Tíminn - 20.07.1966, Síða 9

Tíminn - 20.07.1966, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 1966 Gullna iðið TÍMINN þó nokkur hiutverk meö Leik félagi Hveragerðis. sem er gam alt og gróið félag. þegar hann var búsettur þar fyrir nokkrurn árum. Kerlinguna leikur Va> gerður Ja'kobsdóttir og skratt ann Bragi Dýrfjörð. Meðal ann arra leikenda má nefna Frið- dóru Tryggvad. sem leikur Vil borgu, Guðm Björnsson f^vkla- Pétur. Pál postula leikur Vai garð Jörgensson. Maríu Mey Ragna Guðmundsdóttir og Steingr Sæmundsson leikur Fiðlung. Allir eru ieikendur úr Vopna fjarðarþorpi, sumir hafa borið við að leika í fyrri leikntum, en langflestir eru algerir byrj endur Alls munu um 30 manns koma fram í „Gulina hliðir.u “ Eins og fyrr var minn;.t á er ætlunin að sýna leikinn nú um helgina þ. e. 8. 9. og 10 júlí og er engin vafi á, að margir þeir, sem ekki sáu sýn inguna á s. 1. vetii munu nota tækifærið núna, svo og margt aðkoimufólk sem vinnur y.fir sumarið hér í plássinu. Leikið verður í samkomuhúsi staðarins. bað rúmar uppundir 300 manns í sæti og sviðið er allrúmgott. Niðri í kjaliara eru tvö búningsherbergi leikara og má aðbúnaður því kallast goð ur. Ég leit inn á æfingu hja leikfélaginu og sá fyrsta þátt- inn í „Gullna hliðinu11. Þar ræðast þær við kerlingin og Vilborg grasakona, en Jón bóndi liggur á rúmfletinu og stynur og byltir sér og er sýnt að hann á ekki langt eftir ó- lifað. Kerling óskar þess heit- að Jón sinn iðrist. nú.sy.»d Kerllngin — Valgerður Jjkobs- dóttir. samlegs lífernis áður en hann gefur upp öndina og fái þann ig von um inngöngu i himr.a- ríki. Ekki Ker á iðrun hjá bónda, þá sjaldan hann rank ar við er það helzt til að böl sótast og heimta tóbak og brennivín, og það eru ekki væiv legar kveðjur við .iarðneska lif ið, að því er virðist. Síðan gefur bóndi upp öndina, þær kerling og Vilborg eru snarar i snúningum og ná sálinni úi Jóni í skjóðu og í þann mund, er þær hafa bundið rækilega fyrir snarast hreppstjóri inn úr dyrunum og á nú að handtaka Jón fyrir enn einn þjöfnað. Kerling kveður honum guðvei- komið að taka Iíkama Jóns með sér, en sálina fái hann aldre.. Það verður forvítnilegt að sjá meira af leiknum nú um helgina, byrjunin lofaði góðu, og er enginn vafi á, að aðsókn verður mikil. Pétur, Jón bóndi og kerlingin. — Leikendur og leikstjóri að syningu lokinni. Leikfélag Vopnafjarðar sýnili á síðastliðnum vetri leikrit Davíðs Stefánss. „Gullna hlið ið“ við góðar undirtektir. Nú hefur verið ákveðið að taka leikinn upp að nýju og sýna hann á laugardagskvöld, sunnu dag og mánudag næst komandi- Einnig ráðgerir leikfélagið að fara með leikritið í sýningar- ferð á Egilsstaði og sýna i hinu nýja félagsheimili þar „Vala- skjálf“. Leikfélag Vopnafjarðar hef ur starfað í þó nokkur ár og sýnt helzt stutta þætti eða létta, viðráðanlega gamanleiki, til dæmis hefur það sýnt „Ráðs konu Bakkabræðra“, ,.Tony vaknar til lífsins" o. fl. Áhugi á leiklist er mikill, en erfitt um vik að ná fólkinu saman vegna annarrar vinnu, svo og hefur lítið verið um að reyr.d- ir leikstjórar fengjust til starfa „Gullna hliðið“ er langsam- lega stærsta og viðamesta verk sem félagið hefur ráðizt í að taka til sýningar og má það gott afrek kallast af svo litlu félagi áð sýna „Gullna hliðíð.* Leikfélagið var svo heppið að fá Guðjón Inga Sigurðsson sem leikstjóra og hefur hann greini lega unnið hið ágætasta starf. Hann var og leikendum og starfsfólki á sviði mjög til að- stoðar um gerð og búning leik tjalda og hefur leyst þau vandamál á góðan hátt. Leik- endur'unnu síðan í sameiningu að útbúnaði og uppsetningu leiktjaldanna og sviðslýsingar, en hún er mjög fjölþætt og flókin, sem allir víta. Aðalhlutverkin í leiknum fara þau með Kristján Wium, Valgerður Jakobsdóttir og Bragi Dýrfjörð. Knstján leikur Jón bónda og hefur fengið lof fyrir franrmi stöðu sína í hlutverkinu og er hann ekki með öllu ókunnur leiksviðlnu, því að heldur niður á almenna lækna úti á landi.“ 5. Nám og námsuppeldi lækna- stúdenta. Skipulegt klíniskt nám læknastúdenta fer nær eingöngu fram á sjúkrahúsum, og rannsókn- arstofnunum, og öll kennsla er í höndum sérfræðinga í misvíðum sérgreinum. Þessir sérfræðingar vinna hópstarf, þeirri starfstilhög- un kynnast stúdentarnir og þykir hún sjálfsögð þaðan af. Sjúklinga- hópurinn er valinn og tiltölulega takmarkaður, þ.e. fyrst og fremst sjúklingar með meiri háttar sjúk dóma, og af þeim sjúklingaefni- viði markast sjónhringurinn og áhugamálin. Hins vegar kynnast stúdentarnir ekki eða þá aðeins af tilviljun starfsháttum og starfs- skilyrðum lækna við störf á lækn- ingastofum og í heimahúsum og þá ekki heldur hinum fjölmenna hópi, er leitar lækna með smærri kvilla eða kvartanir, sem líka' verður að sinna, þar sem þeir geta engu að síður haft ósmá áhrif á líðan og starfsgetu. Námguppeldi læknastú- enta hlýtur með öðrum orðum að vekja áhuga þeirra fyrst og fremst á sérfræðigreinum og sjúkrahús- störfum. Rétt er að benda á, að það, sem hér hefur verið sagt, á ekki frem- ur við um læknakennslu hér á landi en í öðrum löndum. 6. Ásókn ungra lækna i sérfræði nám. Þróun læknisfræðinnar, ljómi sá, sem leikur um sérfræðinga, og tilsvarandi vanmat á almennum læknum og námsuppeldi lækna- stúdenta leggst allt á eitt um að beina ungum læknum að sérfræði- störfum. Undantekingarlítið leggja ungir læknar nú stund á sérnám, og nær engar líkur eru til, að læknar, sem komnir eru inn á þá braut, snúi sér síðar að hér- aðslæknisstörfum. En þetta veldur ekki aðeins skorti á héraðslækn- um, heldur einnig á hæfum heim- ilislæknum hvar sem er á landinu, og gætir þessa nú tilfinnanlega í Reykjavík. 7. Atvinnumöguleikar erlendis. íslenzkir læknar hafa mikla at- vinnumöguleika erlendis, og ekki eru horfur á, að á því verði breyt- ing á næstunni. Þetta bitnar vita- skuld fyrst á þeim læknisstörfum heima fyrir, sem hafa minnst að- dráttarafl, en til þeirra verður að telja héraðslæknisstörf." Síðan ræðir nefndin í greinar- gerð sinni um læknishéraðaskipan- ina og segir m.a., að fyrst af öllu hafi verið haft í huga „á hvern hátt mætti takast að sníða af hér- aðslæknisembættunum þá ann- marka, sem beinlínis virðast fæla lækna frá að setjast í þau, en meg- inástæðan er tvímælalaust einan- grunin með margvíslegum afleið- ingum hennar, eins og lýst hefur verið hér að framan. _ (letur- breyting mín G.G.A.) Úr hinni faglegu og starfslegu einangrun verður ekki dregið á annan hátt en þann, að tveir eða fleiri lækn- ar sitji á sama stað og skipti með sér verkum og vöktum“. (Letur- breyting mín, G.G.A.). Nefndin virðist sem sagt halda stefnunni beint í þá höfn, sem manni finnst hún allan tímann hafa stefnt á, þ.e. að uppbygg- ingu læknamiðstöðva. En þá sjá nefndarmenn allt í einu þvílíkan reginboða, að þeir snarsnúa skipi sínu og halda beint út í hafsauga. Og kemur hér orðrétt framhaldið af greinargerð þeirra: „Þótt þetta mætti takast, er einangrunarvanda málið samt aðeins leyst að nokkr- um hluta, og verður engu um það spáð, hvort sú ráðstöfun hefði veru- leg áhrif, þótt líklegt sé, að hún orkaði einhverju, þar sem vel hag- ar til. Er þegar nokkur reynsla fyrir því, að læknar virðast ekki öllu fúsari að setjast að úti á landsbyggðinni (þ.e. utan Reykja- víkur), þótt fyrir sé læknir eða læknar á staðnum. Hin félagslega og menningarlega einangrun virð- ist hér því þyngst á metunum" (Leturbreyting mín, G.G.A.). Það er leitt, að jafnvirðuleg nefnd sem þessi skuli gera sig seka um að fara með staðlausa FYRRI HLUTI stafi og gera hæpnar fullyrðingar að meginatriði í málflutningi sín- um. Það eru staðlausir stafir, að lækna fýsi ekki frekar að setjast að á þeim stöðum utan Reykja- víkur, þa_r sem fyrir er læknir eða læknar. f Keflavík og Hafnarfirði, á Akranesi og Akureyri eru minnst 4 læknir á hverjum stað og einir 15 á Akureyri (meðtaldir 2 á Krist neshæli). Þá eru 3 læknar i Vest- mannaeyjum (einn sennilega ekki til frambúðar) og á Selfossi, 2 læknar á Siglufirði og Sauðár- króki og víðar, en ég hirði ekki um að telja þetta frekar. Þá finnst mér vægast sagt hæp- in fullyrðing, að félags- og menn- ingarlíf Reykjavíkur sé „þyngst á metunum,“ þegar skýra skal lækna skort dreifbýlisins. Og það er ekki of mikið sagt, að nefndin geri þetta að meginatriði í málflutningi sínum, því þegar að lagasmíðinni kemur — þegar kemur að því að draga ályktanir af forsendum —, þá virðast þrír fyrstu og — að mínu viti — veigamestu liðirnir, sem allir fjalla um afleiðingar þess, að læknar sitja einir í hverju hér- aði, með öllu gleymdir, og nefnd- in leggur til, að á landinu verði eftir sem áður eingöngu „einmenn ings“ læknishéruð, 52 í stað 57 áð- ur. Þó er niðurfelling a.m.k. 3ja af þessum útkjálkahéruðum skil- orðsbundin. Annaðhvort hefur nefndina hreinlega skort ályktunarhæfni eða hana hefur brostið kjark til að ráð ast gegn vandanum. ★ En úr því að nefndarmenn gugn uðu á þeirri hugmynd, að steypa héruðunum saman í stærri heildir og koma upp læknamiðstöðvum, með hvaða hætti hugðust þeir þá „sniða af héraðslæknisembættun- um þá annmarka, sem beinlínis virðast fæla lækna frá að segjast í þau.“? Ég fæ ekki séð, að nefndarmenn geri yfirleitt nokkra tilraun til að sníða þá annmarka af héraðsskip- aninni, sem þeir áður höfðu lýst. svo fjálglega, — en þó alveg rétti- lega. Ein grein frumvarpsins gefur að vísu heimild til að stofna lækna miðstöðvar síðar meir, en ein- göngu, ef öll önnur úrræði nefnd- armanna reynast haldlaus. og mun það rætt síðar. Þau úrræði sem nefndarmenn eygja eru „einhvers konar hlunn- indi,“ og mætti sem bezt kalla þau bjargráð, því öll miða þau að því að bjarga gömlu héraðs- skipaninni, — að bjarga héraðs- læknisembættunum í afskekktustu héruðunum frá auðn. Skulum við niHíta á bjargráðin. í 6. grein frumvarpsins er kveð- ið svo á, að greiða skuli „héraðs- lækni staðaruppbót á laun, er nemi hálfum launum í hlutaðeig- andi héraði." Nær þetta ákvæði til 17 tiltekinna héraða, og eru það öll afskekktustu og fómenn- ustu héruð landsins. Þó er einnig heimilt að láta auk þessa 5 ótil- tekin læknishéruð njóta sömu hlunninda, ef læknar fást þangað ekki með öðru móti. Þessi upp- hæð mun nú nema ca. 6 þús. kr. á mánuði. Þá mælir 13. grein svo fyrir, að heimilt sé, með sérstök- um skilyrðum þó, að veita „lækna- þjónustu í héraði að afloknu námi.“ Þá segir enn i 14. grein: „Stofna skal sjóð, er nefnist Bif- reiðalánasjóður héraðslækna. . Þeir læknar einir, sem eru að hefja héraðslæknisstörf og skuld- binda sig til þess að sitja minnst eitt ár í héraði. eiga rétt til lán- töku úr sjóðnum.“ Allar eru þessar aðgerðir af sömu rótum runnar. Reyna ó að fá lækna til að sitja einangraðir sem víðast, og þegar öll tormerki eru á, að þeir fáist til þess, skal freista þess að kaupa þó. Byrjað er strax, meðan á námi stendur. og fjárhagsörðugltikar læknanema notaðir til að ginna þá til skuld- bindinga síðar meir. Þá vil ég ræða langmerkasta ný mæli frumvarpsins, sem er á þá leið, að héraðslæknir ó „rétt ó að hljóta, án skuldbindingar um áframhaldandi héraðslæknisþjón- ustu, eins árs frí með fullum laun- um til framhaldsnóms hér ó landi eða erlendis og að fá greiddan Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.