Tíminn - 31.07.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.07.1966, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 31. Jóh' 1966 12 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR VERND GUÐS OG VERZLUNARMANNAHELGI Mánaðamíótin júlí og ágúst eru dagar mestu umferðar á fslandL I>essi umferð á vondum veg um, en þannig eru flestir veg ir þessarar fámennu þjóðar í stóru, hrjóstrugu landi, skap ar gffurlega hættur fyrir hvem vegfaranda. Og sú var tíðin, að aldrei urðu fleiri slys á vegum en M eimmitt þennan dag í hásumar dýrð landsms. En nú hin síðari ár hefur þetta verið öðruvísi. Það hafa jafnvel birzt stórar fyrirsagnir í bíöðunum; Slysalaus verzl- urmaimalielgi eftir að heim var komið. Þetta er mjög eftirtektar- vert. Hrvemig má það verða að minnst séu slys í mestri haettu? Jú, það hefur verið tekið höndum saman og vakað í vök ulli aðgæzlu, hvatt til kurteisi og kærleiksríkr- ar tilhliðrunarsemi. þessa daga á vegunum. Og þessi áróður til skynsemi og menn ingar hefur haft sín áhrif. Guð hefur verndað fólkið, var sagt í gamla daga. En aðrir mundu segja nú: „Hvaða vitleysa. Það er bara fólkið, sem hefur haft vit á að hlýða og vit fyrir sér‘. En hvar er Guð og hver er hann? Er það ekki einmitt kraftur hins góða í mannssál- inni sjálfri, „Guð í alheims geimi, og Guð í sjálfuni þér“, sagði skáldið og taldi það tvennt í heimi til átrúnaðar hollast. Og vilji þess Guðs er hið góða, fagra og fullkomna. All ur boðskapur kirkju og presta og trúarbragðahöfunda með Krist í broddi fylkingar er ein mitt um hlýðni við þennan kraft góðleikans, þennan Guð. Og sú hlýðni birtist á mis- jafnan hátt í umferðinni eins og á heimilum, vinnustöð- um og gleðimótum. „Ef fólkið hefði vit á að hlýða,“ þar lika, gengi allt betur. Það eru víðar slys en á veg- um. Það eru slys á heimilum, vinnustofum, verkstæðum og í samkomuhúsum. Og kannski hvergi ægilegri en þar. Það eru líka til andleg slys með sálar og hjartasárum. Þau eru ekki Isíður sársaukafull og hættu- leg. Verzlunarmannahelgin og að gerðir í sambandi við hana á síðustu árum bendir þar líka í rétta átt. Þar hefur verið kennt af kennslukonum tveim: Reynslu og Neyð. Og nú er farið að byrgja brunninn, loka helzta slysavald inn, áfengið inni, á mörgum stöðum. Og áfengislaus gleði mót ábyrgjast nú holla gleði og heilbrigt fólk heim aftur af fallegum fjölmennum stöð um, þar sem allir voru samt áð ur í hættu, meðan enginn vernd aði og vakti. En hvers vegna ekki að færa enn meira út veldi góðleikans og vökunnar og hafa vínlaus gleðimót alls staðar. „En ein hvers staðar verða vondir að vera“, sagði óvætturinn í berg inu, þegar Guðmundur góði vígði bergið forðum. Ef svo er, þá finnst mér, að sá vondi áfengisdjöfull ætti bara að vera lokaður niðri i flösku heima í sinu „ríki“, um verzl unarmannahelgina, þegar flest ir eru á bílum sínum á ferða lagi að leita ljóss og friðar í faðmi fjalla og dala. Og þessi vaka og verndar- áróður verzlunarmannahelg arinnar þarf að færast yfir víðara svæði, kalla á Guð góð leikans og tillitsseminnar í fleiri hugum og hörtum, kenna fólkinu að hlýða — hlýða röddu skynseminnar á vegum lífsins og senda út á sextugt djúp ekki einung is sundurlyndisfjandann, held ur líka helkulda kæruleysis og skammsýni. Það þarf að vaka betur yfir vöggunni, beinlínis varna slysum meðal barna. Eina viku um daginn varð slys á barni — dauðaslys daglega hjá þessari litlu og fámennu þjóð. Eina helgina týndust tveir ungir menn í krafti lífs og á blómaskeiði ævi og æsku. Annar fannst lífs í fjarlægu landi. Hinn hefur ekki fundizt enn, hvorki lífs né liðinn. Hve margir eru sem enginn veit um og hirða ekki einu sinni sjálf ir um að láta sína nánustu vita um, hvert þeir ætla? Ekki er ég að halda, að þeir sem þannig verða fyrir slysum, eða týnast séu sekari en allir hinir, síður en svo. Og allir þeir, sem leita og hjálpa und ir slíkum kringumstæðum með fórnfýsi og kærleiksþjón- ustu, sýna og sanna Guð og hans mátt í huga, hönd og hjarta, eða fótum, sem ganga á friðarvegum. En það er hinn almenni hugs KLAUSTURREGLA Framhald af bls. 9. unum til samtaka um vélakaup og búvélanotkun. Sumir bræðr : anna eru listamenn og innan! klausturmúranna er nú unnið að nýtízkumálaralist, keramik og húsagerðarlist. Bræðurnir eiga og starfrækja sína eigin prentsmiðju, sem prentar bæk- ‘ur og tímarit reglunnar og ann ast auk þess störf fyrir fjöl- mörg og stór frönsk bókafor lög. En bræðurnir frá Taizé starfa einnig víðsvegar annars staðar í veröldinni. Þeir eiga mikinn þátt í endurreisn sáttakirkjunn ar í Coventry í Englandi, en þar komast ýmsar hugsjónir þeirra í framkvæmd. En Taizé bræður starfa einnig í iðnhverf um Lyonborgar, fátækrahverf- inu í Algier og meðal bág- staddra á Filabeinsströndinni í Afríku. Nokkur hluti bræðranna eru guðfræðingar. Sumir starfa sem prestar, aðrir helga sig guð- fræðilegum rannsóknum, sum- ir eru kennarar i reglunni og koma upp lærdómssetrum og fræðslustofnunum, sem serst-'-t lega eru helgaðar ekki-kiistnu fólki. Félagsmálastofnun er nú í úndirbúningi á óskaseðli bræðranna. Félagar Taizéreglunnar eru frá ýmsum mismunandi kirkju- deildum með hin ólíkustu sjón- armið og þvf verður alkirkju- hugsjónin mjög á dagskrá, og Taizé að verða miðstöð al- kirkjulegra málefna. Ennfremur stendur þetta bræðrafélag mótmælenda í nánu og stöðugu sambandi við •kaþólsku kirkjuna og tveim TÍMINN unarháttur kæruleysisins, gleymsku og vökuskorts, „svartrar svefnhettu síruglað mók“, sem býr til þessar hætt ur, ef svo mætti segja. Þessi hugsunarháttur eða þetta hugs unarleysi fífldirfskunnar, sem skapar „flýtur - á - meðan - ekki - sekkur“ veröld. Og þann ig var orðið á fjölda mörgum skipum, í hitteðfyrra. Þannig var orðið á flugvélum í fyrra. Þetta hugsunarleysi getur gripið um sig eins og sjúk- dómur, andleg lömun á sumum tímum og vissum sviðum. Og svo líða þar saklausir fyrir seka eins og alltaf er. Al’.ir verða hálfblindir. Kona eða móðir, sem skilur eftir bremsulausan barnavagn, í halla á mikilli umferðargötu, í borg, eða telpa, sem gleymir við leik sinn barni, sem hún á að passa, svo að það veltur bjargarlaust og bundið í eða með kerrunni sinni út af gang stétt. Þær eru kannski lifandi tákn fyrir slíkan hugsunarhátt. En ennþá verra er, þegai þesi hugsunarháttur verð- ur til þess að heil menn ingarborg eins og Reykja vík hefur leikvöll barnasinnaá hættulegum, fjölförnum breið- strætum. Þar mætti hrópa dag og nótt: „Burt með börnin af götunni." Guð góðleikans í mannlegri sál krefst þess. Þið ættuð að hlýða þeirri rödd. Vern Guðs kemur ekki fyrirhafnarlaust. Vakið. Það segi ég öllum sagði Kristur. Vakið yfir vöggunni. Vakið yfir börnunum. Vakið yfir æskulýð landsins. Vakið á sjó, landi og í lofti. Eitt augnablik í aðgæzluleysi svefnhettunnar, verður að synd, verður að hættu, verðuur að harmi, verður að dauuða, því verður hver að halda vöku sinni, vöku Guðs í sjálfum sér, vöku hins verðandi kærleika. Og vakið, þegar þið fleyg- ist til fjallanna og dalanna í dýrð miðsumarsins. Hvers virði verður • tign tinds- ins, flúð fossins, ilmur hvammsins, söngur fugls, eða flug fiðrildis, ef horft er eða hlustað með augum og eyrum, deyfðum af áfengiseitri og tóbaksreyk. Lokið þá djöfla niðri í flösku og pakka heima. Þeir eiga enga samleið, eru meira að segja í skerandi ósam ræmi við íslenzka hásum ardýrð. Þjónið svo Guði góðleik- ans í ykkar eigin sál á vegum gististöðum og skemmtisvæð- um. Leyfið vernd Guðs um verlzunarmannahelgi. Veitið vernd Guðs um verzlun armannahelgina. Árelius Níelsson. # fulltrúum frá Taizé var boðið á síðasta kirkjuþing, sem hafið var af Jóhannesi páfa 23, en lauk í fyrra. Þeir voru boðnir sem áheyrnarfulltrúar og not- uðu sér það rækilega aiit þingið út, en raunar var það fjórskipt eða kom fjórum sinnum. sam- an. Bæn um einingu eða sam- starf kirkjunnar er rauður þráð ur í öllu guðsþjónustuhaldi Taizébræðra. Guðfræðiieg mót um alkirkjuleg viðfangseftö ertt haldin með stuttu millibili, jafnvel nýja „Sáttdiárkjan" þeirra er vígð sem kaþólsk kirkja, svo að þar geta kaþólsk ir gestir verið eins og heima hjá sér við helgiháld. Og nú hef- ur verið lagður hornsteinn að grískkaþólskri kirkju í mjög nánu sambandi við sáttakirkj- una. Taizé er þannig á tvennan hátt staður sátta og samstarfs. Sættir og samstarf allra krist- inna manna og þjóða er sættir milli kirkju Guðs og Guðs góða heims er uppistaða og ívaf þess helgiklæðis, sem þessi nútxma bræðraregla, sem hóf starf sitt á hrundum herragerði 1940 vill gefa veröldinni í krafti heilags anda. Það eru ekki háar tölur og mannfjöldi, sem setur svip á bæinn í þessum samtökum nú- tímans til eflingar Guðsríkis hugsjón Krists. Fáeinar konur við kirkju- byggingu úr brunarústum helgisýningar og söngva í Darm stadt. Hálft annað hundrað óbreyttra manna við andakt í grænu túni í nánd við klaust- urrústa á Ionaey, nokkrir litlu bræður Jesú í fiskibátum fjarlægra stranda eða búandi í vörubílum í fátækrahverfum stórborganna, nokkrir tugir hvítklæddra bræðra, sem taka einkum unga menn tali á förn- um vegi og telja gamalt eyði- býli í Austur-Frakklandi eina athvarf sitt í þessum heimi, þetta er fólkið í þessum minni hluta hinna mörgu milljóna, sem telur sig kristið fólk. En er þetta samt ekki góði hlut- inn, sem það hefur valið? Er þetta ekki fólkið, sem eins og María í Betaníu forðum gleym- ir öllu öðru, þegar þjónustan og fylgdin við Jesú — anda hans og kraft er annars vegar? Svo ólíkt sem þetta fólk er að þjóðerni, játningum, skoðun um og trúarlegri aðstöðu, þá er því eitt sameiginlegt, þjón ustan, kærleiksþjónustan og fylgdin við Krist. Það hefur eins og María setzt að fótum hans meðan hinn nafnkristni heimur atast í öllum áhyggj- um sínum og mæðist í mörgu eins og Marta. Og þessi kraft- mikli, róttæki minnihluti hefur kynnzt aflsuppsprettu þagnar og kyrrðar, viðurkennt bless- unarlindir bænar og hugleiðslu og bergt af þessum brunnum andlegrar orku, og það veit að kirkjan í heimi nútímans, kirkjan á atomöld í eftirkrist- inni veröld getur ekki lengur byggt tilveru sína á viðurkennd um hefðum og helgivenjum. messusiða og forréttinda, held-^ ur verður hún að byggja á ósíngjarnri kærleiksþjónustu í hversdagalífinu sjálfu, starfi og samtökum. Þannig verður hinn róttæki minnihluti sá, er velur góða hlutann, súrdeigið meðal þjóðanna og kirkjudeildanna. Reykjavík, 17. júní 1966. LÆKNASKORTUR Framhald af bls. 9. ið góðan miða. Hinn kemur út niðurbrotinn maður og verða að hyggja á nýjar leiðir í lífinu. Hann hafði dregið slæman miða. Kennsluhættir. Þá er að minnast á kennsluna. Hún er fyrstu 4 árin nær ein- göngu bókleg. Kennslutæki eru ófullkomin eða engin. Ekki er t.d. unnt að segja, að læknadeildin eigi nokkurt líffærasafn. Samband nemenda og kennara er slitrótt. Pórfessorar kenna að vísu sínar 4—6 klst. á viku, en þeir hafa engan sérstakan viðtalstíma fyrir nemendur, sem þurfa að fá leyst úr torskildum atriðum. Sjálft nám- ið er teygt yfir óeðlilega langan tíma, því að kennsla byrjar ekki fyrr en í október — og í alvöru ekki fyrr en eftir 1. vetrardag, þegar háskólinn er formlega sett- ur. Um miðjan desember gerast kennslustofur þunnskipaðar, er sumir nemendur fara að vinna sér inn skilding í jóla annríkinu og aðrir taka sér frí. Engin kennsla fer fram í janúar. Kennt er í febrúar og marz, en um páska leyti þynnast kennslustofur á ný, er súmir nemendur hefja próflest- ur og aðrir byrja sumarstarfann. Full kennsla er þannig aðeins 4—5 mánuði á ári. Þegar loks komið er á sjúkra- húsin, mætir nemandanum tóm- læti. Einn þeirra, greindur vel og góðum hæfileikum búinn, sagði ný lega: „Aðeins fáir læknar á sjúkra húsunum leggja sig fram um að kenna okkur. Flestir láta sér fátt um finnast, nema þegar gera þarf verk, sem þeir eru of fínir til þess að inna af hendi.“ þessi nem- andi hætti, en heldur nú •námi sínu áfram við erlendan háskóla. Kröfur út í bláinn. Þegar læknakandidatar koma út í lífið, eru þeir að vonum haldnir vanmáttarkennd og kjarkleysi. Þeir vilja ekki taka á sig hín „erfiðu tilfelli" læknishéraðanna, heldur sitja á snotrum stofum í höfuðborginni, skrifa lyfseðal og vísa til sérfræðinga. Er þetta ofur eðlilegt, þegar litið er á alla mála- vöxtu. En skraf þeirra um lækna miðstöðvar og hópstarf er aðeini píp. Slíkar læknamiðstöðvar eru fyrir hendi í fjórðungssjúkrahús- unum, sem sum voru stofnuð fyrir stórhug óg elju einstakra lækna, eins og t.d. á Blönduósi. Og ekki er unnt að tala um hópstarf þriggja lækna, nema til þess eins að dreifa ábyrgðinni. Raunverulegt hópstarf krefst þrjátíu fremur en þriggja lækna auk fullkominna rannsóknarstofa. Slíku er vegna kostnaðar aðeins unnt að koma á fót í höfuðborginni. Hvað sem um læknamiðstöðv- ,ar og hópstarf má annars segja.þarf dreifbýlið sína sveita- eða héraðs lækna. Það á heimtingu á slíkir þjónustu ,enda um landauðn að ræða að öðrum kosti. Kona í barns nauð eða fólk, sem hefur orðið fyrir slysi, vill ekki bíða eftir lækni í 150 km. fjarlærgð eins og greinarhöfundur telur gott og gilt. Ef læknadeild Háskóla f slands er þess ekki umkomin að útskrifa menn, sem geta og vilja gegna störfum, verður að leita út fyrir landssteinana.Dekur við kandidata stoðar ekikí, heldur fæðir af sér æ nýjar kröfur. Greinarhöfundur vill ókeypis skemmtiferðir héraðs lækna til höfuðborgarinnar. Hvað ætli þeim detti í hug að biðja um næst? Læknadeild eða erlendir námsstyrk ir. Þetta mál vekur til umhugsunar um það, hvort raunverulega borgar sig að reka læknadeild við léleg skilyrði í háskólanum. Ef reiknað er, hve háa fjárhæð kostar af al- mannafé að brautskrá hvern lækna kandidat á íslandi, kynni að koma í ljós, að ódýrara sé fyrir ríkið — og um leið haldbetra fyrir heil- brigðisþjónustuna — að senda út til náms með fullum styrkjum þá tölu hæfileikamanna, sem árlega þurfa að bætast í íæknastéttina. Auðvitað yrði að setja það skilyrði fyrir námsstyrk, að nemandinn starfaði hér heima að námi loknu — og þá væntanlega um skeið á sjúkrahúsi í æfingaskyni, áður en hann byrjaði að „praktiséra." Freistandi væri að ræða hér tekjusjónarmið og áróður þeirra manna, innan stéttarinnar, sem á undanförnum árum hafa reynt að breyta hinu veglega líknar- starfi læknisins í fjáraflafyrirtæki en ekki er slíkt unnt tímans og rúmsins vegan — a.m.k. ekki að sinni. G. ( Blaðið telur rétt að birta þessa grein, því að nauðsynlegt er að ræða þetta vandamál frá öllum hliðum, þótt það taki ekki afstöðu til málsins og geri sjónarmið henn ar engan veginn að sínu. Ritstj.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.