Vísir - 24.03.1975, Side 24
Mánudagur 24. marz 1975.
Brezku skipbrotsmennirnir
héldu heim i morgun, og ætluðu
að fara að tygja sig I rúmið þeg-
ar við^hittum þá á Loftleiðum i
gærkvöidi. Til vinstri er sá
yngsti sem var i sinum fyrsta
túr. Þvi næst kemur háseti og
annar, sem var á vakt, þegar
skipið strandaði. Þá koma feðg-
arnir um borð. Faðirinn hefur
þrisvar lent i strandi áður, i öll
skiptin með þeim, sem situr
hægra megin við borðið, en
hann er bátsmaður. Ljósm.BG
„HAFIÐ
- ALLRA
ÞAÐ HELDUR 500 MILUR
HELZT ÞUSUND MÍLURI"
vísm
- sögðu brezku skipbrotsmennirnir sem héldu heim í morgun.
Einn var í sínum fyrsta túr og tveir hafa þrisvar strandað óður
„200 milur? Hafið
fiskveiðilögsöguna
heldur 500 milur eða
þúsund. Við viljum
helzt ekki þurfa að
koma of nálægt land-
inu. Að okkar áliti eru
50 milurnar allt of
stutt. En skipstjórarnir
segja vist eitthvað ann-
að. Það er góður fiskur
hérna hjá ykkur, en við
þurfum svo sannarlega
að hafa fyrir þvi að fá
hann. Þetta er næstum
þvi eins slæmur staður
og við Grænland, og
þar er slæmt að vera”.
Það voru nokkrir skipverjar
af brezka togaranum D.P. Finn,
sem þetta sögðu, þegar við hitt-
um þá snöggvast að máli á
Hótel Loftleiðum i gær. Þar á
meðal var yngsti skipverjinn, 16
ára piltur, sem var i sinum
fyrsta túr. Þá voru þar tveir,
sem þrisvar sinnum áður hafa
lent I strandi. Eitt af þvi var
strand brezka togarans Notts
County.
Togarinn strandaði hér 1968
við Snæfjallaströnd, og var um
tima talin litil von um björgun.
Einn af áhöfninni þar lézt.
Annar þeirra, Graham
Edman, kvaðst ætla að hætta á
sjónum eftir þetta. ,,Nú er ég
búinn að fá nóg. Að minnsta
kosti nóg til þess að hætta um
tima.”
Hinn, Harry Jordan, kvaðst
ekki ætla að hætta á sjónum
þrátt fyrir þetta. „Þetta er ekki
svo slæmt”, sagði hann. ,,En
það er kannski bara, að maður
er orðinn vanur þessu.”
Harry, sem hefur verið á sjó
um margra ára skeið, var með
syni sinum á D.P Finn, en hann
er lika einn af áhöfninni. Hann
kvaðst ætla að hvfla sig eitt-
hvaö, áður en hann færi á sjóinn
aftur.
Þeir voru fimm, sem fóru i
gúmbjörgunarbátinn, þegar
veriö var að bjarga þeim úr tog-
aranum. Og þeir viðurkenna svo
sannarlega hræðslu sina. Veðrið
var lika slæmt, og þeir höfðu
verið varaðir við að nota bátinn.
— En af hverju fóruð þið um
borö i hann?
— „Við töldum okkur örugg-
asta þar.”
„Jú, ég var hræddur”, sagði
Gary Clark, sá yngsti skipbrots-
mannanna. „Þetta var fyrsti
túrinn minn, og ég efast um, að
ég haldi nokkuð áfram. Ég var
einn af þeim, sem fóru um borö I
bátinn, og liklega var ég hrædd-
astur þar”.
Sá,sem var á vakt, þegar tog-
arinn strandaði, vildi litið segja
um, hvað gerðist. Ekkert vildu
þeir heldur um það segja,
hvemig á þvi stóð, að þeir töldu
sig vera strandaða við Surtsey,
þegar þeir voru rétt við Hjör-
leifshöfða.
„Við strönduðum um klukkan
8 á fóstudagsmorguninn, og það
hafa llklega liðið um 6 timar,
þar til við heyrðum i flugvél og
það var farið að bjarga okkur i
land.”
■ — Voruð þið nokkuð búnir að
veiða, þegar þetta skeði?
„Nei, við vorum að koma frá
Englandi og höfðum þvi ekkert
fiskað.”
— Er D.P. Finn gott skip?
„Já, mjög gott sjóskip. Lik-
lega eitt af þeim beztu I Eng-
landi. Ef það hefði verið eitt-
hvert annað skip, sem strandaði
þama, þá hefði það örugglega
ekki þolað það.”
Skipverjarnir sögðust ætla að
tygja sig snemma i rúmið, enda
þyrftu þeir að vakna klukkan 6 I
fyrramálið til þess að fara til
Bretlands.
„En við viljum færa okkar
beztu þakkir öllum, sem hafa
verið okkur hjálplegir hér. Við
höfum dvalið hérna i góðu yfir-
læti og erum mjög þakklátir.
Timanum höfum viö eytt i að
skoða okkur um og synda. Það
er nefnilega stórfint að synda
hérna i lauginni á hótelinu...”
Loðnubótar uppi
í landsteinum
,,Ég held þeir hafi nú fengið
meira út af Akranesi, en það var
bara bærileg veiöi þessa storm-
daga”, sagði viðmælandi okkar
hjá Loðnunefnd, er hann var
spuröur, hvernig loðnubátar
hefðu fiskað, sem voru að skarka
uppi I landsteinum i Bygggarði
norður af Seltjarnarnesi nú fyrir
helgina.
Aö minnsta kosti þrir bátar
voru þar að veiðum mjög nærri
landi, og það svo mjög, að land-
krabbar voru farnir að búast við
einu strandinu enn.
„Þeir voru skammt undan
landi út af Gróttu og Akranesi”,
sagði loðnunefndarmaðurinn.
„Þeir fengu meira, sem voru á
móts við róðrarbaujuna hjá
Akranesi, rösklega klukkutima
stim frá Reykjavik”.
Þessa stormdaga fyrir helgina
komust bátar ekki fyrir Reykja-
nesiö til að leggja upp i Vest-
mannaeyjum, Þorlákshöfn og
Grindavik, svo nokkur bið mynd-
aöist við móttökustaðinn við Fló-
ann. Nú, þegar veðrið er betra,
má búast við, að einhverjir fari á
þessar hafnir.
I gærkvöldi komu 12 bátar með
loðnu, samtals um 2200 tonn.
Tveir þeirra báta höfðu verið
vestur undir Jökli og höfðu þeir
fengið sýnu bezt. Reykjaborgin
fékk 500 tonn, en Gisli Arni var
með 420 tonn. —SHH
Langir samningafundir
Samningafundir voru langir um
helgina. „Það cr nóg að gera”,
sagði Ólafur Jónsson fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins i morgun.
Að öðru leyti vörðust aðilar
alira frétta.
Fundur stóð á laugardag frá
klukkan tvö og langt fram á nótt,
til um klukkan þrjú. i gær var
sama sagan og svipaður fundar-
timi.
Samningafundur hefst i dag
klukkan tvö. —HH
Kjarabœtur stjórnarfrumvarpsins
4-5 PRÓSENT EÐA
ALLT AÐ 7 PRÓSENT
— eftir því hvernig er reiknað
Efnahagsfrumvarp
rikisstiórnarinnar felur í
sér talsverðar kjarabaetur/
en deiluaðilar i kjaradeil-
unum eru ósammála um<
hve miklar.
Vinnuveitendur munu
telja, að i skattalækkunum
frumvarpsins felist 5—6
prósent kjarabætur fyrir
launþega almennt, en 7
prósent kjarabætur fyrir
þá lægstlaunuðu.
Björn Jónsson, forseti ASt,
hefur hins vegar sagt, að kjara-
bæturnar séu 4—5 prósent.
Skýringin mun vera sú, að
vinnuveitendur reikna með mis-
muninum á þeim sköttum, sem
fólk á að greiða, eftir að frum-
varpið hefur orðið að lögum, og
þeim sköttum, sem það hefði
greitt i ár, ef sömu lög hefðu gilt
og verið hefur og útsvörin verið 11
prósent, eins og nú mun verða
víðast hvar.
ASI-menn reikna aftur á móti
með þvi, hve mikið skattarnir
eiga að lækka frá þvi, sem þeir
voru á siðasta ári.
—HH
Hlýtur stuðn-
ing manna
úr öllum
flokkum
— þingmenniriiir
gefa fordœmið
„Tveir friskir og hressir
iþróttamenn fóru niður i þing
fyrir helgina og voru að leita
þar að ákveðnum manni,”
sagði Ragnar Tómasson, lög-
fræðingur, um ganginn I ,,tó-
bakslausu söfnuninni” I morg-
un. „Meðan hann fannst ekki,
áttu margir góðir leið fram
hjá, sem vildu leggja góðu
málefni lið.”
Það er ekki að sjá af undir-
skriftalistanum, sem út úr
þessu kom, annað en að mál
þetta sé „ofar flokkum,” því
þarna má finna þingmenn
stjórnarliðs jafnt og stjórnar-
andstöðu.
„Við vitum ekki nákvæma
tölu ennþá,” sagði Ragnar.
„En frá okkur eru farnir rétt
um 150 söfnunarlistar. Ef hver
þeirra skilar minnst tiu nöfn-
uni, hefur markið náðst.”
—SHH
FULLTRÚINN Á NORÐURLANDA-
KEPPNINA KJÖRINN
Iialldóra Björk Jónsdóttir
heitir hún, sem heldur fyrir ís-
lands hönd i fegurðarsamkeppni
Norðurlandanna. úrslitin voru
kunngerð á Sunnukvöldi á Hótel
Sögu I gær, en þrjár stúlkur
komu til greina. Var það gesta
að tilnefna þá, sem færi.
Hinar tvær heita Guðmunda
Hulda Jóhannesdóttir og Þór-
hildur Arnadóttir. Halldóra
Björk er 18 ára gömul. Lét
kynnirinn þau orð falla, að hún
hefði fengið fjölda tilboða um
ljósmyndafyrirsætustörf, en
hafnað þeim öllum. t þessu til-
viki eru það ferðalög, sem
heilla.
Það er finnska sjónvarpið,
sem sér um Norðurlandakeppn-
ina, en hún fer fram i Finnlandi.
Halldóra Björk er i miðiö, en
hún heldur til Finnlands á feg-
urðarsamkeppni Norðurland-
anna. Hinar tvær eru Þórhildur
Arnadóttir (t.v.) og Guðmunda
Hulda Jóhannesdóttir. Ljósm:
Bragi.