Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 9
Visir. Mánudagur 24. marz 1975.
9
Stór skóli, — og árang-
ursríkur
Umferðarskólinn Ungir vegfar-
endur státar liklega af fleiri
nemendum en nokkur annar skóli
á landinu. Börn á aldrinum 3-6
ára fá send verkefni skólans, og
eru samtals 17.122 nemendur við
skólann, en útsend verkefni þetta
starfsárið verða um 90 þúsund'
talsins. Kostnaður við skólann er
greiddur af þeim 45 sveitarfélög-
um, sem aðild eiga að skólanum.
Rannsóknir á börnum i umferð-
inni erlendis hafa sannað svo vart
verður um villzt, að börn sem
hafa glimt við svipuð verkefni og
þau sem send eru börnum hér,
eru mun hæfari i umferðinni.
Gagnlegur upplýsinga-
pési
Æskulýðsráð hefur gefið út,
handhægan og ágætan upp-
lýsingapésa með upplýsingum
um æskulýðsfélög og samtök i
Reykjavik. Nefnist hann „Æsku-
lýðsstarf”, undirtitillinn er
„Félög og stofnanir”. Eru félögin
flokkuð i bindindisfélög, iþrótta-
félög, kristilegt æskulýðsstarf,
skátafélög, ýmis félög og æsku-
lýðsfélög stjórnmálaflokkanna.
Hvorki meira né minna en 77
félög starfa að málefnum
æskunnar i höfuðborginni, svo
hver unglingur ætti að finna eitt-
hvað við sitt hæfi. Bæklingunum
er dreift meðal allra 12-15 ára
unglinga i skólum Reykjavikur.
Enn ein sjálfvirk sim-
stöð
Liklega hafa sjálfvirku sim-
stöðvarnar viða um land létt æði
mikið pyngju sumra simglaðra
fjölskyldna. En hvað um það,
flestir fagna þvi vlst að komast I
beint samband, — þ.e. ef linan er
ekki I sifellu upptekin, eins og
viða gerist. Nú hefur sjálfvirk
stöð verið opnuð á Fáskrúðsfirði.
Svæðisnúmer þar eins og annars
staðar á Austfjörðum er 97,
notendanúmerin þeirra
Fáskrúðsfirðinga eru frá 5100 til
5299. Númerin eru þvi 200, en
notendur eins og nú er 136. Fjöldi
sveitalina er 21 á 3 linum, fjöldi
vallina til hnútstöðvarinnar á
Reyðarfirði eru 7 talsins.
Skilið gjaldeyrinum,
takk!
Viðskiptaráðuneytið hefur birt
auglýsingu þar sem varað er við
að halda eftir erlendum gjald-
eyri, sem Islendingar kunna að
eignast. A gjaldeyrir allur að
vera kominn i banka 20 dögum
eftir að hann kemst i hendur
manna. Þá er fjallað um fjár-
festingar erlendis i auglýsing-
unni. Aðilar búsettir hér á landi
mega ekki fjárfesta erlendis i
fasteignum eða verðbréfum.
„Aðili búsettur hér á landi, sem
nú á fasteign erlendis eða verð-
bréf skal tilkynna það skriflega
gjaldey riseftirliti Seðlabankans
til skráningar, ekki síðar en 1.
ágúst n.k.
Þorsteinn safnar fé
Þorstein nokkurn Viggósson
má alltaf af og til lesa um I
dönsku blöðunum. Þetta er ís-
lendingurinn, sem er gifturikur
eigandi tveggja frægra klúbba i
Kaupmannahöfn.
1 nýjasta blaði Se og Hör var
sagt frá þvi að Þorsteinn Viggós-
son, veitingahúsaeigandi (skráð-
ur sem þjónn i simaskránni) hafi
efnt til skyndisöfnunar á diskó-
teki sinu Bonaparte, þegar þar
var haldið upp á fimm ára afmæli
staöarins.
Árangurinn hafi orðið 2000
danskar krónur eða um 56 þúsund
islenzkar krónur, sem færðar
voru blaðinu Se og Hör, vegna
styrktarsöfnunar, sem blaðið hafi
efnt til.
Byggðamól
og iðnaður
Frjáls verzlun, 2. tbl. 1975 sem er nýkomin út, flytur að vanda
fjölbreytt efni um menn og málefni, og má þar fyrst nefna
grein um þjóðartekjur okkar. Þá má nefna grein eftir George
Young, ráðgjafa Frlverzlunarsamtaka Evrópu EFTA. Grein
er um flugfélagið SAS. Grein er eftir dr. Guðmund Magnússon.
Samtlðarmaðurinn að þessu sinni er Gunnar Snorrason,
kaupmaður. Sagt er frá nýmungum hjá Flugfélagi tslands I
sambandi við helgarferðir I innaniandsflugi. 1 nýjum þætti um
islenzkan iðnað er að þessu sinni fjallað um plastiðnaðinn og
einnig er þar grein um ört vaxandi hlutdeild iðnaöar I út-
flutningi. Byggðarþáttur þessa blaðs er frá Suðurnesjum. Þá
eru kynntar nýjar skrifstofuvélar og að lokum má svo minna á
hina vinsælu þætti blaösins: t stuttu máli og Orðspor.
Frjáls verzlun kemur út mánaðarlega.
Frjáls verzlun býður yður velkomin I hóp fastra áskrifenda.
Til Frjálsrar verzlunar, Laugavegi 178.
Óska eftir áskrift að Frjáisri verzlun, pósthóif 1193, Rvik.
Nafn.
Heimiiisfang sjn,j
Útgefandi: Frjálst Framtak h.f.
Laugavegi 178 - Símar 82-300 og 82-302
......
Nýir og sólaðir
sumarhjólbarðar
i miklu úrvali
á hagstæðu verði
Hjólbarðasalan
Borgartúni 24 — Simi 14925.
(Á horni Borgartúns og
Nú láfum við phiups
ÚTVARP fqlgja öllum
mjjum FORD bílum sem
pantanir eru staðfestar
á fgrir mánaðamót
SVEINN Skeifunni 17
EGILSSON HF sími 85100
Húsbyggjendur — Einangrunarplast
Getum afgreitt einangrunarpiast á Stór-Reykjavlkur-
svæðið með stuttum fyrirvara
Afhending á byggingarstað.
Hagkvæmt verð. Greiðsiuskilmálar.
Verulegar verðhækkanir skammt undan.
Borgarplast h.f.
Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöidsimi 93-7355.
Vegna jarðarfarar
Jóhannesar Eliassonar bankastjóra
verður bankinn lokaður þriðjudaginn 25. marz milli kl. 1
og 3.30.
Útvegsbanki islands
Fiskveiðasjóður islands.
® SHODII IfOÍ
5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 53 HESTÖFL.
BENSlNEYÐSLA 7.7 LiTRAR Á 100 KM.
FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GiRKASSI.
GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 20 SEK. Í 100 KM. Á KLST.
VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 582.000,00
VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 418.000,00
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID Á ÍSLAND/ H/E
AUÐBREKKU 44-6 SfMI 42600 KÓPAVOGi