafa tekið þessum tiðindum með varúð. Enda að vonum. Af öllum þeim fjölda, sem i gegnum aldirnar hefur talið sig eiga óbrigðult ráð við skalla. hefur ekkert staðizt til lengdar. En uppfinningamennirnir, prófessor Kai Setala og dr. Llona Schreck-Purola við háskólann I Helsinki, eru sannfærðir um ágæti þessa hármeðals. Kœrð fyrir barnabrunann Forstöðumaður vöggustofu muuuðarluusra. sem brann I höfuðborg S-Kóreu, (eins og kom fram [ fréttum VIsis I gær) hefur nú verið kæröur. Honum og fóstru heimilisins er gefið að sök að hafa i ógáti orðið fjórtán kornabörnum að bana. Börnin tæplega mánaðar- gömul brunnu inni, þegar kviknaði i húsinu út frá raf- magnsofni. — 36 börnum var bjargað úr brennandi húsinu. Lögreglan segir, að kviknað hafi I, meðan fóstrurnar tóku sér matarhlé.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.