Tíminn - 22.07.1966, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 22. Júlí 1966
TÍMIWW
ÆTLA AÐ SMÍÐA FlSKl-
SKIP SÉRHÆFÐ FYRIR
. -/
/SLENZKA STAÐHÆTTI
Pólverjar minnast þess
í ár, að liðin eru þúsund
ár síSan pólska ríkið var
stofnaS. Á þessu tímabili
hefur margt á daga drifið
í sögu Póllands. Þjóðin
hefur lifað marga glæsi-
tíma menningar og athafna
lífs, en einnig oft orðið
svo fyrir barðinu á ná-
grannastórveldum, að tví-
sýnt hefur verið, að land-
ið mundi eiga viðreisnar
von sem sjálfstætt ríki.
Landið var hroðalega leik
ið eftir síðustu heimsstyrj
öld. En uppbygging lands-
ins og atvinnuveganna sem
voru í rústum, hefur geng
ið með ólíkindum. Mun
einhvern næstu daga birt
ast grein hér í blaðinu, þar
sem stiklað verður á stóru
í sögu Póllands í þúsund
ár.
í tilefni þessa afmælis- og
þjóðhátíðardags Póllands í dag
ræddi fréttamaður Tímans við
Viktor Jabcynski, sem bæði er
viðskiptaráðunautur Póllands
og staðgengill pólska sendiherr
ans á íslandi, Kazimierz Dorosz,
en hann er jafnframt pólskur
sendiherra i Noregi og hefur
aðsetur í Oslo.
— Hve lengi hafið þér verið
í utanríkisþjónustunni Jal>-
cynski?
— Þegar nazistarnir rændu
föðurland mitt frelsi, var ég
tekinn til fanga og hafður i
þrælkunarvinnu og fangabúð-
um þangað til land mitt losn-
aði undan kúgun nazismans. Ég
er verkfræðingur að menntun
og gekk sem slíkur í þjónustu
Pólska alþýðulýðveldisins, fékk
fyrst það verkefni að skipu-
leggja timburiðnaðinn. En 1958
varð ég forstjóri pólska utan-
ríkisviðskiptafélagsins „Minex“,
sem einkum annast útflutning
á glervörum og byggingarvör-
um. Hingað kom ég í október
1963 til að taka við þessu emb-
ætti.
— Hafa viðskiptin milli Pól-
lands og íslands aukizt siðan
þér byrjuðuð að starfa hér?
— Mér er sérstök ánægja að
segja yður, að viðskipti milli
landa okkar fara vaxandi með
hverju ári. Þrjú síðustu árin
hefur útflutningur pólskra vara
til íslands aukizt um 15% að
meðaltali á ári. Og útflutning-
ur frá íslandi til Póllands jókst
um h.u.b. 60% á síðasta ári. Það
sýnir að við verðum að herða
okkur í keppninni. Annars var
viðskiptaveltan nokkuð jöfn,
verðmæti útflutnings okkar
hingað nam 127.4 milljónum
króna, en innflutnings héðan
123.9 milljónum.
— Hvaða vörur kaupir ís-
land helzt af ykkur?
— Það sem komið hefur mér
einna mest á óvart er, að ein
tegund sælgætis frá Póllandi
hefur orðið svo vinsæl hér,
súkkulaðikexið „Prince Polo,“
sem er að verða æ útbreiddari
siður að borða með Coca-Cola,
að mér liggur við að segja, að
þetta sé að verða e.k. sérréttur
íslendinga eða a.m.k. Reykvík-
inga! En svo við sleppum nú
léttu hjali, þá er að nefna fyrst
þær vörur, sem alllengi hafa
verið keyptar hingað frá Pól-
landi, stál og margskonar varn
ingur úr stáli, timbur, vefnaðar-
vörur, skófatnaður, ávextir
og ávaxtasafi, postulín, sykur
og vodka. En sú vörutegund
sem lengi var einn stærsti inn-
flutningsliður hingað frá Pól-
landi, kolin, er nú að hverfa
samanborið við það, sem áður
var, eðlilega bæði vegna hita-
veitunnar hér og einnig verða
kolin undir í samkeppni við
olíu til kyndingar skipa og hit-
unar húsa. Talvert hefur vérið
flutt hingað af pólskum reið-
hjólum, um þrjú þúsund á ári,
og mikið af tjöldum. Einnig
tilbúin föt og fiskinet. Mestallt
malbik, sem flutt er inn hing-
að kemur frá Póllandi, að því
er ég bezt veit. Enn er að
nefna vatn- og skólppípur úr
asbesti og byggingastálgrindur
í geymsluskála og verksmiðjur.
Nú höfum við á prjónunum
að kynna hér áður en langt um
líður ýmislegt fleira úr iðnaðar
framleiðslu Póllands. Fyrst og
fremst vil ég nefna pólsku
fiskiskipin um 360 brúttólestir
að stærð, sérteiknuð og byggð
og útbúin fyrir íslenzkar
aðstæður. Við munum ganga
að því vísu, að þessi skip muni
falla íslenzkum útgerðarmönn-
um í geð, því að áður hafa
fiskiskip okkar hlotið viður-
kenningu erlendis og er raun-
ar sú framleiðsla okkar heims-
kunn. Annað sem mælir, með
því, að hér ætti að verða mark-
aður fyrir þessi fiskiskip er það,
að greiðsluskilmálar munu
verða mjög hagkvæmir fyrir ís-
lendinga. Við munum fúsir til
að fallast á, að skipin megi
greiða ýmist með fiski eða fisk-
iðnaðarvörum, eftir því sem
kaupanda hentar. Sama máli
gegnir um efni og útbúnað ‘ í
fiskimjölsverksmiðjur og síldar
verksmiðjur, sem við munum
senn kynna á íslenzkum mark-
aði. Einnig gerum við okkur
nokkrar vonir um að hér væri
hægt að selja nokkuð af verk-
smiðjuframleiddum sumarbú-
stöðum, íbúðarhúsum og
íþróttaskálum frá Póllandi. Þá
munum við reiðubúnir að út-
vega það, sem þurfa þykir af
sementi til Búrfellsvirkjunar-
innar og Sementsverksmiðjan
íslenzka getur ekki annað að
framleiða handa því stórvirki.
— Þið hafið flutt hingað tals
vert af útbúnaði og tækjum
í nýjar skipabrautir og smiðjur
hér? /
— Já, þegar hafa fjórir
„slippar" verið keyptir hingað
frá Póllandi þrátt fyrir harða
Wiktor Jabcynski í sendiráðsskrifstofunni við Grenimel. Skjaldar-
merki Pólands á veggnum. Timamynd—GE.
samkeppni margra annarra
landa. Þessar bátabrautir eru,
sem kunnugt er, í Njarðvík,
Neskaupstað, Akureyri (næst-
stærsti slippur á íslandi) og
Hafnarfirði. óg hef rætt við
marga forystumenn í íslenzk-
um iðnaði og fulltrúa íslenzku
stjórnarinnar um þetta efni,
og ummæli þeirra svo og það
sem við höfum skoðað með eig
in augum, hefur sannfært okk
ur um, að íslenzk atvinnu- og
efnhagsmál eiga mikið undir
því, að þessi grein íslenzks iðn-
Fiskiskipi hliðrennt af stokkunum f skipasmiðju í Póllandi.
aðar aukist og margfaldist í
framtíðinni. Það er enginn efi
á því að ísland þarfnast margra
bátabrauta og skipasmiðja til
að annast viðgerðir á eigin
fiskiskipum, sem sparar bæði
gjaldeyri og dýrmætan tíma,
sem oft fer í súginn á meðan
fiskiskip bíða eftir því að kom-
ast að í viðgerð. Og ég er þeirr-
ar trúar, að íslendingar muni
innan tíðar fá áhuga á því að
byggja stærri fiskibáta hér í
eigin smiðjum. Pólland hefur
þegar á boðstólum efni og út-
búnað í slíkar smiðjur og skipa-
brautir, og áður en langt um lið
ur mun verða hægt að bjóða
betri kjör á þeim en hinum
minni, því að framleiðsluhlutar
í þessar stærri smiðjur og braut
ir verða fjöldaframleiddir í
stærri stil en áður.
— Og hvernig horfir um auk-
inn innflutning Póllands héð-
an?
— Helztu innflutningsvörur
okkar frá íslandi hafa verið
fryst síld og saltsíld, lýsi, fiski-
mjöl og síldarmjöl. Hið síðast-
nefnda er þýðingarmest fyrir
okkur og það, sem við sækj-
umst helzt eftir að fá. Þess
vegna munum við á næsta ári
leitast við að auka til mikilla
muna innkaup á fiski- og síldar
mjöli héðan, ef verð reynist
okkur hagkvæmt og vilji
stjórnarvöld hér auka sölu á
þessari vöru til Póllands.
f ár voru keypt héðan 7.500
tonn. Ennfremur kaupum við
héðan að staðaldri gærur, og
nýlega keyptum við til reynslu
þvegna ull, sem við vonumst
til að muni síðar verða keypt
í allstórum stíl. Ég er þeirrar
skoðunar, að horfið verði frá
núverandi „clearance“-við-
skiptagrundvelli milli landanna
og að samkomulagi um við-
skipti í frjálsum gjaldeyri.
Framhald á bls. 15.