Tíminn - 22.07.1966, Blaðsíða 14
14
TlMINN
FÖSTUDAGUR 22. júlí 1966
NITTO
JAPÖNSKU NinO
HJÓLBARÐARNIR
I flostum stærðum fyrirliggiandi
f Tollvðrugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35 — Sfmi 30 360
BÍLA OG
BÚVÉLA
SALAN
v/Miklatorg
Sími 2 3136
LEIDRETTING
f grein Gísla Auðunssonar, lækn
is í blaðinu í gær, féll niður eitt
orð í setningu fyrir ofan síðustu
greinaskil. Rétt er setningin
svona:
„ . . . Nú reynir á það jafnvel
enn frekar en áður, hvort há-
stemmdar yfirlýsingar þingmanna
um, hvort mikilvægi jafnvægis í
byggð landsins eru meira en blað
ur eitt . . .“
Þá féllu niður orð í niðurlagi
greinarinnar. og er setningin rétt
svona:
„ . . . Einnig munu margir
hugsa sig um tvisvar áður en
þeir hverfa heim frá námi, ef eft-
ir þeim bíður kvöð um að sitja í
einangrun í útkjálkahéraði . .
Fjögur íslandsmet
í Hveragerði
SJ—Reykjavík, fimmtudag.
f kvöld var haldið sundmót í
Hveragerði með þátttöku danska
og íslenzka sundfólksins, og voru
sett fjögur íslandsmet í 50 rn
lauginni þar.
í 200 m flugsundi synti Guð
mundur Gíslason ÍR á 2.28,0 sem
er nýtt íslandsmet.
í 200 m baksundi synti Lone
Mortensen á 2.56,9 sem er nýtt
jóskt met og Matthildur Guð
mundsdóttir Á, synti á 3.01.6 sem
er nýtt íslandsmet.
í 4x100 m fjórsundi sigraði fs-
lenzka landsliðssveitin á nýju ís-
lenzku meti — 4.37,4 en danska
sveitin synti á 4.38,5.
Guðmundur Gíslason synti 100
■m baksundið í fjórsundinu og
setti nýtt íslandsmet á þeirri vega
lengd — 1.08,3 gamla metið var
1.09.8.
FRÍMERKI
Fyrir hvert íslenzkt fri-
merki, sém þér senciið
mér, fáið þér 3 erlend.
Sendið minnst 30 stk.
JÓN AGNARS,
P.O. Box 965,
Reykjavík.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og rausnarlegar
gjafir á nýliðnu sextugsafmæli mínu.
Sigríður Sigurfinnsdóttir,
Birtingaholti.
Guðmundur Einarsson
frá Gröf í Bitruflrði
andaðist á Elliheimilinu Grund, miðvikudaginn 20. júll.
Vandamenn.
Jarðarförin auglýst siðar.
Útför konunnar minnar
Guðnýjar Einarsdóttur
Hlaðseyri við Patreksfjörð,
sem andaðist 16. júli, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 23.
júll kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað.
Magnús Jónsson.
SKJALDBREIÐ
Framhald af bls. 1.
breiðar, án þess að nokkurt skip
sé fengið til að taka við hlutverki
hennar óneitanlega til þess.
Út af fyrir sig er ekkert við
því að segja, að gömul og úrelt
skip Skipaútgerðar ríkisins séu
seld, en þá er það algert skilyrði
að fengin séu hentugri skip til
að leysa þau af hólmi. Þjónusta
Skipaútgerðarinnar er ónóg og
ófullkomin, en skörin fer að fær
ast upp í bekkinn, þegar stórlega
á úr henni að draga þvert ofan
í hátíðlega gefin loforð ráðherra
um hið gagnstæða.
Það má telja næsta ólíklegt, að
þeir, sem mest eiga undir strand
ferðaþjónustunni - komið, muni
taka þessum svikum þegjandi.
BRÁÐABRIGDALÖG
Framhald af bls. 1.
greiðslum fyrir árið 1965, og vant
ar t.d. 40 aura á lítra hjá Mjólkur
samlagi KEA og meira hjá hin-
um tveimur. Það liggur í hlutar
ins eðli, að bændur geta ekki tek
ið þeirri verðskerðingu, sem þeim
yrði þarna búin, og ég vil undir
strika það, sem Sigurður Sig-
mundsson í Syðra-Langholti, einn
af stjórnarmönnum héraðsnefnd
anna hefur sagt, að sunnlenzkir
bændur myndu ekki una slíkri
skerðingu og ekki von, að norð-
lenzkir bændur geri það heldur,
og því legði hann þunga áherzlu
á, að þessi vandi væri leystur nú
þegar.
Af þeim orsökum, sem hér hafa
verið taldar, leit Akureyrarfund-
urinn einróma svo á, að fjárhags
vandinn væri ekki nema að
nokkru leystur, og engin viðhlít-
andi svör fengin við þeim kröf-
um, sem fundur héraðsnefnd-
anna á Sögu um daginn setti
fram, og er það forsenda þeirrar
ályktunar, sem Akureyrarfund
urinn gerði einróma og tilmæl-
anna um stéttarsambandsfund,
til þess að ræða aðgerðir. Við telj
um einnig, að ein meginorsök
þess, að fullt verð næst ekki á
yfirstandandi ári, sé setning
, bráðabirgðalaganna í fyrra, því að
þau hindruðu framhald tilfærslna
á verði milli búvara, og því telj
um við einnig, að þeir, sem settu
þau lög beri mikla ábyrgð á því,
hvernig komið er. Einnig koma til
breyttar neyzluvenjur, sem ekki
urðu séðar fyrir.
Eins og nú er ástatt eftir að
innvigtunargjaldið kom til, fá
bændur yfirleitt kringum kr. 4.80
fyrir mjólkurlítrann, greitt út, en
grundvallarverð er kr. 8.42. Auk
þess verða þeir að greiða allt að
90 aura á lítra í flutningskostn
að að mjólkurbúi. Liggur í augum
uppi, að bændur standast það ekki
til lengdar að fá áðeins tæplega
helming kaups síns og þegar út
lagðs kostnaðar við afhendingu
fyrir íramleiðslun’a, og getur hver
stétt litið I eigin barm um það,
og sannfærzt um, að krafa hænda
um leiðréttingu er réttmæt.
Þess skal getið, að formaður
Stéttarsambands bænda hefur tek
ið beiðni um stéttarsambandsfund
vel og munu svör stjórnarinnar
væntanlega berast bráðlega og
líklegast þykir mér, að annað
hvort verði aukafundur haldinn,
eða aðalfundi samtakanna flýtt.
Fundarmenn á. Akureyri fólu
okkur í stjórninni að hvetja hér-
aðsnefndirnar eindregið til þess
að sækja fund Stéttarsambands
ins og fylgjast þar með málum
og æskja bess að framkvæmda-
I nefndin fái þar málfrelsi og til1
lögurétt.
Að lokum vil ég að gefnu til-
efni geta þess, að Akureyrarfund
urinn gerði ekki annað með álykt
un sinni en að ítreka samþykktir
fundarins á Sögu, þar sem alger
samstaða ríkti um afgreiðslu máls
ins.“
ENDURVARPSSTÖÐ
Framhald af bls. 1.
innan skamms, enda hefði ríkis
iitvarpið ekkert leyfi gefið til þess
að hún yrði sett upp.,
Endurvarpsstöðin mun notast
við eignir Landsímans i Vest
mannaeyjum, og munu nokkur
átök hafa átt sér stað milli póst-
og símamálastjóra og samgöngu
málaráðherra út af því. Mun póst
og símamálastjóri hafa harðbann
að, að eignir Landsímans yrðu not
aðar á þennan hátt, en samgöngu
málaráðherra leyft það.
í gær gekk menntamála
ráðherra 1 málið og fól ríkisút
varpinu rannsókn þess. Útvarps
stjóri tjáði blaðinu, að „verið
væri að garfa í málinu" og stöð
inni yrði væntanlega lokað.
Á ánnað hundrað sjónvarpstæki
hafa verið keypt í Vestmannaeyj-
um að undanförnu, þótt móttöku-
skilyrði séu slæm og mikil „snjó-
koma“ á skerminum.
METÚRKOMA
fremur var ófært í Svínadal
Framhald af bls. 16 ,
og ár flæddu yfir vegi í Norð
urárdalnum.
URÐU AÐ FLÝJA
HEIMILI SITT
Tíminn hafði spurnir af
því í dag, að skriða hefði fallið
rétt hjá bænum Kambshól í
Strandarhreppi í Borgarfjarð-
arsýslu, og náði blaðið sam-
bandi við bóndann á Kambs-
hól, Vilhjálm Þorsteinsson
33ja ára, og sagði hann m.a.
— Við vorum öll inni
þegar við heyrðum heil-
mikla skruðninga, og álitum
fyrst, að þetta væri flugvél,
en þegar Við komum út, fór
um við ekki í neinar grafgöt
ur með, hvað hefði gerzt —
skriða hafði fallið úr bröttu
fjallinu fyrir ofan, yfir túnið,
og rétt framhjá bænum. Hefði
skriðan lent á bænum, hefði
hún örugglega valdið spjöll
um á honum. Okkur leizt ekki
á að dvelja lengur á bænum
með börnin, og fór ég með,
konu mína og fimm börn ýfir
að næsta bæ, sem heitir Eyri,
og þar ætlum við að dvelja i
nótt.
—Það hafa áreiðanlega
/ margir orðið fyrir tjóni af
völdum skriðuhlaupa, talsvert,
stórt svæði af túninu á Kambs
hól er grafið undir skriðunni,
sem er u.þ.b. fet á þykkt, þar
sem hún er þykkust. Árnar hér
í kring, Landá, Súlá, Glamma
staðaá, og Grjótá flæddu allar
yfir bakka sína og gerðu mikil
spjöll á veginum, sem varð
alveg ófær bílum, og ætla vega
gerðarmenn að reyna að koma
afur á vegasambandi á morg-
un.
VATNSFLAUMUR í
REYKJAVÍK
Geysilegur vatnsflaumur var
á flestum götum Reykjavíkur
í dag, og mátti sjá gusurnar
ganga yfir bæði bíla og menn,
sem létu hafa sig út í rign
inguna. Niðurföll stífluð-
ust víða, og gekk nokkuð seint
að lagfæra þau, þar sem starfs
lið er nú með minnsta móti
vegna sumarleyfa. Lögreglu
menn voru á ferð um allan bæ
og reyndu þeir að fylgjast með
því, að börn færu sér ekki að
voða í húsagrunnum og skurð
um sem fljótlega fylltust af
vatni. Upp úr hádeginu voru
menn byrjaðir að halda vatn-
inu í skefjum að sem mestu
leyti. Ekki hafði Lögreglan
spurnir af neinum slysum eða
vandræðum vegna veðurs
ins hér í Reykjavík, en þó
hafði flætt alveg yfir Háaleitis
brautina á ein\im stað, og
sömuleiðis yfir Borgartún
ið fyrir framan Klúbbinn.
VEGIR ERFIÐIR
Mest úrkoma í dag var á
Þingvöllum, 42 mm. Fréttarit
ari blaðsins í Þingvalla-
sveit sagði í dag, að vegir þar
væru erfiðir og lítil umferð
um þá. Nefndi hann að lækur
einn, sem venjuléga er þurr
á sumrum, hefði nú komið
fram.
Þá féll skriða inn á sumarbústaða
land við Helgafell í Mosfellssveit
og gerði talsverð spjöll á girðingu
og í garðinum kringum sumar-
bústaðinn. Eigendurnir, sem voru
í bústaðnum, þegar skriðan féll,
höfðu undanfarið lagt mikla vinnu
í að snyrta og fegra garðinn.
54 LÓÐIR
Framhald af bls. 16.
son, Vesturbrún 2. Búland 15:
Magnús Tryggvason, Einimel 11.
Búland 36: Jón Hjartarson, Fram-
nesvegi 27. Brúnaland 16: Gísli
Jón Ólafsson, Flókagötu 57. Brúna-
land 24: Helgi Hjálmarsson, Boga-
hlíð 13. Brúnaland 36: Jón Júiíus
Sigurðsson, Lynghaga 18. Geit-
land 15: Örnólfur Björnsson,
Skaftahlíð 33. Giljaland 11: Frið-
rik Kristjánsson, Nesvegi 9. Gilja-
land 15: Árni Gunnarsson, Haga-
mel 41. Giljaland 22: Bjarni Sv.
Kristjánsson, Tunguvegi 7. Hellu-
land 10: Einar Þór Garðarson,
Framnesvegi 24 A. Helluland 17:
Kristinn Björgvin Þorsteinsson,
Langhoitsvegi 152. Helluland 19:
Ingvar Þorsteinsson, Langholts-
vegi 152. Hjallaland 4: Helgi Guð-
jón Samúelsson, Sigtúni 47. Hjalla
land 5: Kári Tyrfingsson, Vífils-
götu 9. Hjallaland 18: Guðjón Sig-
urðsson, Háaleitisbraut 48. Hjalla-
land 25: Bjarni Jörgensson Einars
son, Laugavegi 142. Hjallaland 26:
Baldvin Lárus Guðjónsson, Háa-
leitisbraut 42. Hulduland 12: Krist
ján Einarsson, Háaleitisbraut 41.
Hulduland 14: Guðm. Óskar Ólafs
son, Óðinsgötu 14 A. Hulduland 16:
Ólafur Jónsson, Kaplaskjólsvegi 37.
Hulduland 18: Helgi Scheving Jó-
hannesson, Grundargerði 15.
Hulduland 20: Sigmundur Guð-
bjarnason, Laugav. 132. Hulduland
32: Ólafur Kristinsson, Klappar-
stíg 27.
Raðhúsalóðir í Breiðholti hlutu
þessir (gatnagerðargjald 43 þús):
Tungubakki 8: Páll Steinar
Bjarnason, Rauðarárstíg 28. Tungu
bakki .24: Björgvin Lúthersson,
Sólheimum 23. Urðarbakki 28:
Ingjaldur Sigurðsson, Þvervegi 28.
Urðarbakki 30: Grettir Björnsson,
Dunhaga 18. Vikurbakki 24: Hall-
dór K. B. Runólfsson, Hverfisg. 40.
Vikurbakki 32: Þór Eyfeld Magn-
ússon, Sólvallagötu 52. Vikurbakki
34: Guðmundur Magnússon, Karla
götu 19. Vikurbakki 36: Þorberg-
ur Pétursson, Laugavegi 149.
GOLFMÓTIÐ
Framhald af bls. 12
Jónatan Ólafsson, Reykjavík,
er með 94 högg, og Jón H. Guð-
laugsson, Vestmannaeyjum. 95
högg.
Keppnin heldur áfram í dag,
og’verða þá enn leíknar 18 holur
en á laugardaginn lýkur íslands
mótinu. Mótsstjón er Guðlaugur
Guðjónsson, Reykjavík.