Vísir - 19.03.1975, Side 2

Vísir - 19.03.1975, Side 2
2 Visir. Miðvikudagur 19. marz 1975. Geturðu bent á eitt- hvað, sem er ódýrt? Axel Sigurðsson, matreiöslu- maður: — Nei, það er mér gjör- samlega ómögulegt. Andrés Helgason, tónlistar- skólanemi: — Ég held að svarið sé svo augljóst, að það sé óþarfi að spyrja. Friðrik Ragnarsson, verkamaö- ur: — Ætli þaö sé nokkuð til i dag, sem er ódýrt. Mér finnst allt dýrt. Það væri þá kannski helzt...nei, ég get ekki bent á neitt. Einar Friðjónsson, háskóla- nemi: — Ég held ég geti ekki bent á neitt. Agiist Jónsson, nemi: — Já, skrautfiskar. Þeir kosta frá 80 krónum upp I svona 400 krónur. Mér finnst það alls ekki dýrt. Páll Fróðason, garöyrkjumaö- ur: — Það er ekkert ódýrt og er allt að hækka i þokkabót. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Um fjáröflun Frjálsíþrótta- sambandsins: „YFIRLÆTISFULL ER SÚ GAGNRÝNI" Gamali ungmennafélagi skrif- ar: „Yfirlætisfull er sú gagnrýni, við nánari athugun, sem birzt hefur i blöðum og öðrum fjöl- miðlum, I tilefni af þeirri fjár- öflunartilraun, sem Frjáls- iþróttasambandi Islands hefur hugkvæmzt að stofna til með söfnun tómra vindlingapakka og fá þannig nokkurt starfsfé i rýran sjóð sinn. Væri hér um að ræða eins- dæmi i iþróttastarfsemi þjóðar- innar, að fé væri fengið með þessum eða svipuðum hætti, mætti segja að gagnrýnin hitti i mark. En hér skjóta þeir, sem bogann benda fram hjá mark- inu, þannig að örin hittir þá sjálfa. Ungmennafélögin reisa sér sannarlega hurðarás um öxl með mótmælasamþykktum sin- um af þessu tilefni, þegar betur er að gáð. í upphafi voru þetta félög sem reistu merki sitt á al- bindindisgrundvelli, þ.e. gegn nikótini og alkóhóli, en gáfust upp á hvoru tveggja i siðgæðis- baráttunni. Nú stendur minn- ingin um þá baráttu ein uppi, undirstrikuð af skemmtana- haldi félaganna i nútimanum, i hinum nýju og dýru félagsheim- ilum sveitanna, sem áttu að vera lyftistöng og öruggt vigi hinnar þjóðlegu sveitamenning- ar, en hafa i reynd orðið staðir, þar sem fylliriið dafnar og ó- reglan magnast á einhverjum siðlausustu svallsamkomum, sem þekkjast með þjóðinni og troðið er inn i húsin margfalt fleiri gestum, án tillits til ald- urs, en lög og reglur gera ráð fyrir. Þá má minna á yfirstjórn ISI, sem á sínum tima gleypti við og lagði meginþunga á að fá að verða aðnjótandi pakkagjalds af vindlingum, sem siðan hefur verið föst tekjulind sambands- ins, og nikótinpeningarnir hafa skipt milljónum fram á þennan dag, og forystumenn likams- ræktarinnar sleikt út um og ungmennafélögin fengið sinn hluta, en þó aldrei nóg, að eigin áliti. Þá er ekki úr vegi að minna á þriggja dálka mynd i einum öfl- ugasta fjölmiðli landsins, Mbl. nýlega þar sem nýbakaðir Is- landsmeistarar tróna á iþrótta- siðunni, hver með sina áfengis- flöskuna og þamba af stút. Þetta heitir á máli Mbl. meist- aragleði. Glæsilegt fordæmi fyrir unga drengi, sem eru að byrja feril sinn innan iþrótta- hreyfingarinnar? Eða hvað finnst yfirstjórn ISI um þetta? Allt þetta þrennt „menning- ardansleikir” ungm.fél. I sveit- um landsins, pakkagjald til ISl og sigurfy lliri Vikinganna framan i alþjóð — gefur ekki til kynna að manndómur og þroski Iþróttaforystunnar i strjálbýli eða þéttbýli sé svo i heiðri hafð- ur nú, að það sjái á svörtu þó einn bætist i hrunadansinn. A það skal svo minnzt að lokum, að sá er þó munurinn að pakkar FRl eru tómir, þar sem ISI pakkarnir eru fullir”. „UTVARP A AÐ VERA GÓÐUR ÞJÓÐSKÓLI..." Steingrimur Daviðsson skrifar: „Vist ber að þakka, sem vel er gert, og svo er um ýmsa þætti eða erindi og klassiska tónlist og ljóð, sem flutt eru i útvarpið og sem telja má til menningar- auka. Ég vil sérstaklega þakka erindi kennarans frá Ólafsvik, um daginn og veginn sem hann flutti s.l. mánudag. Annars er kannski ekki þakklætisvert, að þjóðskólinn okkar, Rikisútvarp- iö, hafi nokkuð gott fram að bera úr góðum sjóði, enda ber þvi skylda til að kenna nemendum sinum, þjóðinni, einungis það, sem er mannbæt- andi og þroskandi fyrir alla þá sem á hlusta. En hér hafa miklir misbrestir á orðið. Ýmsir þeir, sem hafa viljað láta „ljós sitt skina” i útvarpinu hafa flutt bæði erindi og ljóð sem vægast sagt hafa verið hneykslanleg og mannspillandi. jafnvel börn og unglingar hafa meðtekið þetta andlega fóður „siöabótamannanna”. Margt af sliku tagi mætti hér nefna, en þó skal aðeins fátt fram talið, aðeins fá dæmi: fyrir nokkru var lesin i útvarpið framhalds- saga, er mig minnir að héti þvi sniðuga nafni: „Blandað i svartan dauðann.” öll var þessi saga hin fáránlegasta og ein- stakur óþverri, ef svo má segja, frá upphafi til enda. Þetta var okkar andlega fóður þau kvöld- in. Þá má nefna, að i einum þætti, sem tileinkaður er unglingum var svo hryllilega ljót saga lesin i útvarpið að öllum hlaut að blöskra. Skal sagan ekki sögð hér, aðeins minnt á að hún fjallaði um fjór- ar manneskjur i loftbelg, tvo karlmenn og tvær konur. Loftbelgurinn bilaði yfir fljóti I Afrlku á mannætuslóðum. Fleira skal ekki nefnt úr sögunni, þvi það er langt frá að vera prenthæft. A sllku og þviliku, er ungdómur vor . al- inn. Þó sumir telji ævintýrið hennar Svövu Jakobsdóttur er var flutt tvisvar i útvarpið nú nýverið I þeim flokki út- varpsþátta, sem ekki eigi þar heima, þá gætti þar mikils mis- skilnings, þvi sagan var vel meint og átti að sýna fórn mæðranna og vanþakklæti bamanna. En vegna þess að búningur sögunnar var ljótur og jafnvel hryllilegur, mun hún hafa vakið andúð og misst marks.Munum: „Að móðurást- in býr á bjargi og breytir aldrei sér..” Eða er hún kannski að breyta sér og ást barnanna til . foreldranna einnig? Þá voru fyrir skömmu flutt tvö óhugnanleg erindi i útvarpið eftir tvo greinda og gegna bændur: Skúla Guðjónsson og bóndann á Miðnesi I Reykhóla- sveit. Gremjulegt var að hlusta á þessi erindi. Þau báru þess vott, að þessir annars ágætu menn væru gengnir á mála hjá kommúnistum, eða jafnvel dýrkendum Stalins, er mestur var mannaslátrari, eftir daga Nerós hins róverska. Vonandi eru fáir menn I bændastétt sama sinnis. Frá árdögum Is- lands byggðar hefur Islenzka bændastéttin verið vel menntuð og er enn, þó ekki hafi hún notið langskólanáms, og vonandi verður svo enn lengi. Bænda- stéttin heldur menningunni hátt á lofti og jafnvel hærra en flest- ar aðrar greinar þjóðfélagsins. M.a. harma ég þessar fyrr- nefndu hjáróma raddir. Útvarpið á ekki að vera vett- vangur fyrir pólitfska of- stopamenn, eins og það hefur þvi miður of mikið verið um nokkurt skeið. Það á að vera góður þjóðskóli eins og fyrr segir. Vitanlega mega fara þar fram þjóðmálaumræður á jafn- réttisgrundvelli allra flokka, en einstakir trúboðar þjóðhættu- legra stefnumála eiga að vera utan dyra þjóðskólans. út- varpsstjórinn okkar, greindur og góður maður, hefur of litil völd I þessari nefndu stofnun svo alls konar óheillamenn vaða þar uppi. Þessu þarf að breyta og auka svo vald útvarpsstjóra, að hann geti valið og hafnað þ.e. útilokað óhægt efni að hans mati, en valið það bezta. Dag- skrárstjóri útvarpsins skal þá i einu og öllu hlýða boðum og bönnum útvarpsstjóra. Vonandi er þess skammt að biöa, að útvarpsráð verði endurskipað, og þá takist betur til en slðast varð.” HRINGID I síma86611 KL13-15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.