Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 13.03.1975, Blaðsíða 13
Visir. Fimmtudagur 13. marz 1975. 13 ★ fc *2* * spa E3 m Ég get eiginlega ekki verið reið við Jyttu. Oftast er hún svo sæt og góð, en hún reynir alltaf að slá mig i badminton. Maður er nú bókstaflega tilneyddur til að taka ofan fyrir sumu fólki! Sl Vikan 11. tbl. Oft hefur gustað um Guðna Þórðarson forstjóra Sunnu og Air Viking, enda hefur hann um ára- bil verið umsvifamaður á sviði ferðamála. Hann hefur fengið orð fyrir að vera óbilgjarn og harður i horn að taka, en sjálfur segist hann ekki biðja um annað en fá að sitja við sama borð og aðrir, sem stunda fólksflutninga. í nýjustu Viku er viötal við Guðna, sem ber yfirskriftina ,,Ég hef oft rekið mig á kerfið.” 1 11. tbl. er einnig að finna myndaopnu af Robert Redford, grein um George Harrison i popp- þætti, pressugersbakstur i mat- reiðsluþætti, myndaopnu frá kjöt- kveðjuhátið Germaniu og aðra frá ballettsýningu Þjóðleikhúss- ins og í bilaþætti er m.a. sagt frá Audi 50, sem hreppti þriðja sætið i Evrópukeppninni um bil ársins. Þess má geta, að Vikan efnir nú til könnunar meðal lesenda blaðs- ins um efni þess, og gefst þeim nú tækifæri að segja kost og löst á blaðinu og gera tillögur um efni þess. FÉLAGSLÍF Kvenfélag Neskirkju býður eldra fólki i sókninni I sið- degiskaffi í félagsheimilinu sunnudaginn 16. marz að lokinni guðsþjónustu i kirkjunni sem hefst kl. 2. Verið velkomin. Nefndin Farfuglar Skemmtifundur verður föstudag- inn 14. marz kl. 8.30 að Laufás- vegi 41. Nefndin. Færeyjavaka í Kópavogi. Norræna félagið i Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 16. marz n.k. kl. 20.30 i Þinghóli að Alfhólsvegi 11. Skójahljómsveit Kópavogs leikur færeysk lög, Færeyingafélagið annast dag- skrána að öðru leyti. Raktar verða ferðleiðir um Færeyjar, kvikmynd sýnd og dansaður fær- eyskur dans. Norræna félagið i Kópavogi hyggur á hópferð til Færeyja i sumar, væntanlega siðla i júlimánuði og verður nánar skýrt frá þeirri ferð á fundinum. Neskirkja Föstuguðsþjónusta i kvöld kl. 20.30. Sr. Jóhann S. Hliðar. Filadelfia Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30. Æskufólk talar og syngur. Hjálpræðisherinn fimmtudaginn kl. 20.30 almenn samkoma, kapt. Haugland talar. Föstudag kl. 13-19 og laugardag kl. 10-12 flóamarkaður. m s* Spáin gildir fyrir föstudaginn 14. marz. Hrúturinn, 21. marz — 20. april. Þú kemur til með að þurfa að axla þungar byrðar. Fylgdu hugboði þinu og framkvæmdu flest það sem þér dettur i hug. Nautið, 21. april — 21. mai. Það gæti borgað sig að gefa sig imyndunaraflinu á vald, þú gætir séð lausn á vandanum. Jafnaðu ágreining. Tviburarnir, 22. mai — 21. júni. Gerðu tilboð i dag og þú gætir komizt að mjög góðum samning- um. Reyndu að auka áhrif þin á öllum sviðum. Sparaðu heldur við þig. Krabbinn, 22. júni — 23. júli. Þú verður fyrir miklum töfum i dag, en láttu það samt ekki skaprauna þér. Þú kemur ekki eins miklu i verk og þú ætlaðir þér. Ljónið,24. júli — 23. ágúst. Hugmyndir þinar eru frábærar en hvort þær komast til framkvæmda fer eftir þvi hve dugleg (ur) þú ert. Vertu ekki svona svartsýn (n). Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Þér hættir til af-. brýðisemi i dag og það getur alveg eins verið ástæða til hennar. Hugmyndaflug þitt er mikið. Bættu umhverfi þitt. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Þér verðurýtt áfram i dag af einhverjum sem finnst þú vera of sein (n) i framkvæmdum. Vertu ekki of stif (ur) á skoðunum þinum. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv. Taktu það rólega i dag og vertu ekki neitt að ofreyna þig i iþróttum né likamsæfingum. Þú mætir vanþakklæti fyrir unnin störf þin i dag. Bogmaðurinn,23. nóv. — 21. des. Allskonar smá- atriði fara i taugarnar á þér i dag, þar á meðal óstundvisi. Verðmætamat þitt er gott. Þú skalt ekki fjárfesta i dag. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Byrjaðu ekki á neinu nýju I dag. Vertu stundvis og láttu ekki fjölskyldumeðlimi biða eftir þér. Einhver fjár- hagskreppa er framundan en þú lifir hana af. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. feb. Forðastu allt hangs og leti I dag og reyndu heldur að koma einhverju I verk. Einhver fær rangt álit á þér. Þér verður ekki mikið ágengt i kvöld. Fiskarnir, 20. feb. — 20. marz. Farðu vel með allt sem þú meðhöndlar I dag þvl þér hættir til að verða fyrir tjóni ef þú ferö ógætilega. Taktu lof- orð ekki of hátiðlega. I i I i o □AG | L1 KVÖLO| n □AG | Q KVÖLD | O DAG í HVAÐ TAKNA MERKIN? Skipting Islands í veSursvæði Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir þeim merkjum sem birtast á veðurkortum sjónvarpsins, en hér eru þau skýrð. Eins birtum við hér myndir af skiptingu landsins i veðursvæði, þannig að fólk átti sig betur á þvf hvar mörkin eru sett við Noröurland, Norð- austurland og s.frv. Það má geta þess að Veður- stofan lætur semja allar veður- fregnir, sem birtar eru f útvarp- inu, samtals niu sinnum á sólar- hring, þar af eru veðurfregnir lesnar þrisvar á sólarhring beint frá Veðurstofunni. Veðurfregnum fyrir Jónsmið við Grænland er útvarpað þegar þörf er á. Sjónvarpið flytur svo veður- fréttir i hverri kvölddagskrá, en þær eru unnar fyrir sjónvarpið af nokkrum veðurfræðingum til skiptis, samkvæmt sérstökum samningi. —EA Skýringatákn veðurfrétta í Sjónvarpi: O <3 3 C • HEIÐSKÍ RT LÉTTSKÝJAÐ HÁLFSKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ HITASKIL o SKAFBYLUR ÞRUMUVEÐUR KULDASKIL « VINDÁTT OG VEÐURHÆÐ oj ro 1 VINDSTIGUM: 4- Heil fjöður tvö vindstig SAMSKIL po C\J f\j Hálf fjöður eitt vindstig. SKAFRENNINGUR ISING = = 5 5 5 5? * * = = = 5 5 5 5 i'i'i,. * * ÞOKA SÚLD RIGNING SNJÓKOMA * / * / / * /. * * / * / SLYDDA *v*v* V V V ÉL V V V -V V SKÚRIR ▲ ▲ áVaVa .V V V HAGLÉL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.