Tíminn - 16.07.1966, Side 3
LAUGARDAGUR 1G. júlí 19GG
ifMLNN
3
Hvert einasta þorp á Spáni
á sinn vemdardýrling, sem
heldur verndarhendi sinni yfir
þorpsibúum og tryggir þeim
ríkulega uppskeru. Þorpið Palo
mares í suðausturhluta Spán-
ar á að vera verndardýrlingi
heilagan ábóta St. Anton, sem
sagan segir að hafi gefið upp
öndina árið 356 fyrír Krisrs
burð, þá orðinn 105 ára gam-
all. Hinn 17. dag janúarmán-
aðar ár favert halda íbúarnir
í Palomares hátíðlegan St.
iAntons dag. Og jafnvel þótt
kaþólski presturinn í þorpinu
tsé ekki alls kostar ánægður
tmeð guðsótta sóknarbarna
«inna, þá gleðst hann samt
yfir aðsókninni að St. Antons
messunni. Hinir friðsömu þorps
búar, sem flestir lifa á því að
rækta tómata, sýna með því,
þrátt fyrir allt, að þeir viður-
kenna, að til sé æðra vald, sem
veitir þeim vernd.
St. Antons dagur er ekki frí-
dagur - Palomares, því að þá
stendur sem hæst uppskerutím
inn á tómatekrunum. En um
kvöldið er messa og á eftir
Fólkinu varð svo mikið um
þessa yfirþyrmandi sjón, að
það hélt að dómsdagur væri
upp runninn. Sú ágizkun var
heldur ekki fjarri sanni, því
að meðal þeirra hluta, sem
hrapaði úr loftinu, voru fjórar
vetnissprengjur, sem saman-
lagt voru að sprengingarafli
tuttugu þúsund sinnum öflugri
en atómsprengjan, sem varpað
var yfir Hirosihima. Og þessar
vetnissprengjur komu úr amer-
ískri B-52 sprengjuflugvél, sem
rakst á aðra flugvél og sprakk
við áreksturinn, sem kunnugt
er af fréttum fyrr á þessu ári.
Ef sprungið hefði ein af þess
um vetnissprengjum, mundi
það hafa nægt til að leggja í
auðn mikinn hluta af Spáni.
En íbúarnir í Palomares kom-
ust samt ekki að raun um þetta
fyrr en þorpið þeirra var orð-
ið troðfullt af amerískum og
spænskum hermönnum háum
sem lágum svo og öðrum gest-
um, sem króuðu af þorpið og
svæðið í kring og bönnuðu
stranglega aðgang utan að kom
andi fólki. Þrjár af vetnis-
Kafarar úr bandaríska flotanum leita dag og nótt að rjórðu sprengj
unni, sem týndist og fannst ekki fyrr en eftir tveggja mánaða leit.
Bændurnir i Palomares biðu i ofvæni á meðan vísindamenn rannsök-
uðu, hvort húsdýrin væru orðin hættuiega geislavirk.
henni hátíð í þorpinu. í ár
hugðu allir gott til þess að
halda hátíðlegan þennan merk-
isdag þorpsins, veðrið var hið
ákjósanlegasta og horfur voru
á betri tómatauppskeru en
mörg undanfarin ár. Þetta átti
sem fyrr að verða mikill dagur
í lífi þorpsbaú, og þeir kærðu
sig kollótta, þótt í augum ann-
arra Spánverja og umheimsins
væri þorp þeirra ekki annað
en smádepill á landabréfinu.
En þó fór svo, að áður en
dagur var kominn að kvöldi,
var þessi friðsæli staður orðinn
mest umræddi bær á hnettin-
um.
Hin lágreistu hús og tómata-
akrarnir stóðu kringum Palo-
mares böðuðust í árdegissói-
skininu, þegar þessi sveitasæla
var skyndilega rofin af þung-
um drunum úr lofti. Fólkið i
Palomares renndi augum upp
á við og varð skelfingu lostið,
þegar það sá eldhaf flæða i
áttina til þorpsakranna. Milli
loganna sá það braki rigna yf-
ir tómataakrana. Sumt af þessu
braki var hrikastórt og grófst
djúpt í jörð niður.
sprengjunum fjórum fundust á
tómatökrunum innan sólar-
hrings, en hin fjórða virtist
týnd og tröllum gefin. Nýir
leitarhópar voru kvaddir á vett
vang, og meðfram ströndinnj
úti fyrir Palomares sveimaði
mikill floti herskipa og sér-
stakra leitarskipa í leit að hinni
týndu sprengju. Eftir tveggja
mánaða stanzlausa leit komust
menn loks að því. hvar sprengj
an var niður komin, á hafs-
botni úti fyrir ströndinni, og þá
lauk kostnaðarsömustu og víð-
tækustu leit, sem sagan grein-
ir frá.
Þessa tvo mánuði voru þorps
búarnir í Palomares meira eða
minna sem hlutlausir áhorfend
ur að þeim þindarlausa hama-
gangi, sem átti sér stað í hin-
um friðsamlegu heimahögum
þeirra. Fyrsta daginn störðu
þeir furðu lostnir á hóp manna
með grímur fyrir andlitinu,
menn sem þumlunguðu sig
áfram með margbrotin mæli-
tæki um akrana þvera og endi-
langa eftir að þeir umkringdu
svæðið hindrunum, sem eng-
inn þorpsbúa fékk að fara inn
Grímuklæddir vísindamenn leita á ökrunum að broti úr vetnis-
sprengjunni, sem brotnað hafði, er fiugvélin hrapaði.
fyrir. íbúunum var meira en
nóg boðið og fylltust gremju
af að sjá þessa gesti kveikja
í tómataplöntunum, svo að upp
skeran brann og rauk út í veð-
ur og vind.
En það var ekki nóg. Bænd-
urnir í Palomares urðu að
horfa upp á það, að ferlega
stórar jarðýtur ruddust inn á
akrana og hrúguðu plöntum og
jarðvegi í stærðar hauga, sem
síðar voru fluttir út í amerísk
flutníngaskip á Miðjarðarhafi.
Bændurnir sneru sér bæði til
amerísku og spænsku liðsfor-
ingjanna, sem höfðu hreiðrað
um sig í þorpinu, en voru ekki
virtir viðtals, þeir fylltust rétt
látri reiði en fengu engin svör
við sjálfsögðum spumingum
sínum. Samt voru bændurnir
sannfærðir um, að þeir mundu
ekki bíða neitt fjárhagslegt
tjón af öllu umstanginu.
Bráðlega vitnaðist, að ein
vetnissprengjan hafði skaddazt,
er hún rakst á mishæð á akr-
inum, hleðsluhylkið hefði
sprungið, og umhverfinu væri
þar með stefnt í hættu vegna
geislavirkni. Örsmáar geisl-
virkar agnir hefðu líka festzt
við fötin á nokkrum bændum
í byggðinni, og er þeir gengu
undir rannsókn hjá læknum og
vísindamönnum, bentu þvag-
prófanir til þess, að geislunin
gæti verið banvæn. En meðan
á þessum rannsóknum stóð voru
íbúarnir í Palomares alls óvit-
andi um þá hættu, er þeir voru
sjálfir komnir í.
Þegar bændurnir í Palomar-
es voru loks leiddir í allan sann
leika um samhengi hlutanna,
kom annað hljóð í strokkinn
og þeir prísuðv sig sæla af því,
að hinir bandarísku aðkomu-
menn höfðu verið svo röskir að
fjarlægja allan þann jarðveg,
sem senniléga var orðinn geisla
virkur. En það var ekki vanda-
laust að koma þessum jarðvegi
og plöntum þannig fyrir, að
ekki hlytist tjón af. Þeir 'hafa
sína „sorphauga" fyrir geisla-
virkar leifar, en slíkum sorp-
haugum er ekki óhætt að koma
fyrir hvar sem er, því að efni
og hlutir, sem orðið hafa fyrir
geislun þeirrar tegundar, sem
leiddust út úr vetnissprengj-
unni í Palomares, getur haft
geislunarhættu fyrir umhverfið
næstu 25 þúsund árin!
En bændurnir í Palomares
óttast, að þeim sé ekki allur
vandi af höndum, jafnvel þótt
Framhald á bls 15
HEIMA 06 HEIMAN
Á yÍÐAVANGI
Klórað yfir
Það má sjá það á forystu-
grein Morgunblaðsins í gær, að
einhver ritstjórinn hefur hlaup
ið illilega á sig í skrifum sín-
um um vegamálin fyrr í vik-
unni, þar sem hann boðaði
þriggja ára stöðvun varanlegra
vegaframkvæmda. Ritstjór-
Iinn var full hreinskilinn, og
full áhugasamur um vöxt og
viðgang viðreisnarinnar. Sjálf-
sagt hefur hann fengið snupr-
ur hjá húsbændum sínum fyrir
þessa „óþar-fa hreinskilni“. En
í gær gerir hann tilraun tll
að lireinsa úr buxum sínum
og skrifar hástemmt lof um
stefnu Sjálfstæðisflokksins í
vegamálunum nú á að ..stefna
að þvi“ að gera stórátak í
vegamálunum, en ekkert
minnzt á það, að það cigi að
bíða í þrjú ár áður en hafizt
verði handa.
Lof sé þér og dýrð
Ritstjórinn minnir og á það
að í fyrra hafi vcrið veitt fitgjri
j krónum til vegamála en 1958.
! Auðvitað minnist hann ekki á
það, að krónumar í fyrra voru
æði miklu minni hver um sig
en þær voru 1958 og óþarft
þykir honum, að geta þess, að
tekjurnar af umferðinni hafa
margfaldazt frá 1958. 1958
Iagði ríkissjóður fé til vega
mála umfram þær tekjur, sem
hann hafði af umferðinni. síð
an núverandi stjórnarflokkar
i tóku stjórn þessara mála í sín
i ar hendur, hefur ríkissjóð
: ur hirt hvorki meira né minna
en 2.200 milljónir af tekjunum
| umfram það, sem vegun-
um hefur verið lagt til. Þessi
fúlga hefði nægt til að ieggja
malbikaðan veg norður til Ak
ureyrar og annan austur að
j Þjórsá-
Sjálfhelda
Sannleikurinn er sá, að vega
í málin eru að komast í algera
sjálfheldu. Vegirnlr okkar eru
j flestir lélegir. en hitt er sorg
legra að margir fara þeir ört
versnandi ár frá ári. Ár-
| um saman fá sumir vegirnir,
engan ofaníburð. Lagning
nýrra vega er sáralítil nema
þar sem unnið er fyrir lánsfé
og nú er svo komið, að nær
allt nýbyggingaféð fer í vaxta-
greiðslur af lánum, sem búið
er að vinna fyrir. Það stefnir
& því allt í strand og þetta skeð
ur á mestu veltiárum í sögu
þjóðarinnar.
„P'önin" og lcjós-
endur
Og þótt reynt sé að klóra
yfir, er það stefnan, að ekk
ert verulegt eigi að gera næstu
þrjú ár, því að efnahagsástand
ið og vinnumarkaðurinn þoli
það ekki. Hins vegar virðlst
efnahagskerfið þola það árlega
tugmilljónatjón, á farartækj-
um, sem verður á ódáðahrauni
veganna okkar. Svo skrifa
þessir menn um „plön“ sin
næstu þrjú árin. eins og þeir
séu öruggir með það, að
þjóðin feli þeim umboð til að
stjórna áfram næsta kjörtíma
bil. Kjósendur eiga nú eftir að
kveða upp sinn dóm um þessi
„plön“, og önnur — og víst
Ier það, að þelr ganga ekki að
neinu blindandi, hver fram
vindan verður, ef núver-
andi stjórnarflokkar fara
áfram með völd.
Þorpsbúar óttuðu
kominn væri dómsdasur