Vísir - 02.04.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 02.04.1975, Blaðsíða 16
Helgi Jónsson hefur gefiö út Vikublaöiö á ólafsfirði frá þvf hann var 10 ára. Nú er hann á 13. ári, og enn kemur blaðið út. Bróðir hans, sem við sjáum fyrir aftan hann á myndinni, hefur stundum aðstoð- að. Ljósm.: Bragi. Víðtœkt sjó- mannaverkfall „VONA BARA AÐ ALLIR SÉU ÁNÆGÐIRMEÐ BLAÐIÐ..." — segir 12 ára blaðaútgefandi og fréttamaður á Ólafsfirði vísir Miðvikudagur 2. april 1975. Hafa reynt fóstureyðingu — skrifa nú ráðherra og segja álit sitt A næstunni munu konur, sem gcngizt hafa undir fóstur- eyðingu, senda heilbrigðis- ráðherra bréf, þar sem þær munu skýra honum frá áliti sinu varðandi sjálfsákvörðunarrétt kvenna til löglegrar fóstur- eyðingar. Er ætlunin að opinbera þetta bréf, en með nöfn viðkomandi kvenna verður farið sem algjört trúnaðarmál. Konurnar hafa fengið Hlédisi Guðmundsdóttur lækni og Sigrúnu Júliusdóttur félags- ráðgjafa sem trúnaðarmenn. Þær konur, sem gengizt hafa undir fóstureyðingu, eru beðnar að hafa samband við aðra hvora þeirra, simleiðis eftir vinnutima eða bréflega. Simarnir eru 81548 og 21428. -EA. Ummerki veltu en enginn bíll Klukkan rúmlega nlu i gær- kvöldi urðu lögreglumenn I Arbæjarhverfi þess áskynja, að eitthvað hafði gerzt á þjóðvegin- um rétt norðan við afleggjarann heim i Rauðavatnshverfið. Þar voru glerbrotá veginum, listar og gúmmidræsur, benti allt tii þess, að þar hefði bfli oltið af hjólunum — en enginn var þar biilinn. — Meira er ekki vitað um þessi verksummerki að sinni. — SHH Nítjón manns þurftu ískœlingu Að kvöldi föstudagsins langa var brotizt inn I bil frá Kjöris, þar sem hann stóð á götu i Reykjavik. ÍJr honum var stolið nokkur hundruð Is- pinnum. Þegar haft var sam- band við rannsóknarlög- regiuna vegna þessa máls I gær, voru komin á blað hjá henni nöfn 19 manns, sem lagt höfðu hönd að þessu verki. -SHH. Lézt af byltunni Nær sextugur maður sem féll af hjóli á Akureyri mánudag fyrir páska, lézt tveimur dögum siöar, af höfuðáverka, er hann hlaut við byituna. Hann hét Gunnar Guðmunds- son, til heimilis að Sólvöllum 15, og var 58 ára að aldri. _ SHH boðað „Flestöll félög innan Sjómannasambandsins hafa nú boðað verkfall, yfirieitt frá 9. april, en sum frá 7.,” sagði Jón Sigurðsson forseti sambandsins i morgun. i sambandinu eru um 3000 manns, en meðal þeirra eru þó farmenn, sem ekki hafa boðað verkfall. Verkfallið mun ná til sjómanna á bátum, smærri togurum, ef samningar takast ekki. Það mun ekki taka til Vestfjarða og Austfjarða, þar sem sjómenn hafa samið sér, að frátöldum fáeinum félögum á þvi svæði, sem eru i sam- bandinu en hafa ekki boðað verkfall. Jón Sigurðsson sagði, að sjómenn stefndu að þvi að endurheimta eitthvað af þvi, „Ekkert komið til móts við okkur" segir Jón Sigurðsson sem þeir hefðu misst af hlut með bráðabirgðalögunum i fyrra. Ekkert hefði verið komið til móts við þá um þetta. Út- vegsmenn byðu aðeins sam- komulagið, sem gert var milli vinnuveitenda og ASI i siðustu viku. Auk þess gerðu sjómenn kröfu um fritt fæði og fleira. Samningafundur var I gær frá klukkan tvö til um sex, og fundur er boðaður klukkan tvö i dag. -HH. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var 10 ára. Þá vélritaði ég sjálfur blöð- iri/ en þau voru líka fá þá. Nú hef ég um 90 áskrifendur og er búinn að fá fjölritara." Það er blaðaútgefandi á 13. árinu/ Helgi Jóns- son/ sem þetta segir. Flestir blaðaútgefendur eru komnir vel yfir þessi aldursmörk, en Helgi hefur gefið út vikublað á ólafsfirði, þar sem hann á heima, frá því hann var 10 ára. Blað sitt kallar hann einfald- lega Vikublaðið. „Það kemur út einu sinni I viku, alltaf á mið- vikudögum. Ég ber það sjálfur út eftir hádegið á þeim dögum.” Ólafsfirðingar fá þó ekki blað- ið sitt i dag, þvi Helgi hefur ver- ið i páskaleyfi i Reykjavik. Við hittum hann að máli á biðstof- unni hjá tannlækni hans, en Helgi sagðist halda heim i dag. Hann var þar með yngri bróð- ur sinum, sem hann sagði að hefði hjálpað sér svolitið, en sá vildi litið kannast við það. Allir áskrifendur að blaði hans eru á ólafsfirði, nema tveir, sem fá blaðið sent til Reykjavikur. „Svo eru nokkur blöð keypt i lausasölu”, sagði Helgi. Blaðið er þrjár siður og flytur ýmsar fréttir. Fréttirnar eru eingöngu frá Ólafsfirði, og Helgi kvaðst ekkert styðjast við dag- blöðin. — Hver var stærsta fréttin i siðasta blaði? „Ætli það hafi ekki verið fréttin um árshátið skólanna.” Svo má finna aflafréttir og ýmislegt fleira. Nokkur fyrir- tæki auglýsa lika i Vikublaðinu. — Hvenær vinnurðu blaðið? „Ég vinn það bara i fristund- um,ogsvofæ ég hjálp frá ýms- um. Annars vona ég bara að all- ir séu ánægðir með blaðið.” — Ertu að hugsa um að verða fréttamaður? „Ég veit það ekki, ég er ekk- ert ákveðinn i þvi.” EA. Reykjavikurhöfn I morgun, hafrannsóknaflotinn allur saman- kominn, Arni Friðriksson, Bjarni Sæmundsson, Hafþór og Dröfn. (Ljósmynd Vísis BG) Verzlunarmannafélög boða verkfall: AÐEINS ÓSAMIÐ VIÐ 15-20% AF FÉLÖGUM VR „Viö höfum fengið verkfalls- boðanir frá verziunarmönnum I Arnessýslu og Borgarnesi,” sagði Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, I morgun. Verkfali er þar boðað frá 7. aprll. Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, sagði I morgun, að félagið hefði samþykkt aö boða verk- fali, tækjust samningar ekki fyrir 10. apríi. Magnús L. Sveinsson sagði, að hann vonaðist til, að samið yrði fljótlega og kaupmenn færu ekki að standa I deilum um formsatriði. Búið væri að semja fyrir allan þorra félaga I VR að frátöldum um 15-20 af hundraði. Hann sagði að Kjararáð verzlunarinnar hefði aldrei ver- ið samningsaðili fyrr og verzlunarmenn viðurkenndu það ekki sem samningsaðila. Aður hefði verið samið við Verzlunarráð, Félag stórkaup- manna og Kaupmannasamtök- in. Magnús Finnsson sagði, að kaupmenn teidu, aö þau verk- föll, sem boðuð hefðu verið, væru ólöglega boðuð, þar sem engar kröfur hefðu komið fram formlega gagnvart viðsemjend- um, kjararáði. Kaupmenn hlytu að vilja fá bætt að einhverju það, sem frá þeim væri tekið umfram aðra vinnuveitendur. Nefndi hann, að kaupmenn innheimtu söluskatt fyrir rikið, sem siðan væri úthlutað i styrkjum til annarra. Rikið skammtaði þeim álagningu. Þeir vildu fá eitthvað i staðinn. Þá hefði rikisstjórnin heitið breytingu á verðlagslöggjöf, og væri beðið eftir efndum. Magnús L. Sveinsson sagði, að 9 manna nefnd ASl hefði ver- ið i góðri trú, að samningarnir sem gerðir voru fyrir viku, tækju einnig til kaupmanna. Samningafundur verður klukk- an tvö i dag. jjjj Stolin teppi skreyttu gólfið Þjófarnir, sem brutust inn I Lystadún um bænadagana, hafa nú játað á sig tvö innbrot i viðbót, annað I Teppageröina h.f. i Súöarvogi, en hitt I Kaffistofuna i Hafnarstræti 16. t Teppagerðinni stálu þeir tepparenningum og efnunt, en I kaffistofunni kjöti. Annar þjófanna er tslendingur, en hinn Arabi. Sá útlendi hefur veriö hér á landi i nokkur ár, en mun nú vera á förum utan. Hann á ekki fjölskyldu hér. Is- lendingurinn hefur áður komið sviö sögu lögreglunnar. Þegar rannsóknarlögreglan kom á vettvang á aðfaranótt laugardags, var fyrst farið heim til þess, sem var skráður eigandi bilsins, sem þjófarnir voru á. Hann reyndist þá sofandi og sak- laus, en hafði nýlega selt bilinn. Þá var farið heim til kaupandans, en hann var þá að fara út i leigu- bfl og gaf þá skýringu, aö hann hefði skilið bilinn sinn eftir fyrir utan húsið heima hjá sér — með lyklunum f. Siðan heföi verið hringt i hann og honum sagt, að biilinn væri kominn inn i Duggu- vog, og væri hann nú á leið að sækja hann. Maðurinn var i hreinum skóm, en buxurnar slett- óttar. Honum var komið I geymslu til bráðabirgða, en farið inn i ibúð hans. Þar fannst þá félaginn sofandi, forugir skór hans og blautar bux- ur. Þar var lika þýfi úr innbrotinu I Teppagerðina h.f., tepparenn- ingar, sem prýddu gólfið. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir innbrotin á þá þrjá staði, sem fyrr er frá sagt. Segja má, að þessir félagar hafi ekki veriö heppnir þegar þeir völdu sér staði til að brjótast inn á, þvl að sögn rannsóknarlögregl- unnar eru fáir staðir I Reykjavik eins vel vaktaðir að næturþeli og einmitt þetta verksmiðjuhverfi i Vogunum. —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.