Vísir - 19.03.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 19.03.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Miðvikudagur 19. marz 1975. 7 cTVlenningarmál Graflist hefur hingað til ekki verið grósku- mest af listgreinum ís- lendinga, þótt á seinni árum hafi margir efni- legir graflistarmenn komið fram á sjónar- sviðið. En þótt þeir hafi gert margt prýðilegt hefur þá, þegar á heild- ina er litið, vantað hið fullkomna vald yfir hinum mörgu mögu- leikum graflistar. Það er einmitt slik f jölhæfni sem hefur gert graflist að mikilfenglegum og mögnuðum tjáningar- miðli i Bandarikjunum og viða í Evrópu. Seinlæti islenskra graflistar- manna er að einhverju leyti að kenna aðstöðuleysi og skorti á sambandi við erlenda graflist. Það samband hafa opinber söfn okkar átt að skapa, samkvæmt stefnuskrá þeirra, en hafa litið sinnt þvi hlutverki, þótt graflist- arsýningar megi fá hingað með litlum tilkostnaði. Oft hafa er- lendar stofnanir I Reykjavik boðið islenskum aðilum, opin- berum og óopinberum frábærar farandsýningar, sem ekki hafa verið þegnar einhverra hluta vegna. Dæmi um þetta sinnu- leysi er sýning sú sem Menning- arstofnun Bandarikjanna bauð Listasafninu fyrir löngu, á teikningum eftir hinn þekkta bandariska listamann Frank Stella. Sú sýning er búin að liggja hér á landi i tvo mánuði i kössum, meðan salir Lista- safnsins hafa staðið ónotaðir, og nú er hætta á þvi að hún hverfi úr landi vegna þess að listasöfn annars staðar I Evrópu biða eft- ir henni. Graflistargötur svar. En þó ég persónulega taki verk hinna ungu bandarfkja- manna fram yfir verk þessara meistara frá Frakklandi, er ekki hægt að neita að það er visst traust og sálarró sem fylg- ir sýningu eins og þessari. Það má alltaf reiða sig á „École de Paris”. Stór nöfn eru hér mörg, Dufy, Hartung, Hayter, Lam, Frank Ponzi hefur innrammað og hengt upp sýninguna, á mjög snyrtilegan hátt. Það er fjöl- breytni þessara verka sem vek- ur einna mesta athygli og greinilegt aö þessum nemend- um hefur ekki veriö þröngvað i sama mótið heldur gefið tæki- færi til að tjá sig fullkomlega. Margskonar stílbrigði má sömuleiðis finna, allt frá hrein- um natúralisma, gegnum „coll- age” áhrif Rauschenbergs, til geómetriskra verka og sjón- hreyfilistar. Einna mesta athygli mina vöktu svarthvitverk Rob Guto- wski, verk Frank Lind og snilldarleg teikning William T. Wygonik, — en fleiri mætti nefna. Það sem einkennir þessi verk sem heild er sennilega snjöll teikning og vilji til að gera tilraunir, taka „sénsa”. í annan heim Á sýningu franska sendiráðs- ins og Alliance Francais að Laufásvegi, á graflist þekktra franskra listamanna, erum við aftur á móti komin i annan heim. Ekki aðeins vegna þess að eldri og þekktari listamenn eiga hér i hlut, heldur vegna þess sem aðskilur hinn hefðbundna „École de Paris” frá banda- riskri list almennt. Flest verkin eru hrein litógrafia, án mikilla aukatilbrigða og áhersla er lögð á hið grafiska jafngildi „belle peinture”, mjúka, bjarta litatóna og sterkt miðju-við- fang, — arfleifð Matisse, Bonnards og Vuillards. Það var þetta finlega, „listræna” við franska list sem bandarisku ab- strakt expressjónistarnir gerðu uppreisn gegn i lok siðari heims styrjaldar. Þeir vildu meiri 1 MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson Bandarisk graflist Nr. 10: Coia up: Alan K. Kaneshiro. Lhote, Lurcat, Magnelli, Manessier, Man Ray, Pougny, Severini og Zadkine. Dufy á hér hluta úr meistara- verki sinu „La Bestiarie”, nokkrir gamlir súrrealistar eins og Dominguez, Lam, Man Ray og Dorothea Tanning sýna hvernig eldmóðurinn rennur af ungu hugsjónafólki á listrænan hátt. Manessier er sjálfum sér trúr, vinnur taktfast og ákveðið kraft, túlka hið hráa, óheflaða sem einkenndi Ameriku, og „taka sénsa”, og munurinn sést greinilega ef við berum saman Frönsk graflist Nr. 14: Raoul Dufy: Veiöar (La chasse) Frönsk graflist Nr. 37: Edouard Pignon: Seglbátar I höfn verk Pollocks og aðdáanda hans i Frakklandi, Mathieu, — eða ef við berum Pollock saman viö Hans Hartung, sem eitt verk á á þessari sýningu. Kraftlinur Hartungs eru vandaðar, yfir- vegaðar, en linur Pollocks hrá- ar og lifandi. Smekkurinn bregst frökkun- um sjaldan, en amerikumönn- unum nokkuð oft, en viö þvi sem afstrakt = expressjónistarnir gerðu best, áttu frakkar ekkert með sterk form, fiðrildið Coc- teau sýnir eitt af hinum á- reynslulausu höfðum sinum og Zadkine sýnir eina mynd þar sem við sjáum svipaöar hug- myndir og i skúlptúr hans. Fleiri myndverk mætti nefna, flest athyglisverð og eru listunn endur hvattir til að sjá þessa sýningu áður en henni lýkur, þvi þetta er sennilega næst þvi sem viö Islendingar komumst aö sjá stór nöfn. SKÆRIR UTIR OG SKESSUR Rætist úr En nú hefur allt i einu ræst úr fyrir graflistarmenn hérlendis þvi tvær merkar sýningar á er- lendri graflist má finna I Reykjavik um þessar mundir, og einnig var opnuð sýning á rússneskri graflist i Listasafni ASt um helgina. Menningarstofnun Bandarikj- anna á Nesvegi hefur að undan- förnu sýnt 30 myndir eftir 27 unga bandaríska listamenn, sem flestir hafa numið, eða eru við nám við Pratt Institute, en sú stofnun hefur getið sér mjög gott orð fyrir listhönnun og graflist, og má sjá hversvegna. Ungur Dani, Alex- ander Sörensen, á þessa dagana á veggj- um Mokka 43 verk, oliumyndir, teikningar og vatnslitamyndir. Æska hans kom mér á óvart, þvi ég hafði i- myndað mér eldri mann, gegnsósa af cobra-stefnunni og þýskum expressjón- isma með snert af Fauvisma Matisses samanvið. Samt er Alexander engin eftirherma og útfærir landslag sitt, uppstillingar og andlit á frjálsan en yfirvegaðan hátt með spaða, ýtir litunum til, skefur ofan af þeim og snyrtir þá lauslega uns kröftugt form situr eftir á örkinni. Litir Alex- anders eru mikið til þeir sömu og litróf þýska expressjónism- ans, grænir, gulir og bláir, og er það styrkur listamannsins að einbeita sér að svo fáum litum. Teikningar og vatnslitamyndir Alexanders eru myrkari i máli en glóandi oliuverkin, allskyns dofrar og skessur stinga upp hausum. ekki ósvipuð þeim verum sem búa i verkum sam- landa Alexanders, Asgers Jörn. Liggja þær einhvers staðar á milli karikatúrs og ógnvekju með höfuðáherslu á hiö siðar- nefnda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.