Tíminn - 22.07.1966, Page 5
FÖSTUDAGUR 22. iúlí 1966
TIMINN
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinssoiy (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímnr Gislason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 16300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Málin í þjóðardóm
Það sýnir bezt í hvert óefni núverandi stjórnarstefna
er að leiða þjóðina, hve ríkisvaldinu tekst illa að sinna
brynustu verkefnunum sem á kýja í þjóðfélaginu varð
andi opinberar framkvæmdir. Mörgum mikilvægum
framkvæmdum, sem ekki þola bið, er stefnt í algert
strand. Og þetta skeður á mestu uppgripatímum í sögu
þjóðarinnar, þegar þjóðartekjur fara stórvaxandi og
verðiag á útflutningsvörum hækkandi ár frá ári. Þrátt
fyrir margföldun tekna ríkissjóðs og þrátt fyrir að stór
lega hafi verið dregið úr framlögum til opinberra fram
kvæmda er ríkissjóður rekinn með halla. Þetta er ömur
leg mynd, sem við blasir. Mönnum ægir við að hugsa til
þess, hvernig hér væri ástatt, ef hart hefði verið í ári,
afíabrestur verið og verðlag á útflutningsvörum óhag-
stætt!
Ríkisstjórn, sem hefur komið málefnum þjóðarinnar
í slíkt óefni við bestu hugsanlegar aðstæður til að leysa
brýnustu nauðsynjamálin, er dragbítur á framfarir og
á að fara frá þegar í stað. Þessi ríkisstjórn er ekkj aðeins
ófær um að leysa þau vandamál, sem halda þjóðinni nú
í úlfakreppu, heldur gerir hún vandamálin torleystari
með hvej-jum deginum, sem hún lengir stjórnarsetu
sína. Því lettgur sem það dregst, að stjórnin skili af
sér, því- erfíðara verður að greiða úr flækjunni og koma
málum í viðunandi horf. Því krefst Framsóknarflokkur
inn þess, að ríkisstjórnin viðurkenni skipbrot sitt og
fylgi leikreglum lýðræðis, sýni þann manndóm að rjúfa
þingið og efna til kosninga og láti bjóðina skera úr
því, áður en það er um seinan. hvort hún vill halda
áfram á þeirri braut, sem farin hefur verið undir leið-
sögn núverandi ríkisstjórnar eða hvort hún vill söðla
um og feta nýjar slóðir. fela öðrum forustu og leiðsögn
út úr þeim ógöngum. sem nú er í komið.
Ríkisstjórnin hefur marg lýst bví vfir að meginverk-
efni hennar og höfuðstefnumál yæri stöðvun verðbólg
unnar Nú játar hún, að geigvænleg óðaverðbólga ríki og
lýsir jafnframt vfir getuievsi sínu tii að balda henni f
skefjum um leið og hún sýknar sig af allri sök á bróun
inni. Hún hvítþvær sjálfa sig en ásakar bióðina Þióðin
fól henni umboð til að stjórna málefnum «ínum út á bá
meginyfirlýsingu stjórnarinnar að hún mvndi stöðva
verðbólguna. Stjórnin hefur nú fvrirgert bessu umboði
sínu og á að fara frá Þjóðin vill st.öðvun verðbólgunn
ar, en það er aðeins á færi ríkisvaldsins að hafa forvstu
um þá stöðvun.
Sú forysta á ekki að vera í bví fólgin að herða á beim
að^erðum, sem verst hafa revnzt samkvæmt 6 ára
reynslu. í slíkt óefni er nú komið og svo mikið er nú í húfi
að ábyrg öfl verða að taka höndutn saman til að knýja
fram breytta stefnu np víðtæka samstöðn um nvia for
ystu. Baráttuna gegn óðaverðbólgu verður að hefi? at
fullri einurð Beita verður framkvæmdaaflinu skinuJega
og taka upp á ný öflugan stuðning við atvinnulíf bióð-
arinnaf rjúfa þingið og efna til kosninga Ff sökin og
ábyrgðin á óðaverðbólgunni er hjá bióðinni eins oe rni-
verandi ríkissíjórn segir, á hún að réttum leikreglum
lýðr'æðis að gefa þjóðinni kost á að breyta um stefnu
og velja sér nýja forystu.
Ríkisstjórn. sem lýsir vfír getuleysi sínu að levsa það
verkefni, sem hún tók að sér og fékk umboð til að leysa,
á að segja af sér og leggja málin í dóm þjóðarinnar Sitji
hún áfram til þess eins að sitja. hefur hún vikizt undan
helgustu skyldum ríkisstjórnar í lýðræðisríki.
É Ritstiórnargrein úr The Economist:
Kjarnorkuópun Kína knýr á
um auknar hervarnir Japana
EFTIR tvö eða þrjú ár geta
Kínverjar sent kjarnorku-
sprengjur yfir Tokyo. Þessi
staðreynd er í þann veginn að
hrista sjálfsánægju- og Banda-
ríkjaaðdáunarslénið af jap-
önsku ríkisstjórninni og koma
henni til að taka öll vandamál
Japans til nýrrar yfirvegunar.
Japanir hafa enga opinbera
stefnu í hermálum. Samkvæmt
stjórnarskránni, sem samin var
meðan á bandarísku hersetunni
stóð upp úr 1945, afsöluðu Jap-
anir sér öllum rétti til að hafa
landher, flota og flugher, sem
nokkuð gæti kveðið að í hern-
aði. Allra síðustu árin hefur
,,heimavarnarliðið” eflzt mjög
bæði að mannafla og áliti, en
það er hliðargatan framhjá 9.
grein stjórnarskrárinnar, sem
fjallar um smæð hersins. En í
vaxandi skugga frá myrkum
kjarnorkubakkanum yfir Kína
er japanska ríkisstjórnin tekin
að velta fyrir sér röksemdum
sem mæla með uppbyggingu
hers og ef til vill gæti undir-
búningur kjarnorkubúnaðar orð
ið einn liðurirm í þeirri upp-
byggingu.
^ DRJÚGUR hluti bjartsýnis-
manna í Frjálslynda lýðræðis-
flokknum, sem situr að völdum
hefur sterka trú á, að Japanir
gætu leyst vanda sinn í varna-
málum með því að beita „hæg-
látri stjórnmálakænsku" til að
koma á sáttum milli Kínverja
og Bandaríkjamanna og fá Kín
verja til að undirrita sáttmáia
um bann við kjarnorkutilraun
um. Svo er að sjá sem Banda-
ríkjamenn styðji þessa viðleitm
Japana, sem enn er að vísu
aðeins mjór vísir.
Stjórnmálamenn frá utanrík
isráðuneytum beggja ríkjan/ia
ræddust tvívegis við í júnímán*
aði, og sennilega hafa beir
ræðzt allnáið við um þessi mál
í byrjun þessa mánaðar. Rusk
utanríkisráðherra Bandaríkj
anna og Sato forsætisráðherra
í Japan. Talið er, að verið sé
að reyna að finna aðferð til
þess að fá Kínverja til við-
ræðna um bann við útbreiðslu
kjarnorkuvopna og afvopnun
almennt.
Aðrir fylgismenn Frjálslynda
lýðræðisflokksins eru að mun
vondaufari um að takast megi
að lokka Kínverja út úr ein
angrun sihni. Þeir eru að vísu
ánægðir með að sepda þreifara
til Peking. En fari svo, að þess
um sendimönnum verði ekkert
ágengt, vilja hinir vantrúaðri
flokksmenn stóraukna hernaðar
tryggingu, bæði í auknum varna
■* skuldbindingum Bandaríkja
manna og aukinni hervæðingu
heima fyrir.
SKOðANIR almennings í Jap
an eru enn allt of andstæðar
herbúnaði yfirleitt, til þess að
ríkisstjórin þori að eiga á hættu
að efla hervarnirnar opinber-
lega. Andstaðan gegn núver-
andiibandalagi við Bandaríkja-
menn er meginmál bæði komm-
únista og stærri jafnaðarmanna
flokksins í landinu, en hann
stendur að mun lengra
til vinstri en hinn. Flokks-
menn Frjálslynda lýðræðis-
flokksins eru þegar farnir að
kvíða endurtekingu óeirðanna
frá 1960 þegar að því keinur
að öryggissamningur Japans
og Bandaríkjanna verður tek-
inn til endurskoðunar árið
1970.
Leiðtogarnir í Peking ræða
opinskátt um að til ófriðar
hljóti óþjákvæmilega að draga
milli Kínverja og Bandaríkja-
manna. Jafnvel íhaldsömustu
stjórnmálamönnum í Japan
hlýtur þá að verða hugsað með
skelfingu tii þess, hve banda-
rískar herstöðvar í útjöðrum
stórborga landsins hljóti að
verða auðveld og eðlileg skot
mörk fyrir Kínverja.
Almenn andstaða gegn upp-
byggingu kjarnorkubúnaðar er
eðlilega mjög rík meðal heima
þjóðar Hiroshima og Nagasaki,
og ótti nágrannaþjóða Japan
eykur á hana. Japanskir sendi-
herrar erlendis komu fyrir
skömmu saman til fundar í
Tokyo og afhentu utanríkis-
ráðuneytinu óopinbera aðvör-
un um, að öðrum Asíuþjóðum
stæði alvarlegur stuggur af
hugsuninni um endurvígbúnað
Japana, einkum og sér í lagi
þó með kjarnorkuvopnum. Ná-
grannaþjóðirnar í Asíu kysu
miklu heldur að Japanir héldu
áfram að treysta á varnarsamn
inginn við Bandaríkjamenn.
AF ÖLLUM þessum ástæðum
hefur japanska ríkisstjórnin
ekki í hyggju að fella úr gildi
bann stjórnarinnar við end-
urhervæðingu að svo stöddu
eða leggja fram áætlun um
endurvopnun. En þess þykja
sjást nokkur merki í Tokyo,
að íhaldsmennirnir við stjórn-
völinn í Japan hafi ákveðið að
venja þjóðina smátt og smátt
við nýtt hernaðarhlutverk Jap-
ana, með hliðsjón af kjarnorku
ógnuninni frá Kína.
Talið er, að fyrsta skrefið
á þessari braut hafi þegar verið
stigið með tillögu, sem lögð hef
ur verið fyrir þingið um að
gera varnarmálaskrifstofuna að
sérstöku ráðuneyti. Einnig eru
uppi áætlanir um stækkun her
stöðva, fjölgun einkennis-
klæddra manna og allverulegt
átak til eflingar eldflaugatækn-
innar.
Allt verður þetta ærið dýrt
í framkvæmd' og halli er fyrir
á japönsku fjárlögunum. En
íhaldsmenn treysta á þjóðar-
stoltið- sér til fulltingis við efl-
ingu sjálfstæðra hervarna og
er svo að sjá sem það muni
vinna bug á fjárhagserfiðleik-
unum.
Fjárfesting þyrfti ekki að
verða svo ýkja mikil þó að Jap-
anir legðu fram áætlanir um
smíði kjarnorkuvopna og færu
að framkvæma hana. Japanskur
iðnaður hefur þegar nýtt kjarn
orkuna í nokkrum mæli og
unnt yrði að breyta kjarnorku-
verunum til vopnaframleiðslu
á skömmum tíma. Japan-
ir standa þegar til muna fram-
ar en Kínverjar í eldflaugafram
leiðslu og hafa undir höndum
allan nauðsynlegan búnað til að
koma sér upp miðlungs lang-
drægum kjarnorkuskeytum,
nema að því er varðar hið
mjög svo flókna stjórnkerfi
þeirra, en úr þeirri þörf yrði
sennilega unnt að fá Banda-
ríkjamenn til að bæta. Fari
svo að ríkisstjórnin í Japan
ákveði að koma sér upp kjarn-
orkuvopnum, þyrftu ef til vill
ekki að líða nema tólf til fimm
tán mánuir áður en að Japan-
ir gætu framleitt kjarnorku-
sprengjur og látið eldflaugar
sínar bera þær á loft.
MEGINHINDRUNIN í vegi
þeirra, sem vilja endurvígbúa
Japan er enn fólgin í andstöðu
vinstri aflanna í landinu. Frjáls
lyndir lýðræðissinnar virðast
hallast að þeirri leið að fara
nógu hægt í sakirnar. Sato for-
sætisráðherra og fylgismenn
hans hafa hafið miklar umræð-
ur um aukið öryggi þjóðarinn-
ar án þess að nefna möguleik-
ana á að setja fram áætlun
um smíði kjarnorkuvopna og
framkvæma hana, eða jafnvel
líkleg viðbrögð Japana við sátt
mála um bann við útbreiðslu
kjarnorkuvopna.
Vinstri menn hafa á sinn hátt
fallizt á þagnarsamsærið að
því er kjarnorkuvopnin varðar.
Þeir hafa aldrei minnzt á kjarn
orkuvopnabirgðir Bandaríkja-
manna á Okinawa, Bonin-eyj-
um eða í bandarísku flugvéla-
móðurskipunum, sem koma við
í japönskum höfnum. Bæði rík-
isstjórn og stjórnarandstaða
virðást hafa þann hájapanska
hátt á að forðast það, sem er
erfitt og óskemmtilegt. En í
heimi nútímans verður þeim
naumast vært í því skálka-
skjóli nema skamma hríð.
AÐALFUNDIR
Dagana 27. — 29. iúlí s. i. var I Að þessu sinni fluttu erind.:
haldinn fundur skólastjóra heraðs | Magnús Gíslason námsstjóri um
mið- óg gagnfræðasikóla að Laugar ; oagnfræðanám. Óskar Halldórs
vatni er fræðslumalastjórn boð- son námsstjóri um móðunnáls-
aði Þl- j kennslu: Guðmundur Arnlaugsson
Fundinn sátu nær allir skóla- j rektor, um stærðfræði- og eðlis-
stjórar héraðs- og gagnfræðnskúl fræSikennslu: Stefán Júlitisson,
anna auk nokkurra námsstjora og framkvæmdastjóri Fræðslu-
fulltrúa fræðslumálastjóra. ' myndasafns ríkisins, um fræðslu
1 myndir og Stefán Ólafur Jónsson,
námsstjóri, um starfsfræðslu og
1 félagsfræðikennslu.
Annað meginviðfangsefni fund
arins var rannsókn skólamála, sem
nú er hafin, að tilhlutan mennta-
málaráðherra dr. Gylfa Þ. Gfslason
ar.
Fræðslumálastjóri Helgí Elías-
son gerði grein fyrir undirbúningi
málsins og lagði það fyrir fundina.
Menntamálaráðherra dr. Gylfi
Framhald á bls. 15.