Tíminn - 16.07.1966, Side 2
r-r r r
TÍMINN
TÍMI HANDVERKS í ELD-
HÚSINNRÉTTINGUM UDINN
TK-Reykjavík, föstudag.
Dvalizt hefur hér á landi
nokkra daga Herr Hans
Bildat, sölustjóri vestur-þýzka
fyrirtækisins Format, sem
framleiðir eldhúsinnrétting
ar. Fyrirtækið Hús og Skip
h.f hefur umboð fyrir fram
leiðslu Formats hér á landi
og hefur nú á rúmu hálfu ári
selt hér á annað hundrað eld
húsinnréttingar. Tíminn átti
viðtal við Herr Bildat og fram
kvæmdastjóra Hús og Skip, h.f.
þá Sigurð Pétursson og Jónas
Guðmundsson í gær. Sagði hr.
Bildat, að hann væri hingað
kominn til að kynna sér mark
aðinn hér vegna þess, að það
hefði orðið stjórn Formats mik
ið undrunarefni, hve vel salan
á framleiðslunni hefði gengið,
hér.
Hús og skip h.f varð fyrst
til að hefja innflutning á verk'
smiðjuframleiddum eldhús
innréttingum, og hafði kynnt
sér fraimleiðslu margra er- •
lendra fyrirtækja, áður en það
hóf innflutning Formats- eld-
húsa. Nú eru nokkrir aðilar
aðrir byrjaðir á innflutn-
ingi slíkra endhúsinnrétt-
inga en í maímánuði, fyrsta
mánuðinum er skýrslur ná yf
ir, slíkan innflutning — áður
fært með húsgögnum almennt.
— hafði Hús og skip h.f. 70%
af innflutningnum.
Fólk getur valið um fjölda
mörg afbrigði og tegundir,
Format innréttinga, og er verð
ið mismunandi eftir því, hvað
valið er, er þær innréttingar,
sem me^ hafa verið fluttar
inn, eru fra 40—60 þúsund kr.
til kaupanda. Uppsetning er
mjög handhæg og kostar um
1 þúsund krónur. Afgreiðslutím
inn er einn og hálfur til tveir
mánuðir Þá er unnt að fá
marga aukahluti, sem fyrirtæk
ið smíðar eftir máli. Hljóðein
angraður vaskur getur fylgt
ef menn vilja, og svo og blönd
unartæki. Að sjálfsögðu er
mjög mikilvært að öll mál séu
rétt tekin.
Innréttíngarnar eru úr t.ré en
allar felldar plastplötum utan,
og innan. og hurðir yfirfelld
ar á hjörum.
Herr Bildat sagði, að líklega
hefðu hvergi farið fram eins
miklar vinnuhagræðingar-
rannsóknir á eldhúsinu sem
vinnustað og í Þýkalandi. Eld
húsið væri líklega sá vinnu
staður þar sem lengstur vinnu
dagur væri unninn og skipti,
því miklu, að þar væri öllu
sem haganlegast fyrir komið.
Format miðaði framleiðslu
sína sem mest við það, að auka
hagkvæmnina við vinnu í eld
húsum og eftir þeim pönt-
unum að dæma, sem frá fs
landi hefðu komið og hinni
öru sölu hér á framleiðslu fyr
irtækisins væri Ijóst, að íslend
ingar hefðu næmt auga fyrir
„hagkvæmni“ og væru smekk-
vísir jafnframt, hvað útlitið
snerti.
Verksmiðjur Format eru í
Haiger skammt frá Frankfurt.
Fyrirtækið hefur framleitt eld
húsinnréttingar í 60 ár og sl
30 ár sérhæft sig eingöngu í
eldhúsinnréttingum og fyrir 2
árum hefði fyrirtækið fært út
kvíarnar og aukið mjög fram
leiðslu sína. Herr Bildat sagði
að handverk í eldhúsinnréit-
ingum væri fyrir löngu að fullu
og öllu dautt í eldhúsinnrétt
réttingum í Vestur-Þývkalandi.
enda væri vonlaust fyrir hand
verkmenn að keppa við verk-
smiðjuframleiddar innrétting
ar.
BORGARSTJÓRNIN
Framhald at bls. 16.
millj. hærri en áætlað hafði verið.
í þessu sambandi rifjast það
upp að við „gerð undanfarandi fjar
■ hagsáætlana höfum við fulltrúar
Framsóknarflokksins , jafnan talið
óhætt að reikna þassa liði hærri
en þeir hafa verið í frumvarpinu
eins'og það hefur komið frá sparn
aðarnefnd. Meiri hlutinn hér hef-
ur þó ævinlega talið slíkt hina
mestu fjarstæðu og fellt þessar
tillögur, sem og aðrar er gengið
hafa í sömu átt frá hinum minni-
hluta flokkunum. Reynslan nú
sýnir þó eins og svo oft áður að
þessar tillögur okkar áttu við rök
að styðjast og er vonandi að meiri
hlutanum takist að læra af reynsl-
unni að þessu sinni, þótt hann
hafi ekki borið gæfu til þess hing
að tii. Það hlýtur að vera mark-
miðið með gerð fjárhagsáætlunar
að .hafa hana eins nærri raun-
veruleikanum og nokkur kostur er.
Þess vegna á að áætla þessar töl-
ur sem allra réttast. en ekki óhæfi-
lega lágar, til þess að hafa eitt-
hvað upp á að hlaupa eins og
meirihlutinn hér hefur ávalit til-
hneigingu td.
Um hina nýju bókhaldstillögu
get ég ekki dæmt til neinnar hlít-
ar. En út frá mínu leikmannssjón-
armiði vil ég segja að mér þykir
hún þægilegri, fljótlegra sam-
kvæmt henni að sjá hvað raun-
verulega hefur komið í hlut borg-
arinnar af útsvörum hvert árið fyr
ir sig, og ég get líka fallist á að
með því að færa eftirstöðvar á
éfnahagsreikningi sé skilyrðum 2.
nhálsgr. 9. gr. reglugerðar um bók-
hald og ársreikninga sveitarfélaga.
.4 þessu fékk ég mjög greinar-
<jóðar skýringar hjá borgarritara,
o'g þótt það skipti ekki máli get
5g sagt að ég trúi því, að héf
sé ekkert það gert, sem ekki fái
staðist lagalega.
í sambandi við tekjuuppsetning-
úha vil ég benda á, að a.m.k. mér
þætti gleggra að allar tekjur borg
ifinnar væru færðar í heildarrekstr
áreikningi, en ekki^ að nokkur
Hluti þeirra sé dregmn beint frá
'jöldum eins og nú tíðkast. Þarna
á ég fyrst og fremst við tekjur
if gatnagerðargjöldum sem á sl.
ári námu 28 millj. kr. og nema
rhiklu hærri fjárhæð í ár, svo og
hluta borgarinnar af benzínskatti,
en hann var 14.198 þús. á sl. ári.
Eignaaukning.
Þegar Mbl. greindi frá framsögu
ræðu borgarstjóra á sl. fundi um
reikninga ársins 1965 var því efst
í huga hinn mikli gróði borgar-
innar. Hrein eign hefði aukizt um
254 milljónir króna, þar af er rlut
ur borgarsjóðs sjálfs 179 mfllj. kr.
Þetta eru auðvitað fallegar tölur,
en engin ástæða er þó til að falla
í stafi yfir þeim. Með þeirri of-
boðslegu skattheimtu sem hér er
framkvæmd, væri í hæsta máta an-
kannalegt ef ekkert yrði eftir til
verklegra framkvæmda, og þegar
þess er gætt að heildartekjur borg-
arsjóðs urðu 722 millj. kr. á sl.
ári er það sízt of mikið að
leggja 179 millj. til verklegra fram
kvæmda, en að vísu ber að hafa
í huga að gatnagerðin er þarna
fyrir utan.
En til þess að hrein eign borg-
arinnar aukist, þarf einhver að
leggja fram fé, og skattborgaram-
ir í Reykjavík þurfa víst ekki lengi
að leita þess hverjir það séu! Hér
er því aðeins uim það að ræða, að
ekki hefur allt það mikla fé, sem
tekið er af fólki með útsvörum
og öðrum borgargjöldum, farið í
reksturinn og mætti þá fyrr vera.
Það orkar áreiðanlega tvímælis svo
1 ekkí sé meira sagt, hvort borgar-
búar fá þá eignaaukningu, sem
I álögurnar á þá ættu að gera mögu-
lega, hvort borgin fær eins mikið
út úr sínu mikla fjármagni og
vera ætti, en út í það skal ekki
farið hér.
Korpúlfsstaðir og Bæjarútgerð.
Borgarstj. vakti athygli á því um
dagínn, að halli hefði orðið á
tveim fyrirtækjum borgarinnar, þ.
e. Korpúlfsstaðabúinu og Bæjarút-
gerðinnj, og sagði að ekki yrði
hjá komizt að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til að koma í veg fjTÍr
áframhaldandi hallarekstur þeirra.
Geta víst allir tekið undir þau orð.
Um Korpúlfsstaðabúið má segja,
að þar sé hallinn ekki svo stór
að það taki því að gera hann að
umtalsefnj með mörgum orðum.
En þó er það svolítið athyglisvert.
að höfuðborgin skuli vera að reka
sveitabúskap með tapi, og bað því
fremur sem svo virðist að helzta
áhyggjuefni íslenzks landbúnaðar,
í svipinn sé offramleiðsla. Það sýn
ist 1 sannleika sagt óþarfi að
•Reykjavíkurborg sé að tapa fjár-
munum á því að stækka smjör-
fjallið. og má mikið vera ef þeir
menn, sem vilja draga úr landbún-
aðinum sjái þarna færa leið til
þess. Korpúlfsstaðir eru að vísu
mikil og góð bújörð og að ýmsu
leyti sikynsamlegra að framleiða
þar mjólk heldur en á ýmsum
jörðum öðrum, en þó er það svo,
að tap er á rekstrinum undir
stjórn borgarinnar við hin hag-
stæðu skilyrði og fyrst ekki getur
betur til tekizt en raun ber vitni,
væri réttast að hætta búskapnum
en nota jörðina og byggíngarnar
til annarra þarfa.
Um BÚR gegnir nokkuð öðru
máli. Hvort tveggja er, að þar eru
fjárhæðir miklu hærri og rekstur-
inn allt annars eðlis.
Málefni bæjarútgerðarinnar hafa
verið svo mikið rædd hér að und-
anfömu að ástæðulaust er að fara
um þau mörgum orðum nú. Þó er
ástæða til að fagna því að meiri
hluti borgarstjómar hefur nú loks
fengist til að taka þessi mál til
rækilegrar athugunar er léð hefur
verið máls á til þessa. Hefðu von-
ir staðið til að málefnum þessa
fyrirtækis væru betur komið en nú
er, ef tillögur okkar minnihluta
manna í þeim efnum hefðu feng-
ist samþ. fyrv. Um það þýðir ekki
að fást, en vona verður að eftir
síðustu samþykkt borgarstjórnar
fáist raunhæfar aðgerðir í þessum
mikla vanda.
Rekstrartap útgerðarinnar á s.l.
vetri varð 24.6 millj. kr. það er
auðvitað mikið fé og illt undir að
standa. En spurningin er tvíþætt:
1). Er tap Reykjavíkurborgar svo
mikið og 2). þarf tap útgerðarinn-
ar að vera þetta hátt? Um fyrra
atriðið er það að segja, að á sl.
ári voru brúttótekjur togaranna
112,2 millj. kr. Það er líka nokk-
urt búsílag og borgin fær margvís-
legar tekjur af því. Ýmsir kunn-
ugir álíta, að a.m.k. nokkuð af því
vinnuafli, sem nú nýtist á togur-
unum yrði ella til lítilla nytja og
e.t.v. stundum til verulegra út-
gjalda fyrir borgina. Þá má nefna,
að í fiskvinnslustöðvum hefur orð-
ið veruleg verðmætasköpun. Sam-
kvæmt lauslegri samantekt sýnist
mér að verðmæti í saltfiskverkun
hafi á árinu numið 8.482 þús, en
hráefni 4.058 þús. í skreið 20.726
þús., en hráefni 10.796 þús., í síld-
arverksmiðju 4.861 þús. en hráefni
1.307 og í Fiskiðjuveri 58.792 úr
hráefni fyrir kr. 27.155.
Þessi úrvinnsla getur ekki verið
einskis virði fyrir borgina, en
mjög er óvíst um framtíð hennar
ef togaraútgerð BÚR leggst alveg
niður.
Um síðara atriðið. hvort tapið
þurfi að vera svona mikið, vil ég
aðeins segja, að aðrar þjóðir hafa
geta og geta enn rekið togara-
útgerð á sömu miðum og okkar
togarar stunda veiðar. Þar sem við
eigum heimsfræga sjómenn og bú-
um yfir reynslu og þekkingu í
fiskveiðum umfram aðrar þjóðir,
er óhugsandi annað en við getum
stundað þessar veiðar a.m.k. til
jafns við aðra. En tækin eru orð-
in úrelt, togararnir allir gamlir.
Það er engin lausn að seglja gömlu
togarana án þess að gera aðrar
ráðstafanir jafnframt. Ekki verður
útboman góð þótt skipunum fækki
ef þau sem eftir eru, verða áfram
rekin með tapi og með sama vinnu
krafti í landi og meðan skipí.n
voru fleiri og útgerðin omfangs-
meiri. Ég tel að með því að taka
þessi málefni til gagngerðrar'end-
urskoðunar hljóti að vera hægt að
finna leiðir til þess að reka út-
gerðina með hagnaði, öllum, sem
hlut eiga til gagns eða ánægju.
LAUGARDAGUR 16. júlí 1966
Myndlist:
Michelangelo
Rembrant
2 bækur frá Máli og
Menningu
FBReykjavík, föstudag.
Blaðinu hafa borizt tvær bæk
ur um myndlist, gefnar út af Mál
og menningu. Bækur þessar eru
um Michelangelo og kom út 1965
og Rembrandt, sem var að komá
út. f bókinni Mirhelangelo eru 7
litmyndir af vericum lista-
mannsins og 9 einlitar myndir.
Fritz Erpel sá um útgáfu bókar
innar, en Hreinn Steingrímsson
þýddi textann, sem settur er
Druckhaus Karl Marx Stadt ö í
AusturÞýzkalandi. Uppsetningu
textans annaðist Prentsmiðjan Hól
ar í Reykjavík. Fremst í bókinni
er kafli um listamanninn sjálfan,
en síðan koma listar annars veg
ar ,,Tíminn“ og hins vegar „Lista
maðurinn.“ Er þar lýst undir kafla
heitinu tímanum, því helzta, sem
gerðist frá því Michelangelo fæðist,
og þar til hann deyr, 1475 til 1564,
og undir kaflaheitinu listamaður
inn er greint frá helztu viðburð
um, listaviðburðum og annars kon
ar í lífi listamannsins. Þar á eftir
koma myndirnar, og fyOgir hverri
mynd stuttur kafli um hana.
Bókina um Rembrandt hefar
Emst Vogel séð um útgáfu á, en
Gísli Ásmundsson þýddi textann.
Bókin er prentuð á sama stað og
einlitar myndir 6. Uppbygging
sú fyrri. Litmyndirnar eru 10 og
Rembrantbókarinnar er með sama
hætti og bókarinnar um Michel
angelo. Báðar eru bækurnar ein
staklega fallegar og prentun mynd
anna mjög góð.
TJALDBRUNI
Á HESTAMÓTI
KJ—Hólum, föstudag.
Það óhapp vildi til hér í nótt
að tjald brann ofan af pilti úr
Reykjavík, og brenndist hann á
höndum. Var farið með hann íil
Sauðárkróks, þar sem hlúð var að
honum á sjúkrahúsinu. Að öðru
leyti hefur mótið gen.gið að mestu
slysalaust fjrrir sig.
Framkvæmdanefnd skipuð til gagnasöf n
unar varðandi stækkun sveitarfélaga
j Samelningarnefnd sveitarfélaga,
jsem ríkisstjórnin skipaði hinn
j 27. maí s.l. til að endurskoða skipt-
ijngu landsins í sveitarfélög með
það fyrir augum að stækka svelt-
arfélögin. hélt fyrstu fundi sína
í Reykjavík dagana 11. og 12. júlí
s.l.
í nefndinni eru Jónas Guðmunds
son, formaður Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, Páll Líndal, borgar-
lögmaður, Jón Eiríksson, oddviti
tilnefndir af Sambandi íslenzkra
sveitarfélaga, Ásgeir Pétursson,
sýslumaður, tilnefndur af Dómara-
félagi fslands. Unnar Stefánsson,
viðskiptafræðingur, tilnefndur af
1 Alþýðuflokknum, Bjarni Þórðar-
son, bæjarstjóri, tilnefndur af Al-
þýðubandalaginu, Daníel Ágústin
usson, fyrrv. bæjarstjóri tilnefnd
lur af Framsóknarflokknum, Jón
Arnason, alþingismaður. tilnefndur
af Sjálfstæðisflokknum, og Hjálm
ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri í
félagsmálarðuneytinu og er hann
formaður nefndarinnar. Ritari
nefndarinnar var kosínn Unnar
Stefánsson.
Nefndin kaus sér þriggja manna
framkvæmdanefnd til að vinna að
gagnasöfnun og voru kosnir {
hana þeir Hjálmar Vilhjáihnsson,
ráðuneytisstjóri, Páll Líndal, borg
erlögmaður og Unnar Stefánsson,
viðskiptafræðingur.
Á fundinum var lögð fram
greinargerð um viðfangsefni nefnd
arinnar. ..Hugleiðing um stækk
un sveitarfélaganna" eftir Hjálm
ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóra.
Næsti fundur nefndarinnar verð
ur haldinn í septembermánnðL