Vísir - 16.04.1975, Síða 7

Vísir - 16.04.1975, Síða 7
Nýr sýningarstaður hefur nú verið opnaður að Skólavörðustig 4 og nefnist ,,Loftið”. Eig- andi þess er Helgi Einarsson sem rekur verslun með listmuni á neðri hæðinni. Húsið sjálft er gamalt og byggt á svipuðum tima og Alþingishúsið, en Helgi hefur kappkostað að reyna að halda hinni upphaflegu herbergja- skipan á efri hæðinni. Lágt er til lofts þvi súð- irnar taka eðlilega upp mikið pláss og myndir verður að hengja lágt, allt niður við gólf. En góðum ljósum hefur verið komið fyrir, mál- að hefur verið i dökk- um (e.t.v. of dökkum) þægilegum litum, þannig að notalegt er að skreppa upp á „Loftið” i heimsókn. Aöstæöur bjóða að sjálfsögðu ekki upp á aðstöðu til sýninga á stórum oliumálverkum, sem ég held að sé nokkur kostur, þvi þá munu málarar e.t.v. freistast til að sýna teikningar sinar og pastelmyndir oftar en þeir hafa gert hingað til. Það virðist vera árátta hérlendis að sýna helst ekkert fyrr en listamaðurinn er búinn að hamast við að mála oliuverk i lengri tima. Skissur þeirra, blýantsteikningar, krit- armyndir eða pastelmyndir fá- um við nær aldrei að sjá, — og jafnvel ekki fyrr en listamaður- inn er látinn. En skissur sýna i mörgum tilfellum hvernig púls listamanns slær, og það lif sem i skissum er er oft horfið þegar búið er að vinna úr hugmynd- inni á striga. í málverki sjáum við listamann láta i ljós opinber- lega hugmyndir sinar, i skissum skyggnumst við yfir öxl lista- mannsins og sjáum hann að verki. Það er þvi gaman að skoða sýningu Jóhannesar Jóhannes sonar sem vigir „Loftið” með 28 vatnslitamyndum. Allar eru þessar litlu myndir hans úthugsaðar „komposisjónir” engu siöur en málverk Jó- hannesar, en það er i þeim frjálsræði og ófeimin litagleði sem listamaðurinn temprar i málverkum sinum. Form hans eru svipuð þeim sem Jóhannes hefur unnið með lengi, hring- form og oddform sem ofin eru saman með smekk hins þaul- reynda málara. Ýmsir málarar hérlendis hafa staðnað i þessum formum og endurtaka sig i sifellu, en Jóhannes nær ávallt að koma fram með nýja Belgi á Mokka Belgiumaðurinn Wouter van der Halle sýnir um þessar mund- ir 11 oliumyndir og nokkur grafikverk á Mokka. Van der Halle vinnur með heita, oft sæta liti og lífræn, klettalaga form sem hann svo raðar saman eins og vörðum og eru þá völur hans misstór- ar og umfangsmiklar, — eða litlar. Ekki bera myndir hans vott um regluleg myndræn átök, þótt einstaka oliumynd orki nokkuð þægilega á afslappaðan áhorf anda yfir kaffibolla. En maður uppbyggingu, nýjan hrynjanda eða liti, og það eru litasamsetn- ingar Jóhannesar i þessum verkum sem koma einna mest á óvart. Hann gengur hér oft hinn þrönga veg milli skreytilita og frumlita og i langflestum tilfell- um kemst hann óskaðaður á leiðarenda. Það er vonandi að „Loftið” muni halda áfram að sýna eins myndarlega eins og byrjað hef- ur verið. MYNDUST eftir Aðalstein Ingólfsson fer fram á meira en þægileg augnabliksáhrif i myndum. Grafik van der Halle er nokkuð misjöfn, óhlutbundin er hún ein- föld, allt að þvi einfeldningsleg, enhlutbundnari teikningar hans eru liprar og sýna góðan vilja. Umsjón: Edda Andrésdóttir Nú eru dúkkur ekki lengur eingöngu leik- fang sem ætlað er stúlkum. Fram- leiðendur byrjuðu meira að segja fyrir nokkrum árum að framleiða ,,dúkku- stráka”, og var þá kannski kominn timi til. Dúkkur eru alltaf vinsælar meðal barna, og þá ekki sizt tuskudúkkurnar svokölluðu, sem þola næstum hvað sem er. Þannig þurfa dúkkurnar lika helzt að vera. Börnin taka mestu ástfóstri við slikar. En hvað á að athuga þegar dúkka er keypt? Er alveg sama HVAÐ ÞARF AÐ HAFA í HUGA ÞEGAR DÚKKA ER KEYPT? hvemig hún er, hvernig hárið er og þar fram eftir götunum? Langt frá þvi. Það verður að athuga hvort bursta má hárið og greiða. Athuga verður festingar þær sem halda höndum og fótum, Er hægt að hreyfa hendur og fætur svo vel sé? Ef baða má dúkkuna þarf ein- hvers staðar að vera á henni gat, þar sem vatnið getur runnið út. Ef brúðulikaminn er úr taui, er tauið þá sterkt og endingar- gott? Er óhætt að toga svolitið duglega i hendur eða fætur án þess að tauið rifni? Þetta og fleira má athuga. öllum börnum fellur ekki sama dúkkan jafnvel, og dúkkurnar eru notaðar á ólikan hátt i leikj- um. Það virðist ekki skipta sér- lega miklu máli hjá börnum hvort dúkkan getur „pissað” eða ekki. Það virðist smáatriði sem hefur minna að segja en margt annað. Þær dúkkur sem geta „talað” hafa meira að segja stundum þau áhrif á börnin, að þau næst- um veigra sér við að leika sér að þeim á venjulegan hátt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.