Tíminn - 16.07.1966, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.07.1966, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. júlí 1966 TÍMINN MINNING Framhald af bls. 8. Þó að Karl væri jafnan fátækur, þá ól hann önn fyrir heilsuveilii konu' og þrem börnum þeirra hjóna með ágætum þess manns, sem þekkir ekki aktaskrift nútíma mannsíns. Margur gestur og gang andi hlaut ríkulegan beina á heim ili hans, því hann var einn sá gestaglaðasti maður, sem ég hef þekkt. Þrátt fyrir fátækt var hann „konungurinn” í veitulum skiln- ingi, „sem kaus sér jörðina alla.” Karl var um margt gæfumaður. Kona hans virti hann og elskaði og börnin þeirra þrjú eru öll mjög vel af guði gjörð og búa yfir list rænum hæfíleikum, sem sjást í mörgum þeirra daglegu stöifum. Karl bjó lengstan tíma ævi sinn- ar á Rauðhólum, sem áður segir þarna undir múkum Krossavik- urfjallanna undi hann sér hið bezta og eignaðist aftur glaðar stundir, sem hann ungur væri aft ur heima. Þrátt fyrir mikið vinnu strit um miðbik ævinnar þarna, sá hann til síðustu stundar sömu fjöll og dali, sem hann ólst við í æsku. Karl var manna óvílnastur og sagðist alltaf hlakka til hverrar árstíðar. Slíkt ,er mikil gæfa hverjum þeim, sem lifir ævina alla í nánum skiptum við vetur, sumar. vor og haust. Síðast.liðjnn vetur var Karl orðinn fársjúkur, en naut frábærrar umönnunar heímafólks síns til hinsta dags. Svo trúðu heiðnir menn, þeir sem undir Helgafelli bjuggu, að þeir dæju inn í fjallið. Karl á Rauðhólum dó inn í vorfögnuð hvítasunnunnar, og var þannig Ijóssins guði á hendur falinn um tíma og eilífð. Stefán Ásbjarnarson. NÝJAR RANNSÓKNIR Framhald af bls. 5. byggingar og útvegað heimild yfirvaldanna til þeirra, en naz istar hindrað framkvæmdina þar til að þeir voru koimnir til valda sjálfir. EIGI að finna eitthvað að könnun Allens verður það helzt að hún skuli ekki vera látin ná tvö ár eða svo lengra aftur í tímann. Þarna getur litið út fyr ir að aðdragandinn að fyrsta, stóra kosningasigri nazista eða sigrinum í þingkosningunum í september 1930, hafi allur orð- ið á fáeinum mánuðum á fyrri hluta ársins 1930. Þetta virðist koma heim að því er Thalburg snertir, þar sem naz istar fengu 213 atkvæði við sveitarstjórnarkosningar í nóv- ember 1929 saman borið við 1742 atkvæði í september 1930. En sigurinn var að þakka sjúklega áköfum áróðri, sem skipulagður var utan frá. Þeg- ar Hitler tók við völdunum ár- ið 1933 voru skráðir félagar í nazistaflokknum í Tralburg enn innan við 100 að tölu. En atíkvæðin, sem nazistar fengu í bænum, voru yfir 4000 að tölu. í næstu framtíð gerbreyttist hin félagslega uppbygging í Thalburg. Skýringar Allens á þvi, hvernig einræðisstjórn tek- ur öll völd yfir þjóð, og hvern- ig híð mannlega andrúmsloít eitrast gersamlega af tor- tryggni á örfáum mánuðum, er alveg frábær, en of langt mál er að rekja hana hér. Aðeins skal þess getið, að dregin er fram í dagsljósið sú athyglis- verða staðreynd, að veruleg aukning afbrota er undanfar- inn í allri framvindunni, og þetta gerist samtímis og allt samfélagið blómstrar á ytra borði vegna útrýmingar at- vinnuleysisins. Allen er það nærgætinn, að ákvarða Thalburg ekki nánar Sfml 22140 Kulnuð ást (Where love has gone) Einstaklega vel leikin og áhrifa mikil amerísk mynd byggð a samnefndri sögu eftir Har- old Robbins höfund .Carpet- baggers" Aðalhlutverk: Susan Hayward Bette Davis Michael Connors Bönnuð börnum innan 16 óra Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3: en svo að segja, að hún sé „staður á þeim hluta Norður- Þýzkalands, þar sem mótmæl- endur eru í meirihluta." Þetta gæti átt við um Slesvig-Hol- sten, en hlýtur að vera Neðra- Saxland. HVAð sem öðru líður hlýtur mótmælaendatrú íbúanna að vera ein af forsendunum fyrir því, að nazistar fengu þarna meira fylgi en í meðallagi. Lút- herskir prestar voru meðal þeirra, sem ruddu nazismanum braut í Thalburg, en hinn fá- menni hópur kaþólskra manna fylgdi miðflokknum. Annars er það sérkennandi fyrir bæinn, hve óvenju marg- ir af íbúunum unnu hjá rík- inu, ýmist að stjórnarstörfum eða við jámbrautirnar. Járn- brautarstarfsmennimir voru kjami jafnaðarmannaflokksins og höfuðstóll, en nazistar virð ast einkum hafa öðlast fylgi sitt meðal annarra hópa fast- launamanna. Að álití Allens grunaði mik- inn meirihluta þeirra, sem veittu Hitler kjörfyigi, alls ekki hvað í því fólst. En hann telur samt sem áður, að mönnum hafi þegar verið orðið þetta Ijóst árið 1935. En þegar þar var komið var þess ekki fram- ar neinn kostur að losna við ríkisstjómina. FJALLGANGA Framhald af bls. 8. ið var nú áfram, og kvaddi Bossert sér hljóðs, ræddi um, dag fslands, sem einnig er! „Dagur hinnar þýzku einingar," sagði síðan að í dag skyldi reikað um bæjersku skógana, að mestu raunar í bílnum, en fyrir fjallgöngugarpa, sem við ÖU vorum þennan dag, yrði far ið í um klukkustundar fjall- göngu. Takmarkið væri að sboða ýmsa gimsteina bæjerskr ar menningar, og myndi Pik- ola, sem væri manna fróðastur um sögu Bæjaralands og stað- háttu alla, verða leiðsögumað- ur okkar. Ekið var nú í ijómandi veðri sem leið lá til Chiemvatnsins og beygt til suðurs upp í Tíról- árdal (Tal der Tiroler Aache). Á leiðinni voru sungin íslenzk ættjarðarlög og þýzík þjóðlög, og lék Bossert undir söng á munnhörpu sína, sem jafnan er með í ferðalögum þessum. í Tírólárdal var bíllinn skil- inn eftir, og lagði hópurinn nú í fjallgöngu upp skógarstíg einn, sem liggur til Streichen, en þar stendur — hátt yfir dalnum — kinkja, gömul og merkileg, frá 15. öld, einn dýr- gripur bæjerskrar kirkjulistar. í Streichen var nú áð góða stund, matur snæddur og sval- að þorstanum. Bæjarapiltur einn dansaði „Schuhplattlern,'’ sem er þjóðdans Bæjara og raunar allra Alpabúa. Síðan sýndi Pikola borgastjóri, okk- Siml 11384 Don Olsen kemur í KJÓMyiOiasBI Slml 18936 Slm 41985 bæinn Sprenghlægileg ný Dönsk gam anmynd. Aðalhlutverkið leikur vinsæi- asti gamanleikari Norðurlandi. Dirk Passer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slm' 11540 Fyrirsæta í vígaham (La bride sur le Cou) Sprellfjörug og bráðfyndin frönsk Cinemascope-skopmynd í „farsa“-stíl. Brigitte Bardot Michel Subot Danskir textar. Bönnuð börnum. Sýnd kl 5, 7 og 9. ur kirkjuna, sem byggð er í gotneskum stíl, að innan prýdd merkilegum veggmyndum, (fresco), er lýsa píslarsögunni Frá kirkjunni var gengið á sjónarhól þar rétt hjá, og var þaðan vítt og fagurt að sjá, en borgarstjórinn lýsti stöðu öllum og staðháttum. En nú skyldi haldið áfram, og eftir hressingargöngu nið- ur brattann var ekið um skóga og engi, framhjá ám og vötnum, þar til við komum til Pelham, sem liggur við vatn eitt í Chiemhéraðinu. Einróma var samþykkt að staldra þar við. Þeir, sem vildu, fóru í sólbað eða syntu í vatninu, aðrir fengu sér hressingu og spjölluðu saman. Þar var síðan snæddur kvöldverður. Formað- ur Félags íslendinga í Miinch- en, Svanur Eiríksson, þakkaði þeim Bossert og bonu faans nokkrum vel völdum orðum gott ferðalag og góðar veiting- ar og Pikola frábæra leiðsögn. Haldið var svo heim á leið eftir vel heppnaðan dag. gís. Barrabas íslenzkur texti. Amerísk ítölsk stórmynd. Mynd in er gerð eftir sögunni Barra bas, sem lesin var í itvarp. Þetta verður síðasta tækifænð að sjá þessa úrvals kvikmynd áður en hún verður endursend. Aðalhlutverk: Anthony Quinn og Silvana Mangano. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára Slmar 38150 og 32075 Maðurinn frá Istanbul Ný amerlsk-itölsif sakamála- mynd 1 litum og Cinemascope MyndiD er einhver sú mest spennandl, sem sýnd hefui ver ið hér á landi og við metaðsókn á Norðurlöndum Sænsku oiöð- in skrifa um myndina að James Bond gæti farið heim og lagt sig. . . íslenzkur texti Pardusfélagið (Le Gentleman de Cocody) Snilldar vel gerð og hörku- spennandi ný frönsk sakamála mynd I algjörum sérflokki. Myndin er i litum og Cinemacope. Jen Marais Liselotte Pulver. Sýnd kl. 5 ‘ og 9. Bönuð bömum. Slmt 50249 The Caroetbaggers Heimsfræg amerísk 6tórmynd George Peppard Allan Ladd íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 9. Slml 50189 Sautján 10. sýningarvika. GHITA NGSRBY OLE S0LTOFT HASS CHRISTENSEM OLE MONTY LILY BROBERG Mnp umdeUds rlthöfund Soya Sýnd kl 7 og 9. Bönnuf oöniuir Konungur sjóræn ingjanna Sýnd kl. 5. GAMLA BÍÓ I Súnlll475 HEIMA OG HEIMAN Framhald af bls. 3. allar sprengjumar fjórar séu fundnar og öll geislavirk um- merki vísindalega fjarlægð. Nafnið Palomares verður um mörg ókomin ár tengt hinum hörmulega atburði, sem var gerast mánuðina janúar-marz í ár, og íbúarnir hafa gilda ástæðu til ð kvíða því, að öðru fólki standi stuggur af þorpinu, það verði þess vaidandi, að bændurnir muni eiga erfitt að selja framleiðsluvörur sínar í framtíðinni. Palomares er í Almeria-hér- aði, sem þekkt er bæði tómata- og fiskframleiðslu. Þegar byrj- að var í alvöru að skrifa í blöð- in um að sérfræðingar teldu svæðið umhverfis Palomares vera orðið bættulega geísla- virkt, áttu fiskimenn í hinum mestu vandræðum að selja afla sinn. Fiskverðið féll niður fyr- ir þriðjung þess, sem eðlilegt var, og margar húsmæður sögðu hreint og beint, að þær vildu ekki fiskinn, þótt þær fengju hann gefins. Og allt kom fyrir ekki, að heilbrigðis- yfirvöld gáfu út hátíðlegar yfir- lýsingar um að jarðávextir og fiskur í nágrenni við Palomar- es væru skaðlaus til matar. Að vísu runnu tvær grímur á marga þá, sem töldu svæðið allt Horst Buchholz og Sylva Koscina. Sýnd bi 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. hættulegt, er bandaríski sendi- herrann á Spáni ölagðist til sunds í sjónum úti fyrir til að sannfæra fólkið um að engin hætta væri á ferðum. Samt voru margir tortryggnir sem áður. Bandarísku hemaðaryfirvöld in létu nú hendur standa fram úr ermum til að greiða bænd- unum í Palomares skaðabæt- ur. Fulltrúi frá flughemum sló upp tjaldi á ströndinni neðan við þorpið og reiddi af hendi fé til fiskimanna og matjurta- ræktenda. Sömuleiðis keypti hann gegn staðgreiðslu allar tómatabirgðirnar, sem hlaðizt höfðu upp í þorpinu undan- farna daga, tvö og hálft tonn, sem hann bauð 17,500 krónur fyrir. Þó var það lítilræði í samanburði við skaðabæturnar, sem bændur fengu fyrir tap á i uppskeru og öðrum eignum. En j peningar gátu ekki heldur leyst j öll vandamálin, sem fbúarnir í I Palomares höfðu fengið til að | glíma við. Bóndi nokkur bar i sig illa út af því, að hann j hafði verið rekinn út úr veit-1 ingahúsi í nágrannaþorpi, því að fólkið óttaðist þar að hann væri geislavirkur! I Gull fyrir keisarana (Gold Fpr The Caesars) ítölsk stórmynd f litum Jeffrey Hunter Mylene Demongeot Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. T ónabíó Slml 31187 íslenzkin eexti Með ástarkveðju frá Rússlandi (t'roni Kussia witb Love) Helmsfræg oe snilldar vel gerö ný ensk sakamálamynd • litum SeaD Connery Daniela Biancin Sýna iti » og B. HækkaB verö BönnuB lnnan 16 ðra LátiS okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fylg- izt vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32, sími 13100.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.