Vísir - 04.04.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 04.04.1975, Blaðsíða 16
vísm Föstudagur 4. apríl 1975. Vélstjórinn nefbraut skipstjórann t nótt sló I brýnu milli yfir- manna á báti i Reykjavikurhöfn. Vélstjóri bátsins réðst á stýri- manninn og ætlaði að þjarma að honum, en skipstjórinn ætlaði að stilla til friðar og gekk i milli. Þeirri viðureign lauk með þvi, að skipstjórinn var fluttur á slysa- deild Borgarsjúkrahússins, nef- brotinn eftir vélstjórann sinn. Ekki cr þess getið, að stýri- manninn hafi sakað. — SHH „Þeir eru farnir að tala við okkur" ,,Þeir eru að minnsta kosti farnir að tala við okkur,” sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjómanna- sambandsins i morg- un. Hann taldi, að út- vegsmenn væru farnir að hreyfa sig í sam- komulagsátt. Samningafundir verða i dag, kiukkan hálftvö hjá bátasjó- mönnum, klukkan fjögur hjá sjómönnum á stærri togurum. — HH Landabót eða landaspjðll? Breyta lifandi þaraflúðum í steindauða sandfjöru — til að draga úr flóðum, sem verða endrum og eins Öflug jarðýta með ripper öslar nú um fjöruna fram af Deild á Álftanesi og ryður klöppunum upp i garð, rétt undan gamla sjóvarnargarðinum. Þetta er gert að undir- lagi Vita- og hafnar- málastjórnarinnar i þvi skyni að draga úr flóðunum, sem þarna verða endrum og eins. Klappirnar sem verið er að rifa upp og hranna saman i garð eru þaktar miklum sjávar gróðri og hafa meðal annars verið griðland æðarunga um uppvaxtartimann. Auk þess hafa þessar flúðir að sögn heimamanna verkað sem öldu- brjótur og dregið úr haföldunni, áöur en hún skall að landi. Fyrir nokkru var fjaran niður af Breiðabólstöðum handleikin á þennan hátt. Þar er nú aðeins sandfjara, steindauð, og græna- dýpi fyrir utan. Út fyrir grjót- garðinn var hellt töluverðu af hraungrjóti, sem nú hefur nær allt flotið inn fyrir og liggur uppi á sjávarkambinum eins og hver annar reki. Fyrir skömmu kom jarðýtan út á Alftanes og átti þá að fara að skarka fyrir landi Akrakots. Bóndinn i Akrakoti, Erlendur Sveinsson, bannaði þetta rask i sinni landareign, og var þá haldið með ýtuna út að Deild, þar sem eigendur eru margir. Ahugamaður um náttúru- vemd, sem blaðið hafði sam- band við í gær, sagði að þetta væri gert vegna þess, að í flóð- um hefði sjór stöku sinnum gengið upp á land á þessum slóðum og valdið einhverjum spjöllum, aðallega á vegi, sem ligfur þarna eftir sjávarkambin um. „En það er alveg spurning, hvort ekki á að meta það eins og vegarskemmdir af snjó eða árennsli, og hvort það er for- svaranlegt að skemma þarna fallega og lifrika fjöru með ærn- um tilkostnaði, til þess eins að reyna að afstýra tiltölulega litl- um flóðaskemmdum, sem verða endrum og eins.” — SHH EHendur Sveinsson I Akrakoti sýnir muninn á fjörunni, fyrir og eftir ruöning. Sandfjaran er framaf Breiðabólsstöðum og var rudd fyrir nokkru, og þá meðal annars eyöilagöar gamlar varir, sem bændur á þessum slóðum höföu notaö um aldir. Hraungrjóti var ekiö út fyrir varnargaröinn, en þaö er mest komið inn fyrir núna. Lengra frá sést I ósnerta fjöruna fram af Akrakoti. Ljósm. VIsis Bragi. Jaröýtan aö störfum sinum á flúöunum út af Deild. NÆSTA DAS-HÚS í FURULUNDI — tvö tromp nœst ,,Við verðum með tvö tromp næst”, sagði Pétur Sigurðsson hjá Happdrætti DAS, þegar við ræddum við hann, en auk þess liúss, sem kom upp á óseldan miða i gærdag, verður dregið um nýtt einbýlishús i Garða- hreppnum. Það hús stendur við Furulund, og verður kynnt um aðra helgi aö sögn Péturs. Húsið er grænt að lit og virðist hið glæsiiegasta að sjá. Verður dregið um það i april ’76 eða að ári. Um húsið á Álfta- nesi sem dregið var um i gær, verður liklega dregið i haust eða næsta vor. Hefur það ekki alveg verið ákveðið, en það verður haft sem aukavinningur. Hús það er metið 15 milljónir króna. — EA Kaupmenn a fund ríkisstjórnarinnar „Þetta er allt óljóst. Það gæti alveg eins komið til verkfalls,” sagði Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna i morgun. Kjararáð verzlunarinnar gekk á fund rikisstjórnarinnar klukkan hálftóif i morgun. Kaupmenn báöu i fyrradag um tveggja daga frest til að kanna, hvað rikis- stjórnin gæti fyrir þá gert. Fund- ur verður með sáttasemjara klukkan fimm i dag. Magnús L. Sveinsson formaður Verzlunarmannafélagsins sagði i morgun, að ekkert hefði miðað I samkomulagsátt á þeim eina fundi, sem haldinn hefur verið milli aðila. ÆTLUÐU AÐ RÆNA LÖGREGLUKONUNA Veskjaþjófnaður fer mjög i vöxt á veitingahúsum borgar- innar. Þegar menn eru að skemmta sér, gæta þeir ekki svo grannt aö veskjum sinum eða buddum. Þetta hafa óprúttnir menn notfært sér upp á siðkast- ið og stoiið af mönnum; jafnvel með þeirri aðferð að hrifsa veskin og flýta sér að týnast áð- ur en misjafnlega ölvuð fórnar- lömbin ná að bregðast við. I gærkvöldi var Björg Jó- hannesdóttir, lögregluþjónn, á vakt i Klúbbnum til að reyna að hafa auga með afbrotum af þessu tagi. Hún var sjálf með peningaveski i kápuvasanum. bá vissi hún ekki fyrr til en tveir karlmenn réðust að henni og ætluðu að rifa af henni vesk- ið. En þeir komu ekki að tómum kofunum, þvi Björg tók mann- lega á móti og hafði annan undir og hélt honum, en hinn hljóp. Hann náðist þó skömmu siðar, og játuðu þeir félagar stuld á tveimur öðrum veskjum þetta kvöld. Lögreglan telur ástæðu til að brýna fyrir mönnum að gæta vel að reytum sinum á þessum stöð- um. —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.