Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 16
vísm Fimmtudagur 13. marz 1975; Ljósastaur fyrir bíl Ljósastaur á mótum Stang- arholts og Nóatúns varð fyrir aðkasti bils um tólfleytið i gær og skemmdust hvorir tveggja nokkuð. Ilálka var nokkur I gær og missti bflstjóri, sem ætiaði að taka beygju inn á Stangar- holtið stjórn á bfl sinum með þeim afleiðingum, að hann hafnaði á ijósastaur. Engin meiðsli urðu á þeim, er í bfln- um voru. —JB Rœnt úr þrem bílum Sffellt verður algengara, að stoliðsé úr kyrrstæðum bflum, einkum þeim er standa fyrir utan kvikmyndahús. Þegar farið er að útbúa bfla með fullkomnum útvarps- og stereótækjum verða freisting- arnar meiri og ófáir hafa þurft að sjá af dýrum tækjum úr bll- um slnum fyrir lltið. í gær var lögreglunni tilkynnt um þrjá stuldi úr bflum. Buddu var stolið úr bii við Arbæjarskóla, en tveir piltar, er verknaðinn höfðu framið náðust skömmu siðar og skiluðu þeir buddunni. Eins var i gær stolið úr bil I Breiðholti og farið inn i bll, sem stóð við Hafnarbíó á Skúlagötu. —IR Slökkviliðið í eltinga- leik við eldinn Slökkviliðið varð að hefja eitingaleik við strætisvagn frá Landleiðum I morgun. Málið var það, að leigubilstjóri nokkur tilkynnti til siökkviliðsins, að eldur stæði aftur úr strætisvagni, sem var áð leggja af stað frá verkstæði við öskjuhlíð. Slökkviliöið, sem hefur aðsetur skammt frá, hélt þegar af stað en náði ekki eldvagninum fyrr en komið var niður að Hljömskála. Þá var strætisvagninn stanzaður, enda virtist biistjórinn hafa áttað sig á atburðum. Fljótlega gekk að slökkva eldinn, sem var I hemlabúnaði vagnsins. Engir farþegar voru með strætisvagninum, er eldur kom upp. —JB Heyi stolið í harðindum Þegar bóndinn á Sólbakka ofan við Reykjavik fór I gær að lita eftir hlöðu, sem hann á rétt fyrir ofan Faxaból, kom hann aö opinni hiöðunni. Bóndinn aðgætti vegsum- merki þá nánar og kom I ljós, að heyið hafði nokkuð rýrnaö frá þvl hann hafði komið í hlöðuna slöast. Heystuldurinn var tilkynntur lögreglunni I Arbæ, en var óupplýstur, er siðast fréttist. Það er geinilegt, að nú er langt liöið á veturinn og menn farnir að veröa heylitlir. —JB ## Við söfnum Winston ## Iþróttaœskan eltist við tóma sígarettupakka — til að efla sjóði frjólsíþróttamanna — fjóröfluninni illa tekið víða Ný fjáröflunaraðferð Frjáls- Iþróttasambands fslands hefur fengið heldur misjafnar undir- tektir viða um land, og sums staðar að minnsta kosti eru menn sárreiðir forustu FRt og telja hana hafa sett ofan með sllkri aðferð. Aðferðin er fólgin I að auglýsa Winston slgarettur. I plaggi, sem sent er til ung- menna- og iþróttafélaga, er ósk- að eftir þvi, að æskufólk safni tómum pökkum undan Winston- sigarettum og sendi Frjáls- Iþróttasambandi Islands, en siöan mun umboðsmaður þess- arar tóbakstegundar ætla að greiða FRÍ þrjár krónur fyrir hvern pakka, sem safnast. Jafnframt hefur FRÍ sent út plaköt viðkomandi þessu og plastpoka með mynd af Winston sigarettum og áletruninni: VIÐ SÖFNUM WINSTON. Leiðtogum ungmennafélag- anna þykir það litið I samræmi við baráttu félaganna móti reykingum en fyrir hollum lifs- háttum, að lauma þannig inn á- róðri fyrir þessari umræddu sigarettutegund. Ungmennafélag Stafholts- tungna hefur afþakkað þetta boð FRÍ og hvetur aila ung- mennafélaga um allt land til að gera slikt hið sama. „Ung- mennafélagshreyfingin hefur ætið barizt gegn hvers konar nautna- og ávanaefnum. Við teljum það vera fyrir neðan virðingu ungmennafélaga, Iþróttafólks og allra þeirra, sem að æskulýðs- og iþróttamálum starfa, að taka þátt I þessari söfnun. Okkur er ekki sama, hvaðan þeir fjármunir koma, sem bezta iþróttafólk okkar hlýtur, eða hvernig þeir eru fengnir. Við þekkjum vel og skiljum fjárþörf iþróttahreyf- ingarinnar, en trúum þvi ekki, að iþróttaáhugafólk leggist svo lágt að selja til slikra starfa, sem hér er farið fram á”, segja ungmennafélagarnir I Borgar- firði i fundarályktun. Vitað er, að fleiri ungmenna- félög og félagasambönd hafa samþykkt slik mótmæli eða hafa þau til meðferðar. —SHH Þaö er ekki laust við að þaö sé vor I lofti og ýmsir farnir að gera vor- hreingerningarnar nú þegar. Það verður að sjást almennilega til sólar og þeir, sem annast gluggaþvott, verða vinsælli meö hverjum deginum sem líður. Þeim mun meira sem sólin hækkar á lofti, þeim mun oftar þurfa þeir að klifra upp stiga slna. Þessi var að þvo gluggana I húsi Silla og Valda I Austurstræti, þegar veðriö var sem bezt I gærdag. —ÞJM/Ljósm: Bragi. Vilja sjó til sólar Fundur fram ó nótt „Árangurslaust" — segir Björn Jónsson „Nei, fundurinn var að mln- um dómi þvi miður árangurs- Iaus,” sagði Björn Jónsson for- seti ASt i morgun I viðtali við Vísi. Samningafundur hófst i gær klukkan tvö og stóð fram undir klukkan eitt i nótt. Næsti fundur er boöaður á morgun klukkan tvö. Komu fram tilboð á fundinum i gær? „Nei, engin tilboð, að minnsta kosti ekki formleg,” sagði Björn Jónsson. —HH ÞRJÚ SLUPPU LÍTTMEIDD Kona varð fyrir bll á Laugaveg- inum á móts við hús númer 159 skömmu eftir hádegið I gær. Konan beið færis á að komast yfir götuna á gangbraut, sem þarna er. BIll, sem kom vestur Laugaveginn stanzaði fyrir kon- unni, en bill, sem kom næstur á eftir hugðist fara fram úr. Konan lenti fyrir honum, er hún gekk yfir götuna, en slapp þó Iítið meidd. Annað minni háttar umferðar- slys varð I Skipholtinu um klukk- an fimm i gærdag. Þar hljóp pilt- ur norður yfir götuna á móts við Brauðgerðina og lenti á bil. Pilt- urinn var sendur á slysavarðstof- una, en var litið meiddur. Þriðja umferðarslysið varð á Laugarásveginum i gærmorgun. Sá, sem þar lenti fyrir bil, var heppinn og slapp litt meiddur frá óhappinu. —JB Jörfagleði hjó menntskœlingum: LÖGREGLU- BÍLARNIR KOMU f' RÖÐUM ,, Bakka að!"Það lá við, að þetta þyrfti að segja við bílstjóra allra þeirra lögreglubíla, sem komu í Sigtún í gærkvöldi, er Menntaskólinn við Tjörn- ina hélt þar árshátíð sína. Niu sinnum var lögreglan kvödd til i þvi skyni að f jarlægja þá, sem ofurölvi voru orðnir, þrátt fyrir það að engar vin- veitingar væru innan dyra. Foreldrar voru látnir sækja suma, er yngstir voru, á skemmtistaðinn, en öðrum var ekið heim eða afhentir foreldrum sinum á lög- reglustöðinni. Um tima snerust athafnir lögréglunnar i Reykjavik vart um annað en þessa Jörfagleði og skaut jafnvel upp þeirri hug- mynd, að fljótlegra 'væri að flytja þá er ódrukknir voru á brott, en skilja hina eftir i Sig- túni. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.