Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 4
4
REUTER
AP NTB
Vlsir. Mánudagur 24. marz 1975.
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN
Um 9000 uppreisnar-
menn Kúrda hafa neitað
fyrirmælum um að
leggja niður vopn i sjálf-
stæðisbaráttu þeirra
gegn stjórn íraks. Þeir
hafa haldið til fjalla i
norðurhluta landsins og
ætla að halda áfram
baráttunni, eins og þeir
hafa gert i 13 ár.
Frétzt hefur, að Mullah
Mustafa Barzani, hinn 72 ára leið-
togi Kúrda, sem leitt hefur sjálf-
stæðisbaráttu þeirra i gegnum
árin, hafi sagt þeim 2 milljónum,
sem honum hafa fylgt, að barátt-
an væri á enda.
En svo virðist sem nokkrir upp-
reisnarforingjar hafi ekki viljað
láta sér segjast.
Frekari barát'ta sýnist vonlaus
eftir samkomulagið, sem stjórnir
trans og traks gerðu með sér 6.
marz um bætta sambúð rikjanna.
Samþykktu þá tranar að taka
fyrir ferðir Kúrda yfir landamæri
rlkjanna. Beggja megin við
landamærin, þar sem norðurhluti
Iraks er, búa Kúrdar. Hafa upp-
reisnarmenn ávallt átt ihlaup hjá
frændum sinum i Iran. Auk þess
sem tran hefur oftsinnis útvegað
þeim vopn og nauðsynjar, þar til
endi var bundinn á slfkt 6. marz.
Þúsundir Kúrda hafa um helg-
ina lagt land undir fót og flúið yfir
til trans. Vænta þeir sér einskis
góðs af fjendum sinum. Siðustu
árin, sem barátta þeirra við
stjórn Iraks hefur staðið, hefur
stjórnarherinn beitt óspart loft-
hemum, sem hellt hefur fosfór-
sprengjum yfir fjallaþorp Kúrda.
Mustafa Barzani er horfinn
ásamt sonum sinum og fréttist
ekkert til þeirra i gær eða i morg-
un. Útvarp Kúrda i Bagdahd hélt
þvi fram, að þeir hefðu haldið úr
landi til þess að reyna að leita
meðal annarra þjóða liðsinnis við
málstað Kúrda.
TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODIO Á ÍSLANDIH/F
AUÐBREKKU 44 - 4é — SiMI 42600
til
írans
Skipið
siglir
íbanni
stjórn-
arinnar
Samtök landa Ame-
riku efna til sérstaks
fundar i dag vegna
finnska skipsins, sem er
á leið með arsenikfarm
til þess að fleygja hon-
um i Atlantshafið.
Flest riki Suður-Ame-
riku hafa tekið undir
mótmæli Braziliumanna
við þvi, að eitrinu verði
fleygt í sjóinn.
Finnska stjórnin tók loks á-
kvörðun i gær, þegar tankskipið
Enskeri var komið suður i gegn-
um Ermarsund, að leyfa ekki, að
eiturfarminum, 100 smálestir af
arsenikúrgangi frá oliuhreinsun-
arstöð Finna, verði varpað I
Atlantshafið. Hafnaði hún um-
sókn oliufélagsins Neste, (sem er
rikiseign), um að fá að varpa
farminum fyrir borð.
En Enskeri heldur áfram sigl-
ingu sinni og kviða menn þvi, að
banni finnsku stjórnarinnar verði
ekki hlýtt.
Aður hafði rikisráðið þegar það
fjallaði um umsókn oliufélagsins,
ekki séð neitt athugavert við að
fleygja eitrinu i sjóinn, þar sem
það virtist ekki stangast á við
neinar alþjóðiegar reglugerðir. —
En i gær var þessi afstaða endur-
skoðuð, og kvaðst finnska stjórnin
þá ekki vilja stuðla að þvi að
spilla viðleitni þjóða til að ná
samkomulagi um verndun úthaf-
anna.
Enskeri stefnir suður á bóginn,
og er talið, að skipið eigi að
fleygja farminum fyrir borð, þeg-
ar það verður komið um 1000 km
suður af Filabeinsströndinni, sem
verður væntanlega á föstudaginn
langa, ef áfram heldur sem horf-
ir.
Brazilia og fleiri Suður-Ame-
rikuriki hafa hótað að beita refsi-
aðgerðum gegn Finnlandi, ef eitr-
inu verði fleygt i sjóinn.
Þúsund-
ir Kúrda
flýia
Finnska skipið Enskeri á sigiingu
meðarsenikfarm sinn, 100 smá-
lestir, frammi á þilfari. Það heldur
áfram siglingunni, þrátt fyrir
bannið.
9000 héldu til fjalla og
œtla að halda ófram
baráttunni
(g)$H0DRIWL5
5-MANNA, FJDGURRA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL.
ESENSÍNEYÐSLA 8.5 LlTRAR Á 100 KM.
FJOGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GlRKASSI.
GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18.5 SEK. I 100 KM. Á KLST.
VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 619.000,00
VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 449.000,00
IMSHai
I YRST A ÍSLENSKA FARÞEGAFLUGIÐ
TIL RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA
52
z s
(0
Dagana 5—12 júni.
Flogið með Boeing þotu Air Viking beint frá Keflavikurflugvelli til Sheremtvo
flugvallar i Moskvu.
Þaðan er aðeins 1 klukkustundar akstur til hótelsins, sem farþegar dvelja á, og er
fyrsta flokks hótel.
Margt er að sjá og skoða. Komudag verður farið i skoðunarferð um borgina. Næsta
dag til Kreml, og neðanjarðarjárnbrautin i Moskvu skoðuð (en hún er sérstætt
listaverk).
Farið verður á sýningu Sovétþjóðanna sem er geysistór sýning, hún sýnir þróun
þjóðanna og er sýningin alltaf endurnýjuð. Skoðaður verður hæsti sjónvarpsturn i
heimi, en á toppnum er veitingarhús.
Farið verður i leikhús I Moskvu Bolshoi/Congress höllina.
Flogið verður til Leningrad og farið i skoðunarferð um borgina. Skoðað verður
m.a. Vetrarhöllin eitt stærsta listasafn heims.
tsakskirkjaeitt skemmtilegasta listaverk i húsbyggingarlist, forngripasafn,
byltingarsafnið i Leningrad, farið verður til sumarhallarinnar Petrovorets, sem
liggur utan við Leningrad
Minnisgrafreitur frá umsátrinu um Leningrad verður einnig skoðaður og svo
verður farið i Kirov-leikhús á einn frægasta ballet i heimi.
Innifalið i þessari ferð er: Flugferðir, fullt fæði, dvöl á 1. flokks hóteli, allar
skoðunarferðir og leikhúsferðir.
Verð aðeins 57.500 með baði, en 52.000 án baðs.
Pantið strax, þvi hver vili missa af svona sérstæðri og skemmtilegri ferð?
LAINIDSÝN hf.
ALPÝDUORLQF
Laugaveg 54 símar 22890 28899
SUNNAY*
FERÐASKRIFSTOFA Lækjargötu 2 símar 16400 12070