Vísir - 24.03.1975, Qupperneq 11
Visir. Mánudagur 24. marz 1975.
Þróttur upp eftir 13
óra dvöl í 2. deild!
Laugavegi 103 — Við Hlemm
Simi 16930
Margra áratuga reynsla
tryggir góða þjónustu
Allt heimsþekkt
merki
Utsölustaðir víða um land
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík . Sími 8 46 70
Nú — Jakkar á tveggja metra háa menn.
Einnig skyrtur í extra ermalengdum.
Bjarni Jónsson gnæfir hátt yfir
KR-inginn og sendir knöttinn i
mark.
Ljósmynd Bjarnleifur.
PUMA
íþróttatöskur
— 10 gerðir
Einnig hliöartöskur meö isl.
og enskum félagsmerkjum.
Bláar, rauöar, orange, grá-
ar, gular, svartar, hvitar.
Verö frá kr. 930,-
Sportvöruverzlun
Ingólfs óskarssonar
KUppantift 44 — Simi 11783 — Reykjavlk
MUNIÐ
RAUÐA
KROSSINN
„Það hefur verið mjög ánægju-
legt að vinna meö Þrótturunum i
vetur, enda allir unniö sem einn
maður að þvi takmarki að sigra i
deildinni og komast upp i 1. deild.
Hvortég þjálfa og leik með Þrótti
þar, er ekki ákveðið. En ef ekki
verða stórvægilegar breytingar á
minum högum, reikna ég frekar
með þvi.”
Þetta sagði Bjarni Jónsson —
maðurinn á bak við sigur Þróttar
I 2. deild tslandsmótsins i hand-
knattleik karla i ár er við spjöll-
uðum við hann eftir sigur Þróttar
yfir KR á laugardaginn.
Þróttur varð að sigra i þessum
leik eða i það minnsta að ná jafn-
tefli. Sigur KR hefði þýtt aukaleik
á milli Þróttar og KA.
,,Ég var dauðhræddur við KR-
ingana fram i það siðasta”, sagði
Bjarni. ,,Ég hefði ekki viljað
lenda i þeim, ef þetta hefði verið
hreinn lirslitaleikur milli okkar.
Við slikar aðstæður eflast KR-
ingar oftast um allan helming.”
Þrótturhafðiyfirihálfleik 10:8,
en KR komst næst i eins marks
mun i sfðari hálfleik — 13:12 — en
Þróttararnir sneru stöðunni i
19:13 á skömmum tima og
tryggðu sér þar sigurinn. KR náði
að minnka i 2 mörk rétt fyrir lok-
in, en Þróttur átti siðasta skotið
og markið —22:19......
Þrettán ár eru liðin siðan Þrótt-
ur lék I 1. deild siðast — það var
1962, sem Þróttur féll niður. Þá
lék Guðmundur Gústafsson i
markinu hjá Þrótti og hann gerir
það enn i dag. Þetta er i þriðja
sinn, sem hann fer upp i 1. deild
með Þrótti i handboltanum —
fyrir 1962 var Þróttur tvisvar I 1.
deildinni.
En nú á að hætta öllum ,,jó-jó-
leik”. Þróttur ætlar að setjast að i
1. deildinni frá og með þessari
helgi, og það er ekki fráleitt að
ætla, að það standi með þann
mannskap, sem Þróttur á nú i
eldri og yngri flokkunum.
Röðin I 2. deild varð þessi:
ÞRÓTTUR, KA, KR. Niður i 3
deild fellur STJARNAN.
—klp—
Sigrún sá um mörkin
og titillinn var Vals!
Valsstúlkurnar tryggðu sér is-
landsnieistaratitilinn f hand-
knattleik kvenna á laugardaginn
með jafntefli við Fram f sfðasta
leik liðanna i deildinni i ár. En
titillinn hékk á bláþræði undir
lokin, þvi Framstúlkurnar voru
nálægt þvi að vinna, og það hefði
þýtt nýjan úrslitaleik.
Valur hafði yfir i hálfleik 6:4, en
Fram jafnaði komst yfir i 8:7
snemma i siðari hálfleik. Taug-
arnar hjá báðum höfðu verið hátt
spenntar fyrr i leiknum, en eftir
að Fram jafnaði og komst yfir,
urðu þær eins og fiðlustrengir.
Heldur voru þær þó slakari hjá
Valsstúlkunum — þær skoruðu
næstu tvö mörk og komust þá
aftur yfir. En Fram jafnaði i 9:9.
Þá skoraði Sigrún Guðmunds-
dóttir — bezta handknattleiks-
kona landsins — fyrir Val en Arn-
þrúður Karlsdóttir jafnaði 10:10.
Aftur skoraði Sigrún, en Guðrún
Sverrisdóttir jafnaði i 11:11.
Þá var um minúta eftir og Vals-
stúlkurnar með boltann.
Upphlaupið mistókst, og Fram
náði boltanum, en fékk. ekki
ráörúm né tlma til að skora sigur-
markið.
Þetta var eina stigið, sem Valur
tapaði i mótinu — flesta aðra leiki
unnu Valsstúlkurnar með miklum
mun, og voru þær þvi vel að titlin-
um komnar.
Mörkin i þessum leik skoruðu:
Fyrir Val: Sigrún Guðmundsdótt-
ir 7 (3 viti — 1 mistókst), Björg
Guðmundsdóttir 2,og Ragnheiður
og Elin 1 mark hvor. Fyrir Fram :
Amþrúður Karlsd. 5 (3 viti — 1
mistókst), Oddný Sigsteinsdóttir
4, og þær Jóhanna Halldórsdóttir
og Guðrún Sverrisdóttir 1 mark
hvor.
1 gær fór svo fram siðasti leik-
urinn i deildinni. Þar áttust við
Breiðablik og Armann og lauk
leiknum með sigri Armanns 18:6
eftir að staðan hafði verið 7:5 i
hálfleik.
Röðin i mótinu varð þvi þessi:
VALUR — FRAM — ARMANN.
En niður i 2. deild féll ÞÓR
AKUREYRI.
—klp—
Þrjár breytingar
Þrjár breytingar hefur
Birgir Björnsson gert á Is-
lenz.ka landsliðinu, sem leik-
ur I kvöld viö Dani. Þeir
Gunnar Einarsson, FH,
Viggó Sigurðsson, Viking, og
Magnús Guömundsson, Vik-
ing, koma í liðið i stað
Harðar Sigmarssonar,
Haukum, Bjarna Jónssonar
Þrótti (meiddur), og Péturs
Jóhannessonar, Fram. Þrir
kornungir leikmenn. Magn-
ús leikur sinn fyrsta lands-
leik, en Gunnar og Viggó
hafa áður veriö i landsliöi.
lslenzka liðiö verður þvi
þannig skipað.
ólafur Benediktsson Val
Sigurgeir Sigurðsson, Vik-
ing,
Ólafur H. Jónsson, Val,
Einar Magnússon, Viking,
Stefán Halldórsson, Vik-
ing,
Viðar Simonarson, FH,
Ólafur Einarsson, FH,
Stefán Gunnarsson, Val,
Páll Björgvinsson, Viking,
Magnús Guðmundsson,
Viking,
Viggó Sigurðsson, Viking,
Gunnar Einarsson, FH.
Landsleikurinn
8.30.
hefst kl.
—hsim.
MESTA ÚR VAL LANDSINS
af reiðhjólum og þríhjólum