Tíminn - 20.07.1966, Síða 16
2 EFSTU SKIPIN
MED 3209 TONN
ÞÓRÐUR JÓNASSON OG JÓN KJARTANSSON aflahæstir.
Læríð lífgunaraSferðina
- komii í veg fyrír slysin
HZ—Reykjavík, þriðjudag.
Geigvænleg slysaalda hefur
verið síðastliðna viku, og alls
hafa 5 börn drukknað. Aldrei
fyrr hafa jafnmörg börn
drukknað á svo skömmum
tíma. Það er því tímabært, að
fólk landsins kynni sér .lífgun
araðferðir og þeir, sem áður
hafa lært þær, rifji þær upp.
Það er aldrei að vita, nema
ÞÚ, lesandi góður, getir bjarg
að mannslífi með því að kunna
munn við munn aðferðina.
Slysavarnafélag íslands og
Hjálparsveit skáta í Rvík hafa
látið útbúa sipjald með aðferð-
inni, og verður henni lýst hér
að neðan, og myndimar tvær
eru til skýringar.
LÍFGUNARTILRAUNIR
SKAL HEFJA STRAX.
Athugið, að lífgunartilraunir
eiga ekki eingöngu við í drukkn
unartilfellum. Þær skal ALLT-
AF reyna. ef öndun hefur
stöðvazt (raflost o.fl.) Ef þið
bjargið manni úr sjó, er mikil
vægt að koma lofti niður í
hann strax og til hans næst.
Eyðið ekki tíma i að hreinsa
munn eða hella úr honum sjó.
nema nauðsynlegt sé.
BLÁSTUURS AÐFERÐIN.
1) . Sveigið höfuð sjúklings-
ins eins langt aftur og unnt
er til að opna loftinu leið nið
ur í barkann. Haldið um höfuð
ið eins og myndin sýnir og opn
ið munninri dálítið.
2) Dragið andann djúpt og
umlykið munn sjúklingsins
með ykkar munni. Lokið nös-
um hans með því að leggja
vanga ykkar að þeim, eða þrýst
ið þeim saman með fingrum
þeirrar handar, er hvílir á enni
hans.
3) Blásið fyrst riösklega
nokkrum sinnum, síðan rólega
með jöfnu millibili, um það bil
10 sinnum á mínútu. Fylgizt
með brjóstkassa sjúklingsins.
Hann á að bifast, þegar blásið
er. Ef ekki þá er leið loftsins
lokuð, nasir opnar, eða aðskota
hlutir stífla munn og kok.
4) Ef sjúklingurinn er lítið
barn, er blásið samtímis um
munn og nasir, því auðvelt er
að umlykja hvort tveggja í
senn. Blásið létt og varlega unz
brjóstholið bifast. Endurtakið
blásturinn um það bil 20 sinn
um á mínútu.
SJ—Iíeykjavík, þriðjudag.
f skýrslu Fiskifélags íslands lun
stöðu síldveiðiskipanna, sem gefin
er út á hálfsmánaðar fresti, segir
að kunnugt sé um 149 skip, sem
liafi fengið afla. Þar af eru 137
með 100 lestir og þar yfir, og verð
ur skýrslan birt í heild í blaðinu
næstu daga. Skýrslan, sem nær til
16. júlí, er ekki alveg áreiðanleg,
þar sem ekki hafa borizt upplýs-
ingar um talsvert magn, sem lagt
hefur verið upp hjá söltunarstöðv
unum.
Samkvæmt skýrslunni eru tvö
skip hnífjöfn, Jón Kjartansson og
Þórður Jónasson með 3.209 lest-
ir. en í þriðja sæti er Barði Nes-
kaupstað, sem var í fyrsta sæti fyr
ir hálfum mánuði.
Röð 20 efstu skipa:
Jón Kjartansson, Eskifirði 3.209
Þórður Jónasson, Akureyri 3.209
Barði, Neskaupstað 2.811
Seley, Eskifirði 2.770
Jón Garðar, Garði 2,725
Gísli Árni, Rvík 2.671
Snæfell, Akureyri 2.632
Ásbjörn, Rvík 2.599
Óskar Halldórsson, Rvik 2,062
Bjartur, Neskaupstað 2.554
Reykjaborg, Rvík 2.492
Sigurður Bjarnas., Akureyri 2.479
Hafrún, Bolungavík 2.361
Arnar. Rvík 2.334
Ólafur Sigurðsson, Akranesi 2.270
Þorsteinn, Rvík. 2.260
Árni Magnússon, Sandgerði 2.200
Óskar Hldórsson, Rvik 2.062
Faxi, Hafnarfirði 2.023
Akurey, Rvík 1.989
Miðað við skýrsuna, sem birt
var fyrir háfum mánuði er röð
skiparina nokkuð svípúð, sum skip
in færast til um nokkur sæti eftir
því hvort lánið hefur leikið við þau
eða ekki. Fyrst, þegar skýrsan
um röð skipanna var birt, var
Þórður Jónasson í 5. sæti, næst í
3ja s'æti og nu'dóilir hann 1. með
Jóni Kjartanssyni, sem frá byrj-
un hefur verið í 1. eða 2. sæti. Sel
ey -er aftur á leiðinní upp var f
fyrsta sæti í byrjun, næst í 3ja,
síðan í 6. og nú í 4. Jón Garðar,
sem ekki var meðal 12 efstu skipa
síðast, er nú í 5. sæti.
HREINDYRUNUM HEFUR FJOLGAÐ
LITIÐ ÞRÁTT FYRIR F
SMfÐA
SÍNA
FYRSTU
BLOKK
HA-Egilsstöðum, þriðjudag.
íbúum Egilsstaðakaup-
túns fjölgar ört og hafa
skapazt af því nokkur hús-
næðisvandræði. Um þessar
mundir er mikið byggt af
íbúðarhúsnæði. Munu alls
vera 20—30 íbúðarhús í
byggingu, en auk þess er nú
verið að byggja fyrstu íbúða-
þlokkina hér á staðnum.
Þessi blokk á að vera á
tveimur hæðum, 8 íbúðir,
70—75 ferm. hver. Það er
næstum eingöngu ógift fólk,
Framhald á bls. 15.
GÞE—Reykjavík, þriðjudag.
Svo sem frá var skýrt í Tím
anum nýlega, fóru þeir Björn
Pálsson, flugmaður, og Ágúst
Böðvarsson, forstöðumaður
Landmælinganna í flugferð
yfir hreindýraslóðir snemma í
s.l. mánuði í því skyni að telja
hreindýrin. Hafa dýrin nú
verið talin eftir Ijósmyndum-
er teknar voru af hópnum,
og hefur komið á daginn, að
dýrunum hefur f jölgað tiltölu
lega lítið þrátt fyrir friðun á
s.l. ári.
i
Töldust fullorðin hreindýr 1894
og kálfar 494 eða samtals 2390
dýr, og því einungis 112 dýrum
fleira en þegar talning fór fram
í fyrra.
f fréttatilkynningu, sem blaðinu
barst frá menntamálaráðuneytinu
í dag, segir, að ekki sé talin á-
stæða flil að leyfa hreindýraveiðar
á þessu ári, og hefur verið gefin
út auglýsing um það. Þó verða
væntanlega veitt leyfi til að veiða
nokkur dýr í því skyni að halda á
fram vísindalegum rannsóknum á
heilbrigði hreindýrastofnsins, en
þær rannsóknir hefur annazt Guð
mundur Gíslason, læknir að Keld
um að beiðni ráðuneytisins.
Svo sem að framan greinir vóru
hreindýrin algjörlega friðuð í
fyrra, en á fyrri árum hafði verið
leyft að veiða allt að 600 dýr ár-
lega á tímabilinu frá 7 ágúst til
20. september.. En samkvæmt
skýrslum Egils Gunnarssonar á
Egilsstöðum í Fljótsdal sem ann-
Framhald á bls. 15.
HÉRAÐSMÓT FRAMSÓKNAR-
MANNA Á SNÆFELLSNESI
Verður haldið að Breiðabliki
sunnudaginn 24. júlí n. k. og
hefst kl. 9. Ávörp flytja Jón
SkaftaSon alþingismaður og Gunn
ar Guðbjartsson, Hjarðarfelli. Æv-
ar Kvaran Ieikari skemmtir, og
Ríótríóið syngur. Að lokum leikur
hljómsveitin Straumar fyrir dansi.
Gunnar
Jón
Kjörbúðarbíll-
inn úr Kópavogi
er kominn til
Egilsstaða
HA-Egilsstöðum, þriðjudag.
Kaupfélag Héraðsbúa
keypti fyrir skemmstu kjör-
búðarvagn þann, sem KRON
gerði út í Kópavogi. Þessi
vagn hóf ferðir sínar hér á
föstudag og virðist fólk hér
ætla að taka þessari nýjmig
mjög vel.
Kjörbúðarvagninn á að
vera á, ferðinni um Egils-
stáðakauptún fyrri hluta
dags og mun stanza á þrem-
ur eða fjórum stöðum. Ef
þessi tilraun gefst vel, verð-
ur reynt að senda vagninn
til Eiða og í Hallormsstað
á meðan gistihúsin starfa.
Einnig kemur til mála að
senda hann á þessa staði í
vetur í góðri færð.
Frú ein, sem var að verzla i
í kjörbúðarvagninum sagði;-
við fréttamann Tímans, að,
gott væri að geta hlaupið -
frá þvottinum til þess að ’
verzla fyrir utan garðshlið-
ið.
Kjörbúðarstjóri og jafn-
framt bílstjóri er Sigurður
Björgvinsson. Myndin er úr
vagninum. (Tímamynd HA)
■ó,vV''VA ’-t 'V4AV
K1. ý -! þ U i' U ii ii U (]iiu úV'ii'í.-u' VÍ.Y‘’í b' <V >( >1 f't' (
A.VV'V'V V\,V.v\ \\ -V »\ '\ W - ' •'
,r 'yvtw r/’.ft'it »'t sf 'f -yf /
1* M U