Vísir - 04.04.1975, Side 8

Vísir - 04.04.1975, Side 8
Vlsir. Föstudagur 4. apríl 1975. Vísir. Föstudagur 4. apríl 1: Tveir sigrar hjá Haraldi! Júdólandsliðið Þetta er islenzka landsliðiö i júdó, sem keppir á Norður- iandamótinu, sem fram fer I Laugardalshöllinni dagana 19. og 20. april n.k. en liðið var kynnt fyrir blaðamönnum i g»r- kvöldi. Fremri röð talið frá vinstri: Sigurður Pálsson JFR, Ómar Sigurðsson UMFK, Halldór Guðbjörnsson JFR, Gunnar Guðmundsson UMFK. Aftari röð: Michael Vachun landsliðsþjálfari, Sigurjón Kristjánsson JFR, Viðar Guð- johnsen Armanni, Gisli Þor- steinsson Ármanni, Halidór Guönason JFR, Svavar Carlsen JFR og Benedikt Pálsson JFR. Á myndina vantar Jóhannes Haraldsson UMFG og Hannes Ragnarsson JFR. Heimsmeistarinn i þungavigt i hnefaleik- um, Muhammad Ali, mun verja titil sinn eftir rúman mánuð — 15. mai — sennilega I Las Vegas og mótherji hans verður sá sjöundi i röð áskorenda, Ron Lyle, USA. Samningar við Lyle hófust þegar ekki náðist samkomu- lag um keppni milli AIi og Evrópu- meistarans, Joe Bugner. ,, Ali berst við Lyle, ekki Bugner 15. mal,” sagði talsmaður Ali, James Potter, I Chicago i gær. Ekki vildi hann ræða hvers vegna samningar við Bugner tókust ekki. Ali sigraði nýlega áttunda áskorandann, Chuck Wepner, og kannski ætlar hann að fikra sig upp „stigann”. Bugner er nr. tvö i röð áskorenda — Frazier og Foreman saman I efsta sætinu. -hslm. — en félagi hans Steinar Pedersen sigraði í tvenndarkeppninni ásamt Lovísu Sigurðardóttur. Jóhann Kjartansson vann þrjá titla í A-flokki og segja tölurnar nokkuð til um gang leiksins. 1 tvenndarkeppninni var annað upp á teningnum hjá Haraldi, þegar hann lék með Hönnu Láru Pálsdóttur, TBR, til úrslita við Lovisu og Steinar. Þau siðarnefndu sigruðu i bráðskemmtilegum leik, þar sem oddagameréð úrslitum. Úrslit 15- 4, 7-15 og 15-12. Lovisa Sigurðardóttir, TBR, varð Reykjavikurmeistari i þremur greinum, tvenndar- keppninni I gær og einliðaleiknum á miðvikudag. 1 tviliðaleiknum sigraði hún einnig ásamt Hönnu Láru — þær sigruðu Ernu Franklin og Erlu Friðriksdóttur KR, I úrslitum 15-4 og 15-8. 1 úrslitum i A-flokki bar Jóhann Kjartansson, TBR af og sigraði i þremur greinum. Kippir i kynið — sonur Kjartans Magnússonar, læknis, fyrrum landsliðsmanns f handknattleikn- um, eins skemmtilegasta leikmanns, sem Island hefur átt. í einliðaleiknum sigraði Jóhann nafna sinn Jóhann Möller, TBR, 15-5 og 15-8. í tviliðaleiknum sigraði hann ásamt Sigurði Kolbeinssyni, TBR, þá Jóhann Möller og Axel Ammendrup, Val 15-11 og 15-10 og i tvenndar- keppninni vann Jóhann Kjartans- son ásamt Kristlnu Kristjáns- dóttur, TBR, Jóhann Möller og Asdisi Þórarinsdóttur, TBR, 15-5 og 15-8. Til úrslita i einliðaleik kvenna léku Kristin og Ragnhildur Páls- dóttir, TBR, hlaupadrottningin kunna, og sigraði Kristin 11-1 og 11-9, og i tviliðaleiknum sigruðu þær Kristin og Ragnhildur Bjam- heiði Ivarsdóttur og Asu Gunnarsdóttur, Val, 15-4, og 15-10. -hsim. Haraldur Korneliusson, bad- mintonleikarinn snjalli, varð Reykjavikurmeistari i tveimur greinum i Laugardalshöllinni i gærkvöldi, en félagi hans, Steinar Pedersen ásamt Lovisu Sigurðardóttur, kom I veg fyrir þriðja sigur Ilaralds með snilldarieik I tvenndarkeppninni. í einliðaleiknum lék Haraldur til úrslitavið óskar Guðmunds- son,KR,ogsigraði með 15-9og 15- 5 og var fyrri lotan frekar jöfn. í tviliðaleiknum sigruðu Haraldur og Steinar,báðir TBR, þá Garðar Alfonsson og Sigurð Haraldsson, TBR, i úrslitum með 15-7 og 15-7 Steinar Pedersen og Lovlsa Sigurðardóttir, sem saman sigruðu I tvenndarkeppni Reykjavlkurmóts ins. Lovlsa varð einnig meistari I einliöa- og tviliðaleik, og Steinar I tvlliðaleik. Ljósmynd Bjarnleifur MVMI I llwi Yfir 20 keppendur frá Reykjavlk, Akureyri og fleiri stöðum á landinu taka þátt I lands- mótinu I billiard, sem háð verður I Júnó, Skipholti 37, nú um helgina. Þetta er umfangsmesta billiardmót, sem hér hefur farið fram, en I þvi taka þátt allir beztu billiardmenn landsins, og eru þeir yngstu um tvitugt en þeir elztu komnir vel yf- ir sextugt. Keppnin hefst kl. 14,00 á morgun. Verður þá keppt I þrem riðlum og komast þrlr efstu menn úr hverjum riðli I úrslitakeppnina, sem fram fer á sunnudag, en þar keppa allir við alla. —klp — Leiknir í vandrœðum Sú var tíöin aö þjóöin átti tilveru sína beinlínis Þaö varö hlutverk félaganna beggja aö hafa á undir samgöngum viö umheiminn. Svo er aö hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til vissu leyti enn í dag. hefur tekist skal látiö ósagt, en eitt er víst aö En jafnvel þótt þjóöin gæti lifaö hér sjálfri sér aldrei hefur skort á stuöning landsmanna sjálfra. nóg, þá hefur hún aldrei ætlað sér þaö hlut- Nú hafa félögin veriö sameinuö. skipti aö búa viö einangrun, um þaö vitnar sagan. Þaó er gert til þess aö styrkja þennan þátt Takmark þjóöarinnar hefur ætíð verið aö sækja samgöngumála. Meö sameiningunni aukast allt þaö besta sem umheimurinn hefur boöiö möguleikar á þjónustu viö landsmenn og upp á, og einnig aö miðla öörum því besta sem hagræðing í rekstri veröur meiri. Þannig þjónar hún hefur getað boöiö. sameiningin því takmarki sem þjóðin hefur sett Þess vegna markaði tilkoma flugsins þáttaskil í sér aö hafa á hverjum tíma öruggar og greiöar samgöngumálum íslendinga, þar opnaöist ný samgöngur til þess aö geta átt samskipti viö samgönguleiö, sem þjóöin fagnaði, og þegar umheiminn. reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varð Þaö er sameiginlegt takmark félaganna og bylting í samgöngumálunum. allrar þjóöarinnar. FLUCFÉLAC ÍSLANDS Félög sem byggóu upp flugsamgöngur þjóðarinnar — í úrslitakeppninni í 3. deild Leiknir úr Breiðhoiti á lik- lega eftir að komast I vand- ræði I sambandi við úrslita- keppnina I 3. deildinni i handknattleik, sem hefst i kvöld kl. 21,20 með leik Leiknis og llugins I Ásgarði Garðahreppi. Vandræðin eru þau, að margir af leikmönnum Leiknis þurfa að leika með Víkingi gegn Fram I Reykja- vlkurmótinu I knattspyrnu á sunnudag, en sá leikur á að fara fram á sama tlma og leikur Leiknis og Leifturs i handboltanum. Hvorugur leikurinn fæst færður til og er allt komið i strand vegna þess. —klp — Ármann sigraði KR í úrslitaleiknum í gœrkvöldi 74:62 og KR-ingar, sem sigruðu í öllum mótunum í fyrra, urðu nú alls staðar í öðru sœti. ætluðu að ná þessum bikar, þvi þeir voru 8 stigum yfir I hálfieik — 38:30 — en i slðari háifieik réðu þeir ekkert við Ármenningana, sem sigldu fram úr þeim og unnu 74:62. Það sem m.a. brást hjá KR i siðari hálfleik var vitahittnin, sem var eins og hjá byrjendum. Fékk KR þá 26 viti, en hitti aðeins úr 8. Þá létu þeir dómarana, Sigurð Val Halldórsson og Þráin Skúlason, sem voru rólegir i tið- inni og dæmdu litið, fara i taugarnar á sér, og töpuðu mikið á þvi. En það sem gerði útslagið var leikur Jóns Sigurðssonar i Ár- mannsliðinu. Hann var hreint út sagt frábær — sérstaklega i siðari hálfleik — og hreinlega vann leik- inn fyrir Ármann. KR-ingar misstu af siðasta bikarnum i körfuboltanum á þessu keppnistimabili, er þeir töpuðu úrsiitaleiknum I bikar- keppninni i gærkvöldi fyrir Ár- manni. Allt útlit var fyrir að þeir I fyrra sigraði KR i íslandsmót- inu, Reykjavikurmótinu og bikar- keppninni, en i ár varð KR i öðru sæti i öllum þessum mótum — tapaði nú i fyrsta sinn i sjö ár úr- slitaleiknum i bikarkeppninni. Mörgum þætti það sjálfsagt góður árangur en ekki körfuknattleiks- mönnum KR, sem voru mjög óhressir eftir leikinn i gærkvöldi. Tékkarnir byrjuðu vel LOFTLEIDIfí Heimsmeistarakeppnin I is- knattieik hófst I Munchen I gær- kvöldi. 1 fyrsta leiknum sigraði Tékkóslóvakia PóIIand 5-0 — síð- an sigruðu Sovétrlkin Bandarlkin 10-5. Svlþjóð og Finnland taka einnig þátt I keppninni. Tékkar eru taidir sigurstrangiegastir eft- ir frábæra frammistöðu að undanförnu, en Sovétrikin hafa sigrað á HM allt frá 1963 með einni undantekningu, 1972, þegar Tékkar unnu. Sviar og Finnar gætu veitt Tékkum og Rússum harða keppni nú — en USA og Pól- land munu berjast i botninum. Neðsta liðið fellur niður I B-riðil- inn. Keppni I honum vár nýlega háð I Sapporo. Austur-Þýzkaland sigraði eftir harða keppni við Vestur-Þýzkaland. —hsim. „Ég vil endilega koma á framfæri víð ykkur leiðréttingu á þvi sem stóð i blaðinu hjá ykkur s.l. þriðjudag, að iþróttaforustan á Akra- nesi hafi eindregið stutt ráðningu Bjarna Jóns- sonar handknattleiks- manns i þá stöðu, sem hann sótti um hér á Akranesi. Sá stuðningur var ekki meiri en það, að sjálfur formaður iþrótta- bandalagsins, Rikharður Jóns- son, greiddi atkvæði á móti ráðn- ingu Bjarna.þegar málið var tek- ið fyrir i bæjarstjórn. Þar var umsókn Bjarna felld með 5 at- kvæðum gegn 4og munaði þar um atkvæði þessa formanns okkar, eins og Rikharður á vist að heita. „Það er mikil óánægja meðal iþróttafólks og annarra hér á Akranesi með þetta framlag for mannsins til iþróttamála bæjar- ins,” sagði sá sem hringdi — Sævar Magnússon — og bætti sið- an við — „þarna lét Rikharður flokksbræður si'na ráða gjörðum, en ekki loforð, sem hann gaf Iþróttafólki bæjarins, þegar hann bað það um að kjósa sig i bæjar- stjórn. Það er mjög heitt i mörgum hérna út af þessu, þvi við vissum, að ef við fengjum Bjarna hingað yrði það mikil lyftistöng fyrir handboltann hér hjá okkur, sér- staklega þó í'yngri flokkunum, sem hann ætlaði að byggja upp. Ég vil að þetta komi fram til að allir viti hvernig málunum er háttað, þegar um aðra en knatt- spyrnumenn er að ræða hér á Akranesi”. Spartak Leningrad varð sigur- vegari I Evrópukeppni bikarhafa i körfuknattleik. Sigraði Rauðu stjörnuna, Beigrad, i úrslitaleikn- um, sem nýlega var háður I Natnes I Frakklandi með 63-62, svo ekki gat nú munurinn verið minni. 1 hálfleik stóð 37-32 fyrir Rauðu stjörnuna. Kristln Kristjánsdóttir og Jóhann Kjartansson — sigruðu bæði I þremur greinum á Reykjavikurmótinu I A-flokki. Ljósmynd Bjarn- leifur. Bommi þykist ætla að skjóta 1 vitafeeigs horninu spyrnir hann snúningsknetti.... Kemstfram hjá honum og nálgast vitateiginn óðfluga en leikur á mótherjann © King Features Syndicate, Inc„ 1973. World rightt reterved. Umsjón: Hallur Símonarson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.