Tíminn - 22.07.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1966, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. júlí 1966 TÍMINN Efna til hópferöa til þess að taka þátt í sundkeppninni Stjas-Vorsabæ, fimmtudag. Ungmennafélagið Samhygð , í Gaulverjabæjarhreppi hefur efnt til hópferðar á hverjum þriðju degi til Selfoss fyrir þá, sem áhuga hafa á að taka þátt í nor rænu sundkeppninni. Mikill áhugi er á þessari keppni hér í hreppn um og hefur þátttaka í þessum ferðum verið allgóð. Þess má geía að Gaulverjabæjarhreppur og Hraungerðirhreppur eru í inn- Prófastur lét byrðis keppni um þátttöku í nor rænu keppninni. í Árnessýslu hefur þátttaka í norrænu sundkeppninni ver- ið góð, og að því er sundhallar vörðurinn sagði í gær, munu um 1200 manns hafa synt, þar af 592 á Selfossi. Eins og tvö undanfarin ár keppa Selfoss og Húsavík uin þátttöku í keppninni og gefur Húsavík verðlaunabikar. Þá keppa Eyrarbakki og Stokkseyri einnig um þátttöku og gefur Ungmenna félagið á Stokkseyri verðlaunabik ar til þeirrar keppni. SÍLDIN S.l. sólarhring voru síldveiði- skipin einkum að veiðum um 30 mflur S og V frá Jan Mayen. Veð ur var gott á þeim slóðum. Samtals tilkynntu 21 skip um afla, samtals 2.584 lestir. Raufarhöfn: Jörundur II RE 300 lestir, Þor leifur OF 52, Guðbjörg IS 87, Framhald á bls. 15. Blómadans- leikur í Hveragerði FB-Reykjavík, fimmtud. Á laugardagskvöldið verð ur hinn árlegi Blómadans leikur Kvenfélags Hvera gerðis, en á þessum dans leik er kjörin Blóma- drottning ársins. Dansleikur inn hefst kl. 9 og stendur til tvö eftir miðnætti og verður í Hótel Hvera gerði að vanda. Garðyrkju- menn í Hveragerði munu nú eins og áður leggja Kvenfélaginu lið með því að skreyta danssalinn blóm- um og hefur sú skreyting sett mikinn svip á Bloma- 1 dansleikinn. 1 Allur ágóði af Blómadans 1 leiknum rennur til leik- 1 skóla þess, sem Kvenfélag I Hveragerðis starfrækir. S Konurnar hafa sjálfar allan S veg og vanda af rekstrinum ® en þetta er þriðja sumarið, sem leikskólinn er rekinn í eigin húsnæði. Enn er margt eftir að gera, m. a. kaupa leikföng og fleira og fleira. Milli 20 og 30 börn eru nú í leikskólanum. Blómadrottningin verð- ur kjörin á dansleikn- um. Gestirnir velja drottn inguna úr hópi 5—7 stúlkna sem valdar hafa verið fyrir dansleikinn. Blómadrottn ingin í fyrra var Ásrún Auð bergsdóttir úr Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Þess má geta, að Theódóra Þórðar dóttir og Gunnhildur Ól- afsdóttir, sem báðar hafa tekið þátt í fegurðarsam keppni hér i Reykjavík höfðu áður verið kjörnar blómadrottningar í Hvera gerði. pólitíkina sitja ií fyrirrúmi GPV-Trékyllisvík, þriðjudag. Séra Magnús Runólfsson hefur verið settur prestur í Árnespresta kalli frá 1. júlí. Hann er nýlega kominn að brauðinu. Séra Magnús var settur prestur að Árnesi árið 1962 og þjónaði hér í prestakall inu á annað ár. Síðan hefur séra Magnús haldið sérstakri tryggð við söfnuðinn og komið á hverju sumri til messugerðar og sýnt sóknarbörnum sérstaka ræktar- semi á margan hátt. Sl. sunnudag flutti hann sína fyrstu messu eftir að hafa verið settur á ný til að þjóna prestakallinu. Sjálfur Ias hann upp skipunarbréf sitt, á und an prcdijtun. Að kvöldi þess sama dags kom prófasturinn, séra Andr és Ólafsson á Hólmavík, í fylgd með Sigurði Bjarnasyni, alþing- ismanni. Héldu þeir fund um kvöldið í félagsheimilinu að Ár- nesi með fylgdarmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Að honum lokn- um héldu þeir til baka. Þótti mörg um prófastur sýna takmarkaða háttvisi, að láta sig vanta við inn setningu prests til kirkju- legra starfa, en láta sitja í fyrir rúmi að sinna lítilsverðum flokks málum. HEIMSÓKN í KÓPA VOGt HZ-Reykjavík, fimmtudag. Hér á landi er nú staddur hópur unglinga úr Klakksvík í Færeyjum. Eru það 15 nem endur ásamt kennara úr barna og unglingaskólanum í Færeyj um. Þeir komu til landsins fyr ir 1:1 dögum í boði Æskulýðs ráðs Kópavogs og halda utan á morgun með Kronprins Olav. Tíminn hafði í dag tal af fram kvæmdastjóra Æskulýðsráðs Kópavogs, Sigurjóni Hilaríus syni. — Þessir nemendur frá Klakksvíkurskóla eru á aldr inum 15—16 ára. Þeir komu saman í fylgd með kennara úr skólanum og búa í Gagn fræðaskóla Kópavogs. Líkar. unglingunum dvölin afskap- lega vel. Hafa þeir faríð víða um nágrennið. Bæjarstjórn Kópavogs bauð þeim í ferða lag um Suðurlandsundirlend ið, var farið til Gullfoss, Geys is, Skálholts og Þingvalla. í annað skipti sátu þau hádegis verðarboð Íijá bæjárstjórn Keflavíkur. Þeir eru margir að ilarnir hérlendis, sem hafa lagt sig fram við það að gera Fær eyingum förina ánægjulega og kann ég þeim beztu þakkir. í gærkvöld sátu þeir kvöldverðar boð Norræna félagsins hér í Kópavogi og á eftir var kvöld vaka þar sem Færeyingarnir sýndu dansa, Ríótríóið lék, og margt annað var til skemmtun ar. — Hvernig hefur íslending- um og Færeyingum tekizt að gera sig skiljanlega? — Það hefur tekizt með af brigðum vel. Að vísu gekk Fær eyingunum fremur illa að skilja íslenzkuna í byrjun, en þeir hafa verið furðu fljótir að komast upp á lag með að skilja hana. — íslendingar geta margt af Færeyingunum lært og í bí- gerð er að nokkrir nemendur úr skólum Kópavogs fari til Færeyja á næsta ári. Bílastraumur á Strandir Hringferð S.U.F. um Norðurlönd Noregur-Sví- þjóð-Finnland - Danmörk 22 daga ferð um fjögur lönd fyrir 16.900 krónur. Sumarferð S.U.F. í ár verð- ur hringferð um Norðurlönd. Ferðin hefst 5. ágúst og lýkur þann 26. sama mánaðar. f far gjaldi er innifalið flugferðir, ferðir á ferjum. gistingar-, morg unmatur og kvöldmatur, sölu- skattur og fararstjórn. Sami bíllinn mun flytja þátttakend ur alla ferðina í gegn. Upplýsingar um ferðina og skráning þátttakenda verður í síma 3 56 58 hjá Örlygi Hálf danarsyni, milli kl. 12.30 — 14.00 daglega. að sækja þangað rekavið GVP-Trékyllisvík, 12. júlí. Hingað er nú Iátlaus straumur bíla. Eins og kunnugt er, var óliemju mikill viðarreki hér í vet ur. Nú að undanförnu hafa bænd ur keppzt við að vinna , girðingar staura úr rekaviðnum. Þessa dag ana hafa bílar verið að sækja staura beint á rcka bændanna. í dag hafa komið 5 flutningabílar flestir stórir, að sækja staurana. Er það nýstárleg sjón að sjá þessa bíla hlaðna staurum renna um veg inn og mikið hagræði að því fyrir FYRSTA BIBLÍAN KOMÚT1956 FB-Reykjavík, fimmtudag. Færeyingurinn, Grímur Gutt- ormsson, sem 'hér er búsettur hringdi til blaðsins í dag og vildi láta þess getið, vegna ummæla Færeyjabiskups, að fyrsta bíblían, sem gefin hefði verið'út á fær- eysku, hefði komið út árið 1948 an ekki ‘61 eins. og biskupinn sagði. Einnig sagði hann, að fyrsta sálmabókin á færeysku hefði kom ið ú! fyrir 40 árum síðan. alla .Til þessa hefur orðið að flytja allt rekatimbur á bátum og skipum. í gær kom bíll frá Borgarnesi eftir staurum. í leiðinni tók hann 8 tonn af sementi á Akranesi fyr ir Kaupfélag Strandamanna. Er þetta miklum mun hagkvæmari og ódýrari flutningur á þeirri vöru en við höfum átt að venjast þar sem sement hefur allt að því tvöfaldazt í verði vegna flutnings kostnaðar hingað. Með þessari ferð fékk ég 70 poka beint heim í hlað. Pokarnir voru rjúkandi heitir, þeegar þeir komu á ákvörð unarstað. Þykir mér líklegt, að þeir hafi verið nýfylltir, þegar þeir voru teknir í sementsverk- smiðjunni. Nú er kalt í veðri, norðanátt með kalsarigningu. í sl. viku komu hlýir dagar. Þá greri jörð nokkuð og spratt á túnum þar sem ókalið er. Annars er mikið kal í túnum og spretta skammt á veg komin. Sláttur hefst varla almennt fyrr en undir 20. þ.m. Er því allt út lit fyrir, að heyfengur verði víð ast hvar mjög rýr á þessu sumri. Hér voraði mjög seint og jörð kom ekki undan snjó fyrr en kom ið var fram í júní. Fénaður var á cnnf fram ti) R—8 iiiní. n» hafði þá verið samfelld innistaða frá miðjum nóvember fram til þess tíma á allflestum bæjum í hreppn um. Slíkur gjafatími er næsta óvenjulegur, þótt oft séu hér þung ir vetur. í vetur var á nokkrum bæjum tekið af gemlingum og tvævetlum. Er það í fyrsta sinn, sem nokkuð hefur verið gert af því hér. Þetta lánaðist prýðilega. Allt það fé, sem tekið var, gekk fram kafloðið og stóð sig ekki verr þegar út kom en það fé, sem í reyfum var. Lömb undan lambgimbrum voru væn og tímguðust vel. Býst ég við, að þeir, sem byrjuðu á þessu nú, muni halda því áfram síðar og jafnvel í stærra mæli en nú. 9 Syndið 200 metrana --------------------i i 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.