Vísir - 02.04.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 02.04.1975, Blaðsíða 9
8 Visir. lYIiðvikudagur 2. april 1975. Visir. Miðvikudagur 2. april 1975. 9 Umsjón: Hallur Símonarson TBR-piltarnir unnu KR-kappa — Undanúrslit í Reykjavíkur- meistaramótinu í badminton í Laugardalshöll í kvöld Um sjötiu keppendur léku badminton á fjölum Laugardalshallarinnar i gærkvöldi, en þá hófst Reykjavikurmeistaramótið i þessari vinsælu iþróttagrein. Keppendur eru frá fjórum félögum, KR, TBR, Val og Víking. Mikil keppni var viða, en hvað mest kom á óvart, að ungir piitar úr TBR, Jóhann Möller og Magnús Magnússon unnu hina reyndu kappa úr KR, Friðleif Stefánsson og óskar Guðmundsson i tviliðaleik. i kvöld heldur mótið áfram kl. 8.30 og verða þá undanúrslit i hinum ýmsu flokkum. Þá leika meðal annars Haraldur Korneliusson gegn Sigurði Haraldssyni I einliðalcik karla, og óskar gegn Friðleifi I hinum leiknum I undanúrslitum. i undanúrslitum I tvíliðaleik karla leika Haraldur og Steinar Petersen gegn Sigfúsi Ægi Arnasyni og Ottó Guðjónssyni, og i hinum leiknum Sigurður Haraldsson og Garðar Alfonsson gegn Jóhanni og Magnúsi. -hsim. Cígg/4-c] HEIMSMET! 1R islandsmeistarar i körfuknattieik 1975. Aftari röö frá vinstri: Asgeir Guðmundsson formaður iR, Hólmsteinn Sigurðsson liðsstjóri, Agnar Friðriksson, Þorsteinn Guðnason, Sigurður Gislason, Jón Jörundsson, Sigurður Halldórsson, Sigurbergur Bjarnason, Einar ólafsson þjálfari og Asgeir Guðmundsson. Fremri röð: Sigurjón Ólafsson, Finnur Geirsson, Kristinn Jörundsson fyrirliði, Kolbeinn Kristinsson, Jón Jónasson og óskar J. Óskarsson. A myndina vantar einn leikmann Erlend Markússon. Ljósmynd Bj.Bj.... Dave Roberts, 23ja ára stúdent við háskólann I Florida, setti nýtt heimsmet i stangarstökki á móti I Gainesville í Florida á iaugardag — stökk 5.65 metra. Hann náði meti Bob Seagren, 5.63 m sett 1972, i þriðju og siðustu tilraun sinni við hæðina. Myndin að neðan sýnir Roberts i metstökkinu — heldur betur komin sveigja á stöngina, sem kastaði honum svo yfir hæðina miklu. —hsim. Með fimm varamönnum náði Ipswich forustu! Ipswich Town náði aftur for- ustu i 1. deildinni ensku i gær- kvöldi eftir sigur gegn Birming- ham á Portland Road. Það var at- hyglisverður sigur, þvi vegna meiðsla varð Ipswich að nota fimm leikmenn úr varaliðinu og meðal þeirra, sem ekki gátu leikið vegna meiðsla, voru beztu menn liðsins, Kevin Beattie og David Johnson. En það kom ekki að sök — ungu strákarnir stóðu fyrir sinu. Mike Burns náði forustu fyrir Birming- ham f leiknum — Ian Collard jafnaði, og svo skoruðu þeir Clive Woods og Mike Lambert áður en Bob Hatton skoraði annað mark Birmingham. Hjá enskum veðmöngurum er Ipswich nú talið sigurstranglegast i 1. deild, 6-4, en hætt er þó við, að enski bikarinn geti þar sett strik i reikninginn. Ipswich stefnir að sigri i deild og bikar — nokkuð, sem aðeins Tottenham og Ar- senal hefur tekizt á þessari öld, en mörg lið fallið a siðustu hindrun. Og Derby heldur sinu striki — vann Manch. City á heimavelli i gærkvöldi 2-1 og náði þar með Ipswich og Everton að stigum. Bruce Rioch skoraði bæði mörk Derby á 44. og 53. min., en Colin Bell skoraði eina mark City. Roy McFarland er byrjaður að leika með Derby á ný og munar það miklu, en hvort það dugir á laugardag er önnur saga. Þá á Derby erfiðan leik — i Middles- borough. Leicester komst af mesta hættusvæðinu með 3-0 sigri gegn West Ham. Frank Worthington skorað' úr viti i leiknum og Chris Garland tvö mörk á tveimur síðustu minútun- um. Sheff. Utd. og Leeds gerðu jafnt.efli 1-1, en Carlisle vann Burnley, sem virðist alveg heillum horfið, 4-2, i Carlisle. 1 2. deild vann Aston Villa góðan sigur i Lundúnum gegn Millvall 3-1 og stefnir greinilega i 1. deild á ný. Bristol City missti þýðingarmikið stig i keppninni um efstu sætin — náði aðeins jafntefli gegn nágrannaliði sínu, Bristol Rovers 1-1 í gærkvöldi. Nottm. Forest vann Sheff. Wed 1-0 og þar með er hið fræga Sheffield-lið fallið niður i 3. deild i fyrsta skipti i sögu félagsins. Sig- ur Forest var hinn fyrsti á heimavelli i deildinni siðan Brian Clough tók við liðinu!! York og Blackpool gerðu jafntefli 1-1. 1 3. deild gerðu Halifax og Blackburn jafntefli 1-1 svo og Preston og Peterboro 1-1. Staðan efstu og neðstu liða i 1. deild er nú: Ipswich 38 21 4 13 58-39 46 Everton 37 15 16 6 50-35 46 Derby 37 19 8 10 64-48 46 Liverpool 38 17 11 10 53-37 45 Stoke 38 16 13 9 61-46 45 Middlesbro 37 16 11 10 50-36 43 Ekki ráðinn Tony Knapp þjálfari meistara- flokks KR I knattspyrnu kom til landsins I gær og fór svo til beint út úr flugvélinni á æfingu með sina menn á Melavellinum. Var hann I miklum ham er við komum þar að I gærkvöldi, og heyrðust hrópin og köllin I honum langt út á Ilringbraut. Sagðist hann vera ánægður með að vera kominn aftur til íslands, þvi hér Arsenal 36 11 10 15 42-43 32 Leicester 37 10 11 16 41-53 31 Chelsea 37 9 13 15 40-64 31 Tottenham 37 10 8 19 42-56 28 Luton 37 8 10 19 36-60 26 Carlisle 38 11 3 .24 42-57 25 Staða efstu liða I 2. deild: Manch. Utd. 38 23 8 7 58-28 54 Sunderland 38 17 13 8 61-32 47 Aston Villa 36 19 8 9 59-31 46 Norwich 36 16 12 8 47-32 44 Bristol C. 37 18 8 11 41-27 44 Blackpool 38 14 16 8 36-23 44 — hslm. hjá landsliði væri gott að vera og skemmtilegir piltar að vinna með. Um hvort hann yrði með lands- liðið, sagðist hann ekkert vita. Um það hefði verið rætt á sinum tima, en ekkert ákveðið. ,,Ég á eftir að ræða við KSl um það mál, og eins og málin standa nú, er ekkert vist að ég verði með liðið i sumar”. — klp — Kolbeinn horfði ó tvenn verðlaun fljúga á brott! — Gat ekki leikið með gegn Ármanni vegna meiðsla og missti þar með af vítastyttunni og verðlaununum fyrir að vera stigahœsti maður íslandsmótsins „Það var um þaö að velja aö láta puttann fara i þessuin leik eöa úr- slitaleiknum i bikarkcppninni á fimmtudaginn, og ég valdi heldur þennan leik, þótt þaö hafi kannski koslaö mig, að ég missti þar með af tvcim fallegum verðlaunagripum,” sagði KR-ingurinn Kolbeinn Pálsson eftir leik KR og Armanns i 1. deildinni i körfuboltanum I gær- kveldi. Kolbcinn var tognaður á fingri og lék þvi ekki meö KR, og þaö hefur trúlega kostað hann verðlaunin fyrir aö vera stigahæsti leikmaður mótsins og jafnframt sá leikmaður scm var með bezta útkomu I vita- skotunum. Þau verðlaun runnu til Armenninganna Jóns Sigurðssonar og Simons Ólafssonar. Fyrir leikinn hafði Kolbeinn skorað 299 stig, en Jón Sigurðsson 286 — eða 13 sligum minna. Kolbeinn gat að sjálfsögðu ekkert bætt við sina tölu og leiðin var opin fyrir Jón. Hann skoraöi 20 stig I leiknum og komsl 7 stigum fram úr Kolbeini. Var hann með 306 stig, Kolbeinn 299 og Þórir Magnússon Val þriðji meö 294 stig. I vitakeppninni haföi Kolbeinn skorað úr 59 vitum I 81 tilraun fyrir leikinn við Armann, scm gerir 72,8% hittni. Sinion Ólafsson Armanni hafði hitt úr 52 vltum I 72 tilraunum fyrir leikinn. Um miðjan siðari hálf- leik fékk hann tvö vitaskot og skoraði úr þeim báðum — 74:54, sem gerir 72,9% — eða 0,1% betra en Kolbeinn, og fékk hann þar nieð vitastyttuna. Eftir að hann haföi skoraö úr þessum vitum, var hann tckinn út af, þar sem Armenningarnir hættu ekki á, að hann fengi fleiri viti, en það hefði getað þýtt, að hann heföi misst af gripnum, ef honunt hefði mistekizt i eitt skipti!! En nú er spurningin, hvort þeir félagar verða ekki aö skila báðum gripunum, ef dómstóll KKt ákvcður, að ieikur Armanns og ÍR skuli leikinn upp aftur. Arangur þeirra I þeim leik þurrkast þá út, og ekkert er vist, að árangurinn I siðari Icikn- um — cf hann fer þá fram — verði betri.... -klp- Tony Knapp á æfingu hjá KR I gærkvöldi — I islenzka landsliðs- búningnum, sem honum var gef- inn eftir jafnteflið við Austur- Þjóðverja I fyrra. Ljósmynd Bjarnleifur. Silfurverðlaunin voru sett aftur í pokann! — Síðustu leikirnir í 1. deildinni í körfuknattleik leiknir í gœrkvöldi — Dómstóll sker úr um hvort Ármann eða KR fœr silfrið Leikmenn 1. deildarliðs KR i körfuknattleik fengu ekki silfur- verðlaunin eins og þeir bjuggust við eftir síðasta leik sinn við Armann i tslandsmótinu i gær- kvöldi. Þeir máttu tapa leiknum við Armann — sem þeir og gerðu — og samt hljóta verðlaunin, en dómur dómstóls UMSK I kæru Armanns á siðari leikinn við tR kom I veg fyrir það. Dómstóllinn hafði dæmt þann leik ólöglegan, þar sem skýrslan hefði verið ranglega útfyllt. LOKASTAÐAN — með fyrirvara Lokastaðan i 1. deildinni i körfuknattleik karla. Tafla þessi er birt með fyrirvara um að Ar- mann vinni ekki kæruna i siðari leiknum við tR, en ef svo fer verða ÍR og Armann að leika aft- ur. Ef Armann vinnur þann leik með 10 stiga mun eða meir, fer Armann upp i annað sæti en KR i þriðja. ÍR 14 13 1 1212:1096 26 KR 14 10 4 1260:1160 20 Ármann 14 9 5 1185:1095 18 1S 14 8 6 1129:1076 16 UMFN 14 8 6 1125:1100 16 Valur 14 5 7 1176:1175 10 Snæfell 14 2 12 933:1153 4 HSK 14 1 13 996:1161 2 Ásgeir vestur? Möguleiki er á þvi, að landsliðsmaðurinn kunni i Fram.Asgeir Eliasson, leiki ekki með Fram I sumar — heldur kenni Iþróttir á Vest- fjörðum ásamt eiginkonu sinni, Soffiu Guðmunds- dóttur, en þau eru bæði iþróttakennarar að mennt. — Þetta er allt óráðið ennþá, sagði Asgeir, þegar blaðið ræddi við hann i morgun. Ég ætlaði vestur um páskana til viðræðna við forráðamenn Héraðssambands tsfirðinga, en komst ekki vegna þess, að ekki var flogið. Allt er þvi enn á huldu hvað úr verður. Asgeir er nú iþrótta- kennari á Seltjarnarnesi — Soffia við Laugarnesskóla, en hún er ein kunnasta handknattleikskona KR - hslm. Dómstóll KKl fékk þá úrskurð frá alþjóða körfuknattleikssamband- inu, þar sem segir, að leikurinn standi eftir að dómari hafi undir- ritað skýrsluna. Með það sendi KKl málið aftur til UMSK, sem kvað upp sinn úrskurð i gær, og stendur við sinn fyrri dóm, hvað sem FIBA segir. Málið fer nú aftur fyrir dómstól Kristinn Jörundsson, fyrirliði tR- liðsins og bezti leikmaður móts- ins. Ljósmynd Bjarnleifur. KKl, sem mun kveða upp endan- legan úrskurð einhvern næstu daga. KR-ingar voru án margra sinna beztu manna i leiknum við Armann og töpuðu með 8 stiga mun —72:80 — eftir að hafa verið lOstigum undir i hálfleik — 40:30. Voru Ármenningar betri aðilinn i leiknum enda með allar sinar stjörnur i gangi. Bar þar mest á Jóni Sigurðssyni, sem átti frábæran leik á köflum. Þá léku tR og Valur sinn sið- astaleik i gær, og kvöddu ÍR-ing- ar með 105:89 sigri. í þeim leik skoraði Þórir Magnússon 30 stig fyrir Val, en hjá IR voru þeir Kristinn Jörundsson — 26 stig — og Agnar Friðriksson — 25 stig — stigahæstir. Um páskana léku ÍS og Snæfell og sigruðu stúdentarnir i þeim leik með 120 stigum gegn 71. Nægði það þeim til að komast upp fyrir UMFN á betri stigatölu, og hljóta fjórða sætið i mótinu. 1 gær lauk einnig skólakeppn- inni i körfuknattleik. Þar sigraði Menntaskólinn við Hamrahlið i eldri flokknum, en Laugalækjar- skóli i yngri flokknum. — klp — Svavar vann í opnaflokknum Hinn ókrýndi konungur is- lenzkra júdómanna, Svavar Carl- sen, varð sigurvegari í opna flokknum á tslandsmótinu I júdó, sem háð var i gærkvöldi. Hann keppti til úrslita við „prinsinn”, Viðar Guðjohnsen, sem er aðeins 17 ára gamall, og stóð barátta þeirra fulla úrslita- Kristinn beztur Fyrirliði tslandsmeistara ÍR i körfuknattleik — Kristinn Jörundsson - var kosinn leikmaður tslandsmótsins i körfuknattleik 1975. glimulengd, eða i tiu minútur. Var það mikil og skemmtileg viðureign, þar sem Svavar hafði lengst af betur, án þess þó að ná fullkomnum sigri. Fimmtán keppendur úr öllum þyngdarflokkum tóku þátt i mót- inu, og komst Svavar I úrslit m.a. með þvi að sigra þá Harald Þor steinsson og Halldór Guðnason. Viðar sigraði aftur á móti Gisla Þorsteinsson og Sigurjón Kristjánsson. Gllmu Viðars og Sigurjóns lauk með jafntefli, en dómararnir dæmdu Viðari sigur- inn. Atkvæðagreiðsla þessi er gerð af leikmönnum og þjálfurum allra 1. deildarliðanna Ilok hvers keppnistímabils. Að þessu sinni fengu fjórir leikmenn stig — en Kristinn lángflest — og hlaut að launum veglegan verðlaunagrip frá KKÍ. i mótslok i gærkvöld voru einnig afhent verðlaun I meistaraflokki kvenna. Þau fengu IR-stúlkurnar i fjórða sinn i röð, svo segja má að dagurinn i gær hafi verið sannkallaður ÍR-dagur. — klp — Sigurjón varð I 3ja sæti i mót- inu, en Halldór Guðnason fjórði. í kvennaflokki sigraði Sigurveig Pétursdóttir, og vann hún Datsun bikarinn, sem keppt var um, til eignar. önnur varð Þóra Þóris- dóttir og þriðja Magnea Einars- dóttir. —klp— Svavar Carlsen, til vinstri, og Viðar Guðjohnsen I úrslitakeppninni. Ljósmynd Bjarnleifur. Agnar Friðriksson með Islandsbikarinn. . Ljósmynd Bjarnleifur. íslands- meistari M0. sinn Við afhendingu islands- bikarsins i körfuknattleik karla i gærkvöldi kallaði Einar G. Bollason. formaður KKÍ, ÍR-inginn Agnar Frið- riksson fram á gólfið og færði honuni fallegan bikar til minningar um, að þetta var i 10. sinn, sem Agnar verður islandsmeistari karla i körfuknattleik. Hann lék fvrst með ÍR i 1. deild árið 1961 og varð þá strax meistari. Þetta var hans 15. islandsmót i 1. deild og i 10. sinn sem hann er i sigurliðinu. Næstur lionuni hjá ÍR kemur Sigurður Gislason. sem nú varð meist- ari i 9. sinn, en hann og Agn- ar byrjuðu að leika sama ár- ið. Sigurður missti úr eitt ár vegna veikinda og þvi hefur Agnar vinninginn. Einar sagði við afhending- una.sem kom Agnari mjög á óvart, að þetta væri trúlega islandsmet i flokkaiþróttum innanhúss. Agnar sagði er við töluðum við hann i gærkvöldi. að hann ætlaði ekki að fara að gefa neina yfirlýsingu um að liann væri að hætta.Ég hef ekkert hugsað út i þaö" og bætti siðan brosandi við.... „Nú er maður að hugsa um að fara að taka þetta alvar- lega og fara að æfa af futlum krafti!! " — klp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.