Vísir - 04.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 4. april 1975. visifism: Gabbaðir þú einhvern 1. apríl? Snorri Styrkársson, nemi.Nei ég gabbaði engan og ég hef ekki lagt það i vana minn. Ég var heldur ekkert gabbaður. Finnur Nikulásson, nemi.Nei, ég varð ekki fyrir neinu gabbi og gabbaði engan sjálfur. Hins vegar sá ég og heyrði aprilgabbið i fjölmiðlunum. Það var helzt i út- varpinu sem ég hefði getað trúað á, þetta um ódýru ferðirnar. Karl Kristinsson, nemi. Já, ég narraði vin minn Ut að dyrum og sagði honum að það væri samtal við hann. Hann plataði mig á eft- ir, — sagði að það væri siminn til min, sem var ekki. Birna Guðmundsdóttir, nemi. Nei, ég gabbaði engan. Hins vegar má segja að ég hafi verið göbbuð. Mér var sagt að hlaupa eftir manni, sem reyndist svo ekki til staðar þegar til kom. lleimir Vilhjálmsson, iðnnemi. Nei. Ég var hins vegar látinn hringja i sima til persónu sem ég þekki. Mér var sagt að hún hefði beðið um það, en svo reyndist alls ekki vera. Ililmar Jónsson, hilasmiður. Ég sendi einn i simann. Mér fannst það bezt að hann hljóp en gekk ekki HUNDARNIR ERU ALLS STAÐAR LIÍXUS Það er lúxus að eiga hund annars staðar en bara á Akur- eyri. Menn mega ausa talsverðu úr pyngjunni til þess að njóta þeirrar ánægju að hafa hund, enda virðist þurfa strangt eftir- lit. 1 Mosfellssveit fer nú fram skráning á hundum. Upphaflega varmönnum gefinn frestur til 1. april, en hann hefur verið lengd- ur um hálfan mánuð. Gizkaði svéitarstjórinn þar á, að i hreppnum væru samtals um 60 hundar. Þar er mönnum gert að greiða tiu þúsund krónur í leyfisgjald og er þar allt innifalið. Á Seltjarnarnesi var mönnum gefinn kostur á skráningu til fyrsta þessa mánaðar, en vegna páskanna hefur fresturinn verið lengdur fram i þessa viku. Þeg- ar hafa um 20 hundar verið skráðir, og er búizt við að það sé úrslitatalan. Á Seltjarnarnesi borga menn 12 þúsund fyrir að hafa hund og þar ofan á bætist trygging. Sagði sveitarstjórinn að öllum reglum yrði mjög stranglega fylgt, og stranglega verður tekið á þvi ef óskráðir hundar finnast. 1 Garðahreppi er skráning og greiðsla leyfisgjalds miðuð við haustið að sögn sveitarstjórans þar. Leyfisgjald var fjögur þús- und krónur en hann bjóst við hækkun á þvi. Sagði hann að aðhaldið þyrfti að herða, og það þýddi meiri útgjöld. Nálægt fimmtiu hundar eru skráðir þar. — EA LESENDUR HAFA ORÐIÐ truflað! Myndin var sýnd eins og hún lagði sig Ómar Ragnarsson hringdi og bað um að þvi yrði komið á framfæri, að kvikmynd sú af Austur-Afriku „rallýinu”, sem „1. april truflanirnar” komu inn i, hefði ekki verið lengri en sýnt var. Myndin var sýnd i heild sinni, nema lengd um þann tima, sem svaraði truflununum. ,,Þó ég vildi sýna meira af henni ALVEG HISSA Á VÍSI „Undrandi Akurnesingur” hringdi: ,,Ég er alveg hissa á Visi, sem segir i þriðjudagsblaðinu, að „Bjarni Jónsson hafi haft ein- dreginn stuðning iþróttaforyst- unnar á Akranesi.” Ég veit með vissu, að það var einmitt Rikharður Jónsson, formaður tþróttabandalags Akraness, sem felldi það að Bjarni kæmi hingað”. en þarna var,” sagði Ómar, ,,er mér það lffsins ómögulegt, þvi húnvar ekki lengri! Áhorfendur sáu hana alla — það voru engar veltur i henni eða neitt annað en það, sem sást.” Það er þó óhætt að upplýsa það, að veltan, sem Ómar sagði að sézt hefði undir einni truflun- inni, var bara „1. april-velta.” Vont að fá aur á framrúðuna: Áskorun til Rolfs: „Sýndu nú hvað í þig er spunnið!" Árósa- KFUM vill fá Bjarna aftur! BjóAa Konum gull Of grana tkóga - on konn viU okki fara Vinsamlega spúlið göturnar „Mig langar að koma á framfæri þeirri tillögu að bæjaryfirvöldin fái einhverja aðila til að skola mesta skitinn af leiðunum inn i borgina. Hver veit nema slökkviliðið fengist til aö æfa sig við slöngur og dælur með þvi að spúla þessar götur? Það er afskaplega hvimleitt, til dæmis á Miklubraut og Hafnarfjarðarvegi að fá si- felldan forarýring á framrúð- una undan næsta bil á undan, þegar göturnar eru blautar. Ég veit, að margar götur, bæði i Reykjavik og Kópavogi, svo og i nágrenninu, eru enn ófrágengn- ar, svo stöðugt berst aur á göt- urnar. En þetta ætti þó frekar að vera á vetrum, þegar bilar koma klepraðir drullu upp á saltblautar Reykjavikurgöturn- ar, þar sern óhreinindin hrynja af þeim og verða að for. Væri útilokað að hreinsa göturnar með einhverju millibili, að minnsta kosti eftir veturinn?” HreinnM. H.Þ. hringdi: „Mikill gauragangur hefur nú orðið út af þvi örþrifaráði hins fjárvana Frjálsiþróttasam- bands Islands að efna til sorp- hreinsunar sér til fjáröflunar. Þvi hefur nú lokið með þvi, að FRI hefur afþakkað þá fjáröfl- unarleið, en þegið frjálsa fjár- söfnun, sem nokkrir áhuga- menn hafa efnt til og vonandi ber rfkulegan ávöxt. En ég vil eindregið skora á umboðsmann tóbaksins, sem átti að auglýsa, að meta þá gifurlegu auglýsingu sem hann fékk út úr samskiptum sinum við FRt og sýna það I verki með þvi að leggja fram til FRl þá lágmarksfjárhæð, sem hann bjóst við að þurfa að inna af hendi vegna pakkasöfnunarinn- ar. Auglýsingin, sem hann fékk var margföld á við þá auglýs- ingu, sem hann hefði fengið ef enginn hefði fundið neitt athugavert við aðferðina og plastpokarnir hans hefðu bara hangið uppi I nokkrum sjoppum. Sé hann stórmenni, ætti hann að láta það koma fram og auka þannig hróður sinn og vinsældir sigarettnanna sinna. Það er ranglátt, að hann hafi allan hag af þessari miklu auglýsingu en FRI fái ekki að njóta hennar i neinu.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.