Vísir - 24.03.1975, Qupperneq 15
Vísir. Mánudagur 24. marz 1975.
15
Dagrún Kristjánsdóttir:
AÐ SíLJA SÁL SÍNA
Það eru sjálfsagt margir sem
lenda i þvi einhvern timann á
ævi sinni að þurfa að meta sál
sina til fjár, og það trúlega oftar
en einu sinni, sumir margoft. Ef
til vill ummyndast andlitið á
ýmsum i stórt spurningarmerKi
með löngu — löngu — þanka-
striki fylgjandi á eftir, við lestur
þessa upphafs en þetta er engin
misritun. Peningar eru taldir
algengastur gjaldmiðill, til að
kaupa og til að selja fyrir eða
aðrir áþreifanlegir hlutir.
Sennilega mun þó engin „verzl-
unarvara” ganga kaupum og
sölum i jafnrikum mæli og sálir
mannanna, enda eðlilegt þvi
lengi er hægt að selja þá sömu,
það er meira en hægt er að gera
með flest annað. Til eru þó ein-
staka hérvillingar sem skilja
ekki hagræðið i þessu og eru
alveg ófáanlegir til að láta
minnsta snefil af henni, þó að
gull sé i boði, enda lenda þeir
venjulega nokkuð neðarlega i
mannfélagsstiganum og eru lit-
ils virtir. Þeim er ekki treyst
fyrir miklu, gott ef þeir fá að
draga fram lifið i friði.
Hinsvegar eru engin takmörk
fyrir þvi hve langt þeir komast
sem láta relluna snúast eins og
vindurinn blæs i það og það sinn.
Þeirra biður glæsileg framtið,
silfurpeningarnir þrjátiu auk-
ast og margfaldast i jöfnu hlut-
falli við skikann sem seldur er
af sálartetrinu, þ.e.a.s. þvi meir
sem ménn ganga á bak orða
sinna og tala þvert um hug sinn
til að ná ákveðnum tilgangi, þvi
betri tökum nær myrkra-
höfðinginn á manninum, og á
alltaf auðveldar og auðveldar
með að láta hann gera að sinum
vilja. Þetta fyrirkomulag getur
sýnzt gott i augum þeirra, sem
vænta einskis meir en þess, sem
þeir geta klófest hér af auði og
völdum, — þeim hlýtur að
standa á sama um það ef
þeim skjátlast og þeir verða að
standa reikningsskil á orðum
sinum og gerðum handan graf-
ar? Ætli að mörgum verði ekki
þá tregt tungu að hræra, þó að
hún hafi i jarðvistinni hiaupið
lipurlega réttsælis og rangsælis
eftir hentugleikum?
Það getur vel verið að
mörgum finnist það gamaldags
að tala um réttlæti og ranglæti
og itreka þá hættu. sem
mannkynið siglir nú hraðbyri i
með illri breytni sinni. Þeim
sem nota öll brögð til að koma
sinni eigin ár vel fyrir borð,
hvað sem öðrum liður, þeim
finnst það hámark heimskunnar
hjá hinum sem ekki nota sér
sömu ómerkilegu aðferðirnar til
að komast vel áfram. Það er
sannarlega sorgiegt, að það
skuli vera margfalt meiri likur
fyrir þann að „komast áfram”,
sem vandar ekki meðulin til
þess, enda er það viða svo að
það eru vissar „klikur” sem
ENGIMN
ER ILLA SÉDUR,
SEM GENGUR NED
ENDURSKINS
NERKI
ráða, t.d. i félögum, fyrirtækj-
um og stofnunum, svo árum
saman og sá hópui; sem er innan
klikunnar er æði oft bundinn
þeim böndum, sem nægir til að
halda honum saman — gegn
öðrum. Það eru einhver dular-
full, leynileg öfl, sem tengja
þetta fólk saman, — ég segi
dularfull, þvi furðuleg leynd
hvilir oft yfir ýmsum þáttum
stofnana og félaga, sem enginn
fær að hnýsast i utan klikunnar.
Það má ekki spyrja um eitt eða
neitt, þó ástæða sýnist til —
annaðhvort er ekki svarað, eða
farið i kring um rétta svarið, —
eða að það er fyllilega gefið i
skyn að spyrjanda varði ekki
um málið.
Það eitt gefur grunsemdunum
byr undir báða vængi, ef ekki er
haégt að gefa hrein svör og sönn.
Það virðist vera svo, eftir þvi
samanlögðu, sem stendur i
blöðum, fregnir af svindli, stór-
felldum fjársvikamálum o.fl. —
þvi sem talað er og þvi sem
maöur þekkir sjálfur til — að fá-
ar stofnanir, fyrirtæki og félög
séu laus við þann ófögnuð i ein-
hverri mynd eða minna. Það er
ekki nema von að þjóðfélag sem
verðlaunar sviksemi, lygi og
þjófnað og byggist næstum upp
á undirferli og fláræði, verði
vart einhverra erfiðleika. Það
er opinbert leyndarmál að þeim
gengur bezt að pota sér áfram
sem vanda ekki meðulin og það
sannar bezt hvernig ástndið er á
flestum stöðum — sækjast sér
um likir — segir máltækið.
Ef ein og ein heiðarleg mann-
eskja kemst af slysni of nærri
þessum rotnu stofnunum eða
félögum, þá eru fljótt gerðar
ráöstafanir til að fjarlægja hana
— hún má ekki kynnast fyrir-
komulaginu of náið. Svarið
liggur i augum uppi það hlýtur
að vera óhreint mjöl i poka-
horninu, og það er lika vægt til
orða tekið. Það þyrfti að koma
upp,, hreinsunardeild” er hefði
það starf að rannsaka ofan i
kjölinn fjárreiður fyrirtækja og
stofnana og hvernig hlutunum
er þar fyrirkomið, hvort það er i
samræmi við lög og reglur, al-
menna mannúð, heilbrigðis-
reglur o.fl. o.fl. eftir þvi hvers
eðlis fyrirtækið er, en allt þetta
er sniðgengið eins og frekast er
unnt sumstaðar til þess að fleiri
krónum sé hægt að renna i eig-
inn vasa, þeirra er stjórna. Það
risa sjálfsagt margir öndverðir
þessari fullyrðingu en ég væri
ekki i neinum vandræðum með
að skýra mál mitt nánar ef þörf
krefur og get nefnt ýmislegt
forvitnilegt fyrir þá sem eru svo
saklausir að halda að þetta séu
aðeins getsakir. Hinir sem vita
sannleikann i þessu, eru sjálf-
sagt ekkert sólgnir i að þessu sé
lýst nánar og er vel hægt að
skilja það, þvi að þó að þeir
hinir sömu selji sál sina aftur og
aftur vegna peninga eða stöðu —
oftast hvort tveggja — þá vilja
flestir gera það i kyrrþey, svo að
geislabaugurinn hallist ekki um
höfuð þeirra, i augum annarra.
tílfurinn verður þvi að halda
'sauðargærunni sem lengst, án
þess að nokkur komist nógu
nærri til að gægjast undir hana,
en vilji svo illa til, þá er úlfurinn
lika fljótur til að glefsa og nota
vigtennurnar með gapandi gini
og þá er engin miskunn. Eigið
skinn er alltaf það dýrmætasta
og það varið með kjafti og klóm
og þvi engu skeytt þó aðrir SAK-
LAUSIR séu traðkaðir niður i
staðinn. Það er heldur ekki
spurt um það hvort það sé
verðskulduð meðferð, enda ekki
von, þvi að þeir sem tilbiðja
kölska sjálfan, lúta honum i
auðmýkt — þeim verður ekki
óglatt af neinum smámunum —
ÞAÐ ÞARF STÓRA HLUTI TIL
AÐ OPNA AUGU ÞEIRRA.
Vegurinn til glöturnarinnar er
breiður og auðveldur, þess
vegna fara fleiri hann — vegur-
inn, sem liggur til himins er
rnjór, þessvegna eru það færri
sem finnaþann veg. Það er þvi
eölilegt að þeir sem þræða mjóa
veginn séu ofurliði bornir i
baráttunni milli góðs og ills og
það virðist allt benda til þess að
spádómur Bibliunnar muni
koma bókstaflega fram og sé
byrjaður að rætast. Dómsdegi
er lýst á þá iund að i byrjun auk-
ist hverskonar spilling, rán,
sviksemi, uppreisnir, styrjaldir,
drepsóttir geysi, hungur og
hverskyns hörmungar dynji
yfir, jarðskjálftar, flóð og
skriðuföll, eldsumbrot og stór-
slys af ýmsu tagi. Það gr
greinilega gefið i skyn að
mennirnir sjálfir kalli þetta
yfir sig vegna illsku sinnar. En
nútimafólk trúir ekki á neitt
nema sjálft sig, tignar ekkert
nem auð og völd, hismi og hjóm
— það trúir ekki á Dómsdag og
það skilur ekki þann augljósa
sannleika, að hið illa getur
magnast svo að það tortimi og
eyðileggi og vinni óbætanlegt
tjón þvi lifi og menninga sem
fram undir þetta hefur verið að
blómgast. Endir alls er þegar
byrjaður vegna illrar breytni
mannanna — vegna rangrar
hugsunar og of litillar trúar, það
er sjálfskaparviti hvernig
komið er, það þverfótar ekki
fyrir úlfum i sauðargærum
sem einskis svifast til að hlaða
undir sjálfa sig — virða hvorki
réttlæti, sannleika eða
heiðarieik. Þeirra eigin sál er
þeim einskis virði þvi þeir trúa
aðeinsá hið efnislega,þeir hafa
úthýst guðsneistanum i sjálfum
sér og selt sig hinu illa. Hnignun
mannkynsins fer eingöngu eftir
hugarfari og breytni. eftir sömu
leiðum getur það hafið sig upp
að nýju, en til þess þurfum við
að trúa þvi, að við höfum
ódauðlega sál, sem eigi annað
mikilvægara og göfugra erindi
hingað en það að safna að
okkur auði og völdum, — ef til
vill með þvi að beita aðra
rangindum og svikum. Það væri
dapurlegt hlutskipti.
Dagrún Kristjánsdóttir.
Baðherbergisáhöld
Gull- og krómhúðuð nýkomin
i fjölbreyttu úrvali.
Einnig allar gerðir af
baðherbergisspeglum og
öðrum speglum, með og án
ramma.
Speglabúðin
Laugavegi 15
Simi 19635.
SsítttQTTR
lielgarimiar wf Xl^XXl/
HAGSÝISI HJÓN LATA KENWOOD VINNA ERFIÐUSTU HEIMILISSTORFIN
Kenwood -chef
Kenwaod
-CHEFETTE
Jjfemvood-Mini
-HRÆRIVELAR
KYNNIÐ YKKUR HINA ÓTRÚLEGU MÖGULEIKA, SEM
KENWOOD-HRÆRIVÉLARNAR HAFAYFIR AÐ RÁÐA.
HEKLAhf.
Laugavegi 170-172 — Sin'i 21240
- GULI PARDUSINN
(S) SHODR iwr
5-MANNA, TVEGGJA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL.
BENSÍNEYÐSLA 8.5 LlTRAR Á 100 KM.
FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKSSI.
GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18,5 SEK. f 100 KM. Á KLST.
INNIFALIÐ I VERÐI:
HOFUÐPÚÐAR, RALLY- STÝRI, SPORTSTOKKUR, SNÚNINGSHRAÐA MÆLIR,
OLlUÞRÝSTIMÆLIR, RAFMAGNSRÚÐUSPRAUTUR, BLÁSTUR Á AFTURRÚÐU,
ÚTISPEGLAR, HALOGEN-LUKTIR O.M.FL.
VERÐ MEÐ SOLUSKATTI KR.
VERÐ TIL ORYRKJA KR.
6 79.000,00
499.000,00
TÉKKNESKA BIFRE/ÐAUMBODID Á ISLAND/ H/E
AUÐBREKKU 44 - 46 S/M/ 42606