Tíminn - 16.07.1966, Side 16
/
Frá umræðum um reikninga borgarinnar 1965:
BORGARSTJÓRINN / FELU-
LEIK MEÐ 39 MILUÓNIR
;ða um reikni
TREYSTUM VERNDAR-
MÆTTIJÓNS BISKUPS
sagði Einar G. E. Sæmundsen' formaður Lands-
sambands hestamanna í setningarræðu.
KJ-Hólum í Hjaltadal. föstud.
í dag kl. 2 var fimmta lands
mót Landssambands hesta
mannafélaganna sett hér á Hól
um, Einari G. E. Sæmundsen,
formanni samtakanna. Fjöldi
fólks var þá komið hingað
á staðinn, og hefur verið stöð
ugt að bætast við í dag. Veður
hefur verið mjög ákjósanlegt
stillt og hlýtt, en sólarlaust að
mestu.
í setningarræðu sinni,
mæltist Eúiari G.E.Sæmund
sen m.a. á þessa leið: „Þegar
Landssamband hestamanna
félaga hóf starf sitt fyrir 16
árum, mátti það naumast tæp
ara standa. að hestaíþróttir
og hestamannska, sem verið
höfðu sérstæður þáttur í þjóð
lífinu, yrðu ekki alger hornreka
og hyrfu með öllu . Fyrir öt
ula baráttu og þrotlaust starf
forgöngumanna hestamanna
félaganna var í undanhaldi og
deyfð snúið upp í glæsilega
sókn og sigra. Fjöldi nýrra
hestamannafélaga hefur verið
stofnaður á liðnum árum, og
eru þau nú orðin 32 talsins,
með um 2500 félaga. Samstarf
Búnaðarfélags fslands og LH
um sýningar og dóma á
kynbótahrossum, á fjórðungs
og landsmótum, hefur eflt
hrossakynbótastarfið. Störf
hestamannafélaganna heima í
héraði eru hin margvísleg
ustu, og fer það að
sjálfsögðu eftir aðstöðunni
á hverjum stað, á hvaða þætti
er lögð megináherzla hverju
sinni. Bæjarbúar flýja í æ rík
ara mæli náðir hestsins til
þess að fá holla útivist og
hreyfingu, tilbreytni frá kyrr
setu og taugaþenslu, á öld
hraða og spennu. Með hestin
Framh. á bls. 14.
Myndin hér að ofan er af Hólastað og nokkrum tjaldanna, sem bar
hafa verið reist. T.h. er mynd af ungu hjónunum Árdísi Björns-
dóttur og Jóni Friðrikssyni frá Akureyri með hryssurnar Vöku (t.
v.) og Yrpu. Þau hjónin eru góðir fulltrúar unga fólksins á lands-
mótinu. Neðst er svo mynd yfir landsmótssvæðið. (Tímamyndir KJ)
® Síðari umræða um reikninga
eykjavíkurborgar fyrir árið 1965
ór fram í borgarstjóm í fyrra-
:völd. Einar Ágústsson, borgarfoll
rúi Framsóknarflokksins, ræddi
ýmls atriði þeirra og gagnrýndi
»æði ýmsan hallarekstur borgar-
nnar og útfærslu reikninganna,
'er hér á eftir útdráttur úr ræðu
hans.
Gjöldin.
Við 1. umr. sagði borgarstjóri
[að rekstrargjöld borgarinnar hefðu
farið 4 rnillj. kr. fram úr fjár-
hagsáætlun. Samkvæmt þeim gögn
um, sem ég hef undir höndum,
fjárhagsáætlun 1965 og reikning
ana fyrir sama ár lítur þetta öðru
vísi út. Rekstrargjöld skv. fjárhags
áætlun voru skv. mínu eintaki 528
539 þús., en samkvæmt reikningi
er þessi tala 567.154 auk afskrif-
aðra og eftirgefinna skulda að
upphæð kr. 578 þúsund eða sam-
tals 567.732 þús. Samkvæmt þess-
um tölum hafa gjöldin farið 39
578 þús. fram úr áætlun og
finnst mér sjálfsagt að borgar-
stjórn öll viðurkenni svo augljósa
staðreynd. Hitt er svo annað mál.
að umframgreiðslurnar geta átt
sína skýringar, og ég rengi út af
fyrir sig ekki þá reikninga. sem
lagðir hafa verið fram um það,
hversu mikið af umframgreiðslun-
um eigi rætur sínar að rekja t.d.
til kauphækkana.
f boEgarreikningunum er sú upp
hæð talin vera 26.7 milljónir, og
lögboðin framlög til elmannatrygg
inga Atvinnuleysistryggingasjóðs
og Sjúkrasamlags Reykjavíkur
reyndist nærri 6 millj. kr. hærri
en áætlað hafði verið. Með því
að draga þessar fjárhæðir svo og
aukafjárveitingar borgarsjóðs að
upphæð 1.9 millj. er fengin úr áð-
umefnd tala 4 millj. kr. Þetta eru
skýringar út af fyrir sig, en aug-
ljóst er þó engu að síður að um-
framgreiðslur eru þetta, þær urðu
39 millj. kr. umfram fjárhagsáætl-
un en ekki 4 millj. eins og borgar
stjóri sagðí á síðasta fundi. Eg tel
ástæðulaust að leika feluleik út af
þessu!
Tekjurnar.
Tekjur borgarinnar fóru líka
fram úr því, sem áætlað hafði ver
ið. Samkv. fjárhagsáætlun voru
þær þessar: Útsvör 445.6 millj. aðr
ar tekjur 240.1 millj. eða samtals
685.7 millj. kr. Reikningurinn sýn
ir hins vegar allmiklu hærri tölur.
Samkvæmt honum urðu útsvörin
463,2 millj. eða 17.6 millj. umfram
áætlun. Aðrar tekjur urðu 259.6
millj. eða 19.5 millj. kr. fram yfir
áætlun. Þannig eru umframtekjurn
ar í heild 37.1 millj. Fyrir utan
útsvörin munar þarna mestu um
aðstöðugjöldin. Þau urðu 100.5
millj. og fóru 12.5 millj. fram úr
áætlun. Einnig varð hluti borgar-
innar af jöfnunarsjóðsgjaldi 3%
Framhald á 2. síðu.
Barn drukknar á
Siólufirði
Siglufirði, föstudag.
í gærkvöldi féll sex ára dreng
ur út af bryggju hér í bæ og
drukknaði. Reiðhjó) drengslns
fannst á bryggjunni, og var þeg-
ar brugðið skjótt við og útveg
aður froskmaður. Kafaði hann
og fann fljótlega lík drengsins.
Svo einkennilega vill til, að á
sama stað drukknaði jafngama!)
drengur fyrir þrem vikum.
159. tbl. — Laugardagur 16. |úfí 1966 — 50. árg.